Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 23
23 Fimmtudagur 22. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ jr Island er uppspretta norrænnar menningar Spjallað við §fe9laxi Arvidson „ÍSLAND er Norðurlönd- um nauðsyn. Glati Noráiurlönd tengslunum við fsland og ís- lenzka menningu, er þeirra menningu hætt. ísland má telja uppsprettu norræn.-ar menningar. Þess vegna er ís- land svo dýrmætt okkur.“ I«að er sænska ljóðaskáldið Stellan Arvidson, sem þannig mælir við blaðamann Mbl., í stuttu viðtali, sem hann átti við Arvidson í húsakynnum Tónlistarfélagsins við Garða- stræti. Kona skáldsins, frú Britte, var einnig viðstödd. Stellan Arvidson hefur skrifað bók um skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, þýtt nokkrar af bókum hans á sænsku, þeirra á meðal Að- ventu. Hann hefur verið for- maður í félagi sænskra rit- höfunda, síðan 1950. Hann er bókmenntafræðingur að menntun. Sæti á hann í Ríkis degi Svíþjóðar. Stellan Arvidson er mikili skólamaður og áhugamaður um skólamál og betrumbætur á þeim. Hann er rektor við Folkehöjskole Semenariet í Stokkhólmi. Hvernig urðu fyrstu kynni ykkar Gunnars Gunnarssonar spyrjum við fyrst. „Ég hitti Gunnar fyrst í Kaupmannahöfn árið 1926, og seinna í Lundi, á 250 ára minn ingardegi orrustunnar við Lund. Þetta var eins konar friðardagur. Þá vantaði ein- hvern Dana til að halda ræðu, enginn fannst, svo að Gunnar Gunnarsson var fenginn til að halda ræ'ðuna. Gunnar hé'lt þarna fræga ræðu um sam- vinnu Norðurlanda, sem hlaut mikið lof á'heyrenda. Við Gunnar höfum verið góðir vinir síðan. Ég hef þýtt eftir hann nokkrar bækur og einn- ig skrifað um bækur hans. Til íslands hef ég ekki komið fyrr, en konan mín, Britte, kom hingað íyrir 16 árum. Ég hef hlakkað mikið til komunnar hinga'ð, og nú er- um við á förum norður og austur til að skoða þetta fallega land. ísland er meira en fallegt land.. Það er einnig „drama- tiskt“ land. Það er gaman að sjá fallega gróðurinn hér í höfuðborginai,; og hinar björtu nætur heilla ókkur.“. Hvaða bækur Gunnars Gunnarssonar eru mest lesn- ar í Sviþjóð?, spyrjum við Stellan Arvidson. „Óhætt er a’ð fullyrða, að Saga Borgarættarinnar sé lang þekktust, en einnig mætti nefna Fóstbræður, sem raunar er notuð sem kennslubók í sænskum skólum." Við svo búið kvöddum við þessi viðfeldu og aðlaðandi hjón, sem sjálfsagt erir kom- in norður til Mývatns, þegar þessi orð birtast, en þangað var ferðinni heiti'ð til að skoða hina fallegu og ósnortu nátt- úru íslands. Við óskum þess- um íslandsvinum góðrar ferð ar. Frú Britta og Stellan Arvidson. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). - /þ róftir Framhald af bls. 22. Valdimar örnólfsson og Sigurjón Þórðarson upp þráðinn og buðu þá hingað einum frægasta skíða- manni heims, Frakkanum F. BonlieU. Tókst það mót mjög vel þó veðurguðirnir hefðu getað veitt hagstæðara veður og einnig hefðu fleiri skíðamenn mátt láta leið sína liggja í fjöllin um það leyti. En þá var enn sá hugsunar háttur að skíðamót um sumar gæti ekki staðizt. Nú er