Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 8. nór. 1965 Báíreiðaeftirlitsmenn skorn ú bílstjórn að hafa bílana í lagi AÐALFUNDUR Félags íslenzkra bifraiðaeftirlitsmanna var hald- inn í Reykjavík 29. okt. sl. Á fundinum voru flestir bifreiða- eftirlitsmenn landsins mættir. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: Fundurinn skorar á dómsmála ráðuneytið, að nú þegar verði • hafizt handa um húsbyggingu yfir bifreiðaeftirlitið í Reykja- vík og að ennfremur verði vinnu skilyrði bætt hjá ö'ðrum bifreiða- eftirlitsmönnum landsins. Þá verði aðalskoðun ekki bundin við innheimtu opinberra gjalda leng ur. Þá beinir fundurinn eftirfar- andi til ökumanna: Aðalfundur Félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna, haldinn í Reykjavík 29. okt. 1965, beinir þeirri áskorun til allra bifreiða- stjóra að hafa ökutækin í full- 23 myndir Sigfúsar seldar MÁLVERKASÝNING Sigfúsar Halldórssonair í Félagsheimiliniu 1 Kópavogi hefir gengið vel og verið ágaetlega sótt. Á sýning- unni eru 46 myndir úr Kópavogi og 5 leiksviðslíköm. Eru 23 mynd anna þegar seldar. Síðasti sýninigardagur er á sunnudag. Sýningin er opin kl. 4 «.h. til 11.30, nema á sunnu- dag, þá frá kl. 10 f.h. Bragl Sigurjónsson. Ný ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson NÝLEGA er komin út ný ljóða- bók eftir Braga Sigurjónsson á Akureyri. Ber hún heitið Ágúst- dagar og er gefin út af Kvöld- vökuú tgáfunni. Bragi Sigurjónsson hefur áður gefið út fjórar Ijóðabækur og eitt smásagnasafn. komnu lagi, þar sem skoðun bif reiða á þessu ári hefir leitt í ljós, að of mörg ökutæki hafa eigi full nægt þeim reglum um öryggis- búnað, sem krafizt er. Hin geigvænlegu umferðarslys sem ört fara vaxandi, hljóta að vekja hvern mann til umhugs- unar um þessi máL Þá vill fundurinn vekja at- hygli á því, að mikill hluti um- ferðaslysa starfar af ógætilegum akstri og tillitsleysi ökumanna í umferðinni. Engum á að leyfast áð tefla lífi samborgarans í hættu fyrir óvarkárni í umferð. í stjórn félagsins voru kosnir eftirtaldir bifrei’ðaeftirlitsmnn: Gestur Ólafsson, fórmaður; Svavar Jóhannsson, varaformað- ur; Sigurður Indriðason, ritari; Sverrir Samúelsson, gjaldkeri og Viggó Eyjólfsson, meðstjórnandi. Heimspekideild úrskurðar um lög- mæti eða ólögmæti nokkurra mannanafna MORGUNBLAÐINU barst I gær ályktun, sem Heimspekideild Háskóla íslands gerði 29. okt. sl. um karlkennd mannanöfn með nefnifallsendingu eða án hennar. Tilefni ályktunarinnar var það að dómprófasturinn í Reykjavík, séra Jón Auðuns, óskaði úrskurð ar um lögmæti eða ólögmæti nokkurra karlkenndra manna- nafna án nefnifallsendingar. Hér á eftir fer ályktunin: „Með tiivísun til bréfs séra Jóns Auðuns, dómprófasts í Reykjavík, til Heimspekideildar Háskóla íslands, dags. 11. sept. 1965, gerir deildin svo fellda á- lyktun: í lögum um mannanöfn, nr. 54, 27. júní 1925, segir svo í 4. gr., 1. málsgr.; „Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau sem rétt eru að lögum ísienzkrar tungu“. Síðar í sömu grein segir, að Heimspekideild skeri úr, ef á- greiningur rís um nafn. Með hliðsjón af framan greind um ákvæðum úrskurðar Heim- spekideild, að eftirfarandi