Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐJÐ Fimmtudagur 22. júlí 1965 “ ------------------------------------------------------- ' ------------------------------------------------——■—— Sendiherranii var áðtir fjármá!a- ráðherra EllSrS og skýrt var frá í blaðinu fi gær afhenti hinn nýi ambassa- clor Mexico á íslandi, Eduardo Kuares Aransolo, forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum að við- stöddum utanríkisráðherra. Að- setur hins nýja ambassadors verður í London en hann er einn- iff ambassador lands sins í Eng- landi. Aransolo hefur gegnt mörgum og margvíslegum trúnaðarstörf- nm fyrir land sitt, meðal annars var hann fjármálaráðherra tvö kjörtímabil, á árunum 1935 til 1946. >á rak hann um hríð lög- fræðiskrifstofu í Mexico City eða þar til hann tók við starfi sínu í utanríkisþjónustunni nú fyrir skömmu. Ambassadorinn átti nú hér að- eins skamma viðdvöl, en hann hélt utan í gærmorgun, ásamt konu sinni. Á fundi með frétta- xnönnum skýrði hann frá því, að hann hefð rætt lítillega við is- Hinn nýi ambassador Mexico á Islandi, Eduardo Suares Aran- solo, ásamt konu sinni. lenzka forráðamenn um aukin viðskipti á milli landanna, sem væru nú mjög lítil, og kvaðst hann búast við, að viðskipta- samningur á milli landanna yrði undlrritaður innan skamms. Nú mun vera ákveðið. að hóp- unnar Sögu og er það fyrsta til- raunin til að koma á ferða- mannaskiptum milli landanna. Einnig kemur mjög til greina, að hingað komi stórir hópar frá Mexico, sem eru á leið til Evr- ferð verði farin héðan til Mexico ópu, og hafi hér tveggja til í haust á vegum ferðaskrifstof- þriggja daga viðdvöl. Bindindismót að Húsafelli um verzlunarmannake!gina STJÓRN Umdæmisstúkunnar nr. 1 kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær til þess að skýra frá fyrir- huguðu bindindismannamóti að Húsafelli um verzlunarmanna- helgina. Orð fyrir stjórninni hafði Ólafur Jónsson umdæmis- templar, formaður stúkunnar. Umdæmisstúkan nr. 1 er sam- ) Juponskur i I fjollgönguleið- j angur til ) Grænlnnds i : Kaupmannahöfn, 21. júlí : ..(ap) : ; SJÖ japanskir fjallgöngu-: I menn lögðu í dag af stað með ; ; skipi frá Kaupmannahöfn á- : j leiðis til Angmagssalik á j j Grænlandi. Ætla þeir að klíia : j hæsta fjall Grænlands, Forel j ; fjail, sem er 3.440 metrar, og : j hefur aðeins verið klifið einu : j sinni áður, árið 1938. j j Fjallið Forel fannst fyrst j ; fyrir fimmtíu árum, en það * : er um 160 kílómetrum fyrir : ; norðan Angmagssalik. Tvær ; ; tilraunir hafa verið gerðar til: ; að klífa það undanfarin ár, j ; en báðar mistekizt. : ■ Foringi leiðangursins er j ; Takashi Miyahara frá Jokó- j hama. Hann er 31 árs, og hef- j ; ur stundað fjallgöngur víða. : j Segir hann að árangurinn sé j ; undir veðri kominn, en veðr- ; t átta mjög breytileg á þessum : ; slóðum. : j Fyrirhugað var að fara flug j ; leiðis til Grænlands, en hætt : j við það í Kaupmannahöfn. ; ; Búast leiðangursmenn við að : j koma aftur til Kaupmanna- ; ; hafnar snemma í september. : j Enginn þeirra hefur áður til j ; Grænlands komið, „en við : j höfum lesið svo til allt sem j ; skrifað hefur verið um land- : j ið,“ segir Miyahara. ; ; Hafa leiðangursmenn með : Isér danskan og japanskan ; ; fána, sem þeir ætla að koma : j fyrir á fjallstindinum, ef allt ; ; gengur að óskum. j band undirstúkna og barna- stúkna á svæðinu frá Skaftafells sýslu og vestur á Dali. í sam- bandinu eru 19 undirstúkur, 6 ungtemplarafélög, 28 barnastúk- ur og 4 þingstúkur. Verkefni Um- dæmisstúkunnar er að hafa fyrir greiðslu fyrir aðildarfélögin, svo og að annast útbreiðslustarf í um dæminu. 