það von forráðamanna mótsins að skíða- menn fjölmenni og stuðli með því að gera Kerlingarfjallamótið að sumarhátíð skíðamanna. Meðal þeirra er til mótsins koma er hópur Akureyringa sem koma í sérstakri rútu. • Gott færi. Skíðafæri hefur verið mjög gott í Kerlingarfjöllum að und- anförnu, en nokkuð rignt undan- farna daga. Þrátt fyrir það hafa nemendur frá Skíðaskóla Valdi- mars og Eiríks í Kerlingarfjöll- um komið sólbrúnir og ánægðir í bæinn að lokinni dvöl innra. • Ferðin. Mótsstjóri á skíðamótinu um helgina verður Sigurjón Þórðar- son og minnir mótstjórnin kepp- endúr á að panta næturgistingu í skála Ferðafélagsins (sími 13171 Hinrik Hermannsson) og far í Kerlingarfjöllin hjá F.í. Lagt verður af stað föstudags- kvöldið 23. júlí og komið aftur á sunnudagskvöld. Tilkynningar um þátttöku í mótinu verða hjá mótsstjóranum eftir komu kepp- enda í Kerlingarfjöll. Það er mjög áríðandi að allir keppendur séu mættir á mótsstað á föstu- dagskvöld, þar sem keppni hefst um hádegi á laugardag. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 13171. - Miklar r • \ • oeiroir Framhald af bls. 1 þessa mánaðar, eða eftir rúma viku, og bendir það til þess að hann reikni með að stjórn hans fái stuðning meirihluta þing- manna. Annars hefur Novas lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að segja af sér embætti strax og friður er kominn á í landinu. Svrþloðarfarar RKI, ««m taka þátt i ungliðamótinu i Elvskogen í boði sænska Rauða krossins. Frá vinstri: Magnús Axelsson, Vestmanna eyjadeild, Helga Björnsdóttir, Til Svíþjóðar á vegum R. K. í. SL. LAUGARDAGSMORGUN flugu þrír unglingar meö Loft- leiðavél til Svíþjóðar á vegum Rauða krossins. Unglingarnir taka þátt í ungliðamóti, sem hald ið er í tilefni af 100 ára afmælis sænska Rauða krossins. Mótið er haldið í Elvskogen skammt fyrir utan Stokkhólm, dagana 19. til 30. júlí, og taka þátt í þþví RK- ungiingar frá ölluin Norðurlönd unuin. Unglrðamótið í Elvskogen er sérstaklega undirbúið fyrir fatl aða unglinga, sem ekki hafa ann ars tækifæri til að dvelja í sum arbúðum. Munu þeir dvelja á mótinu, sem gestir Rauða kross ungliðanna. Frá ungliðadeildum Rauða kross íslands fóru þau Helga Björnsdóttir, frá telpnadeiid RKÍ á Ólafsfirði, og Magnús Ax etsson frá Vestmannaeyjadeild RKÍ. Ásamt þeim Helgu og Magn Ólafsfjarðardeild og gestur þeirra Jóhann Þorkell Jóhann esson úr Kópavogi. úsi fór gestur þeirra, Jóhann Þor kell Jóhannesson ú.r Kópavogi. Þetta er í fyrsta skipti, sem ungliðum frá Rauða krossi ís- lands er boðið að taka þátt í ung liðamóti, sem þessu, og er það RKÍ mikil ánægja að geta þegið þetta ágæta boð sænska Rauða okrssins, fyrir hönd ungliðanna og gest þeirra. Formaður Vestmannaeyjadeild ar RKÍ er Einar Guttormsson, spítalalæknir en forráðamaður ungliða í Eyjum er Lýður Bryn jólfsson, kennari. Frú Guðlaug Gunnlaugsdóttir er formaður Ó1 af sfj arðardeildarinnar. Herma óstaðfestar fregnir að unnt verði að sameina Miðflokk- inrt að nýju ef Novas segir af sér og Stephanös Stephanopoulos, fyrrum aðstoðar-forsætisráð- herra í stjórn Papandreous, falið að mynda rtýja stjórn. Stephano- poulos, sem er lögfræðingur að mennt, hefur gegnt ýmsum ráð- herraembættum allt frá árinu 1944, en á stríðsárunum Stóð hann framarlega í flokki skæru- liða, sem börðust gegn innrásar- her Þjóðverja. — Norrænir skólamenn Framh. á bls. 10 að hinum, sérstaklega þó hinu sænska.