Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 13
* Föstudagur 6. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 RÖDD NORDRI eftir Poul M. Pedersen MEÐAN 12. fundur Norðurlandaráðs stóð yfir í Stokkhólmi birtist eftirfarandi grein eftir danska rithöfundinn Poul M. Pedersen í Kvöldberlingi. Þar fjallar höfundurinn meðal annars um ræðu, sem Gunnar Gunnarsson, skáld, hélt fyrir nær f jórum áratugum og minnir á þær hugmyndir, er skáld- ið setti þá og síðar fram um samvinnu Norðurlanda. VETRARHEFTI íslenaka menn- „Jörð“, sem ná yfir hinn eigin- ingartímaritsins „Félagsbréf“, eem jafnan er vel úr garði gert, er að milklu leyti helgað skáld- inu Gunnari Gunnarssyni. Tíma- ritið er gefið út af Abnenna bókafélaginu, sem nýlega hefur í eamráði við bókaútgáfuna Helga- íell gefið út heildarsafn ritverka ekáldsins. í stjóm félagsins eiga saeti þrír ráðherrar, Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra, sem er tformaður, . Gylfi Þ. Gíslason, imenntamálaráðherra, og hinn mýskipaði dómsmálaráðherra Jó- hann Hafstein. Á forsíðu tímaritsins er ný ljós jnynd af hinum heimskunna rit- höfundi og það hefst á viðtali, setn ungur maður, Sverrir Hólm- arsson, er leggur stund á bók- menntanám, hefur átt við hann. I upphafi skrifar viðtálshöfund- urtnn: „Gunnar Gunnarsson hef- ur lifað og reynt þann heim, sem var að mestu hruninn til grunna, þegar ég fseddist; hann hefur séð hlutina gerast, ég hef aðeins les- ið um þá, heyrt um þá, hugsað um þá.“ Og svo fær skáldið orð- ið „Tslendingar eru ung þjóð. — Því megum við ekki gleyma. Þúsund ár em stuttur tími í sögu þjóðar.“ Spurningrunni um það, hvort honum finnist ekki merkilegt, að á íslandi er ekki til íhaldssöm bændastétt, svarar hann: „Hefur nokkurn tíma ver- ið til bændastétta á íslandi? — Landnámsmenn voru að vísu baandur, en þeir vom meira; þeir vom menn, sem ekki gátu unað ófrelsi. Og ég held, að þeir menn, sem búið hafa á íslandi, hafi aldrei orðið bændur í sama skilningi og bændur í Danmörku eru það. Þó eru til margar und- antekningar, ég hef þekkt menn, sem vom bændur“. Með sjálfum sér heldur hinn ungi höfundur viðtalsins áfram að hugsa um skoðun skáldsins: „Slíkur maður var Brandur á JBjargi“ — í samnefndri skáld- sögu, — „Brandur á Bjargi var bóndi. En mennirnir kringum hann, sem flosnuðu upp af jörð- um sínum og fluttust annað hvort vestur um haf eða á möl- ina, þeir menn voru ekki bænd- ur.“ Gunnar Gunnarsson og höf- undur viðtalsins vekja hér máls á staðreynd, sem félur í eér mörg vandamól, er íbúar Norðurlanda hafa nú á dögum tilhneigingu til þess ’að taka ekki eftir eða gera lítið úr. En þau em þó afar mikilvæg til skilnings á íslenzkum aðstæð um nú, landnámsmennirnir voru slitnir upp af rótum sínum, hrakt ir af máttugum örlögum úr um- hverfi sínu í mikla lífshættu, oft ofsóttir. Afkomendur þeirra urðu einnig öldum saman að standa augliti til auglitis við óvissuna. Á þessum grundvelli er það, sem Gunnar Gunnarsson greinir hinn mikla mun á þeim og hinum eiginlega bónda, sem stendur föstum rótum í sinni jörð, býr við öryggi hjá sínu fólki, sínum búpeningi, á sinni jörð, í sínum bæ. Orðið „landnám“, landtaka, er 1 raun og veru heiti ákveðins tímabils snemma í sögu íslands, tímabils, er nær yfir síðasta hluta níundu aldar og upphaf hinnar tíundu. í hinum kunnu Bkáldsögum „Fóstbræður“ — sem Gyldendal gaf nýlega út að aýju í vasabókarbroti — og lega landnámstíma, hefur Gunn- ar