Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 KTAKSTMWIÍ F ramsóknarmenn í ferðahug Leiðtogar Framsóknarflokks- ins eru greinilega í miklum ferða hug um þessar mundir. Frá því er skýrt í Þjóðviljanum í gær, að Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins leggi í dag af stað í kynnisför til Búlgatiu í boði búlgarska „bændaflokks- ins“. Skýrir Þjóðviljinn svo frá, að þetta muni í fyrsta skipti, sem Eysteinn Jónsson heimsæki kommúnistaríki. Þá er Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans á förum, innan skamms, til Aust- ur-Þýzkalands, en það land virðist honum mjög hugfólgið, ef dæma skal af endurteknum ferðum hans þangað. Svo undar- lega vill til, að á sama tíma og ýmis leppríki kommúnista í Austur-Evrópu, ens og t. d. Rúmenía, eru að slíta sig undan áhrifavaldi Sovétríkjanna, virð- ast leiðtogar Framsóknarflokks- ins leggja sérstaka áherzlu á að heimsækja þau tvö ríki, sem tryggust hafa verið kommúnista stjórninni í Moskvu, og leiðtogar þeirra auðsveipnustu handbendi hinna sovézku leiðtoga, sem fyrir finnast í allri Austur-Evrópu. Sjálfsagt eru þessar heimsóknir Framsóknarleiðtoganna farnar í heiðursskyni við þá þægð. Gott veður hjá vinstri mönnum Annars er ekki ólíklegt að Eysteinn fari til Búlgaríu nú til þess að fá gott veður hjá hinni harðsnúnu skipulögðu vinstri klíku, sem starfar innan Fram- sóknarflokksins, og löngum hefur Iitið Eystein tortryggnisaugum, og þótt Þórarinn Tímaritstjóri hafi kaupstefnuna í Leipzig að yfirvarpi, má telja víst að hann vilji ekki verða síðri Eysteini í augum hálfkommúnistanna í Framsóknarflokknum, sem hafa litið til hans sem líklegs eftir- manns Eysteins, þegar þar að kæmi. Aðeins er svo eftir að óska þeim félaga Eysteini og félaga Þórarni góðrar ferðar, og láta í ljós þá einlægu ósk, að ferðin verði þeim til ánægju og gagns í innanflokksbaráttunni hér heima, og kannski á Eysteinn einhver sameiginleg vandamál að ræða við búlgarska „bænda- flokkinn“ sem eins og kunnugt er hefur verið lagður inn í kommúnistaflokkinn þar í landi. Þeir geta væntanlega borið saman bækur sínar um starfs- aðferðir kommúnista innan „bændafIokkanna“ í Búlgaríu og á íslandi. Lítið að sjd við múrinn Enn er vitnað um Berlínar- múrinn í Þjóðviljanum. Nú er það Benedikt nokkur Þorsteins- son, sem það gerir. Hann sótti áróðursráðstefnu kommúnista í Rostock í Austur-Þýzkalandi, og fékk að fara til Berlínar. Honum segist svo frá: „Við múrinn var lítið að sjá..En uppi í varð- turni sat maður og beindi sjón- um að okkur, og enn lengra í burtu sáust tvær fallbyssur við veginn, en engin sást austan megin“. Svo mörg eru þau orð. Lítill og lágreistur múr, tveir vopnaðir verðir og bara fallbyss- ur vestan megin. Benedikt Þor- stennson hefur auðvitað ekki séð gaddavírsvirkin og skrið- drekavarnirnar, sem settar eru niður á breiðu svæði austan megin múrsins. Og ef hann hefði brugðið sér vestur yfir, hefði hann kannski getað komið auga á hin fjölmörgu minnismerki sem þar eru, vegna þess fjölda Þjóðverja, sem Austur-þýzkir kommúnistar hafa myrt við Berlínarmúrinn og jafnvel látið liggja í blóði sínu klukkustund- um saman í dauðateygjunum. f KÓPAVOGI, sikammt fyrir morðanlNýbýiaveg, er allný- stártegur barnaileikvölliux. Þar fá ungir Kópavogsbúar útrás fyrir sköpunarhvöt sína. Þar klamibra þeir og smíða; hvert húsið rís af öðru umhverfis kastala einn mikinn, er trón- ar yfir þyrpingunni. Við brugð um ökikur suður í Kópavog í fyrradiag til þess að skoða þessar byigigingarframikvæmd- ir, sem áreiðanlega eru eins deerni a.m.k. á fsilandi. Þegar við ökum upp að „borgarhliðinu“ koma krakk- amir