Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. október 1965 Hermann Þórarinsson bankaútibússtjóri - Minning í DAG þann 30. október verður jarðsunginn á Blönduósi Her- mann Þórarinsson, útibússtjóri Búnaðarbanka íslands og helzti forystumaður í höfuðstað Húna- vatnssýslu, Blönduóskauptúni, er varð bráðkvaddur hér í Reykjavík síðasta sunnudags- kvöld þann 24. þ.m. Hann var fæddur á Hjalta- bakka 2. október 19-13, sonur merkishjónanna Sigríðar Þor- valdsdóttur og Þórarins Jónsson- ar alþm. á Hjaltabakka. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en gekk síðan menntaveginn. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík varð hann á 21. ári 1934. StundSði síðan nám í Þýzkalandi um skeið og gaf sig einkum við efnafræði. Síðan flutti hann heim og tók til starfa. Vann nokkur sumur við efnafræðistörf og bókhald á Hesteyri. En árið 1940 flutti hann sig til Blönduóss og kvæntist ár- ið 1940 Þorgerði Sæmundsen, ágætri konu. Á árimum 1941- 1047 starfaði hann sem lögreglu- þjónn á Blönduós og vann jafn- framt að ýmsum skrifstöfustörf- um, einkum hjá samvinnufélög- um Austur-Húnvetninga. Árið 1947 tók Hermann við rekstri Sparisjóðs Húnvetninga og hafði það starf á hendi þar til 1963. En það ár var sparisjóður- inn sameinaður útibúi Búnaðar- banka íslands á Blönduós. Gerð- ist Hermann þá útibússtjóri og hefir haft það starf á hendi síðan. Samtímis hefir hann haft á hendi öll helztu forystustörf í sveitastjórn Blönduóshrepps. Hreppstjóri þar hefir hann verið frá 1947, oddviti hreppsnefndar frá 1958 og sýslunefndarmaður frá 1961. Einnig sinnti hann um skeið kennslustörfum í kauptún- inu. Haustið 1959 var Hermann Þóra-rinsson á framboðslista Sjálf stæðisflokksins í Norðurla-nds- kjördæmi vestra og aftur 1963. Hefir og síðan verið fyrsti vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins ^’rir það kjördæmi. Mætti hann á Alþingi um skeið 1964, og hefði verið þar oftar, ef hann hefði séð sér fært, að yfirgefa sín marg- víslegu trúnaðarstörf heima fyr- ir. Af þessu sem hér er sagt, má öllum ljóst vera, að þessi maður hafði óvenjulega mikið traust og það er óhætt að fullyrða, að það fór vaxandi eftir því sem lengur leið. Lágu og til þess eðlilegar orsakir, sem öllum Húnvetning- um eru kunnugar. Maðurinn var skarpgreindur og vel menntaður. Framúrskarandi glæsimenni í útliti og fram- komu. Glaðlyndux, alúðlegur og gestrisinn. Hann lagði og stund á að gera hverjum manni gxeiða, sem til hans leitaði, eftir því sem hann hafði frekast möguleika til. Allt þetta skapaði að eðlileg- um hætti miklar og almennar vinsældir. Kom það og glöggt fram við hreppsnefndar- og sýslimefndarkosningar hvað eftir annað, að engum þýddi við hann að keppa, og svo mundi einnig hafa farið ef hann hefði lifað næsta ár. Hann reyndist líka að allra kunnugra dómi mjög vel í þeim margvíslegu og vandasömu trún- arstörfum, sem hann haiði á hendi. Að missa slíkan mann, sem Hermann Þórarinsson var, í einni svipan og á bezta aldri er hörmu legt sorgarefni. Þyngst og átak- anlegast er það fyrir hans eftir- lifandi konu og blessuð börnin þeirra, sem eru sjö. En hér eiga fleiri um sárt að binda. Þetta er sárt fyrir aldraða tengdamóður, fyrir eftirlifandi systkini og mik- inn fjölda af vin-um og venzla- fólkL Ég, sem þessar línur rita, tel þetta snögglega áfall, eitt hið undarlegasta sem ég hefi mætt á lengri leið. Ég kvaddi þennan ágæta og glæsilega vin minn glaðan og frískan á fjölmennu gleðimóti klukkan tæplega 7 á sunftudagskvöld. En frétti snemma næsta morgun, að tveim tímum eftir að við skildum hafi hann hnigið niður og um leið yfirgefið þetta hverfulí hérvistarlíf. Þegar slíkir sorgaratburðir gerast, þá verður manni að hugsa: Hvað getur komið næst? Um það getur enginn sagt, en auðsætt er það, að allt getur skeð. Ég votta konu og bömum og öllum skyldmennum og