Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. ágúst 1965 Samvinna mi!!i Tekka og isioíiu- inga á ræktun útsæðiskartafla UNDANFARNA viku hefur dval izt hér á landi tékkneski próf- essorinn Blattný og hefur hann ferðast hér um landið í því skyni að rannsaka tékknesk kartöflu- afbrigði, sem voru sett hér niður fyrir um hálfu öðru ári síðan, til þess að kanna hvort hér væri að finna ákveðinn vírus, er herj- aði mjög á áþekk afbrigði í Tékkóslóvakíu. Blattný er einn helzti vírussérfræðinigur Tékka á kartöflum. Forsaga þessa máls var, að það kom fram tillaga frá Tékk- um, hvort íslendingar vildu taka að sér að gera tilraunir með tékknesk kartöfluafbrigði og stofnrækta þau hérna. Orsökin til þessa var, að kartöflur í Tékkó- slóvakíu höfðu orðið fyrir mikl- um skemmdm af völdum virusa þar og vildu Tékkar leita á norð- lægari slóðir um öflun nýs út- sæðis, en þa ðer viðurkennd stað reynd að útsæði sem ræktuð eru hér í norurhluta Evrópu eru miklu betri en þau sem ræktuð eru sunnar. Má að nokkru leyti rekja þetta til þess, að blaðlús sú er ber þennan vírus milli kartaflanna úti í Tékkóslóvakíu og víðar, fyrirfinnst ekki hér á landi, eftir því, sem prófessor Blattný tjáði fréttamönnum í gær. Það varð úr að íslendingar tóku tvo poka af kartöfluafbrigð inu Rajka, og var annar settur niður á Korpúlfsstöðum en hinn sendur norður í Eyjafjörð, til Sigurgeirs Sigfússonar bónda að Eyrarlandi í Önguistaðahreppi. Þessar tilraunir fóru þannig, að á Korpúlfsstöðum féll gras í júií vegna næturfrosta og kartöflur sem settar höfðu verið niður í Eyrarlandi, gáfu 16 falda upp- skeru og var heilbrigði kartafl- anna mjög gott. Af uppskerunni voru 4/5 hlutar hennar sendir aftur út en 1/5 hennar haldið eftir og sett niður aftur s.l. vor. í sumar óskuðu Tékkar aftur eft ir að fá að reyna hérna tvö ný afbrigði, Triumph og Mirka, og var því fyrrnefnda komið fyrir á Arnarstöðum í Flóa hjá Finn- laugi Snorrasyni bónda þar, en því síðarnefnda í Eyrarlandi. Kartöflur þær, er sendar voru út héðan tdl Tékkóslóvakíu, voru settar þar niður í tilraunareit ein um við hlið heimaræktaðs út- sæðis. íslenzku kartöflurnar líta mjög vel út og er mun minna um sjúkdóma í þeim en þeim heimaræktuðu. Aftur á móti mun það ekki koma í ljós fyrr en í september hvort þær íslenzíku skila meiru af sér, en ef svo er, þá munu Tékkar hafa mikinn hug á því að fá útsæði keypt héðan en jafnframt því opnast einnig möguleikar á útflutningi útsæðis til annarra landa. Eins og áður segir hefur próf- essor Blattný dvalizt hér um viku tíma og farið á alla staðina þar sem tékknesku afbrigðin hafa verið sett niður. Hann skýrði fréttamönnum svo frá, að hann væri mjög ánægður með þann árangur, sem fengizt hefði og kvaðst vera sannfærður um að hér væri ekki að finna vírus þann sem mestan usla gerði í kartöfl- um í heimalandi hans. Einnig kvaðst hann hafa leitað hér að blaðlús þeirri sem flytti vírusana á milli kartaflanna og hefði hann notað við leitina svokallaða hundrað blaða prófun. Á þessum hundrað blöðum er hann rannsak aði sagðist hann ekki hafa fund- ið eina einustu blaðlús og væri það bezta útkoma sem hann vissi til. Einnig kvaðst hann hafa rann