Gunnarsson fjallað um allt þetta. Ingólfur Arnarson og förunautar hans eru á leið til hinna nýju heimkynna sinna. — Þeim hafa verið búin örlög, sem þeir verða að hlíta. Þeim hefur — eins og sænski bók- menntafræðingurinn, Stellan Arvidson, gerir ljósa grein fyrir í riti sínu um skáldskap Gunn- ars Gunnarssonar — verið ætl- að sögulegt hlutverk, sem þeir eru fúsir að fórna öllu. Þeir eiga að setjast að í nýju, óbyggðu o@ ókunnu landi, nytja það og gera það byggilegt land, sem veitir nokkra huggun undir stjörnun um. Um þessa skoðun sína á sögu- skeiði íslands, íslenzku þjóðinni og örlögum hennar hefur Gunn- ar Gunnarsson fjallað í mörgum yfirgripsmiklum skáldssögum. Hann vikkar hugtakið landnóm, svo að það nær, í fyrsta lagli, yfir alla hina þúsund ára sögu íslands; í annan stað lítur hann á landnámið, sem andlega þró- un, og í þriðja lagi gerir hann baráttu íslenzku þjóðarinnar í þúsund ár að tákri mannkyns- ins. Gunnar Gunnarsson Landnám verður í augum Gunnars Gunnarssonar einnig baráttan fyrir réttlæti. Til þeirra, sem eiga að heyja þessa baráttu, eru gerðar nær því eins miklar kröfur og til Gralsriddara; þeirra eigin hagsmunir verða að víkja f*yrir kröfum heildar- innar. Þeir eiga að hafa stjórn á ástríðum sínum og geta viður- kennt manngildi andstæðingsins. „Þannig er landnám loks barátta fyrir ákveðnu hugarfari, barátt- an fyrir veglyndi, fyrir hinu trúarlega. Frelsi, réttur og frið- ur eru þegar á allt er litið tak- mark þess starfs, sem hófst á Arnarhvoli í upphafi. Gunnar Gunnarsson hefur viljað sýna heiminum, hvernig lítil þjóð hefur við óhentug skilyrði get- að ræktað jörðina og hugarfar- ið og skapað menningu. Að lok- um þýðir landnám í víðri merk- ingu viðleitni mannsins til menn ingarsköpunar yfirleitt, í sama máta sem þúsund ára barátta íslendingja verður mannkyninu fýrirmynd.“ (Arvidson). Þannig er landnám Gunnari Gunnarssyni jöfnum höndum menningarhlutverk lítillar þjóð- ar á einmana eyju í úthafinu og menningarhlutverk einmana mannkyns á einangraðri eyju, smáhnetti í alheimnum. í fyrr- nefndu haustsamtali rithöfund- arins og stúdentsins er minnzt lítillega á líf og dauða. Rithöf- undurinn segir, að hann trúi á framhaldslíf, á tilvist Guðs- en finnist það guðlast að álíta að unnt sé að skilja hann. , ★ A miðjuim þriðja tug aldar- innar, þegar Gunnar Gunnars son var ásamt fjölskyldu sinni búsettur í Danmörku — á Gran- tofte við Værlöse — var hann tíðum beðinn að halda ræður á fundum norrænna stúdenta; hann var líklega só maður á Norðurlöndum, sem æskan helzt vildi hlusta á. Þegar þess er gætt, hvað framtíðin bar í skauti sér, var hann allmörg ár á und- an sinni samtíð. Á þessum ár- um setti hann fram hugmyndina um norrænt varnarbandalag, norrænt tollabandalag, um nýja UM BÆKUR Árni Jakobsson. Á VÖLTUM FÓTUM, ævisaga. Þórir Frið- geirsson bjó til prentunar. — Bókaforlag Odds Björnsson- ar. Akureyri 1964. FÆÐIST og elst upp í fátækt, kvænist rúmlega tvítugur konu, sem er svo miklu eldri en hann, að hún getur verið móðir hans, sýkist af lömunarveiki og lamast á fótum á fyrsta hjúskaparári, verður bóndi á afskekktu heiðar- koti, þar sem annirnar hvíla á konunni, berst úr sveitinni í kaup staðinn og nýtur þar félagslegrar samhjálpar í ellinni — þannig er saga Árna Jakobssonar frá Víða- seli, sögð í fáum orðum. Það mætti ætla, að slík saga væri mestan part raunasaga. En svo er ekki. Það er yfir henni heiðríkja, og maður hlýtur að undrast, hve