1 því sambandi var far- in ferð vestur til Ólafsvíkur og haldinn þar útbreiðslufundur í samvinnu við Æskulýðsfélag Ólafsvíkur við góðar undirtektir. Ólafur Jónsson sagði frá því, að í ágústlok yrði samkoma að Jaðri á vegum Umdæmisstúkunnar og Þingstúku Reykjavíkur™ Söniu- leiðis yrði Jaðarsmót islenzkra ungtemplara um miðjan ágúst eins og venjulega. Ólafur kvað bindindismótið að Húsafelli verða 6. mótið er bind- indissamtökin gengjust fyrir. Áð- ur hefðu verið haldin fjögur mót að Húsafelli og eitt að Reykja- skóla við Hrútafjörð. Mótið að Húsafelli verður sett laugardag- inn 31. júli og verða þá ýmis dag skráratriði, varðeldur og dans. Sunnudaginn 1. ágúst hefst dag- skráin eftir hádegi með því að séra Björn Jónsson sóknarprest- ur í Keflavík flytur messu. >á verða ýmis dagskráratriði. Um kvöldið verða leikir og íþróttir og að lokum dans. Mótinu lýkur um hádegi á mánudag. >á vék Ólafur að Skálatúni, heimili fyrir vangefin börn, en eins og kunnugt er, er umdæmis stúkan annar aðili að rekstri þess ásamt Styrktarfélagi van- gefinna. Ólafur kvað Skálatún vera sjálfseignarstofnun. Fyrstu fimm árin hafi stúkan rekið, Þorp frá 1000 f.Kr. finnst í Svíþjóð Skara, 19. júlí (NTB) SÆNSKIR vísindamenn, sem vinna að fornleifarannsóknum, grófu um helgina upp leifar af þorpi, sem talið er að sé frá þvi ! um 1000 árum f. Kr. Á sama j stað, náiægt Skara, fundust einn ig þrjár beinagrindur frá 500 e. Kr. og ellefu bronshnappar, þar af tiu með gullhúð. heimilið ein, en síðan hafi Styrkt arfélagið gerzt aðili að rekstrin- um. Forstöðukona heimilisins er Gréta Bachmann. >á sagði Ólafur frá því, að sjóður er ætlaður væri til styrkt- ar heimilinu, Minningarsjóður um frú Helgu Ólafsdóttur, er stofnaður var af manni hennar >orsteini >orsteinssyni kaup- manni, væri 50 þús. kr. Ólafur gat um það, að í vor hafi verið stofnaður leikfanga- sjóður með 10 þús. króna stofn- framlagi, er hjónin Magnús Krist insson og Ragnheiður Guðmunds dóttir gáfu. Á Skálatúnsheimilinu eru nú 28 börn. Verið er að stækka heim ilið og mun að þeirri stækkun lokinni unnt að taka á móti 40-50 börnum. Fyrirhugað er að gera sundlaug á heimilinu og munu foreldrar barnanna hafa for- göngu um það mál. Á sl. vori hafði stúkan bazar og kaffisölu í Góðtemplarahúsinu til styrktar Skálatúni, og söfnuðust þar um 135 þús. krónur. Slys í slldar- fiutnlnga- skipi Akranesi, 21. júlí. DANSKA síldarflutningaskip kvartettsins við Faxaflóa, Laura Terkol, kom hingað eftir hádegi í gærdag með síld, sem það hafði dælt í sig á miðunum, 3 til 4 þús. mál, sem fer til bræðslu í Síldar verksmiðju Akraness. Fremur stirðlega hefur gengið að dæla síldinni upp úr skipinu. >egar skipsmenn á Lauru komu á fætur í morgun brá þeim held- ur í brún. >á fundu þeir einn skipsmanninn liggjandi á þilfar- inu meðvitundarlausán. Lögregl- unni var þegar gert aðvart. Fluttu þeir hinn slasaða mann, sem er Spánverji, upp á sjúkra- húsið, þar sem læknar gerðu að sárum hans. Hafði maðurinn far- ið með annan fótinn niður í heita jlíu og brennzt upp að mjöðm. I — Oddur. Unnið að samningum um alúmínbræðslu SAMNINGAR íslenzku rikis- | stjórnarinnar og Swiss Alumini- um Ltd. um alúminbræðslu við Straumsvík sunnan Hafnarfjarð- ar eru nú komnir á lokastig. Er gert ráð fyrir, að gerður verði einn aðalsamningur og að honum fylgi síðan ýmsir aukasamningar um einstök atriði. Samningar þessir eru mjög umfangsmiklir og hefur ríkisstjórnin fengið þekkt lögfræðifyrirtæki til að- stoðar við þá auk íslenzkra lög- fræðinga. Sl. mánudag kom hing- að til lands lögfræðingur frá hinu bandaríska fyrirtæki og er hann nú að kynna sér málavexti. >á eru einnig staddir hér full- trúar frá Alþjóðabankanum, sem veita mun lánsfé til Búrfellsvirkj unar. Fylgjast þeií með samning um um sölu ork.unnar til