Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 12
12 4 Laugardagur 30. október 19* MORGUNBLAÐIÐ NÝJUM BÍLi ! Almenna bifreiialeigan hf. Klapparstíg 40 sími 13776 SIM'3-11-60 Fastag-jald kr. 250,00, og kr. 3,00 á km. Vólkswagen 1965 og ’66 m ■ í BÍLALEICAN LITL A biireiðoleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 Sími 14970 ER ELZTA REYNDASTA OG ÓDÝRASTA bílaleigan í Beyk.iavík. BILALEIGAN BILLINN RENT-AN - ICECAR SÍMI 18833 BILALEIGAN BILLINN RENT-AN - ICECAR SÍMI 18833 J==’BIIAÍ£/EJUÍ FERÐ SÍMI 34406 SENDUM Daggjald kr. 250,00 og kr. 3,00 hver km. BIFREIÐALEIGAN VAKUR Sunidlaugav. 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Daggjald kr. 250,- og kr. 3,- á hvern km. FræðsluþátUr Garðyrkjufélags íslands: Inniræktun laukjurta í EINUM af fræðsluþáttum Garðyrkjufélagsins, er birtist ný- lega, var vakin athygli á ýmsum laukjurtum, sem rækta má hér í görðum, og settar eru niður að haustinu. Hér skal bent á, að sumar tegundir garðlauka má einnig rækta í heimahúsum að vetri til. Þetta gera t.d. einstaka húsmæður við goðaliljur eða hya- sinthur. Þær rækta þær á ein- faldan hátt í sérstaklega löguð- um glösum, sem munu hér kölluð hyasinthuglös. Glös þessi eru fá- anleg í ýmsum litum, og eru ekki aðeins framleidd úr gleri, heldur einnig úr plastefnum. Eru þá goðaliljurnar ræktaðar eingöngu í vatni, eða með örfáum viðar- kolamolum á botni glassins, til þess að halda vatninu fersku. Að rækta lifandi lauka í stór- um stofum að vetri er ekki síður ánægjulegt og spennandi starf en margt annað frístundagaman, og lífgar auk þess upp á skamm- degistilveruna í margvíslegum skilningi. Hér mun þó ekki mikið fengizt við þetta, máski sökum þess, að flestir álíta það erfitt. Kannski stafar það einnig af ó- kunnugleika. Að vísu eru fáar laukjurtir jafnauðveldar í rækt- un og goðlijur, því þeim nægir vatnið eitt sér til viðurværis. Aðrir laukar þurfa mold og ann- að ílát en glas. Hins vegar er ræktunin ekki .beinlínis erfið við fangs og ætti það að vera hvatn- ing fyrir þá, sem hafa gaman af ræktun og kunna að meta skraut- gróður. Hvernig á nú að framkvæma þessa ræktun? Byrjað er á því að verða sér úti um þroskavænlega og góða lauka af t.d. hvítasunnuliljum, páskaliljum, tulipönum,. dverglilj um og vetrargosum, eða öðrum tegyndum, sem áhugi er á að reyna. Laukarnir eru síðan lagð- ir í potta eða hæfilega djúpar skálar í sæmilega frjóa mold. Hverri tegund er haldið sér. Þeg- ar laukunum hefur verið komið fyrir í ílátunum, er gott að sáldra örlitlu sandlagi (um 1 cm) ofan á moldina. Að því búnu þarf að vökva mjög vel. Síðan mi grafa ílátin niður úti í garði eða setja þau í svala, dimma geymslu við 6—8° hita, er þá gott að setja 8—10 cm lag af rökum mosa ofan á pottana. Bezt fer um laukana að grafa þá niður úti. Er þá graf- in 20 cm djúp hola og ílátunum raðað þétt saman á botn hennar, síðan er moldinni mokað gæti- lega ofan á. Sé hætt við miklum frostum, er gott að setja nokkuð af mosa eða laufblaðaúrgangi of- an á moldina. Úti eða í geymslu þurfa flestir laukar að liggja minnst 8 vikur, og sumir lengur, áður en þeir eru teknir inn, en þann tíma þurfa þeir til þess að mynda öflugt rótarkerfi, en það er frumskilyrði þess, að ræktunin takist vel, þegar þeir eru komnir í stofu. Við upptöku þarf að losa moldina gætilega frá pottunum, vökva þá síðan vel þegar þeir eru komnir