mikið þessi maður hefur gert sér úr lífinu þrátt fyr- ir mikla og varanlega örorku. Saga hans sannar okkur, að hver er sinnar gæfu smiður. Og hún sýnir okkur fram á, að maðurinn getur staðið réttur, meðan hann heldur andlegu þreki. Því þreki hefur Árni verið gæddur í ríkum mæli eftir sögu hans að dæma. Auk þess hefur hann verið mað- ur athugull og minnugur. í fyrstu köflum bókarinnar greinir hann frá æsku sinni. Sá hluti bókarinnar er daufastur. Það er eins og bernskan hafi fall- ið í skuggann á bak við þau ör- lög, sem biðu hans síðar á æv- inni. Til dæmis fær maður ósköp óljósa mynd af foreldrum hans. Af frásögn hans að dæma hefur móðirin verið blíð og faðirinn umhyggjusamur, og það er allt og sumt. Þau voru ekki hjón, en héldu saman á ýmsum bæjum í húsmennsku og vinnumennsku og höfðu drenginn hjá sér. Þar kom, að þau slitu samvistum, og var Árni með móður sinni eftir það. Hann segir, að skilnaður þeirra hafi komið til af missætti, og hafi hann bráit orðið áskynja um or- sök þess missættis. „Og það var síður en svo“, segir hann, „að mér létti fyrir brjósti við þá vit- neskju, en ég læt ósagt, hver or- sökin var“. Það er ekki auðvelt að ráða, hvers vegna Árni hefur kosið að halda þessari orsök l'eyndri, eftir að hann var farinn að dylgja um hana. Höfðu foreldrar hans — annað hvort eða bæði — orðið sér til vansæmdar? Eða var or- sökin svo hégómleg, að höfundur þegi um hana þess vegna? Um það fær lesandinn ekkert að vita. Honum er látið eftir að geta í þá eyðu. Og þess er ekki að dyljast, að frásögnin ýtir undir neikvæð- ar getgátur. Höfundur hefur ekki minnzt þess, að dylgjur eru verri en óþægilegur sannleikur. Skemmtileg er frásögnin af til- hugalífi Árna og Sigríðar, síðar konu hans. Hún var fyrir sitt leyti fýsandi ráðahagsins, en ótt- aðist aldursmuninn og reyndi í lengstu lög að halda frá sér þess- um ástheita unglingi. Aldurs- munurinn átti þó ekki eftir að koma að sök. Sigríður reyndist Árna tryggur lífsförunautur og ómetanleg stoð í erfiðri lífsbar- áttu. Veikindum sínum lýsir Árni skilmerkilega. Þegar hann tók lömunarveiki, hafði sá sjúkdóm- ur sjaldan heyrzt nefndúr, og vissi því enginn, hvað að fór. Og átakanlega lýsir Árni hugraun sinni, þegar hann varð þess á- skynja, að hann hafði lamazt. En þrátt fyrir allt sjúkdóms- stríðið er ævisaga Árna frá Víða- seli ekki fyrst og fremst sjúk- dómssaga. Hún er miklu fremur saga manns, sem gefst ekki upp, hvað sem á gengur. „Haltur ríður hrossi“, segir í Hávamálum. Sú speki er enn í gildi. Maður getur notið lífsins, svo lengi sem hann sættir sig við umhverfið, lagar sig eftir aðstæð- unum og blandar geði við aðra menn. Ekki veit ég, hvort Árni frá Víðaseli hefur þekkt heilræði Hávamála. En hitt er ljóst, að hann héfur farið eftir þeim. Hann hefur verið mannblendinn og fé- lagslyndur. .Og hann hefur ein- sett sér að láta líkamlegan van- mátt ekki valda því, að hann biði tjón á sálu sinni. Lamaður á fót- um og ófær til gangs, fer hann allra sinna ferða á hestbaki eða sleða, sækir mannamót, fer einn saman yfir heiði um hávetur og býður hættunum byrginn. Fólkið átelur hann fyrir glannaskap, því að vitað er, að hann er bjargar- laus maður, ef eitthvað kemur fyrir. En hann lætur engar for- tölur aftra sér, og það kemur heldur ekkert fyrir. Honum er ljóst, að hann verður dag hvern að halda próf á karlmennsku sinni. Kjarkurinn má ekki lam- ast. Nóg er samt. Og þá má ekki gleyma því, að