Morgunblaðið - 06.09.1964, Side 31

Morgunblaðið - 06.09.1964, Side 31
UllliilUiUllllllllllllUllllllllilÍllllllllillllllllllUlillllllllllllllillllillllllllilllllilllllllllliUlllllllllUllJllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllilllllllllllllllliilllllllllllllilllllllllllllll^ Sunnudagur 8. sept. 1964 MORGUN BLAÐIÐ Sigrún Jónsdóttir við batik-tjald, seir. hefur verið á mörgum sýningum erlendis. Óskaverkeínið er batik-hökull ÞAÐ heíur ekki íarið mikið fyrir vefstofu Sigrúnar Jóns- dóttur á Háteigsvegi 26 og fáir vita gjörla hvað hún hefur verið að sýsla þar und- anfarin ár, meðfram heim- ilisstörfunum. Sjö kirkju- mundir, sem sýndir oru í sýn ingarglugga Málarans í Kirkjustræti fyrr í vikunni, Og nú undurfagrir batikdúkar minntu okkur á, að í okkar landi lifa enn konur, sem kunna að slá skyttu og vefa dýrindis dúka eins og for- mæður þeirra aftur í öldum. Þegar við ræddum um þessi mál við Sigrúnu Jóns- dóttur, sagði hún að það væri aðdáunarvert að sjá handbrögðin á prestklæðum og öðrum munum í Þjóð- minjasafninu, sem íslenzkar konur í fornöld hefðu unnið við miklu óhagstæðari skil- yrði en hægt væri nú. í>ó svo, að íslenzkur heimilis- iðnaður nú til dags í heild stæðist þeim ekki snúning. Hún sagði, að sér vitist meira hafa verið borið í messuklæði þá en nú tíðkað- ist „Þar sem ég héf lagt stund á kirkjulega vefnaðarlist um tíu ára skeið í Svíþjóð", sagði frú Sigrún, „ og er full áhuga á að vinna fyrir ís- lenzku kirkjuna, en mér oft sárnað það, hve íslending um er gjarnt á að leita langt yfir skammt og pantað hökla og annað erlendis frá, án þess svo mikið að spyrjast fyrir um, hvort hægt sé að fá samskonar þjónustu hér heima fyrir sanngjarna þókn- un. Það kostar þó ekk- ert að spyrja. Allir kannast við gæði íslenzku ullarinnar og við seljum hana óunna úr landi, t. d. til Bretlands, og kaupum hana unna til baka margfalt dýrara verði. Ég hef reynt að sérhæfa mig í meðferð íslenzkrar uilar, með tilliti til þess ai' hún er eina hráefnið sem við eigum völ á hér heima. Og hökull úr íslenzkri ull er þjóðlegri en úr flaueii eða öðru inn- fluttu efni, þó ég sé að öðru leyti ekki að setja út á þá“. „Eru köklarnir ekki nokk- uð dýrir?“ „Erlend handavinna er engu ódýrari en isíenzk. Ég hef tekið þetta frá 5 þúsund krónum upp í 25 þúsund fyrir hökul og önnur vinna eftir því. Það er nú einu sinni svo með listvefnað sem aðra list, að það er erfitt að verðleggja hana, og raun- verulega fær iistamaðurinn aldrei sannvirði fyrir verk sín. Þegar ég tek að mér eitt hvert verk hugsa ég um þau dag og nótt, þar tii það er komið í þann búning sem mér líkar.“ „Hvenær hefur yður bezt tekizt uppsetning í kirkju?“ Sigrún hlær og syarar; „Þessari spurningu er vandsvarað. Síðan ég kom til ■ landsins fyrir rúmum 6 ár- um hef ég unnið fyrir 16 kirkjur. Eitt aif fyrstu verk- efnum mínum hér var að prýða altarið í Bessastaða- kirkju. Ég fékfc harða' gagn- rýni fyrir'þetta verk hér á landi, en starfsbræður mínir erlendis sem komið. hafa í Bessastaðakirkju ..og aðrar kirkjur sem ég hef unnið eitt hvað fyrir. teija, að einmitt þar hafi mér teÍilzt áð skaj>a gott heildarsamráéíhií’ " Af öðhúm vfe'rkeínúiíi sefn; ég hief I haft ánægjú af að vinna að, 1 er t.d. hátíðarhökuilinn ' í : Skálholtskú'kju, ■ altarisbrún á Brynjólfsaltari, rykkilin með handknippluðum blúnd- um ásamt.ifleiri hlutum, sem félag Biskupstungnamahná í Reykjavík gaf Skálho.ts- kirkju, þar á meðal gólftepp- ið sem afar margir hafa bor- ið lof á. Þá eru ótalin batik- veggtjöld í Eskifjarðar- kirkju, ásamt fleiri uppsettn- ingum í. mörgum litum. Ég bíð eftir þeim tíma, þegar einhver pantar hjá mér batik-hökul, það er verkefni sem mig dreymir um“. „Hafið þér meiri áhuga á batik en vefnaði?" „Að vissu marki svara ég þessari spurningu játandi. ,Batik er geysiskemmtileg listgrein og á