venzla- fólki þessa skörulega höfðings- manns einlæga samúð og hlut- tekningu í þeirra miklu sorg. Og ég votta Blönduós-kauptúni og allri Húnavatnssýslu einlæga samúð mína í tilefni af þessum atburði, að missa þennan mann svo fljótt er héraðsibrestur. Ég veit að flestir eða allir Hún vetningar vilja taka undir þeg- ar ég segi: Blessuð sé minningin um hann. Jón Pálmason. HERMANN er dáinn. Þegar þessi fregn barst út setti Húnvetninga hljóða. Hann átti svo mikil ítök í þessu héraði og íbúum þess. Hér var hann borinn og barn- fæddur, sonur merkishjónanna Þórarins Jónssonar alþm. á Hjaltabakka og Sigríðar Þor- valdsdóttur, konu hans. Hann hefur starfað hér í hér- aðinu sl. 25 ár eða frá því að stríðið kom í veg fyrir framhald náms hans í Þýzkalandi, og hef- ur haft á hendi helztu trúnaðar- störf, sem fyrir koma í litlu kauptúni, svo sem verið gjald- keri sveitarfélagsins og síðar odd viti, hreppstjóri og sýslunefndar- maður, sparisjóðsstjóri og síðar bankastjóri, og nú síðast 3. mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga. Öll þessi störf krefjast tíma, en samt var hann aldrei svo upp- tekinn að hann hefði ekki tíma til að sinna þeim mörgu, sem komu til hans með alls konar erindi, sem áttu oft ekkert skylt við starf hans, en viðkomandi þurfti að leita til einhvers, sem gæti veitt góð ráð eða aðstoð. Þegar margir þræðir eru í hönd- um sama mannsins er eðlilegt að í bresti þegar hann hverfur skyndilega. Og það sakriá margir vinar þar sem Hermann var. Hermann tók virkan þátt í fé- lagslífi, var t.d. stofnandi Lions- klúbbs Blönduóss, formaður slysavarnadeildar o. fl. Og nú er komið að kveðju- stund. Við, sem eftir erum, kveðj um gamlan félaga, vin og sam- herja í svo mörgum málum. Við eigum minningu um þenn- an glæsilega og snyrtilega mann, sem öilum vildi vel, sem allt vildi jafna með góðu, sem ekki sló, þótt hann ætti þess kost, heldur kaus að leita sátta, þótt hann vissi að stundum hlyti hann ámæli fyrir af þeim, sem virða meira hnefann en hjartað. Kauptúnið okkar og héraðið hefur mikið misst, en þó er miss- ir og söknuður fjölskyldu hans miklu meiri. Um leið og við þökkum sam- fylgdina, vottum við konu hans og börnum og öðrum aðstandend- um virðingu okkar og samúð og biðjum Guð að styrkja þau og styðja á þessari reynslustund. Jón ísberg. • Leifur heppni og íslendingar Þegar Velvakandi fór að lita á póstinn sinn, lá þar langt að komið bréf, alla leið frá Afríku. Viggó Oddsson skrif- ar frá Salisbury: „Núna þegar allur heimur- inn þykist skyndilega hafa uppgötvað að norrænir víking- ar hafi fyrstir fundið Amer- íku, eftir að gamalt riss fannst sem sanni þetta, þá má það undarlegt þykja hve litla rækt íslendingar hafa sýnt þessum landkönnuði og þjóðerni hans. Ég á margá landkynningar- bæklinga í öllum stærðum (með greinar eftir fræga menn), en þessum landafundi er lítil sem engin skil gerð að undanskildum hluta af Loft- leiða-auglýsingu með óhrjá- legri krassmynd. sem ráða má í af kunnugum að eigi að tákna Leifsstyttuna. Ekkert frímerki er finnan- legt um þennan landafimd, hinsvegar er nóg til af ljótum frímerkjum af gömlum, óvið- komandi körlum með ógurleg- an fýlusvip, eða sóleyjum og öðru illgresi og íþróttafrí- merkjum með ópersónulegar fígúrur í annarlegum stelling- um o. s. frv. Svo les maður í erlendum blöðum að Norð- menn hafi sagt eitt og annað og láta vísvitandi í það skina að Leifur hafi verið Norðmað- ur. Ekkert heyrist hvað ís- lendingar segja eða Japanir, því þetta virðist báðum vera jafn óviðkomandi. Svo virðist sem þetta sé íslendingum eitt- hvert feimnismál þótt þeir hafi haft næx 1000 ár til að fræða heiminn um þennan atburð. ítalir og Spánverjar eru ofsa reiðir, því þeim finnst að verið sé að ræna þá heiðri af fundi, sem öll Norður-Evrópa vissi ó- ljóst um, löngu áður en Kól- umbus sigldi í vestur. • Um tollskýli