Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. ofcWfcer 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 „Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.“ég er búinn að sprauta þessu í þig.“ Svo mælti ungi Iæknissonurinn og væntanlega verð- „Ég held að þú sért ekki brotinn, en þú verður aðandi læknir við sjúklinginn þegar hann kom á „slysa- „Er þetta nokkuð sárt?“ fara til Húsavíkur og láta taka röntgenmynd af þessu.“ varðstofuna" til hans. „Þetta er bráðum búið. Þú finnur ekkert til þegar (Ljósrn. Mbl.: Silli) ..— - »«,-----s— . Hafið þér nokkurn tímann heyrt um kaldrifjaðasta manninn, sem uppi hefur verið. Það var James Jones, feykilega harðsvíraður morðingi. Hann var dæmdur til þess að líflátast í rafmagnsstóln- um og áður en hann settist í hann, tók hann upp vasaklút og þurrkaði rykið af honum. Ungur, íslenzkur námsmaður var nýkominn til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann ætlaði að nema við háskóla. Honum gekk xnjög illa að fá húsnæði, enda voru þá mikil húsnæðisvandræði í borginni. Nokkrir landar hans komu honum þá til hjálpar, gáfu honum upp símanúmer og sögðu honum að spyrja eftir frú Svan, hún gæti örugglega hjálpað hon- um. Námsmaðurinn gerði eins og fyrir hann var lagt, hringdi í xiúmerið og maður kom í símann. — Já, gæti ég fengið að tala við frú Svan? — Hvað segið þér maður? *varaði maðurinn undrandi. — Ég vár að spyrja hvort ég gæti fengið að tala við frú Svan. — Ne-e-i ... þér hljótið að vera snarvitlaus. — Hvar er þetta með leyfi? spurði fslendingurinn. — Þetta er í dýragarðinum, var svarið. Maðurinn kom hlaupandi inn á slökkvistöðina og hrópaði: — Konan mín er horfin aftur. — Nú, af hverju farið þér ekki og talið frekar við lögregl- una? spurði einn slökkviliðs- xnannanna. — Vegna þess að lögreglan fann hana seinast þegar ég aug- lýsti eftir henni. Gesturinn: — Þetta er ekki stórt stykki af bauta. Þjónninn: — Satt er það, en það er líka svo seigt, að ég er sannfærður um að það mun reynast yður drjúgt. Þessi saga gerðist á Stalíntím- anum í Rússlandi: 1. Rússi: — Af hverju ertu svona daufur? 2. Rússi: — Stalín hefur gert mig að ráðherra. 1. Rússi: — Hvað hefur þú gert af þér? Vesturlandabúi fór inn i skó- húð í Tékkóslóvakíu og ætlaði að fá sér skó. Hann kom fyrst að tveimur dyrum og stóð á ann- ©rri: Kvenskór, en á hinni: Karl- mannaskór. Hann gekk að dyrun- um, sem merktar voru karlmanna skór. Þegar hann kom inn í það herbergi voru aftur fyrir tvær dyr og stóð á annarri: Tækifæris- skór, en á hinni: hversdagsskór. Vesturlandabúinn opnaði dyrnar, þar sem á vár letrað tækifæris- skór, og enn urðu fyrir honum tvær dyr. Á annarri þeirra stóð: svartir, en á hinni: brúnir. Hann opnaði dyrnar, sem á stóð: svartir og í fjórða sinn urðu fyrir hon- um tvær dyr og stóð á annarri þeirra: félagi í flokknum, en á hinni: ekki félagi í flokknum. Hann opnaði dyrnar, sem á stóð: ekki félagi í flokknum, og viti menn, hann var aftur kominn út ... á, gÖ.tU. .u. i JAMES BOND —X—• —X- —X — Eftir IAN FLEMING ir Bond og Vesper eru að Iokum út af fyr- sig á baðstrandarhótelinu . . . — Ástin mín, þú ert eins og pipar á — Elskan mín. — Viljið þér fá kvöldverðinn núna? — Svöng, elskan? — Já, geysilega. — Þá segjum við það. Humar og kampa vín, takk. lífsins plokkfiski. JÚMBÖ —K- Teiknari: J. M O R A Óveðrið hætti jafn snöggt og það hafði byrjað og sjórinn seytlaði smám saman ai'tur út um gluggann. — Ég held við séum strandaðir, sagði Júmbó. — Ég get ekki fundið, að við höf- um haf undir fótunum. — Hvað skyldi óveðrið hafa staðið lengi, sagði Júmbó hugsi. — Það getur alveg eins hafa staðið yfir heila eilífð og tíu minútur. — Eilífð, sagði Spori og stundi. — og það er líklegast ætlunin að halda okkur hér inni aðra eilífð í viðbót. — Ætli það, sagði prófessor Mökkur. — Sjáðu þessar dyr þarna, þær hafa opn- azt af sjálfu sér. — Það er aldeilis heppni . . . það er að segja, ef við getum dregizt upp tröppurnar, sagði Spori. — En fætui mínir eru þungir sem blý. SANNAR FRÁSAGNIR —fc— — K— —fc— Eftir VERUS ANTONIN DVORAK Tómstundir. — Auk tónlistar- innar átti Dvorak sér tvö á- hugamál. Það fyrra var að ganga niður að járnbrautar- stöðvunum og virða fyrir sér jámbrautarlestirnar. Hann at- hugaði hvaða gerð af eimvagni dró hina vagnana dag hvern. Hitt áhugamál hans var að gefa dúfunum. Bæði þessi áhugamál hvildu hann vel frá hinu dag- lega amstri í kringum tónlist- ina. Bandaríkin. — Árið 1892 var Dvorak boðið til Bandaríkj- anna til þess að stjórna og hafa yfirumsjón með stórum tónlist- arskóla. Dvorak var djúpt snort inn yflr þeirri staðrcynd, að fremsta lýðræðisríki heimsins skyldi fara fram á það við hann, að hann tæki þessa skóla að sér. Sem ákveðinn frelsissinni var I hann þegar ákveðinn að vinna að auknum áhrifum listar í Bandaríkjunum. Heimþrá. — Þrátt fyrir marg- víslegan beiður, og virðingu, sem Bandarikjamenn kappkost- uðu við að sýna bonum var Dvorak þó haldinn heimþrá. Honum leiddist þó ekki landið. því að hann var mjög hrifinn af frelsis- og lýðræðishugsjón- utn foiksins sem það byggði og hann hafði mikinn áhuga á hin- um þjóðlegu sögum og tónlist landsins. Sérstaklega þótti hon- um gaman að negrasálmúnuna og heigisögum Indíánanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.