ævisaga Árna er einnig saga um mannlega samhjálp. Eftir að hann lamaðist, naut hann margs konar aðstoðar ættingja, vina og nágranna. Þá var ekki hægt að leita á náðir neinna trygginga. Og önnur úrræði voru fá. Þá voru ekki mörg lífvænleg störf þess eðlis, að maður gæti setið í sæti og skilað þó fullum afköst- um með vinnu handa sinna. Véla- öldin var enn á frumskeiði. Það sýnir hugkvæmni’Árna, að hann keypti sér prjónavél og afl- aði sér nokkurra tekna með prjónaskap og bægði svo frá sér leiðindum iðjuleysisins. Hann vann líka úti við eins og kraft- arnir leyfðu, t.d. risti hann torf hæittu úr suðrí, um víðtæk og traust viðskiptatengsl Norður- landa og menningarsamskipti við Evrópu. Hann var einn af þeim fáu, sem komust í tengsl við unga menntamenn og hann tendraði glóð í hugum þeirra. Mörgum þeirra lýsir og vermir sú glóð enn í dag. Ræðum sín- um um norræn málefni safnaði skáldið saman í bók undir nafn- inu „Norræna ríkið“, kom hún út hjá Gyldendal árið 1927 og er nú löngu uppseld. Sú hugmynd íslenzka tíma- ritsins að prenta að nýju ræðu Gunnars Gunnarssonar, „Örlög Norðurlanda“, er snjöll og 'tima- bær. Ræðuna hélt hann í Hertu- dal á Valdemarsdaginn 1926. — „Félagsbréf“ birtir hana í full- kominni þýðingu íslenzka skálds ins Tómasar Guðmundssonar. Þennan sumardag fyrir næst- um 40 árum hóf Gunnar Gunnars son mál sitt á þessa leið: „Hver þjóð á sín örlög, örlög, sem djúpt ög óhagganlega ákvarðast af inn- ri styrkleika hennar. Um þjóð- irnar á það við, engu síður en um einstaklingana, að hver er sinn- ar gæfu smiður, örlagafárið, hið óverðskuldaða hamingjutjón, er ekki jafntítt og flestir víst ætla, hvorki í lífi manna né þjóða. Engin þjóð lætur þýlundast fyrir ofbeldi, upplausn hennar á upp- tök sín í sjálfum þjóðarstofnin- um, ósigurinn ógnar innanfrá, það er í hjartanu, að dauðinn liggur í launsátri. Gagnvart þjóð- um sem mönnum, eru jafnvel stærstu ytri hættur smávægileg- ar í samanburði við innri háska- semdir.1 Síðar segir skáldið meðal annars: Því Norðurlönd eiga evrópsku hlutverki að gegna Og örlög Norðurlanda eru kom- in undir þvi, hvernig þau rækja þetta hlutverk. En eigi Norður- lörid yfirleitt að verða nokkru hlutverki vaxin, ber þeim nauð- syn til að taka höndum samaa, gerast norræn eining, rambyggt Framh. á bls. 15 Árni Jakobsson. krjúpandi á hnjánum eða sitj- andi. Lífsbaráttan var hörð. Menn urðu að neyta orku sinnar til hins ýtrasta, hvort sem hún var meiri eða minni. Þeir, sem lifa við skertan lík- amsþrótt, ættu að lesa ævisögu Árna frá Víðaseli sér til hug- hreystingar. Og hinir, sem halda fullum kröftum, hefðu einnig gott af áð kynnast henni. Þórir Friðgeirsson bjó bókina til prentunar — „endurritaði handritið, fylgdi anda þess og efni með nákvæmni, en breytti orðalagi sums staðar“, segir í eft- irmála. Ekki er annað að sjá en Þórir hafi vandað sitt verk. Nokkrar myndir eru í bókinni, prentaðar á gljápappír. Er þeim komið fyrir á síðunum eftir þeirri úreltu venju að hafa spássíur á myndasíðum jafnar því, sem er á lesmálssíðum, en naumt bil á milli sjálfra myndanna, þar sem marg- ar eru á síðu. Friðrik A. Friðriksson skrifar eftirmála „um höfundinn og nán- ustu ættmenn hans“. Ættfræði Friðriks er góðra gjalda verð. Hins vegar hefði hann mátt spara sér eigin hugleiðingar um höf- undinn. Þær eru í það væmnasta. Aftast er nafnaskrá, og gefur hún bókinni dálítinn fræðisvip. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.