Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Miðvíkudagur 18. ágúst 1965 Eimskip velur 4 aðalhafnir til afskipunar úti á landi EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur ákveðið að frá 15. þ.m. verði tekið upp breytt fyrirkomulag á flutningum frá útlöndum til hafna úti á landi, sem í megin- j atriðum er þannig að ákveðið skip félagsins lesta erlendis til; fjögurra„aðalhafna“ á íslandi, j án umhleðslu. Þær hafnir eru Reykjavík, ísafjörður, Akureyri og Reyðarfjörður. Jafnframt verða þessar aðalhafnir notaðar sem umhleðsluhafnir fyrir vörur til þeirra aukahafna, sem vörur frá útlöndum eru skrásettar til í þeim landsfjórðungi, sem aðal- hafnirnar eru. Þegar um er að ræða nægilega mikið flutnings- magn erlendis frá til einhverra hafna utan aðalhafna, verður varan þó flutt skv. sérstöku sam komulagi í hverju tilfelli án um- hleðslu til ákvörðunarhafnar. .. í fréttatilkynningu um þetta frá Eimskipafélagiriu segir m.a.: Svo sem kunnugt er hefur Eim skipafélag íslands á undanförn- um árum reynt að haga ferðum skipa sinna þannig, að vörur frá útlöndum til hafna á ströndinnT mætti flytja að sem mestu leyti án umhleðslu. Þetta hefur tekizt afð nökkru ieyti, einkum þegar um stórflutning er að æða, en vegna þess, hve ferðir frá útlöndum eru nú orðnar tíðar og tiltölulega lítið vöru- magn að jafnaði með hverju skipi til hverrar einstakrar hafnar á ströndinni, hefur eigi Sumarverð ú dilkakjöti Súpukjötið naer 100 kr. kg. FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún aðarins auglýsti í gærkvöldi verð á dilkakjöti af nýslátr- uðu, hið svokallaða sumar- verð. Gildir verð þetta frá og með deginum í dag. Samkvæmt því er heildsölu verð kjötsins kr. 77,75. En smásöluverðið kr. 99,90 fyrir kg. af súpukjöti; kr. 114,10 fyrir kg. af kjöti í heilum lærum; kr. 117,25 kg. af kjöti í hryggjum og kr. 130,00 í kótelettum. Verð af sumarslátruðu fé er ekki greitt niður af ríkissjóði, eins og gert er þegar um haust slátrun er að ræða. verið komizt hjá að safna saman og umhlaða mikilu vörumagni í Reykjavík. Þetta fyrirkomulag hefur orsakað, að margar vikur hafa stundum liðið frá því vör- urnar fóru frá erlendri höfn þangað til þær voru komnar til ákvorðunarhafnar á austur- eða norðurlandi, jafnframt því sem þetta hefur leitt af sér mikinn aukakostnað. Ferðaáætlun Félagið mun bráðlega gefa út prentaða ferðaáætlun um hvaða skip lesta í erlendum höfnum og til hverra „aðalhafna" á íslandi, en í stóruni dráttum er fyrir- hugað að haga flutningum svo sem hér segir: Bretland: „Mánafoss" lestar í Hull á þriggja^ vikna Ifresti til aðalhafna“ á íslandi, án um- hleðslu. Skip frá Leith og Lon- don lesta aðeins til Reykjavíkur. Innflytjendur þurfa því að beina vörum frá Bretlandi, sem flytja á til hafna á ströndinni um Hull, þar sem vörur frá Leith og Lon- don verða aðeins teknar á farm- skírteini til Reykjavíkur. Antwerpen: „Mánafoss" lestar á þessari höfn áþriggja _ vikna fresti til „aðalhafna“ á íslandi. Hamborg og Rotterdam: „Fjall foss“ lestar í Hamborg og Rotter dam á þriggja vikna fresti til „aðalhafna". Eystrasaltshafnir, Kaupmanna höfn, Gautaborg og Kristansand: „Skógafoss" og/eða annað skip lestar á „aðalhafnir“ með u.þ.b. fimm vikna millibili. New York: Fyrst um sinn mun vörum frá Ameríku alla jafna umhlaðið í Reykjavík, en þrátt fyrir það gildir sama fyrikomu- lag að því er snertir flutnings- gjld til „aðalhafna" annars vegar og aukahafna hins vegar, eins og frá Evrópu. Frá byrjun októ- ber mun þó „Tungufoss" lesta vörur í New York til aðalhafna með u.