inn. í helztu atriðum skal nú lýst undirbúningi til ylræktunar á túlipönum, en í stórum dráttum gildir svipað um aðrar tegundir. Goðalilja í glasi. Hctta til hliðar. Séu túlipanar lagðir um þetta leyti, ætti að vera óhætt að taka þá fyrstu inn eftir 10—12 vikuf, og blómgast þeir þá síðari hluta febrúar. Túlipana má leggja í potta eða djúpar skálar, sem fyr- ir notkun þurfa að hafa legið í vatni stutta ' tund. Má leggja 3 lauka í pott, sem er 12 cm á vídd, og 4 lauka í 15 cm pott. Byrjað er á því að sléttfylla ílátið af mold, síðan er laukunum þrýst það langt niður í moldina, að toppar þeirra séu um 1 cm hærri en pottabrúnin. Þar næst er sáldr að sandi á milli laukanna, en þess þó gætt, að þykkt sandlagsins verði ekki meiri en svo, að hæfi- leg vatnsborð verði í ilátinu (1—2 cm). Að lokum er gengið frá laukunum í geymslu annað hvort inni eða úti. Þegar lauk- arnir eru svo teknir inn, er þeim komið fyrir á svölum stað fyrstu vikuna, og síðan fluttir á bjartan Laukar í skál. stað. Túlipanar þurfa mjög jafn- an raka, þegar farið er að yl- rækta þá, og svipuðu máli gildir um aðrar tegundir laukjurta. Ennfremur þarf að gera ráð fyr- Dægurlög á nótum í TIEFNI af tíu ára afmæli Fé- lags ís'l. dægurlagahöfunda gefur félagið út nótnahefti með 12 dægurlögum eftir nokkra félags- menn. Lögin eru öll útsett fyrir píanó, sum jafnframt með gítar- hljóm. Hefir félagið ákveðið að halda áfram slíkri nótnaútgáfu og er annað hefti væntanlegt á næsta ári. Lögin í heftinu eru: Nótt í Njarðvík. Lag: Jóhannes Jóhannesson; Söngur æskunnar, hægur foxtrot. Lag og ljóð: Jenni Jónsson; Hrannarvals. Lag: Krist inn Reyr; I Reykjavík. Lag: Hjör dís Pétursdóttir. Ljóð: Jenni Jóns Laukar í potti. ir, að hávaxnar tegundir þurfi að binda upp. Goðalijur eru ýmist settar 1 laukglös, sem fyllt eru með vatni, eða þá í mold, eíns og áð- ur er lýst. Þess er gætt, að vatns- borðið sé ávallt 3—5 mm undir lauknum. Verður því að bæta vatni í glasið við og við. í byrj- un er bezt að koma laukglasi fyrir á dimmum stað við 10—12“ hita. Hærri hiti seinkar rótar- myndun. Þegar blaðhvirfingin fer að togna, er glasið flutt í glugga og sett pappahetta yfir unz blómskipunin hefur teygt sig upp úr blaðhvirfingunni. Lauk- ar, sem hafa verið ylræktaðir inni, má setja niður í garðinn að vori, geta þéir þá blómgast eftir 2—3 ár, sé vel að þeim búið. Óli Valur Hansson. son; Ég sá þig fyrst. Lag: Ás- björn Ó. Jónsson. Ljóð: Vilhjálm- ur frá Skáhölti; Reyndu aftur. Lag: Jónatan Ólafsson. Ljóð: Númi Þorbergsson; ó, komdu nú { kvöld. Lag: Ágúst Pétursson. Ljóð: Kristinn Reyr; Á æskuslóð um. Lag: Gunnar Vilhjálmsson. Ljóð: Númi Þorbergsson; Þýtur í rökkvuðum runnum. Lag og ljóð: Sigríður Jónsdóttir; Hljóða nótt. Lag: Svavar Benediktsson. Ljóð: Reinhard Reinhardsson; Ástarkveðja. Lag: Þórunn Franz. Ljóð: Valgerður ólafsdóttir; Móbergsminni. Lag: Árni ísleifs- son. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Sunnudagskaffi Sunnudagskaffi Skemmtun fyrir alla ffölskylduna að Hótel Sögu nk. sunnudag kl. 15 — til ágóða fyrir hjálparstarfs Rauða krossins. ★ Þorsteinn Ö. Stephensen. ★ SAVANNA tríóið. ★ Tízkuskóli Andreu sýnir grímubúinga frá Þóru Borg. Gunnar Axelsson við píanóið. Ungir nemendur Hermanns Ragnars sýna vinsæla barnadansa. Haukur Morthens kynnir. 'A Bára Magnúsdóttir; Danssýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.