regl- ur skuli gilda um endingu eða endingarleysi í nefnifalli karl- kenndra mannanafna: 1. Alíslenzk (norræn) nöfn, sem endingu höfðu að fornu og yfirleitt hafa var'ðveitzt með end Iiidónesíci Undirbúa kommúnistar stofnun nýrra samtaka? Djakarta 4. nóv. NTB. FREGNIR frá Miff-Jövu herma, a3 alls hafi fimm þúsund komm- únistar sagt sig úr samtökum kommúnista og afneitaff þeim við hátífflega athöfn frammi fyr- ir háttsettum foringjum indónes- iska hersins. Affrir þrjú þúsund eru sagðir hafa gert hiff sama í , Klatem-héraðinu og fregnir ber- ast af samskonar athöfnum víða annars staffar á eynni. Stjórn- málafréttaritarar i Djakarta telja heldur ólíklegt að kommúnist- arnir hafi gengiff af trúnni svona allt í einu, heldur muni fyrir þeim vaka að auðvelda stofnun nýrra samtaka kommúnista und- ir öðrum nöfnum. Leiðtoga irvdónesískra komm- únista D. N. Aidit er stöðugt leitað og er talið, að net her- manna þrengi æ meira að hon- um. Aidit hefur ekki komið fram opinberlega frá því hin misheppnaða byltingartilraun yar gerð um mánaðamótin sept- okt. Hins vegar herma fregnir, að hann hafi sézt nokkrum sinn- um á Mið-Jövu og talið er næsta óhugsandi að hann hafi komizt burt þaðan. Suharto hershöfðingi yfirmað- ur landshersins hefur tilkynnt, að yfirstjórn herafla landsins alls verði á næstunni endurskipulögð undir forystu Sugihartos hers- hötfðingja, sem er náinn sam- starfsmaður Suhartos. Dr. Su- bandrio hefur til þessa haít þar forystu á hendi, en talið er, að hann sé óðum að missa öll áihrif innan hersins ingu til nútímamáls, skulu látin halda henni, t.d. Ásbergur, Erl- ingur, Haraldur, Hallfreffur, Ól- afur Sigurffur, Valgarffur, Vil- bergur, Þorvaldur o. s. frv. í þessum tilvikum er óheimilt að sleppa nefnifallsendingunni -ur. 2. Sama máli gegnir um orð, sem hafa endinguna -harffur og, -valdur, t.d. Bernharffur eða Bjarnharður, Vernharffur, Rík- harður og Ósvaldur, jafnvel þótt erlend kunni a'ð vera að uppruna. 3. Endingarlaus í nf. skulu vera íslenzk nöfn, sem svo hafa verið frá fornu fari, t.d. Björn, Karl o. s. frv. Sama máli gegnir um nöfn, sem misst hafa nefnifalls- endingu frá því í fornmáli í sam ræmi við hljóðlögmál tungunnar, t.d. Arnþór, Halldór, Steinþór o. s. frv. 4. Endingarlaus mega einnig Kirkjudagur á Akranesi AKRANESKIRKJ A hefur um langt árabil haft 1. sunnudag í nóvember — allraheilagamessu — sem sérstakan kirkjudag. Við þá guðsþjónustu haxfa kirkjugest- ir lagt fram gjöf sína til kirkj- unnar til minningar um látina ástvini. Á vegum kirkjunnar er sér- stakur sjóður, sem séð hefur um að prýða hana á ýmsan hátt. Konur þær, sem skipa stjóm þessa sjóðs hafa nú látið gera fallegt merki, sem selt verður þennan dag og vonast til að margir verði til að styðja þær í fjáröflun til sjóðsins með því að kaupa merkin. Erhard til IJSA Bonn, 4. nóv. NTB. • Ludwig Erhard, kanzlari V- Þýzkalands fer til Bandaríkj- anna innan skamms til við- ræðna viff Lyndon B. Johnson, forseta, að því er tilkynnt var af opinberri hálfu í Bonn í dag. Helzta viðræðuefni þeirra verff- ur ráðherrafundur Atlantshafs- bandalagsins, sem halda á í Paris 14. des. n.k. vera ýmis tökunöfn, sem fótfestu hafa náð, t.d. Friffrik, Gottskálk, Gústaf, Hinrik, Konráff og Þiff- rik. Þó má benda á, að sum þess- ara nafna hafa einnig íslenzku- legra form, t.d. Friffrekur, Gott- skálkur (sjaldgæft), Heinrekur, Konráður, Þjóðrekur (Þiðrekur), og er vitanlega fullkomlega leyfi legt að endurlífga þessar nafn- myndir. 