þ.b. fimm — sex vikna millibili. Innflytjendur úti á landi, sem kynnu að óska eftir að fá vörur fluttar til landsins með þeim skipum, sem eingöngu losa í Reykjavík, eiga þess kost að fá vörurnar fluttar áfram á toll- umhleðslubréfi, og greiða þeir þá auk flutningsgjaldsins upp- skipun og vörugjald í Reykjavík, svo og útskipun og strandferða- flutningsgjald, ef varan fer áfram með skipi, eða flutnings- gjald með bifreið, ef varan fer þannig áfram. Eftir hinu breytta fyrirkomu- lagi verða skipsferðir, „Fjall- foss“ og ,Mánafoss“ frá megin- landi Evrópu og Bretlandi á 3ja vikna fresti til „aðalhafna" á ís- landi og aukahafna samkvæmt sérstöku samkomulag hverju H andritamáliö - hnefarétturinn (Einkaskeyti til Mbl. frá fréttaritara þess í K.höfn). ÁGREININGUR um handrit- in íslenzku varð til þess, að sögn „Politiken", að tveir ís- lendingar sem staddir eru í Danmörku í sumarleyfi sínu, urðu að gista lögreglustöðina í Næstved um stundarsakir. íslendingarnir höfðu verið að sóla sig á ströndinni í Karrebæksminde er þar kom tali þeirra og tveggja Dana er láu einig í sólbaði á strönd- inni að handrítin bar á góma. Voru þá fjórmenningarnir heiftarlega ósammála um hverjum bæri eignarréttur á handritunum að réttu lagi og fór svo um síðir, að hlutlausir áhorfendur sáu þann kost vænstan að leita ásjár lög reglunnar í Næstved. Er á lögreglustöðina var komið, voru lögregluþjónarn- ir orðnir langþreyttir á fyrir- lestri íslendinganna um hand ritamálið, sem ljóst var að staðið gæti töluvert lengur ef tilefni gæfist, og létu þá lausa, en áminntu þó strang- lega um að láta sér nægja fortölur einar en ekki grípa til hnúa og hnefa, þó hand- ritamálið væri á dagskrá. sinni, þannig að vörUr frá þess- um löndum verða komnar til ákvörðunarhafnar 10 — 14 dög- um eftir að skipin láta úr höfn- um erlendis. Hér er vissulega um grund- vallarbreytingu að ræða, sem Eimskipafélagið telur mjög tíma bæra ekki sízt vegna þeirra miklu breytinga á öllum aðstæð- um, í flutningum innanlands sem orðið hafa á síðari tímum. í GÆRMORGUN var frétta- mönnum blaða og útvarps boðið í flugferð með SIF, flugvél Landhelgisgæzlunnar. Tilgangur fararinnar var að Guðmundur Kjærnested, skipherra, og Sigurður Árnason merkja ísinn inn á kortið. Flogið með ströndum Lega íssins svipuð og í meðaiári kanna legu íssins norður af landinu og einnig að ganga úr skugga um fjölda togara á veiðisvæðum hér við land. Var flogið fyrir Horn og síð- an austur að Langanesi og suður með Austfjörðum. Guðmundur Kjærnested var skipherra í þessari fer, en Guðjön Jónsson, flugstjóri. Áhöfn og farþegar komu á Reykjavíkurflugvöll um hálf átta-leytið í gærmorgun og voru veðurhorfur þá fremur slæmar til slíks flugs — búizt við þoku eða rigningu um mestan hluta þess svæiðs, er kanna átti. Klukkan 9.20 hóf Sif sig til flugs af Reykjavíkurflug- velli og var stefnt vestur und- ir Jökul í 6—800 feta hæð und ir skýjum. Þeir Guðmundur Kjærnested, skipherra, Sig- urður Árnason, stýrimaður og Ásgeir Haíldórsson hófu þeg- ar í stáð að kanna ferðir skipa með aðstoð'radartækjanna um borð. Ásgeir sat við aðaltæk- S1*'-■ Einn hina mörgu togara, sem athugaðir voru í ferð Sifjar í gær. ið, sem er hið fullkomnasta og kom fram á því skip í 30— 40 mílna fjarlægð, en til sam- anburðar má geta þess, að rad argeisli frá varðskipunum nær almennt ekki nema í u.