Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins fWfyjpj#Jgiiiíð 263. tbl. — Fimmtudagur 22. júlí 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Geysiharöur arekst- ur í Mývatnssveit Akureyri, 21. júlí. | SÍÐDBGIS í dag varð mjög barð | ur árekstur á móts við Voga í i Mývatnssveit. Varð hann með | þeim hætti, að jeppabifreið frá i Viðigerði í Mosfellssveit var komin skammt fram hjá Vogum á suðurleið. Kom þá á móti j þriggja tonna vörubifreið frá Akureyri yfir blindhæð á geysi- mikilli ferð. ÖkUmaður hennar, sem er nýlega orðinn 19 ára gam- all sá jeppann of seint til að geta forðað árekstri og skipti það engum togum, að bifreiðarnar skullu saman af miklu afli. Jepp inn kastaðist 4 metra aftur á bak, hrökk út af veginum og fór Innbrot þar gjörsamlega í tætlur. í jepp anum voru tveir menn og tvær konur öll úr Mosfeilssveit. — Skreið fólkið út úr hrúgunni ó- meitt og má það kallast óskiljan legt. Af vörubilnum er það að segja að hann rann 30 metra áfram eft- ir að hafa lent á jeppanum og fór síðan út af veginum hægra megin, brotinn og bramlaður. Okumann hans sakaði ekki. Vöru bíllinn var hlaðinn gosdrykkja- kössum og tvistruðust flöskurnar um næsta nágrenni. I>á varð bílvelta í hólunum i Öxnadal um kl. 3 í dag. Þar var á ferð 64 ára gamall maður frá Norðfirði ásamt konu sinni og voru þau á leið suður, er óhapp- ið varð. Þau sluppu án teljandi meiðsia, en yfirbygging bílsins er mjög ilia farin. Kortið sýnir veiðisvæðið við Hjaltland (Skotlandseyjar). Þangað er 500 til 600 milna sigling frá Austfjörðum. Gífurlegur síldarafli Norð- manna við Hjaltlandseyjar íslenzk skip lögð af stað á miðín NOR.SK sildveiðiskip búin kraft blökk hafa að undanförnu veitt gifurlegt sildarmagn 30—60 sjó- milur suðaustan við Hjaltland. Heildarafli þeirra á þremur síð- nstu vikum varð um 812 þúsund mál og er það algert met í Norð- ursjávarsildveiðum Norðmanna, að því er segir í frétt frá AP. Síldin, sem veiðzt hefur á þess- nm slóðum, er mjög feit og fyrsta flokks að gæðum. Um tvö hundruð norsk 200 til 600 tonna sklp eru að veiðum þarna og halda þau drekkhlaðin til hafn- ar eftir aðeins tvö eða þrjú köst. Hingað til hafa Norðmenn setið einir að þessum veiðum en nokkur íslenzk sildveiðiskip eru lögð af stað til Hjaltlands. Blaðinu er kunnugt um, að Jörundur II., Jörundur III. og Snæfell eru á leið til Hjaltlands og vitað er nm nokkur fleiri, sem hyggjast fara mjög bráð- lega. Þá lagði Polana, sildarflutn ingaskip Krossanesverksmiðjunn ar af stað í gær, en skipið get- nr flutt um 7000 mál í hverri ferð. Fieiri sildarflutningaskip munu halda suður á bóginn, ef verulegur /jöldi íslenzkra síld- veiðiskipa fær síld við Hjaltland. í AP-frétt frá Bergen segir, að norskir hringnótabátar veiði um þessar mundir næstum ævintýra Sáralítil síldveiði 1 FYRRINÓTT var gott veður á síldarmiðunum fyrir Austfjörð- um, en mikil þoka. Skipin voru að veiðum á svipuðum slóðum og undanfarið, en afli þeirra var sáralítin. Alls tilkynntu 24 skip síldarleitinni á Dalatanga um afia, samtals 10.350 mál og tunn- ur. 1 gærkveldi var kominn kaldi á miðin og veiðihorfur slæmar. Eitt síldarleitarskip var úti, en varð ekki síldar vart. . lega mikið síldarmagn við Hjalt- land. Bátarnir á miðunum skipta hundruðum og geta þeir oftast haldið drekkhlaðnir til Noregs J eftir aðeins tvö eða þrjú köst. Er hér um að ræða 200 til 600 j tonna báta. Með þessari miklu veiði hafa Norðmenn tekið for- | ystuna í nýtingu Norðursjávar- síldarinnar. Hjaltlandssíldin er mjög feit og fyrsta flokks að gæðum, að því er W, Nitter Egenæs ráðu- nautur hjá fiskimálastjórninni í Bergen skýrði AP frá. Hann sagði einnig, að síðustu tvær eða þrjár vikur hefði virzt vera um að ræða nær óþrjótandi síldar- magn á miðunum við Hjaltlands eyjar. „Hið gífuriega sildarmagn hefur skapað mikla löndunar- örðuleika hjá sildarverksmiðj- unum í Noregi. Nú eru miklir hitar á vesturströndinni, og þar sem síldin er