Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ PimmtudaguT 22. júlí 1965 — og vandað til mótsins Skíðamannahátíð í Kerlingarfjöllum Flestir beztu skíðamenn með SUMARSKÍÐAMÓT verður hald ið í Kerlingarfjöllum á laugar- dag og sunnudag, eins og getið hefur verið hér í blaðinu. Þar ætla skiðamenn undir forystu Yaldimars örnólfssonar og Sigur- jóns Þórðarsonar að beita sér fyrir því að skíðamenn eigi hátíð að sumri til. Er þetta þriðja árið í röð sem skíðamót er haldið þar innra og nú munu skíðamenni víða að af landinu taka þátt í mótinu en keppt verður í svigi og stórsvigi. • Vandað til mótsins. Á þessu móti er mjög til verð- launa vandað og hefur Fann- borg h.f., sem er firma þeirra Valdimars Örnólfssonar og fl. er reist hefur skíðaskála í Kerlingar fjöllum, þar sem hundruð manna dvelja árlega að sumri til og njóta hins ákjósanlegasta skíða- færis bg sólar í snjó, gefið alla bikarana til keppninnar. Skíðadeild ÍR reið á vaðið með mót þarna í fjöllunum fyrir tveim árum. 1 fyrra tóku þeir Framihald á bls. 23. Armann vann IR Þróttur mætii ekki til leiks í GÆRKVÖLOI hélt íslands- meistaramótið í útihandknattleik áfram að Hörðuvöllum í Hafnar- firði. Aðeins fór fram annar leik- urinn sem fram átti að fara þetta kvöld, Ármann—ÍR. Hinn leikur- inn, sem átti að vera miili Hauka og Þróttar féll niður vegna þess að Þróttur mætti ekki til leiks. Er þetta mjög léleg frammistaða hjá ^jrótti, þar sem þeir aðilar sem að mótinu standa hafa haft bæði kostnað og erfiði við að halda þetta mót, og er því nauð- syniegt að fá það inn sem hægt er. Þeir áhorfendur er þarna mættu, biðu í klukkutíma eftir að leikur hæfist, en Ármann—ÍR var seinni leikúr kvöldsins. Ekki Stanley kemur í ágúst TIL stóð að Sir Stanley Matt- hews kæmi hingað til íslands og léki á vegum íþróttafrétta manna hér einn leik í ein- hverju liði. En Sir Stanley gat ekki komið því við að leika þennan pkveðna dag, en hefur boðið íþróttafréttamönnum að koma um miðjan ágúst. Er nú unnið að því að fá leyfi fyrir velli og önnur nauð synieg leyfi til þess að af komu hins heimsfræga knatt- spyrnumanns geti orðið. í frétt frá NTB í fyrrákvöld segir að Sir Stanley muni leika sýningarleiki á íslandi, í Frakklandi og í Egyptalandi, en þegar þeim leikjum er lok- ið tekur hann ákveðna afstöðu til tilboðs er hann hefur feng ið frá 4. deildarliðinu Port Vale um að gerast fram- kvæmdastjóri félagsins. einn einasti mætti frá Þrótti til að skýra frá því hvers vegna þeir kæmu ekki, eða bera fram afsak anir á annan hátt. Veður var ekki hagstætt til keppni, völlurinn var mjög háll eftir rigningu og þeir sem voru á takkalausum skóm fengu oft að fleyta kellingar eftir vellin- um. Beztu menn í báðum liðum voru markverðirnir, en allt spil var dálítið í molum og fálm- kennt. Ármann vann þennan lei£ með 19 mörkum gegn 15, í leik- hléi var staðan 11 gegn 6 þeim í hag. Reykvískir skiðamenn á fyrsta s kíðamótinu sem ÍR hélt í Kerlingarfjöllum. Yzt t. h. er Sigurjón Þórðarson, form. skiðadeildar í R, sem nú verður mótsstjórL ÍSl gefur út 4 fræðslurit ÍÞRÓTTASAMBAND fslands hef ur nú fyrir skömmu sent frá sér bæklinga tvo, sem ætlaðir eru sem fræðslurit fyrir meðlimi sambandsins. Heita þeir „Vér mælum kraft, mýkt og fjaður- magn“ eftir Benedikt Jakobsson og „Leiðbeiningar um starf íþrótta- og ungmennafélagshreyf ingarinnar“. Þá eru tveir slíkir bæklingar væntanlegir í viðbót núna næstu dagana „íþróttaleið- beinandinn" eftir Karl Guð- mundsson og „Nokkur undir- stöðuatriði er varða nútíma þjálf un“ eftir Benedikt Jakobsson. Á fundí, sem íþróttafeambandið hélt með fréttamönnum vegna út gáfu þessa bæklinga, sagði Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, að eitt af þýðingarmestu atriðum í starfi íþróttasambands íslands væri að vinna að aukinni fræðslu með- lima sinna. Þess vegna hefði framkvæmdastjórn ÍSÍ á fundi sinum 8. janúar 1963 skipað sér stakt fræðsluráð, sem skyldi m.a. hafa það verkefni að semja fræðslurit um íþróttaþjáfun og annað er snertir starf íþrótta- hreyfingarinnar. NOKKUR UNOIRSTÚDUATRIOI ER VAROA NÚTÍMAÞJÁLFUN Z/»> 8...