sakað villiplöntur og athugað hvort á þeim væri að finna blað lús þessa, en svo hefði ekki verið. Prófessor Blattný kvaðst hafa komizt að raun um að Island væri að mestu laust við þessa hættulegu vírusa, og taldi að við ættum að notfæra okkur það á þann hátt að flytja út kartöflu- útsæði, rabarbara, ýmsar tek- undir berja o.fl. Hann kvaðst að lokum vilja þakka þeim Jóhanni Tómassyni, dr. Sturlu Friðriks- syni, Sigurði Sigfússyni og Finn- laugi Snorrasyni fyrir aðstoð þeirra í máli þessu. í GÆR fóru fulltrúar á móti Var myndin tekin fyrir fram margar ljósmæðranna þjóð1- norrænna ljósmæðra til síð- an Fæðingadeildina í gær, er búningum við þetta tækifæri. degisboðs að Bessastöðum. lagt var af stað. Klæddust • Þá var ekki sparað Ég hitti kunningja minn á götunni í gær og spurði hvar hann hefði alið manninn, því það er langt síðan ég hef séð honum bregða fyrir. — Það er von a þú spyrjir. Ég ætla samt að vona að ég beri ekki nein merki eftir ferðalagið. Hvar heldurðu að ég hafi ver- ið? Hvernig átti ég að vita það? — Ég fór á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum, sagði mað- urinn. Ég slóst í hóp með vits- munaverunum, sem þangað fóru, meira af forvitni en þorsta. Þetta var ferleg hóp- drykkja, mikil slagsmál og læti, enda voru þeir víst ekki fáir, sem þurftu hjúkrunar við þar á staðnum. Nú, ég hélt að þetta hefði bara verið venjulegt „kendirí“, skaut ég inn í. — Nei, góði minn. Þetta var ekkert venjulegt. Mér er sagt að Flugfélagið hafi flutt sex tonn af áfengi til Eyja fyrir hátíðina. Herjólfur hefur sennilega ekki verið með tóm- ar lestar — og langflestir gest- anna, sem voru geysimargir, höfðu „benzín“ til tveggja eða þriggja daga. Það var ekki sparað, lagsmaður. • Stóðu sig eins og hetjur Ég spurði hann á hvaða aldri aðkomufólkð he-fði verið og hann svaraði: — Megmð hefur verið þetta 18 til 20 ára, tiltölulega flestir 18 eða 19 ára, margir voru líka yngri. Fyrsti dagurinn vor allsæmilegur og þá virtist fólk vera komið til þess að fylgjast með skemmtiatriðum og skemmta sér skikkanlega. En eftir það setti drykkjan svip sinn á hátíðanö'öin — og þeg- ar dagskíman afhjúpaði vett- vanginn eftir gleði næturinnar var engu líkara en þar hefði verið gerð loftárás. Margir þeirra, sem faiiið höfðu í val- inn í náttmyrkrinu, lágu eins og hráviði út um allar grundir, eins og fólk, sem fallið hefði í bardaga. Tómar flöskur og glerbrot sköpuðu þarna stór- hættu og ég kenndi mikið í brjóst um Týs-mennina að þurfa að þrífa dalinn á hverj- um morgni. Þeir stóðu sig eins og hetjur, þótt við ofurefli væri að etja. Lögreglan sást varla þarna í Herjólfsdal, en ég er viss um að þetta hefði verið skikkanlegra, ef fólkið hefði fengið aðhald. Þeir eru víst það fáliðaðir í lögreglunni í Eyjum, aðeins sex lögreglu- þjónar, að þeir hefðu ekki ráð- ið við neitt þótt þeir hefðu sýnt sig meira. • Sendur í Steininn Ég gæti látið dæluna ganga í tvo tíma ,ef ég ætti að segja þér allt það markverðasta, hélt maðurinn áfram. Ég veit að það er hægt að trúa ykkur blaðamönnum fyrir öllu. Stúlk ur drukku ekki minna en pilt- ar, sýndist mér — og mesit bar á pottflöskum, genever trúi ég. Vinsæl vara nú á