mjög feit er hætt við að hún skemmist, ef ekki er hægt a'ð ta-ka á móti henni til vinnslu sem fyrst eftir að hún veiðist. Við erum núfarnir að senda síldarbátana alla ieið til verksmiðjanna í M'æri“, sagði Egenæs. Vikuna 12. til 17. júlí tóku sild arverksmiðjunar á svæðinu frá Framhald á bls. 23. á Laugarvatni í FYRRINÖTT var framið inn- brot í pósthúsið á Laugarvatni og stolið þaðan um 4000 krónum að því er lauslega er áætlað. Þjófurinn komst inn með því að brjóta rúðu og fara inn um glugga. Síðan stal hann bíl á Laugarvatni og komst á honum að Minni-Borg, en þá var benzín ið búið. Síðan tókst honum að fá far niður að Selfossi, þar sem hann fékk sér leigubil til Reykja vikur. Grunur féll þegar á manninn, og var hann handtekinn í Reykjavík í gær. Er mál hans í rannsókn. Líli tínnst í Vestnianna- eyjum UM kl. 7 í gærmorgun var lög- reglunni í Vestmannaeyjum til- kynnt, að lík væri á floti í Frið- arhöfn. Reyndist það vera lik Örlygs Haraldssonar, sem saknað hefur verið frá því 29. júní sl. Dæluprammi og flotleiðslur til Húsavíkur í dag Framkvæmdir við kísilgúrverksmiðju ganga eítir óætlun EINS og skýrt hefur verið frá í Mbl. eru framkvæmdir hafnar við byggingu kisilgúrverksmiðju við Mývatn. Er hér um að ræða undirbúningsframk væmdir, sem miða að þvi að fullprófa gæði kísilgúrs úr Mývatni, og er í þessu skyni ráðgert að byggja í sumar dæluhús, setja dælu- pramma á vatnið og koma upp leiðslum frá prammanum til dæluhússins og þaðan um þriggja km. leið til þess staðar, sem verk smiðjan verður. Mbl. sneri sér í gær til Péturs Péturssonar, formanns Kisiliðj- unnar h.f., og innti hann frétta af verkinu. Sagði Pétur, að allt hefði gengið eftir áætlun og að í dag væri væntanlegt til Húsa- víkur skip írá Hollandi með dæluprammann, dælur og flot- leiðslur. Bygging dæluhússins í Helgavogi væri nú brátt lokið og yrði prammanum síðan komið fyrir á vatninu, flotleiðslur lagð- ar til dæluhússins og þaðan að Bjarnarflagi, þar sem verksmiðj- an verður staðsett. Þessar fram- kvæmdir eru allar á kostnað rík- issjóðs. Pétur kvað ástæðuna til þess að lögð væri sérstök áherzla á þetta núna þá, að nauðsynlegt væri að fá nægilega stórt sýnis- horn af kísilgúr í Mývatni, sem síðan yrði fullrannsakað í Banda ríkjunum, þar sem notagildi kís- ilgúrsins yrði að liggja ljóst fyrir áður en gengið yrði til samvinnu við erlenda aðilá um rekstur sjálfrar verksmiðjunnar. Pétur Pétursson sagði, að búizt væri við að samvinna yrði höfð við bandarískt fyrirtæki, Johns Manville, v rekstur verksmiðj- unnar, en það væri tvímælalaust stærsta fyrirtæki í heimi, sem fengist við kísilgúrframleiðslu. Þar sem heimsmarkaðurinn væri mjög þröngur ættu íslendingar vart annars úrkosta en að hafa samvinnu við einhverja erlenda aðiia, sem annazt gætu sölu á framleiðslu verksmiðjunnar. Um annan undirbúning undir rekstur verksmiðjunnar sagði Pétur, að Baldur Lindal efnaverk fræðingur, ynni stöðugt að efna- fræðilegum rannsóknum. Hluti af verkfræðilegum rannsóknum væri í höndum Almenha bygg- ingafélagsins, en að mestu leyti væru þær þó í höndum Kaiser Engineers í Kanada, en það fyrir tæki mundi einnig annast út- boð á vélum og tækjum til verk smiðjunnar. Að lokum sagði Pétur Péturs- son, að ef allt gengi vel mætti gera ráð fyrir, að rekstur kísjl- gúrverksmiðjunnar við Mývatn gæti hafizt í byrjun árs 1967. Fyrstu skákinni frestað Bled, Júgóslavíu, 21. júlí (AP) F Y R S T U skákinni í einvígi þeirra Bent Larsens og Mikhail Tal, sem fram átti að fara í dag, var frestað vegna lasleika Tals. Verður hún tefld á föstudag. Elzti íslendingur- inn 106 ára í da<í ELZTI NÚLIFANDI Islendingur inn, María Andrésdóttir í Stykk- isholmi, verður 106 ára í dag. María er fædd 22. júlí 1859 i Flatey á Breiðafirði, dóttir hjón anna Sesselju og Andrésar Andr éssonar sjómanns, er þar bjuggu þá. Morgunblaðið óskar Maríu til hamingju með afmælisdagiim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.