Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 14
r 14 /• - MORGU N B LAÐIÐ Miðvikudagur 27. október 1965 i Spánverjar fá betri fisk og stærri frá okkur Því má ekki slaka á um gæði og mat Viðtal við Þórð Albertsson Spönsk senorita ÞÓRÐUR Albertsson, fulltrúi Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda á Spáni, þar sem hann hefur J yfir 30 ár unnið að sölu á íslenzkum fiski, er nú staddur heima á íslandi og notum við tsekifær- ið til að fá hjá honum fréttir af þessu suðlæga landi, Spáni, og sölu á afurðum okkar þar. — Saltfisksalan er komin í nokkuð fast form, sagði Þórð- ur sem svar við okkar fyrstu spurningu. Spánverjar kaupa ekki lengur af okkur fiskinn þurrkaðan og verkaðan, held- ur eingöngu saltfisk, sem þeir svo verka og þurrka sjálfir í sínum nýju þurrkhúsum á Norður-Spáni. Þetta reynist þeim ódýrara. Siðustu árin hafa verið gerðir við þá ár- legir samningar um 8000 smá- lestir að andvirði um 150 millj. ísl. kr. í byrjun ver- tíðar, eins og t.d. nú í febrúar sl., er þeir komu til Bilbao í þessum erindum núverandi formaður S.Í.F., Tómas Þor- valdsson forstjóri í Grinda- vík, og framkvæmdastjórinn, Helgi Þórarinsson, sem báðir hafa mikla og góða reynslu í þessum málum. Fiskínum er svo afskipað frá byrjun marz- mánaðar til júlí-loka. Fer hann allur til Biibao. Greiðsl- ur eru í sterlingspundum og kaupendur allir helztu og stærstu fiskinnflytjendur Spánar, sem flestir hafa, svo sem feður þeirra og afar, flutt inn íslenzkan fisk frá alda- mótum. Er gaman fyrir okkur að koma á skrifstofur þessara gömlu fiskkaupmanna. Þar hanga gamlar myndir frá sjáv arútvegi okkar, af gömlu fisk reitunum í Kveldúlfi og Alli- ance, ásamt togurum þeirra, svo og myndir af Edinborgar- verzlun Ásgeirs Sigurðssonar og jafnvel Bíldudalsfiski frá tímum Péturs Thorsteinsson- ar. Aðal keppinautar okkar — í fyllstu vinsemd og frænd- semi — eru Norðmenn og Fær eyingar. 1 þeirri samkeppni ríður nú orðið mest á að vanda sem bezt gæði og mat. Ekki má slaka á, því það er nú svo, að vinir vorir Spán- verjar, sem eru stærstu fisk- framleiðendur í Evrópu á eft- ir Norðmönnum, veiða sjálfir og framleiða um 100.000 smá- lestir af saltfiski á ári. Það er allt að því þrisvar sinnum meira en íslendingar. En þetta er smærri fiskur en okk ar og ekki eins góður og hinn frægi „BACAIjAO DE IS- LANDIA“. Mun láta nSerri ,að þeir flytji út um 20 þús. smá- lestir af sínum eigin saltfiski og flytji svo inn sama magn frá íslandi, Færeyjum, Noregi og Grænlandi, með öðrum orð um fá sér betri fisk og stærri fyrir verri fisk. Við verðum því að vanda fiskipn okkar, annars fellur burtu ástæðan fyrir því að hann er keyptur. — Hvað ert þú búinn að vera lengi við þessa fiskverzl- un, Þórður? — Það var árið 1928, að ég fór til Spánar og síðan til ítalíu og starfaði að fiskverzl- un, þá fyrir Kveldúlf, eða fram til ársins 1932 að Sölu- samband íslenzkra fiskfram- leiðenda var stofnað og hjá því hefi ég starfað síðan að fisksölu í Grikklandi, Egypta landi, Ítalíu og Spáni. Það var mikið gæfuspor fyr- ir íslenzka fiskframleíðendur þegar þeir gengu óskiptir að stofnun Sölusambands ís- lenzkra -fiskframleiðenda. Á mörkuðum ríkti þá, árið 1932, hörð samkeppni, ekki aðeins við fiskframleiðendur annarra þjóða, heldur einnig á milli hinna íslenzku útflytjenda og buðu þeir verðið niður hver fyrir öðrum. Það leiddi svo til algjörs örigþveitis á mörk- uðunum, og notfærðu hinir er- lendu kaupendur sér þetta skipulagsleysi okkar og fengu fiskinn fyrir miklu lægra verð en tekizt hefði að fá ef um samtök útflytjenda