“ „Hafið þið tekið upp „grund skole-kerfið?“ „Nei, ekki ennþá, en mjög er um það rætt og Titað.“ „Eru menn almennt hlynntir því?“ „Menn skiptast í tvo hópa eftir skoðunum. Kennarar á skyldunámsstiginu eru yfirleitt með grundskole, en kennarar æðri skóla finna þessu skipu- lagi margt til foráttu. ‘ Nú höfum við ekki lengri tíma til umræðna, því að rnóts- gestir voru að leggja af stað í kynnisför um Reykjavík með Ferðaskrifstofu ríkisins. Var ekið um bæinn og gestunum sýnt ýmislegt hið markverð- asta Meðal annars farið í Þjóð- minjasafnið og Listasafn ríkis ins og auk þess í Listasafn Einars Jónssonar. Gifurleg Framhald af bls. 24. Egersund til Kristjánssssands móti meira en 395 þúsund mák af Norðursjávarsíld, og er þ metafli á einni viku. Síðustu þrjár vikur hafa þær tekið á móti 812 þúsund málum af Noi'ðursjávarsíld, sem að mestu leyti er veidd við Hjaltland. Fyrstu norsku hrignótabótarn- ir hófu veiðar í Norðursjó í byrj un maí. Það er fyrst nú síðustu þrjár vikur, sem um uppgripa- afila hefúr verið að ræða. Fyrri hluta júnímánaðar voru nokkur norsk skip öðru hverju að veið- um við Hjaltland en annars hef- ur flotinn áð mestu leyti verlð skammt úndan Egersund og á svonefndum Kóralbanka. Um 90 af hverjum 100 norsk- um síldveiðiskipum veiða nú í hringnót og eru mönnuð um 12 mönnum. Egenæs, ráðunautur hjá fiskimálastjórninni í Bergen, telur að hinar miklu veiðar við Hjaltland hafi úrslitaþýðingu fyrir síldveiðar Norðmanna í heild. - Flóð Framhald af bls. 1 víða flætt yfir bakka sína og skolað burtu þúsundum húsa. Undangengnir þurrkar voru þeir verstu, sem komið hafa á Indlandi síðasta áratug. Segja yfirvöld í Calcutta að ætla megi að þeir hafi eyðilagt um eina milljón ekra af hampi, sem er ein verðmætasta útflutningsvara Indverja. Og rúmlega 300 manns létust í Bengal og Bihar-héruð- um þegar hitinn komst þar upp í 45 stig. Sumsstaðar kom upp kóleru- faraldur þegar íbúarnir neydd- ust til að notast við óheilnæmt drykkjarvatn eftir að lindir þeirra og brunnar þornuðu upp. En svo kom rigningin, sem jafnan fylgir staðvindunum, og íbúar á láglendinu urðu að yfir- gefa heimili sín og leita upp til hæðanna. I nágrenni Bombay er áætlað að 15 þúsund íbúðarhús liggi nú undir vatni, og ibúarnir eru flúnir til fjalla, en þeir eru um 100 þúsund. London, 21. júlí (AP). Souvanna Phouma, forsæt- isráðherra Laos, er staddur í London, og ræddi þar í dag við Harold YVilson, forsætis- ráðherra. Enginn opinber til- kynning hefur verið gefin út utn viðræðurnar, en vitað er að Souvanua Phouma hvatti Wilson til að vinna að því að kölluð verði saman ný ai- þjóðarástefna um ástandið í Vietuam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.