alúmín- bræðslunnar. >ingmannanefndin um alúmín- bræðsluna hefur haldið nokkra fundi um málið að undanförnu. Er hún skipuð tveimur mönnum frá hverjum stjórnmálaflokki og er Jóhann Hafstein iðnaðarmála- ráðherra formaður hennar. >ar sem hér er um mjög viðamikla samninga að ræða er ekki gert ráð fyrir að þeim verði lokið fyrr en síðast á þessu ári. Ef samning- ar takast, verður málið lagt fyrir Alþingi þegar að þeim loknum. Gjafir til kirkjunnar að Möðruvöllum TVEIMUR kirkjum í Möðruvalla klaustursprestakalli hafa nýlega borizt veglegar gjafir. Við messu í Bakkakirkju 4. júlí sl. var af- hentur og tekinn í notkun skírn- arfontur. sem Guðný Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja í Engimýri, færði kirkjunni að gjöf. Fontur- inn er fagur kirkjugripur, gerður í Litla-Árskógf, og er gefinn kirkjunni til minningar - um mann Guðnýjar, Jóhannes Sig- urðsson bónda í Engimýri, og fjögur börn þeirra hjóna. Prestar Bakkakirkju og söfnuður þakka Guðnýju hina veglegu gjöf, sem prýðir vel hið aldna guðshús, og vináttu Guðnýjar og tryggð við sína gömlu sóknarkirkju og heimabyggð. Hinn 6. júlí sl. færði Sigurður Sveinbjörnsson á Akureyri kirkj- unni á Möðruvöllum í Hörgárdal fimm þúsund kr. að gjöf, en gjöf þessi er til minningar urh for- Sdmningafundir í GÆR var samningafundir með starfsstúlkum í brauð- og mjólk- urbúðum og í gærkvöld kl. 9 hófs.t. sáttafundur .með farmönn- um. í dag kl. 3,30 verður samninga- fundur með Sambandi bygging- armanna. Á morgun kl. 4 hafa vinnu- veitendur boðað til fundar í sín- um hóp til að ræða samningamál farmanna. BROOKE FYRIR RÉTT Moskvu, 21. júlí (NTB). BREZKI kennarinn Gerald Brooke, sem handtekinn var í Moskvu í apríl s.l., verður leiddur fyrir rétt þar í borg á morgun. Segir verjandi hans, Nicolas Borovic, að Brooke muni játa sig sekan, og fái því líklega vægari dóm en ella. Ekki hefur ákæran á Brooke verið birt. eldra hans, Halldóru Jónsdóttur og Sveinbjörn Sigfússon, sem bæði eru grafin í Möðruvöllum. >ennan dag, 6. júlí, hefði Svein- björn orðið 100 ára. Fyrir fimm árum kom Sigurður einnig að Möðruvöllum á afmælisdegi föð- ur síns og gaf kirkjunni sömu upphæð og nú í minningu for- eldra sinna. Prestur kirkjunnar og söfnuður færa Sigurði alúðarþakkir fyrir hinar góðu gjafir og alla hana vináttu við átthagana og heima- kirkjuna, þótt fyrir löngu sé flutt ur til Akureyrar. En raunar má segja, að virðing Sigurðar við minningu foreldranna og velvild hans .til gömlu sóknarkirkjunnar sé honum lík. Ágúst Sigurðsson Möðruvöllum. Gjafir tll Björg- unarskútusjó^s Austfjarta V.-ISLENDINGARNIR, systkin- in Sigríður og Stefán Einarsson. frá Svan-River, Manitoba, Canada, sem hér hafa verið á ferð að undanförnu, hafa afhent SVFÍ 20,000,00 kr. í Björgunar- skútusjóð Austfjarða og er. þessi myndarlega gjöf gefin í minn- ingu foreldra þeirra systkina, Arnbjörgu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð og Sigurð Einarsson frá Sævarenda, Loðmundgrfirði. >á hefur Slysavarnarfélaginu borizt viðbótargjöf í Björgunar- skútusjóð Austfjarða kr. 7 þús. frá Árna Vilhjálmssyni og börn- • um til minningar um Guðrúnu >orvarðardóttur fyrir konu Árna og móður barnanna, en þessir sömu aðilar hafa áður afhent gjöf í björgunarskútusjóðinn í I sama skyni. I VINDUR var fremur hægur á Hæðardragið suður af land- | I austan um land allt, þoka víða inu þokast austur, en hæðin J ! norðan lands og austan og yfir Grænlandi færist í auk- | | sums staðar rigning sunnan ana. Má því búast við norð- i ! lands, en vestan lands var lægri átt næstu dægrin, bjart- i i þurrt veður og sæmilega viðri syðra, en vætusömu og i ! bjart, þó að skýjað væri. kaldara nyrðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.