Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 11
MORGU N BLAÐIÐ 11 kortagerðarmaður norðursins" en ljóst sé að augsýnilega hafi hann ekki haft með sér nein kort suður til Ítalíu. Engar heimildir eru fyrir því, að hann hafi fyrir komuna til Kómar 1423 til 24 sjálfur teikn að nokkurt kort eða séð það gert í Norður-Evrópu, eða nokkuð kort eftir norrænan mann. Kort Clavusar eru gerð í stíl við Ftolemaiskiu kortin og hafa að visu að geyma þær landfræðilegu skoðanir sem voru uppi á Norðurlöndum frá 12. eða 13. öíd, en ekki höfðu áður komið fram suður við Miðjarðarhaf. Clavus-kort- in skiptu því ekki máli við könnun á Vínlandskortinu, á kortum hans er t.d. Grsenland skagi ekki eyja; það eru engar spurnir hafðar af Vínlandi; og ekkert úr heimskorti Biancos er hægt að rekja til Clavusar. hær teikningar af Norðurlöndum eem síðari kortagerðarmenn hafa tekið eftir Clavusi, t.d. Donnus Nicolaus, (1467) og Henricus Martellus (1480 til 95) skipta ekki máli í þessu sambandi, því þar er engin *nerki að sjá um lönd þau í Atlantshafi vestanverðu sem er að finna á Vínlandskortinu. Síðan segir Skelton: „Vínlandskortið stendur eitt eér utan við meginstrauma þróunar í kortagerð í Evrópu. Hinar enn ófundnu heimildir sem hinn nafnlausi höfundur þess hefur frá Græn- iands- og Vínlandsteikn- ingar sníar, voru allt fram til loka 16. aldar ekki notaðar af neinum kortagerð- •rmönnum sem við eigrun enn verk eftir. Sérhver tilraun til að rekja Vínlandskortið til uppruna þess þarf þeim mun meira hugarflugs við sem við getum ekki gengið út frá öðru en kortinu sjálfu.“ GRÆNLAND GRUNSAMLEGT Þegar hér er komið sögu í bókinni, snýr R.A. Skelton sér að þeim þætti sem ýmsir ís- — lenzkir og erlendir fræðimenn telja að geri kortið hvað tor- tryggilegast, þ.e. hin ótrúlega nákvæma Grænlandsteikning, sem á sér engan líka í korta- gerðarsögu fyrrri tíma, eins og raunar hefur áður verið á minnzt á í þessum greinaflokki um Vínlandsbókina; t.d. má benda á þessi ummæli Har- I alds Sigurðssonar hér í Morg- | unblaðinu 13. október s.l. þeg- ar hann ræddi fund Yalekorts- ins. Hann sagði m.a.: „En þó er það Grænland, sem er tortryggilegast. Hér á kortið, eins og raunar ísland og Vínland líka, að byggja á íslenzku landabréfi frá 14. öld. Eftir norrænum heimildum var Grænland skagi, sem gekk vestur og suður í haf frá norð anverðu meginlandi Evrópu. — Um það eru fornar íslenzkar og norskar heimildir samsaga, og þannig er landið sýnt á hin- um alkunnu landabréfum Dan- ans Claudiusar Clavusar á fyrri hluta 15. aldar. Hann gerði kort sín efalaust að tölu- verðu leyti eftir norrænum heimildum, þótt þar kenni fleiri grasa. Var sá háttur hafð ur á lengi síðan. Katalónsk sjókort sýndu raunar Grænland, Illa verde, sem eyju í hafinu, en ekki svipar henni vitund til Græn- lands Yale-kortsins. Ég held að sá fari næst sanni, sem ef- ar mest, að Islendingar hafi nokkru sinni haft svo ná- kvæma hugmynd um lögun Grænlands, sem hér kemur fram, í beinni mótsögn við allt, sem vitað er um hugmynd ir þeirra í þessum efnum. ÞaS sem varðveizt hefur af fornri. kortagerð íslenzkri er ekki svo beysið, að ýti undir getgátur um afrek þeirra á því sviði“. Svo mörg voru þau orð, og ekki að öllu leyti uppbyggi- leg fyrir þá sem trúa fastlega á að Vínlandskortið sé ófalsað. (5. greinin um VÍNLANDS- BÓKINA birtist í blaðinu á morgun). Frúarleikfimi verður í Langholtsskóla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20,30. — Kennari verður Aðalheiður Helgadóttir. OLD BOYS verður í ÍR-húsinu þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18,10. — Kennari: Jóhannes Sæ- mundsson. STJÓRNIN. DANSKA8 Vinyl gólfflísar. Óvenjumikið slitþol. Fjölbreytt litavaL Ávallt fyrirliggjandi í stærðunum: 30x30 cm og 20x20 cm. Hagstætt verð. Ætk ludvig STORR Sími 1-33-33. Höfum nú fengið í mörgum litum hinn vinsæla keðjutvinna COATS Heildsölubirgðir; LÍDÓ-b?auð LÍDÓ-snitiur LÍDÓ-matur heitur og kaldur Pantið í tíma í ií na 35-9-35 09 3 7-4 85 Sendum heim r VA<7A Auk okkar fjölbreyttu hádegisverða og sér- rétta bjóðum við Saltkjöt og baunir í dag □ Rl H 4 Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútax pústror o. fL varahlutir margar gerðir bifreiða Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. ro n u'iifrl, ggjij fc^SPISlli ^ONÍií Félagslíl Víkingar Allir þeir, sem hafa tekið happdrættismiða hjá knatt- spyrnudeildinni, geri skil til Erlendar, Sogaveg 146, ekki seinna en fimmtud. 28/10. Stjórnin. Knattspymudeild Vals 3. flokkur — munið fundinn í kvöld kl. 8.30. Allir, sem voru með í sumar, mæti. Þjáifarinn. Ökumenn — athugii)! Haldið luktunum ávallt hrein- um, þær óhreinkast fljótt og þá minnkar ljósmagnið mikið. Munið hættur myrkur-. umferðarinnar! Reykjavíkurdeild BFÖ. AUSTIN Mini sendif er ðabíll Viljum selja Austin Mini sendiferðabíl. Bíllinn er til sýnis í vörugeymslu okkar. Mjólkurfélcag Reykjavíkur Laugavegi 164. FRJÁLS IIMNFLUTNINGUR Frá Rockwool A/S getum vér útvegað allar þykktir og gerðir af ROCKW OOL-plötum, ROCKWOOL-mottum, ROCKWOOL- pípueiuangrun, o. fl. o. fl. Vér eigum nú fyrirliggjandi eftirtalda ROCKWOOL-einangrun: ROCKWOOL-plötur: (Batts) 60x90 cm. — 30 og 50 mm. þykkt. ROCKWOOL-mottur: 300x90 cm. — 50, 75 og 100 mm. þykkt. ROCKWOOL: Brennur ekki. ROCKWOOL: Fúnar ekki. Ekkert er betra en ROCKWOOL til einangrunar. Einkaumboð á íslandi fyrir: A/S Rockwool, — Köbenhavn, A/S Rockwool, Oslo-Norge, Lenangen Fabriker A/S, Leangen Trondheim, Norge, Rockwool Aktiebolaget, Skvöde, Sverige, Reutsche Rockwool, Mineralwolle-Ges., Gladbeck, Westdeutschland. HAIMNES ÞORSTEINSSOIM heildverzlun SCQIEIEGÍl Uavíð S. Jónsson & Co hf. FAST COLOURS Sími 24-333. Hallveigarstíg 10 — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.