Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.07.1964, Blaðsíða 31
Surmudagur S. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 / Nýr flugvöllur til um- ræðu í Færeyjum JENS OXTO KRAG, forsætis- ráðherra Dana, heimsótti Fær eyjar fyrir skömmu og meðal þeirra máia, sem hann ræddi við landsstjómina, var gerð nýs flugvallar í Færeyjum. Var forsætisráðherranum sýndur staður sá á- Austurey, sem heppilegastur er talinn til flugvallargerðar. Krag sagði fréttamönnum, að hann væri á þeirri skoðun, að Austurey væri góður stað- ur fyrir stóran flugvöli, sem samræmdist kröfum timans. Ráðherrann sagðist viija benda á, að í Danmörku væru loftsamgöngur víða ótryggar vegna slæmra flugvalla og úr bóta j>örf, en kvaðst þess fuii viss, að Danir myndu skilja, að ]>eir, sem mesta þörf hefðu fyrir nýjan og fullkominn flug völl væru Færeyingar. Staðurinn á Austurey, sem loftferðayfirvöld í Færeyjum hafa bent á sem heppilegt flug vallarstæði, uppfyllir hin al- mennu skilyrði, sem sett eru flugvölum fyrir stórar flug- vélar, allt upp í þotur. Unnt er að leggja flugbrautina í sömu stefnu og vindátt er oft ast á eyjurini og skilyrði eru til blindflugs. Flugvöllur á Austurey hefur þó einn ókost og hann er sá, að í>órshöfn er á annarri ey. En með ferju tæki ferðin til Þórshafnar frá flugvellinum rúma hálfa klst. Áætlaður kostnaður við gerð flugstöðvar á Austurey eru um 160 milljónir Isl. kr. Þrír aðrir staðir eru taldir koma • til greina fyrir nýja flughöfn í Færeyjum, og einn ig hefur verið ræddur mögu- leikinn á stækkun og endur- bótum flugvallarins á Vogey, en þaðan er tveggja klukku- stunda sigling til Þórshafnar. Veðurskilyrði hafa einnig reynzt mjög slæm á Vogey, en Bretar gerðu flugvöllinn þar á styr j aldarárunum. Landsstjórnin í Færeyjum mun væntanlega taka ákvörð un innan skamms um hvað gera skuli í flugvallarmálun- um og síðan hefjast viðræður við dönsku stjórnina um fram kvæmdir. — Byggingafélag Framhald af bls. 23. leggja fram visst framlag óaftur- kræft á ári hverju, sem rennur til byggingarsjóðsins og ganga þessi framlög sumpart til þess að greiða niður vexti og sumpart til útlána. Þessi framlög hafa verig mjög mismunandi há á hin um ýmsu tímum. í upphafi, þeg- ai fyrstu lögin um verkamanna- bústaði voru sett árið 1929, vöru jþau ákveðin 1 króna á ári af hverjum íbúa bæjar- og sveitar- félags eða kauptúns, þar sem byggingarfélag verkamanna var starfandi, gegn jöfnu framlagi úr ríkissjóði. Síðan hafa oft verið gerðar breytingar á verkamanna hústaðalögunum og þessi fram- lög farið smáhækkandi, og sam- kvæmt síðustu breytingu á lög- uuum frá 1962, skulu sveitarsjóð- ir greiða árlega sem nemi 40-60 Jirónum á íbúa sveitarfélagsins, en ríkissjóður er skuldbundinn til að greiða jafnhátt framlag og sveitarfélögin greiða. Fyrsti formaður Byggingar- félags verkamanna í Reykjavík var Guðmundur í. Guðmunds- son, núverandi utanríkisráð- herra, og átti hann jafnframt neginþáttinn í stofnun félags- jns, en aðrir í stjórn með honum voru Magnús Þorsteinsson vara- formaður, Grímur Bjarnason, gjaldkeri, Bjarni Stefánsson og Oddur Sigurðsson. Siðastliðin 15 ár hefur Tómas Vtgfússon byggingarmeistari verið formaður félagsins, en hann hefur einnig verið bygg- ingarmeistari hjá félaginu frá upphafi og haft umsjón með öll- um framkvæmdum. Aðrir í 6tjórninni með honum eru nú: Magnús Þorsteinsson, varafor- maður, og er hann sá eini sem verið hefur i stjórninni frá upp- bafi, Alfreð Guðmundsson, rit- Magnús Þorstoinsson Júhann Eiríksson ari, Jóhann Eiríksson og Ing- ólfur Kristjánsson. —• Skrifstofu- stjóri og gjaldkeri hjá félaginu er Sigurður Kristinsson, Endur- skoðendur hafa verið frá upp- hafi, Bernharð B. Arnar og Jón Guðmundssoo. i Brúð'hjónin aka úr kirkju til Solliden. Margrét Svíaprinsessa og John Ambler gefin saman ÞRIÐJUDAGINN 30. júní sl. voru gefin sanian i hjóna- band, Margrét Svíaprinsessa