okkar hefð verið að ræða. Enda sýndi cig strax eftir stofnun samtakanna, að verðið fékkst hækkað og hinn mikli glund- roði og óVissa, sem ríkti á mörkuðunum, breyttist í ör- yggi. Og gagnkvæmt traust skapaðist báðum aðilum, selj- endum og kaupendum ,til mik illahagsbóta. Ég kemst ekki hjá því að taka fram og undir strika; að ég er mjög uggandi um framtíðina, ef sú stefna verður tekin upp í útflutnings málum, að Pétri og Páli verði veitt leyfi til útflutnings sjáv- arafurða og óttast að við það endurtaki sig sá glundroði, sem var áður en til félagssam- takanna var stofnað. Þá var svo Rnmið ,að fjoldi manns, bæði hér og erlendis, buðu út sama íslenzka fiskinn ,svo kaupendur héidu að hér væru öll hús full af óseldum fiski og gífurleg offramleiðsla. Nú, þegar öruggt er um magnið, geta kaupendur vitað með nokkurri vissu hve mikið kem ur inn í hvern landshluta og meðan svo er, telja þeir sér hag í því öryggi semþað skap- ar. Við „regulerum“ þannig markaðinn og höfum fengið út á það þessar árlegu hækk- anir, sem viðunandi eru. Spánverjar eiga nú digran vara-gjaldeyrissjóð — Hvernig gengur Spán- verjum sjálfum, svona al- mennt? — Fjárhagur Spánar hefur batnað mikið hin síðari ár, sem m.a. má sjá á því, að þeir eiga nú vara-gjaldeyrissjóð upp á 1.500 millj. dollara. Hef- ur hagur alls almennings stór batnað, ekki sízt verkamanna, sem nú njóta allskonar trygg- inga, m.a. atvinnuleysis-, slysa- og sjúkratryggingar, svo sem verkamenn í/ löndum Vestur-Evrópu. Einnig hafa laun þeirra hækkað mikið. Landinu er vel og sterklega stjórnað, sem og nauðsynlegt er, þar sem blóðhiti er mikill í blessuðu fólkinu. Um æs- ingu og blóðhita Spánverja geta menn sannfærzt með því að fara á nautaat, skýtur Þórð ur inn í. Að einhverjir séu óánægðis með stjórnina og vilji sjálfir komast að, er víst ekkert nýtt. Svo mun vera í hverju landi, jafnvel á íslandi, þar sem fólk hefur það betra en nokkru sinni fyrr og betra en víðast hvar annars staðar, m.a. þakkandi góðri stjórn og stjórnarforustu. Sannkallaðir cavalleros — Ferðamenn sækja nú mjög í sólina á Spáni. Spán- verjar hafa sjálfsagt af því sívaxandi tekjur? — Já, gert er ráð fyrir að um 16 milljónir ferðamanna heimsæki Spán í ár og skilji þar eftir um 250 milljónir dollara í gjaldeyri. Eins og kunnugt er, fjölgar árlega þeim stóra hópi Islendinga, sem þangað fara. Aðallega er farið á OOSTA BRAVA, sem er ströndin fyrir norðan Baree lona, til eyjanna MALLORCA með höfuðborginni Palma og svo á COSTA DEL SOL, sól- arströndina fyrir sunnan Barcelona. Þar er mest í tízku baðstaðurinn TORRBMOLIN- OS, rétt hjá Malaga. Svo eru auðvitað þeir, sem heimta mikla sól og 23 stiga hita um háveturinn, og fara þá til CANARI-eyjanna. Allur þessi ferðamannastraumur byggist á indælis loftslagi, sól og hita og góðum baðströndum og þar eru mjög góð og nýtízku- leg hótel með slíkri þjónustu, sem íslendingar eiga ekki að venjast. Þarna er sérstaklega aðlaðandi og gott fólk. Allir bera Spánverjum hið bezta orð. Þeir séu sannkallaðir „cavalleros". Eins og íslend- ingur einn á kaupskipaflota okkar sagði í vetur 1 viðtali í Morgunblaðinu: „Þar er bezta fólkið“. Við þetta má svo bæta, að hvergi í Evrópu er jafn ódýrt .Spánn er lang- samlega ódýrasta ferðamanna ladið hér í álfu og ennþá gjör samlega laust við allt þetta leiðinda „upptrékkerí“, sem ferðamaðurinn verður svo víða annars staðar var. Þarna er sem sagt heiðarlegt og gott fólk, enda mjög trúrækið. Júlí og ágúst eru full heitir mánuðir fyrir okkur nema þá á Norðurströndinni, þar sem Baskarnir búa. Þar