Java, þar sem hún er upprunnin, hafa menn náð ótrúlega góðum árangri. Þar fer saman marg brotin munsturgerð og fagrir litir, og má segja að litasam- setningin skipti einna mestu máli. Ég vil taka það fram til að fyrirbyggja misskiln- ing, að reginmunur er á bat- ik og tauþrykki, sem kallað er. Ég hef orðið var við það að margir hér á landi halda að það sé eitt og hið sama. Batik er framkvæmd í stór- um dráttum þannig, að vax er borið á tau eftir fyrir- fram gerðu mynstri. Síðan er taúinu dýft ofan í litarlög og það tekur lit alistaðar nema þar sem vaxið er. Svona er haldið áfram koll af kolli. Að síðustu er vaxið soðið úr, og þar af leiðir að ekki kem- ur til greina annað en nota ekta liti. Batikkjólar hafa verið mikið í tízku t.d. í Finn landi og eru farnir að ryðja sér til rúms í Paris, og hef ég útbúið nokkra slíka kjóla. Annars finnst mér batik alltaf fallegri eif ljós fær að skína í gegnum dúkinn, t.d. nýtur hún sín vel í glugga- tjöldum og lampaskermum". „Svo þér snúið yður kannski eingöngu að batik- inni í framtíðinni?“ „Nei, ætli það“, sagði frú Sigrún Jónsdóttir að lokum, „Sem stendur hef ég í vinnu tvær vefkonur, sænska og finnska, og eina danska stúlku sem er okkur til að- stoðar. Þessar stúlkur vinna undir minni stjórn, og get ég því ttkið fleiri verkefni, þeg ar ég hef svona góðan vinnu- kraft. Og ekki má ég gleyma að minnast á Vigdísi Krist- jánsdóttur, sem setur upp höklana fyrir mig af ein- stakri vandvirkni. Ég er að hugsa um að ef tími vinnst til, að efna til námskeiðs í vetur og kenna konum að binda vefa botna í svonefndu S ryateppi, sem mífcið eru í § tízku, og hjálpa þeim til að || búa til munstrin. Ryateppin M eru list út af fyrir sig — = menn eru smátt. og smátt 5 farnir að skiija það hér, að §j fieira er list en málverk. = JE<gr-er heldtar seint á lerðinni VIÐ hittum fyrir nokkrum dögum sölustjóra snyrtivöru- fyrirtækisins Elizabeth Ard- en, frú Anne Wilkie. Hún er glaðleg og aðlaðandi kona og hefur. ferðast, um öij heimsr ins höf í áamóandi við starf sitti > Hún! var hýkómin’' fr'á Akmtfyr; þegar fundum okk,-. ar bar saman og lenti þar í kuldakastinu. ' „Ég hélt 'að' svona andstyggilegt veður kæmi hvergi nema í Lodon“, sagði hún hlæjandi, „en nú veit ég betur". En það var ekki veðurfarið á Akureyri sem við ætluðum að ræða um við frú Wilkie, heldur' fýrirtækið sem hún' starfar . hjá og ný.jungar < í snyrtivörum. Hún sagði, að eins og flestir' vissu væri fyrirtæki Elizabeth Arden eitt elzta snyrtivörufyrirtæki í heimi, og hefði verksmiðj- ur og seldi snyrtivörur í öil- um hejmsálfum. Stærsti markaðurinn væri í Amer- íku, þar sem fyrirtækið var stofnað fyrir rúmri hálfri öld, en höfuðstöðvarnar eru nú í London. Hún sagði, að Eliza- beth Arden væri skópk-kana- dísk að uppruna, og enn full áhuga á starfi sínu, þó farin væri að nálgast níræðisaldur- inn. — Tilgangur minn með ferðinni hingað til íslands, sagði frú Wiikie, er að líta á snyrtivörumarkaðinn hérna, og það er skoðun mín að ég sé heldur seint á ferðinni. Það eru tvær verzlanir hér í Reykjavík sem hafa Eliza- bet Arden snyrtivörur á boð- stólum, Iðunnarapótek og Svalan í Austurstræti, en vöruúrval beggja er of tak- markað, enn sem komið er. Þetta er nokkuð bagalegt, einkum með tilliti til þess að ferðamannastraumurinn hing að er að aukast og hingað koma áreiðanlega konur, sem nota Elizabeth Arden snyrti- vörur, og eru vanar að geta keypt það sem þær vanhagar um hvar sem er í heiminum". Þér hafið uggiaust ferðast víða á vegum fyrirtækisins? — Já, mikil ósköp, ég hef farið um heiminn þveran og endilangan. Það er kannski ekki svo undarlegt, þegar tekið er tillit til þess hve framleiðsla okkar fer víða. Til dæmis höfum við stóra markaði í Indlandi, Afríku, á Norðurlöndum, Frakklandi og í fíéstum löndum Evrópu, að ógleyemdum Bandaríkj- unum, Rússlandi og