5. Endingalaus skulu vera tökunöfn, sem aldrei hafa haft nefnifallsendingu í íslenzku, t.d. Jón, Hans, Hannes, Jóhannes, o. s. frv., enn fremur samsett nöfn, sem enda á -mann, hvort sem þau eru tökunöfn eða gerð síðar í samræmi við tökunöfn, t.d. Hermann, Kristmann, Guff- mann og Ármann. Heimspekideild áskilur sér rétt til að úrskurða síðar um end ingu e'ða endingarleysi karl- kenndra mannanafna, sem hér er ekki vikið að. Hiff nýja björgunarskýlfw ' Slysavarnafélagsins á Látruml ' i Affalvík, en það gaf kvenna- I deildin og afhenti nú í haust l fullbúið. Á morgun heldur Kvennadeild Slysavarnafé- ' lagsins sína árlegu hlutaveltu að Hallveigarstöffum, en þann- ig safna konurnar m.a. fé, sem ' notaff er til aff koma upp J í nauffsynlegum skýlum og I tækjum fyrir skipbrotsmenn. Sr. Hjalti Guð- muindsson kos- inn í Stykkis- hólmi PRESTSKOSNING fór fram f Stykkishólmsprestakalli sl. sunnu dag og voru þrír umsækjendur um brauðið. Atkvæði voru taliu í gær á skrifstofu biskups. Á kjörskrá voru 533, en 439 kusu. Séra Hjalti Gúðmundsson, æskulýðsfulltrúi, var kosinn lög- mætri kosningu, hlaut 273 at- kvæði, séra Þórarinn Þór, pró- fastur á Reykhólum, hlaut 110 atkvæði og séra Ásgeir Ingiberga son, Hvammi, hlaut 54 atkvæði. Eitt atkvæði var autt og annað ógilt. Skók Á ALÞJÓÐLEGU skákmóti sem haldið var nýlega í Erewan í Sovétríkjunum, þá sigraði Viktor Koctscnoy 9V4 2.—3. Petrosjan 8V4 Stein 8V4 4. Liebersohn 8 5. Portisch 7 6. Nei 6V4 7.—11. Averbach 6 Dr. Filip 6 Fuchs 6 Matanovic 6 Sthálberg 6 12. L. Schmid 5% 13. Mnazakaryan 4V4 14. Chaschin 3 Eftirfarandi skák er tefld á þessu skákmóti: Hvítt: L. Stein. Svart: V. Liebersohn Pire-vörn. 1. e4, d6. 2. d4, Rf6. 3. Rc3, g6. 4. f4, Bg7. 5. Rf3, 0—0. 6. e5, Rfd7. 7. h4, c5. 8. h5, cxd4. 9. Dxd4, dxe5. 10. Df2! — Eftir skákina upplýsti Stein, að hann hafi átt þennan leik í fórum sínum í onkkur ár, en ekki haft tækifæri til þess að beita honum fyrr en nú. Hug- myndin með Df2 er sú, að bjóða svarti peð, en á meðan svartur hirðir peðið flytur hvítur Dd4 er sígild, en útfærslan óvenjtu leg eins og svo oft þegar um er að ræða peðaflettur. Hér áður fyrr var það kallað að fara 1 smiðju, ef skákmaður gekk á vit annars skámanns til þess að sýna honum biðskák sína. Rúsa arnir hafa fyrir löngu gengið skrefi framar. Þeir hafa einnig komið sér upp eigin smiðju. 10. — e6 11. hxg6 fxg6 12. Dg3 — Hvíta drottningin heldur til fyrirheitna landsins, þ.e. h-lín- an 12. exf4 13. Bxf4 Da5 14. Bd2 Rf6 15. Bc4 Ro6 16. 0-0-0 Dc5 17. Dh4 Rhö Svartur sér sig knúinn til þesa að loka h-línunni, vegna hótun. arinnar Re4. 18. Re4 Db6 19. c3 Ra5 20. Be2 h6 Málum er nú þannig komiO, að svartur á enga vörn við hót- uninni g2—g4. 21. g4 Rf4 22. Bxf4 Hxf4 23. Hd8f Hf8 24. Rf6f! Kh8 25. Dxh6f! Bxh6 26. Hxh61 Kg7 27. Hh7t Kxf6 28. Hxf8 mát. LR.Jóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.