er t.d. hinn fallegi baðstaður San Sebastian, við Pyreneafjöllin og aðeins 16 km. frá landa- mærum Frakklands. Annars geta menn farið hvaða annan mánuð ársins sem er, þó máski sé öruggast að fara yfir háveturinn suður fyrir Valen- cia, t.d. til Torremolinos, Malaga. Þar mun vera um 18 stiga hiti í skugganum að vetri til og næg sól. — í þessu samlbandi væri fróðlegt að vita hvað góð hót- el kosta á Spáni og einnig fæði? •—, Þar eru vitanlega allar tegundir af gistihúsum og veit ingastöðum frá pensjónötum og upp í „de luxe“ hótel. Góð máltíð, þriggja rétta með víni, á góðu veitingahúsi, kostar svona 120 ísl. kr. eða eitt sterlingspundj sem exru 168 pesetar. Og þá kostar gott hótelherbergi með baði svona um 200 kr. Ódýrast er auð- vitað að taka þá fæði með morgunmat, hádegisverði og kvöldmat, og ætti þá að vera hægt að fá þetta á góðu hóteli fyrir 350-400 kr., þ.e. 500-600 peseta, því pesetinn jafngildir ca. 71 eyrir íslenzk- um. Helzt mundi ég þó ráða til að taka „hálf-pensjón“, þ.e.a.s. herbergi og síðan eftir vali annað hvort bara morgun matinn og hádegisverðinn eða þá kvöldmatinn einan. Mæli ég frekar með hinu fyrra, því alltaf er gott að hafa kvöldið frítt og er þá oft þægilegt að borða úti, sem kallað er. Hér má bæta við, að allt svona smávegis — en þó nauðsyn- legt — er ódýrt, svo sem kaffi á gangstéttarveitingastöðum og eitt glas af góðu spönsku víni, Sherryglasið kostar t.d. 7 kr. ísl. Einnig eru bílar mjög ódýrir. Og drykkjupen- ingar eru alls staðar reiknað- ir með í verðinu. Það er skylda. Ef á matarskránni stendur t.d. lambakjöt (cor- dero) og verð er 60 pesetar, þá kemur reikningur upp á 60 peseta, þar er engu viðbætt og óþarfi að gefa nokkuð. Fyrir sérstaklega góða þjón- ustu má þó alltaf láta eitt- hvað smávegis handa þjónin- um, en íslendingar eru slæmir með að gefa alltof mikla drykkjupeninga. Loks vil ég ráðleggja fólki að ferðast á vegum hinna íslenzku ferða- félaga. Þau gefa flest mjög góða þjónustu, og miklu ódýr ara að ferðast á vegum þeirra. —■ Oft er í spönskum blöð- um minnst á ísland, sagði Þórður í lok samtalsins, og þá ávallt mjög vinsamlega. Spánverjum finnst við vera gamlir vinir, enda Spánn gam alt og mikið menningarríki. Mér finnst því að við hér á íslandi eigum að reyna að venja okkur af þeim ljóta sið að vera með skæting í garð landa og þeirra stjórnenda, sem alltaf hafa verið okkur vinveitt og keypt afurðit okkar í marga mannsaldra. Ókyrrð í Santo Ðomingo Santo Domingo, 25. kot. 6KYRRÐ er nú í höfuðborg Dóminikanska lýðveldisins og í dag tóku bandarískir og s.- amerískir hermenn úr friðar gæzlusveitum Ameríkuríkja her- skildi borgarhluta þann í Santo /Doimingo er áður var á valdi uppreisnarmanna. Var það gert til þess að fyrir- byggja að dóminikanski herinn legði hann undir sig. Hafði leiðtogi uppreisnar- manna, Camano ofursti lagt blessun sína yfir fyrirtækið og varð ekkert til tíðinda. Sagt er áð enn beri margt í milli með herforingjunum og stjórn Hectors García Godoys, og er það hald sumra áð herfor- ingjarnir sitji á svikrúðum við stjórnina. Nú er stödd í Santo Domingo sáttanefnd S.-Ameríku- ríkja, þangað komin að beiðni stjórnarinnar og mun reyna að stilla þar til friðar. Juan Bosch, fyrrum forseti Dóminikanska lýðveldisins, sem kom aftur heim fyrir nokkru, fer nú huldu höfði í höfuðborginni, en friðargæzlusveitir Samtaka Ameríkuríkja halda vörið um heimili hans. Bezt að auglýsa Morgunblaðinu Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagíinnsson, hrL og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.