Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 16
16 M 0 RG UN BLAÐ1Ð r Sunmidagtir 8. sept. 1964 Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ANDSTAÐA KOMMÚN- ISTA GEGN KIRKJU OG KRISTNI ll/Iorgunblaðið hefur þessa dagana birt nokkur við- töl við erlenda kirkjuhöfð- ingja, sem hér sitja stjórnar- fund Lútherska heimssam- bandsins. Hafa þessi viðtöl vakið verðskuldaða athygli, einkum viðtöl við dr. Hanns Lilje, biskup, sem þjónar báð- um hlutum Þýzkalands, og dr. Jaak Taul, formann hins lúth- erska ráðs Bretlands og for- stöðumann safnaða Eistlend- inga á Bretlandseyjum. í þess um viðtölum kemur fram stað festing á því, sem Mbl. hefur oft og lengi vakið athygli á, þar sem er guðleysi komm- únismans og ofsóknir gegn kristni og kristnum rnönnum. Dr. Lilje segir stjórnina í Austur-Þýzkalandi reka guð- leysisáróður og hafi jafnvel verið stofnað sérstakt pró- fessorsembætti í guðieysi við háskólann í Jena. Það er vissulega ástæða til þess að fagna þeirri bjartsýni dr. Lilje, að kirkjan í Austur- Þýzkalandi berjist ekki von- lausri baráttu, þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarvalda og hins alráða kommúnista- flokks. Dr. Taul sagði í viðtalinu, að það gangi kraftaverki næst, að kirkjan skuli vera enn við lýði í Eistlandi. Lútherska kirkjan búi þar við mjög þröngan kost og sé stöðugt þrengt að henni af hálfu kommúnistastjórnarinnar. — Engar kirkjur hefur þar mátt byggja frá valdaráni komm- únista, engar bækur eða blöð má kirkjan prenta, hvorki biblíur, sálmabækur né annað. Dr. Taul sagði í viðtalinu, að kirkjan í Eistlandi geti ekki etnu sinni komið messutil- kynningum á framfæri, enda reki öll blöð þar í landi mik- inn áróður gegn kirkjunni. Kristin fræðsla er bönnuð þar í landi og hefur ekki verið hægt að mennta presta. Þessi ummæli kirkjuhöfð- ingjanna staðfesta og árétta það, sem oft hefur áður komið fram í Mbl. um hatur og and- stöðu kommúnista á kirkju og kristni. Má hér aðeins minna á ummæli Gagaríns geimfara og Fúrtsevu, menntamálaráð- herra Sovétríkjanna, í viðtöi- um hér í blaðinu, þar sem þau afneituðu æðri máttarvöldum, kirkju og kristni. Sagði ekki Marx, höfundur kommúnism- ans einmitt, að trúarbrögðin væru aðeins deyfilyf fyrir fólkið? Kommúnistar, hvar sem er í heiminum, vinna markvisst gegn kirkju og kristni, þótt heiðarleiki þeirra um þetta markmið sé mismunandi og eftir aðstæðum. í kommúnista löndunum hafa stjórnvöldin farið bá leið, að reyna fremur að murka lífið úr kirkjunni með bönnum, boðum og fang- elsunum. Kirkjan má sín þó svo mikils í hugum fólksins í kommúnistalöndunum, að stjórnvöldum hefur ekki þótt viturlegt, að beinlínis banna kirkjuna. íslenzkir kommúnistar hafa ekki farið leynt með andstöðu sína gegn kirkjunni og afneit- un kristinnar trúar. í seinni tíð hafa þeir þó farið sér hægt í þessari baráttu, ekki vegna sinnaskipta, heldur af því þeir finna þau ítök, sem trúar- brögðin eiga í fólkinu. Margir hafa látið blekkjast af þessu og gera sér ekki nógu skýra grein fyrir hinu and- kristna viðhorfi kommúnism- ans, bæði hérlendis og annars- staðar. Jafnvel kirkjunnar menn hérlendis hafa vaðið i villu um þetta eðli kommun- ismans og hefur þetta skiln- ingsleysi komið fram í sjálfu höfuðmálgagni þjóðkirkjunn- ar, Kirkjuritinu. Hérlendis hafa yfirlýstir kommúnistar bæði stundað nám í guðfræði við háskólann og hlotið prestsvígslu. Undr- ast margir hvernig það megi vera og hvernig þeir geti þannig talað tungum tveim og boðað samtímis kommúnism- ann og fagnaðarerindið. Það eru varasamir menn, ef það er gert til þess að lauma kommúnismanum inn í sjálfa þjóðkirkjuna. Það eru menn lítilla sæva, ef þeir gera það aðeins vegna öruggrar stöðu og bústaðar að prestssetri. Hér verður kirkjan að Vera á verði. Er vonandi, að um- mæli hinna erlendu kirkju- höfðingja