og John K. Ambler, kaup- sýslumaður frá London. Fór giftingarathöfnin fram á Öland, í kirkju, er reist var einhvern tíma á miðöldum, og framkvæmdi vígsluna, á sænsku og ensku, hirðprestur- inn Olle Nystedt og erkibisk- upinn, Gunnar Hultgren. Svía konungur, Gustaf Adolf VI, var svaramaður brúðurinnar, en svaramaður brúðgumans var vinur hans og félagi úr heimsstyrjöldinni síðari, Christopher Scholfield. Sænska konungsfjölskyldan var öll viðstödd brúðkaupið, konungurinn, Louise, drottn- ing; krónprinsinn, Carl Gust- af; Sibylla prinsessa, móðir Margrétar, og systur hennar þrjár, Birgitta, Desiree og Christina. Ennfremur var meðal gesta Tage Erlander, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Aina, kona hans; Ingrid Dana- drottning og dætur hennar þrjár, Margrét, Benedikta og Anna María; auk fjölda vina brúðhjónanna. Uti fyrir kirkj- unni hafðí margmenni safn- azt saman og var brúðhjónun- um mjög fagnað, er þau gengu úr kirkju. Frá kirkjunni óku þau til Solliden, u.þ.b. 15 km leið, en þar höfðu konungshjónin mót töku fyrir gestina. Óku brúð- hjónin í opinni bifreið og var ákaft fagnað af íbúum Ölands, er safnazt höfðu saman við veginn. Regndropar höfðu byrjað að falla rétt í þann mund, er þau gengu úr kirkj- unni og í því þau komu til Solliden gerði hellirigningu. Tókst svaramanni brúðgum- ans, hinum brezka, að spenna regnhlíf í skyndi yfir brúðina og forða þar með brúðarskart- inu frá að vökna. Brúðarkjöll Margrétar var einkar fallegur, látlaus og stíl- hreinn og hún bar kórónu eina skartgripa. Frá móttökunni í Solliden fóru brúðhjónin með þyrlu í brúðkaupsferð og var ekki gefið upp hvert förinni væri heitið. Síðan halda þau til London, þar sem þau setjast að í fimm herbergja íbúð við Wilton Place. Eru það nokkur viðbrigði fyrir Margréti, því að í konungshöllinni í Stokk- hólmi eru 224 herbergi. Svía- konungur hefur boðið, að Mar grét haldi prinsessutitlinum og verður hún því kölluð Mar- grét prinsessa, frú Ambler. I 'l — Sildin Framh. af bls. 32 verksmiðjuna, og það reyndar fyrir nokkru. Verksmiðjan í Krossanesi er lengst frá miðun- um af þeim verksmiðjum, sem hingað til hafa tekið á móti. Flutningaskpiið ASKA er vænt- anlegt í fyrramálið með 4.000 mál, og fleiri skip eru á leið- inni. Um 8.000 mál brædd í Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 4. júlí. Hér er búið að bræða um 8.000 mál. Verksmiðjan afkastar 1100 málum á sólarhring og hef- ur unnið með fullum afköstum undanfarna daga. Hingað til hefur aðeins verið saltað hér í 100 tunnur til reynslu. Var það í fyrrinótt. Von er á vb Sigurpáli í kvöld með 1.600 mál. Er reiknað með sölt- un. — J. Á. DALVÍK, 4. júlí. Hér er allt tilbúið til að taka Leiðrétting í FRÉTT á baksíðu Mbl. 3. júlí stóð, að „Sigurður Ólafsson í LÍÚ“ hefði verið meðal þeirra framámanna í íslenzkum sjávar- útvegi, sem fóru um borð í brezku konungssnekkjuna Brit- anníu. Þarna átti að standa: Sig- urður H. Egilsson í LÍÚ. á móti söltunarhæfri síld, en eng in branda hefur sézt, svo að held ur er dauft yfir hérna. Hér er engin síldarbræðsla. 11.462 mál til Bakkafjarðar BAKKAFIRÐI, 4. jú.lí. HÉR á Bakkafirði hefur verið landað 11.462 málum til bræðslu, og er það nærri jafn mikið magn og brætt var í fyrra. Síldarverk- smiðjan hefur brætt í rúma viku, og eru afköstin 7—8000 mál á sól- arhring. í gær landaði vb Pétur Jónsson ÞH 350 málum til sölt- unar, og var fyrsta síldin söltuð hér í gær á söltunarplani Sand- víkur hf. — Birgir. Loftleiðafarþegar gistu á Akureyri Þ E G A R Loftleiðaflugvélim Bjarni Herjólfsson kom frá Amsterdam og Glasgow seint á föstudagskvöld, var ólendandi í Reykjavík. Flaug hún því norður til Akureyrar og lenti þar. 36 farþegar voru í vélinni og 7 manna áhöfn. Gisti fólkið I heimavist M.A. og í Skíðahótel- inu. Kl. 12.30 í gær fór flugvélín frá Akureyri til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.