og vegagjald Björn Stefánsson í Keflavík hefur ritað Velvakanda bréf í tilefni af skrifunum í þessum dálkum sl. laugardag um bruna tollskýlisins á Keflavík- urvegi, og kveður þar hafa verið rætin ádeila á íbúa heils byggðarlags. Hann kveðst ekki láta sér koma til hugar að mæla bót bruna tollskýlis- ins, hafi hann verið af manna- völdum, en það sé ósvífni að líkja íbúum heils byggðarlags við ein helztu glæpamanna- samtök heims og kenna þeim glæp, sem enn sé ekki sannað að hafi verið framinn. Þó sé talið nokkurn veginn sannað að bifreið brennuvarganna hafi ekki snúið til Keflavíkur eftir brunann? Velvakandi gekk nú ekki svo langt að kenna ákveðnu byggðarlagi um brunann, en líkti hverjum þeim, sem að þessu stoð við Ku Klux Klan. Svo ekki virðist bera mikið á milli. Ekki heldur þar sem í bréfinu er stungið upp á að láta „okkar afburða löggæzlu- menn um að upplýsa málið“. Er það gleðileg frétt, ef þeir eru komnir það langt að vita hvert brennuvargarnir héldu eftir íkveikjuna, en ekki höf- um við blaðamenn getað feng- ið að vita það. Síðan ræðir Bjöm um vega- tollinn, telur hann ekki sam- bærilegan við það sem er í fBandaríkjunum. Og segir m. a.: „Ef þeir sem um Keflavík- urveginn fara, sem að mestum hluta eru Suðurnesjamenn á- samt nokkru af Reykvíking- um og Hafnfirðingum, eiga að greiða allan kostnað við lagn- ingu vegarins og jafnvel var- anlegra vega víða um landið, Siórgjöf í i\3áms- sjéð I. C. Hfö9ler I. C. MÖLLER forstjóri í Kaup- mannahöfn gaf nýlega d. kr. 10.000,— til aukningar á náms- sjóði sínum, er hann stofnaði á fimmtugsafmæli sínu 6. október 1938 til sytrktar íslenzkum verk- fræðinemum á Norðurlöndum, einkum í rafmagnsverkfræði og einkum við tækniháskólann 1 Kaupmannahöfn. Sjóðurinn er nú orðinn rúmlega 300.000 ísL kr. og má veita allt að % vaxta hans í styrk árlega. Verkfræð- ingafélag íslands hefur á hendi vörzlu sjóðsins og fara styrk- veitingar fram um 6. október. I. C. Möller er mörgum að göðu kunnur frá tíðum ferðum hingað til lands í verzlunarer- indum frá því fyrir 1920 og allt fram á síðustu ár þó ferðirnar hafi orðið strjálli eftir að síðari heimsstyröld hófst. Hann náði góðum kynnum af íslenzku at- vinnulífi og taldi, að þau kynni hefðu m. a. opnað augu sín fyrir þörf aukinna frystihúsa, en hann gerðist brautryðjandi í byggingu og rekstri þeirra fyirr geymslu á matvælum til útflutnings. Hann byggði mög fyrstihús í Dan- mörku og Svíþjóð og kom á sam vinnu milli þeirra. I. C. Möller hefur einnig stofn- að fleiri sjóði, þar af einn, sem ís lendingar geta notið styrks úr til jafns við Dani, og á sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn sæti í stjórn hans. Verkfræðingafélag íslands flyt ur I. C. Möller innilegar þakkir fyrir vináttu og ræktarsemi i garð íslendinga. án þátttöku annarra landsbúa, er þá ekki jafnframt tímabært að við hættum að greiða niður benzínverð fyrir þá?“ • Jöfnunarverð á tryggingar ,,1 sambandi við jöfnunar- verð á benzíni, kemur í hug mér annað atriði, sem reynd- ar kemur ekki vegatollinum við“. heldur Björn áfram, „en það eru tryggingagjöldin. Er nokkur sanngirni í því, að við greiðum niður benzínverð fyr- ir Pétur og Pál úti um allt land, en þeir greiði allt að rúmlega helmingi lægri trygg ingariðgjöld af sínum bifreið- um en við? Hvar er nú jafn- aðarmennskan? Er ekki sann- girniskrafa, að jöfnunarverð verði einnig sett á bílatrygg- ingar, eða hvað eru það marg ir, sem aka með strjálbýlis- númer í þétthýlinu, til að njóta þeirra hlunninda?“ Að lokum leggur Björn fram nokkrar spurningar. en þar sem þeim héfur verið svar að betur af ráðherra á þingi en Velvakandi getur gert og ítarlega sagt frá því í þing- fréttum og með fréttatilky nn- ingu frá viðkomandi ráðu- neyti, síðan bréfið var ritað, er því sleppt hér. Kaupmenn ■ Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.