Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐID Miðvikudagur 18. ágúst 1965 SVANHVÍT EINARSDÓTTIR frá Borgarnesi, andaðist á Vifilsstöðum 13. þ. m. — Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 20. þ. m. kl. 1,30 e.h. Aðstandendur. Maðurinn minn, JÓN ÁRNASON frá Holti í Álftaveri, andaðist að Vífilsstaðahæli 15. þ. m. — Fyrir hönd aðstandenda. Gunnarína Gestsdóttir. Konan mín, HELGA JÓNSDÓTTIR Faxabraut 30, Keflavík, andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur 17. þ. m. Valdimar Gíslason og börn. Maðurinn minn og fósturfaðir, JÓNATAN GUÐJÓNSSON Grettisgötu 66, sem andaðist að Vífilsstöðum 12. ágúst verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni 19. ágúst kl. 10,30. — Jarðar förinni verður útvarpað. — Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Jóhannsdóttir, Reynir Ingj Helgason. Systir okkar, RUT ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR verður jarðsett frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. þ.m. kl. 3 e.h. Þóra Pétursdóttir, Lilja Pétursdóttir, Valdimar Árnason. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON trésmiður frá Hálsi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. ágúst kl. 1,30 e.h. — Blóm vmsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Gíslanna Gísladóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Sonur minn og bróðir okkar, HÁLFDÁN GUÐBJARTSSON sjómaður verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13,30 e.h. Guðmundína Ólafsdóttir og systkini hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and lát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR HELGADÓTTUR Sunnuvegi 7, Hafnarfirði. Guðrún Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Guðmundur Benediktsson, Elínborg Stefánsdóttir og barnabörn. Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, er auðsýndu hluttekningu og vinsemd við fráfall og útför manns- ins míns, STEINGRÍMS G. GUÐMUNDSSONAR vélsmiðameistara Guð blessi ykkur öll. Lilja Valdemarsdóttir. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, sigríðar r. jónsdóttur Víðimel 40 -Fyrir hönd vandamanna. Jón G. Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, HERDÍSAR EINARSDÓTTUR Tómasarhaga 9. Börn, tengdaböm og bamabörn. Trésmiðaflokkur óskast út á land, í ákvæðisvinnu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavíkur. * Izlenzk kona búsett erlendis óskar eftir 3ja—4ra herb. íbúð nú þegar um óákveðinn tíma. Æskilegt að gluggatjöld og gólfteppi fylgi. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „007 — 6366“. Rombler CIossic 1961 Sjálfskiptur, með vökvastýri, ávallt í einkaeign og í mjög góðu ásigkomulagi, til sölu. — Upplýsingar í síma 17852. IMýr vatnabátur norskbyggður er til sölu. Upplýsingar gefur Jónas H. Guðmundsson, skipasmiður, Fjölnisvegi 8. Sími 1-51-81. • * Héraðslæknisembættið í Hvammstanphérali er laust til umsóknar. — Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 15. september nk. Veitist frá 20. september nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 16. ágúst 1965. Kaupmenn — Kaupfélög Clc/Jmer) BLÐARKASSARNIR eru mjög hentugir fyrir flestar verzlanir, verkstæði o. fl. Verð aðeins kr« 7714.00 Leitið upplýsinga hjá oss. Sisli <3. éofinsen 14 Túngötu 7 — Reykjavík. Símar 12747 og 16647. Mirming Relga S. Helgudóttir Fædd 24. jan. 1910. Dáin 4. ágúst 1965. HINN 13. þessa mánaðar var til moldar borin Helga Sigurveig Helgadóttir, húsmóðir að Njáls- götu 98 í Reykjavík. Helga var Keflvíkingur að ætt og uppruna. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jensson, sjó- maður óg Sigríður Guðnadóttir. Börn þeirra voru 15 alls, en 4 létust í frumbernsku. Hin 11 komust öll til fullorðinsára. Af þessum stóra systkinahópi eru nú aðeins sex á lífi, fjórir bræð- ur og tvær systur. Auk Helgu hafa tveir bræður látizt á þessu ári. Helga ólst upp í Keflavík hjá foreidrum sínum. Hún varð snemma virkur þátttakendi í hinni hörðu lífsbaráttu, sem for- eldrar hennar urðu að heyja við fátækt og skort, til þess að sjá hinu óvenju stóra heimili far- borða. Og sjaldan lét hún sitt eftir liggja eða á sér standa við að veita foreldrum sínum það lið, sem hennar ungu kraftar leyfðu. Innan við tvítugt hvarf Helga að heiman og fór að sjá fyrir sér sjálf. Um 1930 starfaði hún um nokkurt skeið í verksmiðjunni á Álafossi. Þar kynntist hún Jó- hanni Elíassyni, er þá hafði þar verkstjórn með höndum, Vest- mannaeyingi að ætt. Þau gengu í hjónaband 6. júlí árið 1934 og settust að á Álafossi. Þar bjuggu þau til ársins 1942. Þaðan fluttust þau til Reykjavíkur og áttu þar sitt heimili upp frá því. Helga reyndist manni sínum traustur og ástríkur lífsföru- nautur. Hún var frábær húsmóð- ir, enda bar heimili hennar þess augljósan vottinn, að þar stóð við stýrið kona, sem kunni til verka sinna. Allt var svo snyrtilegt, heimilislegt og hlýtt, að unun var að koma þar inn og njóta samvistanna við hina elskulegu og hjartahlýju húsráðendur, sem bæði voru samvalin á vettvangi einlægrar gestrisni. Helga var skapmikil nokkuð, en blíðlynd að eðlisfari. Hún var dul og bar ekki tilfinningar sínar utan á sér. Hún var prýðisvel gefin, skemmtileg og jafnan glöð í hópi góðra vina og kunningja. Hjálpsemi hennar var við brugð- ið, og alltaf var hún fús. til að leggja þeim lið, sem leituðu styrks hjá henni. Hún mátti'ekk- ert aumt sjá, svo að hjarta henn- ar hrærðist ekki til meðaumk- unar — og höndin til hjálpar. ef þess var nokkur kostur. Barngóð var Helga mjög, þótt sjálf eignaðist hún engin börn. Sérstaklega nutu systurbörn hennar í Keflavík mikils ástríkis hjá henni, enda dvöldu þau oft tímunum saman hjá frænku sinni og litu á hana sem sína aðra móður. Helga var trúkona mikil og bænrækin. Hin bjarta trú hennar varpaði í raun og veru ljóma yf- ir lif hennar allt og lýsti hvað skærast í helstríðinu stranga, Fram til síðustu stundar viidi hún miklu fremur leitast við að styrkja eiginmann sinn — og aðra ástvini, og uppörva þau, én að ieggja sínar byrðar yfir á þeirra herðar. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.