strax tM móts við okk- ur og við spyrýum, hvort við Varðmaðurinn í varðturni kastalans fylgist með byggingartram'kvæmdum. (Ljósmyndir Gísli Gestsson). Kópavogskrakkar aö leik Staldrað við á nýjum barnaleikvelli Nú er um að gera að hitta naglann á höfuðið. Árásin á kastalann í algleym ingi. megum ekki vera með f leikn um og krakkarnir taka ekk- ert ólíklega í það. Fyrst hittum við tvær telp- ur, sem standa með sinn ham- arinn hvor og segjast þær heita Þóra Kjartansdóttir og Sigrún Pálsdóttir. — Hváða hús eigið þið, stelpur?, spyrjum við. — Þetta þarna niðri í hom inu, segja þær og benda með hiömrunum á hvítmálað hús er stendur nyrzt á leikveli- inurn. — Eigið þið ekki kastal- ann? líka?, spyrjum við og mænum upp í turninn, sem virðist vera eins konar varð- turn. — Nei, það eru strákar, sem eiga hann, en kastala- stjórinn er ekki við núna, segja þser pg taka nú að negla af miklum móði. Naglarnir eru rýðgaðir og ganga þar af leiðandi iMa í timbrið. Þær slá röskleiga, en allt kemur fyrir ekki, þeir bogna við minnsta ásilétt. — Hvar fáið þið naglana?, spyrjum við. — Við fáum þá heima hjá okkur, sagir Þóra og sækir sér nýjan nagla. — En hamrana og timibrið?, höildum við áfram. — Þá fáum við hjá mannin- um, sem passar leikvöllinn, og spýturnar fáum við líka hér, segir Sigrún um leið og hún lemur bylmingshögg, . . . . en framhjá. — Við megum vera hér frá klukkan 10 til 12 og frá 1 til 7 á daginn, heldur hún áfram. — Æ, nú siló ég á puttann á mér, segir Þóra og stingur fingrinum upp í sig. — Heyrðu Sigrún, láttu spýtu þarna hinum megin, segir Þóra og bendir á gat, sem okkur datt fyrst í hug að ætti að vera gluggi, en svo virðist ekki vera. — Er ekki betra að halda aftar um skaftið?, spyrjum við, þegar við tökum eftir, að þær halda um það ailveg alveg við hamarshausinn. — Nei, það er nú alveg ó- mögiulegt að vinna með hamr- ana á þann hátt, segir Rúna borginmanmlega og brosir, svo skín í allar tennurnar. Nú eru fleiri krakikar komn ir á vettvang og hópast um- hverfis okkur. Vfð spyrjum pá, hvort ekki sé gaman að klifra í kastalanum og þau bíða ekki boðanna, heldur þjóta upp í kastalann, svo að engu er líkaxa en um árás á hann sé að ræða. Þegar aHir krakkamir eru komnir upp, tökum við eftir litlum strák, sem ekki þorir að klifra upp. Hann stemdur ósköp vand- ræðalegur á svipimn og við vorkennum honum og lyftum undir hann, svo að hann komist upp til hinna krakk- anna. Hann heitir Jón Björns- son og brosir sigri hrósandi, þegar hann er kominn upp, svo að það er greinilegt, að þetta er í fyrsta sinn, sem hann vogar sér svo hátt upp. — Finnst þér ekki gaman að vera kominn svona hátt upp í kastalann, spyrjum við, og hann ljómar aJlur í fram- an um leið og hann segir. — Jú, en þið verðið að hjálpa mér niður aftur. Þegar myndatökunni er lokið og allir fara að kiifra niður aftur, hjálpum vi'ð þess- um litla vini okkar og það er greinilegt á svipnum, að hon- um finnst öryggi í því að hafa nú aftur fast land undir fótum. — Er þetta í eittihvert blað?, spyr lítil stúlka. -r r I Tralli, húsameistari, íbygginn á kastalann. horfir — Þetta er I aðalblaðið, kona, segir önnur lítil og það er ekfci laust við, að hún sé hneyksluð yfir fáfræði stöliu sinnar. — A’ðalblaðið? Hvaða blað er það?, spyr sú stutta. — Veiztu ekki hvað er aðal blaðið? Morgunblaðið, auðvit- að, svarar hin og þetta gengur alveig fram af henni. Þegar við förum að hugsa tM heimferðar og göngum að hili'ðimu, hittum við tvo krakka, sem eru að bjástra við að koma stóru borði inn í Mtið hús, sem þeir eru búnir að Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.