dögum, sagði hann og glotti. Ég er í rauninni hissa á því að stórsiys skyldu ekki verða fleiri, en sem dæmi um það hve menn gengu skörulega fram get ég sagt þér — sam- kvæmt góðum heimildum — að þeir á sjukrahúsinu urðu að senda a.m.k. einn hinna slösuðu í Steii:ínn af þvi að það var ekki hægt að halda honum í rúmmu. En sá var víst aðeins fótbrotinn. Á daginn var þarna töluvert af börnum og unglingum úr Eyjum og geri ég ekki ráð fyrir að veran þar hafi verið þeim öllum sérlega holl, þótt aðalgleðin hafi yfirleitt ekki byrjað fyrr en um mið- nætti. Maðurinn sagði mér eitt og annað til viðbótar, sem of langt yrði að rekja. Hafði hann það eftir einhverjum Vestmanna- eyingum, að aldrei hefði drykkjan verið þvílik á þjóð- hátíð, enda var aðkomufólkið mun fleira en nokkru sinni áður. Hann bætti því við, að sennilega hefði þetta orðið lít- ið meira en saklaust „kendirí", ef Vestmannaeyingar hefðu verið einir um hituna — og engin aðstoð borizt úr landi. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir í Eyjum verði ekki sér- lega hrifnir af þessari lýsingu og vonandi verður séð um, að annað eins endurtaki sig ekki. • Enginn staður öruggur Nú er Langjökuil farinn, en Vatnajökull kominn í staðinn Mikið að gera. Og- ég sé ekki betur en Langá væri á ytri höfninni í gærmorgun, þegar ég sat í strætisvagninum niður Skúlagötu. Toilþjónar hafa beðið eftir Langá með tölu- verðri eftirvæntingu, því í Kaupmannahöfn fundu dansk- ir starfabræður þeirra töluvert af spíra og vodka í plastgeym- um á þilfari, en það mun vera nýjasti felustaðurinn á flotan- um. Var þess strax getið til, að þetta væri aðeins sá hlut- inn, sem ekki hefði verið hægt að koma fyrir annars staðar, enda fundust whisky-flöskur í öruggari felustöðum. Er ljóst að verðmesstu tegundirnar hljóta beztu fylgsnin. Annars er enginn staður ör- uggur nú orðið .ekki einu sinni þlfarið, ens og gieinilega er komið í ljós. Sagt er, að rnaður nokkur, sem gekk fram með Hafnar- húsinu í gær, hafi stanzað, er honum barst til eyrna undur- fagur karlasöngur — úr skrif- stofum tollþjóna í bygging- unni. Hann sagði, að þetta hefði verið þróttmikill söng- ur, hrífandi. Þar var sungið af mikilli innlifun lag, sem oft heyrðist í útvarpnu fyrir nokkr um ánim — sungið á ensku: „I have got the whole World in my Hands“ Það var tvöfaldur kvartett. # Sigurður Fyrir nokkru vitnaði ég 1 bréf þar sem fundið var að því, að Sigurður Sigurðsson segði Akurnesingar en ekki Akranesingar, er hann ræddi um hina frækilegu kappa af Skaganum. Ég lét vera að fjöl- yrða um þetta, átti von á að einhver vildi leggja orð í belg, enda þurfti ég ekki að oíða lengi. En litið hefur gengið að birta og svara bréfum síðustu dagana — og vona ég að það lagist. Þegar ég lít yfir bréfið, sem er frá Tryggva Gíslasyni, út- varpsmamni, sé ég, að vitnun mín í fyrmefnt bréf hefur ver- ið fljótfæmisleg, ég hefði átt að birta það í heild. En það, sem máli skiptir, er að Sigurð- ur er með hreinan skjöld hvað þetta snertir — svo og allir þeir, sem segja „.Akumesing- ar“, og gera það ekki allir? NÝJUNG TVEGGJA HRADA HÖGG- OG SNÚNINGSBORVÉLAR Bræðurnir ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.