ÍU fJJm, Leika landsleik í dag Unglingalandsliðið i knattspyrnu hélt utan á þriðjudaginn og keppir í dag við Dani. Leikuri nn, sem er einn af leikjum í Norð urlandamóti unglinga fer fram í Halmstad í Svíþjóð. Sex lið taka þátt í mótinu og er skipt í tvo riðla. í öðrum riðlinum eru ls- land, Rússland og Danmörk — en í hinum Svíþjóð, Noregur og Finnland. Á laugardaginn leikur Island gegn Rússum. Titilblað eins fræðsluritsins, sem nú er nýkomið út á vegum ÍSÍ. Fræðsluráð, er væri skipað þeim Benedikt Jakobssyni, sem er formaður, Stefáni' Kristjáns- syni og Karli Guðmundssyni, hefði síðan unnið að verkefni sínu og gengið frá fjórum bækl- ingum, er íþróttasambandið hefði síðan gefið út Þá sagði Gísli, að fram- kvæmdastjórn ÍSÍ hefði ákveðið að senda héraðssamböndum, sér samböndum og öllum jþrótta- og ungmennafélögum þessa bækl- inga, ókeypis, og hefðu þegar verið sendir út tveir bæklingarn ir, sem þegar væru komnir út, en hinir tveir yrðu sendir út ein hverja næstu daga. Væri þetta gert til þess að bæklingarmr næðu til sem flestra strax í upp hafi, en síðan yrðu þeir bækling ar, sem væntanlegir væri, seldir á hóflegu verði. Hann kvað framkvæmdastjórn ÍSÍ leggja á það ríka áherzlu, að allir þeir sem íþróttir iðkuðu, þeir sem þjálfuðu íþróttir og þá ekki sízt þeir sem stjórnuðu i íþrótta- og unmennafélögunum, stjórnarmeðlimir o. s. frv., kynntu sér rækilega þau fræðslu rit, sem ÍSÍ væri nú að gefa út og þau sem síðar kæmu. Því að eins gæti sú vinna, og fjármunir, sem lagt væri í fræðsluritin bor ið arð, að þau væru lesin og að hlutaðeigendur kynntu sér efni þeirra. Næstur tók til máls Benedikt Jakobsson, formaður fræðsluráðs ins. Hann kvað helzta tilgang þessara fræðslurita vera að sam- ræma íþróttaleiðbeiningar og íþróttaþjálfun um land allt og einnig væru bæklingar, sem þess ir nauðsynlegir, er fræðslu- og leiðbeiningarnámske’ið væru haldin. Hann sagði að útgáfa fræðslurita, sem þessara, tíðkuð ust mjög á hinum Norðurlöndun um og bæri öllum saman um að árangur þeirra væri mikill. Væri útgáfa þessara rita þar talin nauð synleg. Benedikt sagði að lokum að þessi fræðslurit, sem þegar væru komin út, næðu yfir allar íþróttagreinar, sem heild, en síð- ar yrðu væntanlega gefin út fræðslurit um hverja íþrótta- grein fyrir sig. iiiimtiiiiiiiiiimiiiimiiiiiii* Bretar reikna með 240 millj. kr. tekjum f FORY STJJMENN heimmeist- | arakeppríinna í knattspyrnu, I sem ljúka á í Englandi næsta | sumar, telja að heildartekjur | af leikjum í lokakeppninni | fari yfir 2 milljónir sterlings- É punda. Samsvarar það 240 I millj. ísl. kr. 1 Þegar er búið að selja miða | fyrir svimandi háar upphæðir. í Mest er eftirspurnin eftir mið- É um í Brasilíu en þaðan hafa 1 verið pantaðir 7000 miðar. Þá É hafa Bandaríkjamenn fastpánt Í að 3000 miða. É Fyrir utan það sem inn kem = ur fyrir miðasölu bætast við ar greiða fyrir sýningarrétt á leikjum. Þegar eru menn byrjaðir að geta sér til um úrslit í meist- arakeppninni og reikna flestir með að Brasilíumenn — nú- verandi heimsmeistarar — sigri aftur. En litlu munar nú á þeim og Bretum varðandi veðmálin og síðan koma í þessari röð Ungverjaland, Portúgal, Sovétríkin, Uruguay og Skotland. Víst þykir að þessi loka- keppni í Englandi verði mesti íþróttaviðburður næsta árs og Bretar leggja líka allan sinn metnað í að keppnin fari vel É risafúlgur sem sjónvarpsstöðv fram og verði þeim til sóma. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.