Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 25
Miðvlkué&igur 27. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Það var einu sinni maður sem auglýsti eftir sjálfum sér í út- varpinu til þess að komast að raun um, hvort það væri nokkur sem saknaði hans. >f Mæðradagurinn X Ung stúlka hafði staðið og horft á málara mála haustmynd í skóginum. Hún andvarpaði, sett ist á stól málarans og sagði: — Ó, sá sem gæti nú tekið þessa dásamlegu mynd heim með sér. — Það komist þér ekki hjá að gera, sagði málarinn þá, — því að þér setið nefnilega á málning- arspjaldinu mínu. ■— Þér eruð ákærður fyrir að hafa misþyrmt nágrannakonu yðar á grimmilegan hátt, sagði dómarinn. — Hversvegna gerðuð þér það? — Hún kallaði mig nashyrn- ing. — Það réttlætir á engan hátt þessa hroðalegu meðferð. — Hún kallaði mig nashyrning í heilt ár. — Og hvers vegna komuð þér ekki fram hefndum fyrr? — Ja, ég fór fyrir skömmu til Kaupmannahafnar og þá sá ég í fyrsta skipti hvernig reglulegur nashyrningur lítur út. x — Þetta er heldur bragðvont koníak, sagði læknirinn, — en þér skuluð bara loka augunum þegar þér takið það inn, og í- tnynda yður að þetta sé gamalt og gott koníak. — Má ég ekki alveg eins taka lnn gamalt og gott koníak og -í- mynda mér að það sé þetta meðal. Kemur það ekki í sama stað nið- ur? spurði þá sjúklingurinn. Stúdent einum í Oxford tókst að hafa upp á gamalli reglugerð, þar sem segir að stúdentar megi hafa með sér ölkrús að prófborð- inu. Prófessorinn gat ekki mælt á *nóti þessu, en dró í staðinn fram •ðra gamla reglugerð, þar sem •egir, að stúdentar séu skyldugir til þess að hafa sverð sér við hlið 1 tímum. Stúdentinn fékk 5 punda eekt fyrir reglugerðarbrotið. SARPIDONS SAGA STERKA -X- -X- Teiknari: ARTHÚR ÖLAFSSON Nú sem Sarpidon var seztur að ríki, var honum konungs- nafn gefið. Hann bað Karbúlus að sækja systur sína Elínu til eyjarinnar Sardínía. Karbúlus var til þess fús. Bjuggu þeir eitt skip og sendu menn með bréf til Hinriks greifa í Sardin- ía. Þessir fóru á leið, og gekk þeim vei ferðin. Fundu þeir greifann og fengu honum bréf- ið. En er hann frétti, að sonur hans lifði og hafði fengið heilt jarlsdæmi til eignar og yfirsagn ar í Ungaría, varð hann yfrið glaður því hann hélt son sinn fyrir löngu dauðap. Bjóst hann því sjálfur til ferðar að fylgja dóttur sinni og sigldi með tvö skip til Portúgal. Sarpidon kon- ungur tók við honum með allri blíðu, en með þeim feðgum varð hinn mesti fagnaðarfund- ur. Var greifinn og dóttir hans leidd til hallar og gjörð þeim vegleg veizla. Og sem menn sátu glaðir og drukku, mælti Sarpidon við greifann: „Svo hefir Karbúlus sonur ykðar þjónað mér vel og lengi og í öllum háska reynzt mesti kappi og bezti drengur, að mér væri skylt ekki einungis aoð launa honum sem bezt eg gæti, heldur og að láta systur hans njóta hans trúu fylgdar og ör- uggrar aðstoðar. Þess vegna bið eð Elinar dóttur yðar til handa Serapus fóstbróður mínum, sem eg hef lengi reynt að hugprýði, hreysti og drengskap, en til heimanfylgju gef eg Serapus ríki það allt, sem eg á í Val- landi eftir Hlöðver jarl. Og lát- ið mig nú heyra yðar ljósaa vilja í þessu máli“. JAMES BOND — >f Eftir IAN FLEMING En Vesper er óróleg. sé veitt eftirför, James. við skulum sjá til. J'ÚMB'Ö — X- -X- -X- -X- >—X— Teiknari: J. MORA — Það er eitthvað bogið við þetta, hróp- aði Spori reiður. — Ég skal komast héð- an, jafnvel þó að ég þurfi að synda í land. Þetta er eitthvert ruddalegasta spaug, sem ég hef komizt í kast við í mörg ár. — Ég skil hvorki upp né niður, sagði prófessor Mökkur. — Hvaða undarlega Iykt er þetta? Það komst ró á Spora aftur, þegar hon- um varð ljóst að þeir hefðu það alls ekki svo slæmt. Þeir höfðu nóg af brauði, á- vöxtum og niðursuðuvörum — en hve lengi mundu birgðirnar endast? Hve langt var til hins óþekkta ákvörðunarstað- ar þeirra. Nóttina eftir skall á ofsalegt óveður o* í veitingnum duttu þeir félagar út úr rúm» um sínum. SANNAR FRÁSAGNIR -x- -x- -x- X- Effir VERUS ANTONIN DVORAK. — Kennsla. Dvorak fór í barna- skóla í þorpinn -og siðan var hann sendur til næstu borgar til frekara náms. Hann var ekki mikill námshestur, nema hvað viðkom tónlistinni. Hann hafði heillazt af tónlistinni og hann elskaði hana. Ákvörðun. Þegar faðir hans komst að því að hann hafði van rækt námið, en lagt alla áherzlu á tónlistina, varð hann reiður. Enginn sona hans átti að verða tónlistarmaður. Antonin átti að verða virðulegur slátrari í kjöt- verzlun föður síns. Áður en yfir lauk lét þó faðirinn í minni pokann og Antonin var leyft að halda áfram námi sínu í tón- list. Hijómsveit. Antonin var send ur i tónlistarskóla í Prag, þar sem hann vann af kappi. Þegar hann útskrifaðist úr skólanum hóf hann að leika í leikhúss- hljómsveit og í gisitihúsum. Tónlistin átti hug hans allan og hann lét ekkert tækifæri ónot- að til þess að auka þekkingu sína. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.