Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagttr 2T. október 1965 MORGUNSLADIÐ 3 , , , . V0.V9;■■• ! S I\ K S T FIW1» Jón Eyþórsson vlð mælingar á austurtungu Sólheimajftkuls, sem skriðið hefur fram um 22 m. og grjóti. Brúnin er sprungin og brött. ekið á undan sér aur og Jökulsporöur skríður fram SÓL.HEIM.AJÖKULL er einn af skriðjöklunum, sem ganga suður úr Mýrdalsjökli, teygir sig þar fram í tveimur tung- um, sem ganga sín hvoru megin við svokallaðan Jökul- haus. Þessi skriðjökull er jafn an mikið sprunginn og mjög fallegur. Fyrir þá sem kunna að njóta ísenzkrar náttúru hefur hann líka þann kost, að mjög auðvelt er að komast að honum, hægt að aka mjög nærri eftir slóð, sem liggur út af þjóðveginum rétt austan við brúna á Jökulsá á Sól- heimasandi, þá sem nú er að fara og truflar samgöngur austur í Skaftafellssýslu. Varla er svo nema 10—20 mínútna gangur frá slóðar- enda að sjálfum jöklinum. Þennan jökulsporð ‘ hefur Jón Eyþórsson mælt árlega síðan 1930. Hann hefur sem aðrir„ landsins jöklar alltaf verið að hörfa til baka, þynnzt um 80—100 m. og stytzt um kílómeter á þessum árum, er aðeins þrisvar hefur hanr gengið nokkra metra fram. Nú þegar Jón mældi jökulin; fyrir 10 dögum, kom í ljós ai vestari sporðurinn hafði hlaur ið fram um 50 m. og sá austar. um 22 m. og hafði kraftur- inn verið svo mikill í jöklin- um, að hann skreið 22 m. upp eftir snarbrattri brekku Jökulhausnum og svignaði þar upp í loftið. Við spurðum Jón hvað það væri sem gerð- ist, þegar jökulsporður fer svona af stað allt í einu. Hann sagði, að þetta ætti rætur sín- ar að rekja langt upp í jökli. stafaði sennilega áð mikilli snjókomu að vetri eða lítill. leysingu að sumri. Jökullinn bólgnaði upp og kæmi meiri hreyfing í hann.. Ekki væri víst að þetta kæmi fram fyrr en 2 árum seinna niðri viö jökulröndina. Þegar þetta ger ist, ekur jökulsporðurinn á undan sér miklu af sandi og aur og skilrtr eftir greinilega jökulöldu, þegar hann fer að hopa atfur. Úr Sólheimajökli kemur Jökulsá eða Púlilækur, sem nú hefur verið að brjóta af sér brúna niðri á sandinum. Jökulsá hefur verið talin meðal hættulegustu vatnsfalla á íslandi, vegna stórgrýtis, straumhörku og jakaburðar og sögusagnir herma, að í henni hafi drukknað 18—19 manns. í Ijóði Gríms Thom- sen um Svéin Pálsson og Kóp hans kemur það fram, að áin hafi verið viðsjál og hættuleg og oft á tíðúm ekki fger nema beztu vatnamönnum og traust ustu hestum. / „Ófær sýnist áin mér, állinn þessi venstur, stóra jaka straumur ber, stendur hann enginn hestur. Áin hljóp sem oft til ber eftir milda vetra; vertu í nótt, því vísast er, að verði á morgun betra“. Og svo síðasta vísan; Þó að liggi lífið á, láta þeir núna bíða í jökulhlaupi Jökulsá og jakaburði að ríða. Við spurðum Jón hvort flóð' ið í ánni nú gæti stafað af hlaupinu í jöklinum. Hann taidi það ólíklegt. Þetta væri bara rigningarflóð. Þó lón hefði hlaupið fram, væri það um garð gengið fyrir löngu. Ekki væri vitað um neitt jökullón þarna, sem gæti enzt í viku. Slík stórflóð í Jökuisá komu aftur á móti alltaf ann að slagið fram um 1940 og stöfuðu af því, að jökulinn gekk fyrir mynnið á Jökuls- árgili, austan við Skógafjall. Þar gat þá safnazt um 100 m. djúpt lón og þegar vatnið úr því ruddist fram, urðu ógur- leg flóð í Jökulsá. En þau stóðu alltaf stutt. Á seinni ár- um hefur þetta alveg horfið, enda getur ekki myndazt neitt teljandi lón þarna núna, því jökullinn er svo þurmur fyrir framan gilkjaftinn. Þegar brú- in kom á Jökulsá, þar sem þjóðvegurinn iiggur, var jök- ullinn farinn að lækka og ekki er vitað til að slík hlaup hafi skemmt rbúna. En hvað um það, Sólheima- jökull er mjög fallegur og reglulega þess virði að skoða hann. Núna er hann mjög sprunginn og brattur. Ferðin þangað verður þó að bíða þangað til styttir upp og búið að lagfæra brúna, því leiðin er erfið að jöklinum vestan megin árinnar. WMMm Krafturinn í jftkursporðinum hefur