Mið- Asíu. Við erum eina fyrir- tækið á Vesturlöndum, sem seljum snyrtivörur í járn- tjaldslöndunum, og eftir fimm Moskvuferðir virðast mér sovézkar konur hafa gaman af snyrtivarningi og fer áhugi þeirra í vöxt. — Hvaða nýjungar hafið þijýá boðstólum íiúna? — Það nýjasta er fljótandi ' n'aétúrkrem fyrir’ allaf húð- . -t.egundir, Ardena. heitir það. Ég hef heyrt marga hæla þeásu kremi, og af' eigin reynslu geÞ-ég mælt með því, Frú Wilkie því ég hef notað það síðan i febrúar. Svo koma sífellt dás-amlega fallegir varalitir í ljósum lit með fallegum nöfnum. Ljósir varalitir eru margfalt vinsælari núna en dökkir, t.d. framleiddum við aðeins tvo nýja dökka liti á síðasta vetri. Augnaskuggar eru nú brúnir eða dökkbrún- ir, og yfirleitt má segja að andlitsföðrun sé öll fölari, en hún hefur verið. Það er ekk- ert líkt hvað stúlkur nota nú mýrkri og eðlilegri föðrun en fyrir nokkrum árum. Mig langar sérstaklega til að geta þess, að hjá okkur hafa, um langt skeið verið framleiddar sérstakar snyrti- vörur fyrir örótt fólk og fólk sem er gjarnt á að fá ofnæmL Það er vitað mál, að það er ilmefnið sem ofnæminu valda en ekki snyrtivörurar sjálfar. Þar af leiðandi höfum við framleitt ilmlausar snyrti vörur.'Fólk sem lent hefur í bílslysum eða skemmist í andliti af einhverjum orsök- um, getur komið til okkar og fengið sérstakar leiðbeining- ar og snyrtivörur við þeirra hæfi. — En það er mikill mis- skilningur, sagði frú Wilkie að lokum, að fólk, sem þarf sérstaka meðhöndlun, hefur t.d. of feita húð, þurfi þessa meðhöndlun um aldur og ævi. Þegar húðin er orðin heilbrigð á að meðhöndla hana sem slíka. — Ólykt Framihald af bls. 32. mönnum Mr. Hanson, sem er yfir maður á vísindastofnun þeirri í Bretlandi, sem heitir Torry Research Station í Aberdeen. Sú stofnun er rikisstofnun og vinnur að rannsóknum á sviði fiskiðn- aðar. Mr. Hanson kemur hér á vegum stofnunarinnar af áhuga tii að fylgjast með þessum merku tilraunum, sem Klettur h.f. er að láta gera í samvinnu við Airwick Ltd, Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- maður lagði árerzlu á, að mikið væri búið að reyna áður til að eyða lyktinni, og skapaði það undirstöðu að þessum nýju til- raunum. Þýzkir sérfræðingar létu þvo reykinn með sjó, og á hverjum klukkutíma væri 300 tonnum af sjó dælt á reykinn. Ingvar sagði þetta vera einustu verksipiðjuna, sem hefði gert til- raunir til að eyða lykt hér á land, og hefðu eytt milljónum í það. Það væri keppt að því marki að svona verksmiðja gæti óátalið verið i finni borg eins og Reykja vík. Mr. Goodall og Mr. Hanson höfðu þráðlaust samband sín á milli þannig, að Mr. Goodall stjórnaði tilraununum við verk smiðjuna, en Mr. Hanson fór út um borgina í fylgd með fulltrúa frá heilbrigðiseftirlitinu og kann aði, hvort efnin og tækin frá Air wick minnkuðu lyktina. Mr. Hanson tjáði blaðamönn- um, eins og áður var frá skýrt, að tilraunin hefði tekizt, og myndi það koma enn betur i ljós er frá liði, þegar vandamál í sam bandi við blöndunarhlutföll hefðu verið leidd til lykta. Stofn un sú, sem hann vinnur hjá not ar mörg efni til tilraunanna ekki aðeins Airwick. Hann ræddi um þá aðferð til lykteyðingar, sem fram hefur komið, að „brenna lyktina“, og taldi hana að vísu mjög góða, en svo dýra, að hún væri dýrari en fiskimjölið, og myndi þá fiski- mjölsframleiðsla leggjast niður. Mr. Hanson sagðist að lokum myndi ræða um í fyrirlestri á þinginu í Vín í október um þessa tilraun á Kletti, því að hann teldi hana stórmerka, og hann hefði kosið að koma hingað sjálfur til að fylgjast með henni. Jónas framkvæmdastjóri sagði við blaðamenn að lokum, að hann vonaðist til þess, að borgar búar myndu finna það á næst- unni, að lytkin af fiskimjölsfram leiðslunni hefði minnkað jafnvei horfið með öllu með þessari til- raun-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.