þ. b. 15 mílna fjarlægð frá skip- inu. Þetta tæki um borð í Sif er smíðað af loftskeytamönn- um Landhelgisgæzlunnar og sameinar helztu nýjungar, sem komið hafa fram á þessu sviði. Út af Jökli voru allmargir togarar og var flogið lágt yf- ir suma þeirra, en þar var ekki um landhelgisbrjóta að ræða. Út af Breiðafirði sáust 18 togarar og 58 út af Vest- fjörðum. Norðan Horns var komin þoka, sem gerði það að verkum, að blaðamönnum tókst ekki að ná myndum af ísnum. Samkvæmt mælingum, sem gerðar voru með radar- tækjum, var aðalísbreiðan 70 mílur norðvestur frá Rit og 60 mílur norður frá Kögri. Nokkurt íshrafl var nær landi og ístungur um 35 mílur norð- ur og norðvestur af Kögri. Að sögn Guðmundar Kjærnested er lega íssins svipuð og í með- alári. ísinn fjarlægðist í norð- austur frá Horni og er ísrönd- in um 90 mílur norðaustur af Skaga. Isinn, sem var á Húna- flóa fyrir hálfum mánuði virð ist kominn vestur fyrir land- ið. Um hálftólf-leytið flaug Sif yfir skip, sem talið var vera innan fiskiveiðitakmarkanna, en það var hulið þoku. Var gerð tilraun til að fljúga und- ir þokubakkann í 200 feta hæð, en brátt dimmdi svo að leitinni varð að hætta. Frá Horni var flogið í stefnu á Grímsey og nokkur skip athuguð á þeirri léið. Fyrir Norðurlandi reyndust vera 40 togarar að veiðum. Þegar kom ið var austur fyrir Melrakka- sléttu gerði rigningu og síðan tók þokan við. Var flogið í henni suður með Austfjörð- unum, þar sem 23 togarar komu fram í radar og 8 fyrir Suðausturlandi. Undan Hornafirði kom fram bilun í einum hreyflin- um á Sif og var hann stöðv- aður og hætt við fyrirhugað flug með suðurströndinni. Var flugið hækkað upp í 7500 fet og flogið yfir landi til Reykja- víkur, þar sem lent var kl. d-úmlega hálffjögur. Þó að þessi smávaégilega vélarbilun hafi komið fram, er ekki þar með sagt, að slíkt sé daglegt brauð, því að flug- vélin hefur reynzt mjög vel í gæzlufluginu. Þegar til Reykjavíkur kom flutti Guðmundur Kjærnested yfirlit yfir niðurstöður ferð- arinnar, og hefur þeirra að mestu verið getið hér að fram an. Hann sagði, að samanlagð- ur fjöldi togara, sem flugvél- in hefði orðið vör við, væri 147, eða heldur fleiri en venju lega eru á þessum slóðum á þessum árstíma. Sagði hann togarana aðallega vera brezka, en nokkra þýzka og hefðu þeir verið rétt utan fiskveiði- takmarkanna og allt að 30 mílur út. Hér var ekki um eiginlegt gæzluflug að ræða, heldur var tilgangur fararinnar að kanna legu íssins og fjölda togara við landið. Sagði Guðmundur, að í gæzlufluginu væri flogið yfir ströndinni, svo að togar- ar yrðu síður varir ferða flug- vélarinnar, en það mun víst, að togararnir, a.m.k. hinir brezku, hafa viðvörunarkerfi sín á milli. Ml Norðurlondaráð vill skattamálaráðstefnu Falsterbo, Danmörku, 17. ág. FORSETAR Norðurlandaráðs komu saman í Falsterbo í Dan- mörku í dag til að undirbúa næsta fund Norðurlandaráðs, sem haldinn verður í Kaupmanna- höfn í janúar n.k. Var þar ákveð ið að efna til norrænnar ráð- stefnu um skattamál að vori til þess að kanna möguleika á sam- vinnu Norðurlandanna á þessu sviði. Til þess að fá gleggst yfir- lit um þessi mál munu forsetar Norðurlandaráðs snúa sér til fjár málaráðuneyta Norðurlandanna , þinganna, skattanefndanna, sér fræðinga atvinnuvegánna um skattamál og félagssamtaka skatt greiðenda. Að fengnum upplýs- ingum frá þessum aðilum, munu taka akvörðun u.m hvar og hve- nær skattaráðstefnan skuli hald- in. Þá ræddu forsetamir dagskrá hins fyrirhugaða fundar Norður- landaráðs og dagská fundar for- sætisráðherra Norðurlanda, sem haldinn verður í Finnlandi 29. —30. október í haust. Meðal ann arra mála á fundi Norðurlanda- ráðs í janúar verða efnahags- mál og samvinna Norðurland- anna á því sviði, hugsanleg brúar gerð yfir Eyrarsund og flugvall- argerð á Salthólma og samnor- ræn löggjöf á sviði umferðar- máta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.