verið svo mikill í framskriðinu, að hann hefur ruðzt upp bratta brekku í Jftkulhausnum, og brúnin undizt upp í loftið þar sem h.ann stöðvaðist. — L.jósm.: G.G. Unnið að viðgerð á brúnni yfir Fúlalæk LITLA-HVAMMI í Mýrdal, rskemmdir orðið á brúnni yfir 26. okt. — Ekki bafa niéíri | Jökúlsá á Sólheimasandi en þær sem sagt er frá í Mbl. f dag. Unnið er nú af fullum krafti við að koma brúnni í lag. í dag var farið að rífa gólfið af brúnni að áustanvérðu, þar sem ætlunin er að rétta brúna. Vatni er veitt í'búrtú frá brúnni aust anmegin. Nú hefur tekið fyrir alla flutninga yfir brúna. Heldur er að réna í vötnum hér um slóðir. Mikið vatn var á Mýrdaissandi, en það virðist fara minnkandi. Nú er orðið kaldara, enda er hann heldur hærra á, og aðeins hefur snjóað efst tii fjalla. Stefnan fundin Allt frá því er Eysteinn Jóns- son flutti „ræðu“ sína um „hina leiðina", þegar rikisstjórnin birti stefnuyfirlýsingu sína á Alþingi byrjun þings, hafa Framsókn- armenn verið í ftrvæntingarfullri leit að því, sem í „hinni leiðinni“ felst. Bftir ítrekaða leit, og þeg- ar Eysteinn var búinn að halda aðra af þessum „ræðum“ sínum við fjárlagaumræðurnar, varð ljóst af túlkun Tímans á ummæl- um foringja síns að Framsóknar- menn þóttust nú hafa himin höndum tekið stefnan væri fund- in, kjarni hennar væri ljós. „Skynsamleg niðurröðun verka", er hinn nýi tftfralykill, sem mun færa mönnunum sem „fæddir eru til að stjórna", vftldin á ný, og þjóðinni miklu betri lífskjör en hún býr við nú. Að vísu hef- ur hvorki Eysteinn né Tíminn séð nokkra þörf á því að skýra nánar hvernig ,skynsamleg niður röðun verka“ verður fram- kvæmd. Og þar sem Framsókn- arpostular hafa ekki séð neina þörf á að skýra framkvæmdina nánar, hefur Morgunblaðið talið rétt að gera það fyrir þá. Krafa um aukin höft Sannleikurinn er nefnilega sá, að „niðurröðun verka“, sem virð ist vera meginþráðurinn í stjóm málastefnu Eysteins Jónssonar um þessar mundir verður ekki framkvæmd nema með tvennu móti, annars vegar með því að setja á ný upp fjárhagsráð og taka upp hftft á allar framkvæmd ir, verzun og viðskipti, fólk verði að sækja um leyfi til þess að byggja þetta eða gera hitt, kaupa þetta eða kaupa hitt. Það eru hin gömlu úreltu höft og hömlur sem Framsóknarmönnum voru svo kaér fyrr á árum, og sem þeir töldu sig hagnast manna mest á, sem Framsóknarfo.ringj- arnir sjá nú í hillingum, og vilja innleiða á ný. Á hinn bóginn er einnig hægt að framkvæma „nið- urröðun verka“ að einhverju leyti a.m.k. með stórfelldum skattaálögum á þá aðila í land- inu, sem að mati Framsóknar- foringjanna eiga ekki að fá leyfi til fjárfestinga og framkvæmda, Þess vegna mundu Framsóknar- mennirnir leggja á stóraukna skatta til þess að gera þessum aðilum fulKíomlega ókleift a® safna fjármunum til fram- kvæmda. „Hin leiðin“ er haftastefna Þá er loksins komið í ljós h.ver ,Jiin leiðin“ hans Eysteins Jóns- sonar er, og var vissulega tími til kominn að takast mætti að bægja þokunni frá „hinni leið- inni“. „Hin leiðin“ er ekkert annað en hin gamla og úrelta haftastefna, sem ríkti hér í tvo áratugi og hafði í för með sér stórkostlega spillingu og ótrúleg- ustu höft og hömlur á framtak og athafnaþrá fólksins í landinu. En Framsóknarmenn, sem aldrei hafa unnað frelsi, og aldrei hafa þrifizt, þegar frelsi hefur ríkt, eru greinilega búnir að fá nóg kf því frelsi, sem núverandi ríkisstjórn hefur innleitt á öllum sviðum þjóðlífsins, ekki sízt í atvinnu- og viðskiptalifi. Þeir eru búnir að fá nóg af þessu frelsi, og nú vilja þeir afnema það hið fyrsta, og taka upp gamla siði með gömlum mönnum og gftmlum ráðum ,hið gamla ©g úrelta haftakerfi, sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar, og fslendingar' vonast til að þurfi aldrei að sjá framan í aftur. FramsóknarflókkuHnn er búinn að taka sina afstöðu, hann er flokkur hafta, ófrelsis óg úrelts hugsunarháttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.