um andstöðu komm únista ftegn kirkju og kristni megi yekja þá, sem enn blunda. RÉTTARBÆTUR VIÐREISNAR- STJÓRNARINNAR Ifiðreisnarstjórnin hefur unn ’ ið mörg stórvirki á sviði löggjafar. Á f jölmörgum svið- um hefur farið fram gagnger endurskoðun og margt ný- mæli tekið upp. Þegar bítlarnir voru á söng- ferðalagi sínu í San Francisco, kom grannvaxinn óg brosandi kona til þeirra að tjaldabaki og itiddi litia stúlku við hönd sér. Hún sagði: „Ég er Snirley Black“. Þeir áttuðu sig fljótlega i því, að þarna var komin Shirley Temple, sem fyrir mörg um árum græddi 1,250,000 doll ara á laginu „Animal Cwackers in My Soup“ og fleiri álíka lög- um. „Ég er ein af aðdáendum ykkar,“ sagði hún, og börnin mín sömuleiðis. Þetta þótti fall- ega sagt af henni, þegar tekið er tjliit til þess að hún var barna- stjarna löngu áður en bítlarnir íæddust. Hún hefur ekki leikið í kvikmynd síðan 1949 og heldur því fram, að í raun og sannleika sé hún hamingjusöm húsmóðir nú. „Þið hafið aldeilis vakið hrifn ingu hérna,“ bætti hún við. „Þú varst heldur ekki sem værst sjálf,“ skaut Ringo inn 1 mjög kurteislega. Allir kjósa að eyða sumarleyfi sinu á Ítalíu, líka Júlíana drottn ii.g af Hollandi. Hún á sumar- bústað i Port‘ Eroole í Toscana og æfir sig þar að skjóta af boga. Myndirnar tvær, sem hér birt- ast, sýna að hin konunglega há- tign skemmtir sér konunglega við" bogmannaíþróttina. Bítlarnir árituðu myndir handa þrem börnum Shirleyar oa leyfðu síðan ljósmyndurum að taka myndir af sér ásamt Shir iey og Lori, dóttur hennar, sem settist á hné Ringós. Síðan fór Shirley, sem í eina t'ð var klappað jafn mikið lof i lófa og bítlunum nú, aftur í sæti sitt og horfði á það sem eft- ir var af sýningunni. Einn þessara málaflokka eru dómsmál og lagafram- kvæmd. í dómsmálaráherra- tíð dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, fór fram gagngerð endurskoðun á mörg um þáttum þessara mála. Fyrst má nefna endurskoðun laganna um landsdóm og ráð- herraábyrgð. Gerð var gagn- gerð breyting á skipan lands- dóms og hún gerð óbrotnari og viðráðanlegri í framkvæmd en áður var og jafnframt stefnt að því að fullnægja ítrustu kröfum um réttarör- yggi. Miklar breytingar voru einnig gerðar á lögunum um ráðherraábyrgð og þau færð meir til samræmis við almenn ar réttarfarshugmyndir og þá pólitísku ábyrgð sem lögin leggja á ráðherra. Þá voru og gerðar nokkrar breytingar á 'lögum um Hæstarétt íslands. Þá má nefna það nýmæli m.a. að setja megi Hæstarétt utan Reykjavíkur, ef sérstaklega stendur á. Árið 1961 voru gerðar gagn- gerðar endurbætur og breyt- ingar á meðferð dómsmála í Reykjavík. Þær breytingar miða mjög að öruggari og fljót ari afgreiðslu dómsmála í Reykjavík og hefur þessi breyting reynzt mjög til bóta. Árið 1960 fól dómsmálaráð- herra Valdimar Björnssyni, núverandi sakadómara, að undirbúa tillögur og gera á- ætlanir um að koma fangelsis- málum landsins í nútíma horf. Niðurstaða þeirrar athugunar varð sú, að sett hafa verið lög um héraðsfangelsi. Fjárveit- ingar til þessara mála hafa verið stórauknar og er nú ver- vð að safna fé tii þess að hrinda þessum umbótum 4- leiðis. Hér var um að ræða mjög tímabæra lagasetningu, enda var ástandið í fangelsis- málum landsins orðið óviðun- andi. Þá má að lokum nefna stofnun embættis saksóknara ríkisins, sem fer með opinberfc ákæruvald í stað dómsmála- ráðherra, eins og áður var. Embætti saksóknara ríkisina miðar tvímælalaust að örugg- ari og óháðari handhöfn á- kæruvaldsins, og var lagasetn ing um embætti hans mesta réttarbót. Hið mikla endurbótastarf Viðreisnarstjórnarinnar í dómsmálum er aðeins att dæmi af fleirum um afrek stjórnarinnar í málaflokkum, sem lítt er rætt um meðal at- mennings og ber því ekki eioa oft á góma og önnur máL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.