Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 21
/ Laugarðaffur 8. n&r. 1985 MORCU N BLAÐIÐ 21 Fólk úr víðri veröld lf Fyrir skemmstu brutust þjóf- •r inn á heimili hins fræga leik- ara Peter Sellers og stálu þar tveimur loðkápum, sem kona hans Britt Eklund átti. ^ Þjófnaðurinn skeði um nótt og voru hjónin heima, sofandi. Einhverj'u fleiru munu þjófarn- ir hafa stolið, en ekki hefur tek izt að finna þá. X:' Kennarinn Gerald Repetto frá Tristan da Cunha sagði fyr- ir skemmstu, að 75% af íbúum eyjarinnar vilji snúa aftur tii jBretlands ,en þangað flutti fólk- ið eftir eldgosið mikla 1961. Eyjarskeggjar bjuggu í tjaldbúð Um í Englandi í nokkur ár, en þrifust þar ekki og ákváðu að lokum að flytja aftur iil sinnar gömlu eyjar til þess að endur- byggja þjóðfélag það, sem var á eyjunni fyrir eldgosið. Eftir komuna til Tristan da Cunha hefur það komið í ljós, að tíminn í Vestur-Evrópu hef- ur sett sitt merki á fólkið og eftir sætleika fyrstu endurfund- anna er tilbreytingaleysið og að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. skorturinn á skemmtununa að gera út af við flesta. Þeir geta ekki tekið lífinu með ró og sjá enga framtíð í að dveljast á sínurn auða útskika á Suður- AtlantshafL Ekkert skeður á Tristan da Cunha, eyjan er dauð,* sagði Repetto. Við og við er haldinn dansleikur á laugar- dagskvöldL þar sem tónlistin er hljómplötur með Elvis Presley. Flestir íbúanna vilja komast burt. >f! • Eric Burdon, hinn 24 ára gamli söngvari bítlahljómsveit- arinnar Animals var fyrir nokkrum dögum ákærður fyrir að reyna að smygla myndavél til Bretlands. Þegar mál hans kom fyrir dóm fylgdi honum skari af smádömum, sem vildi fá að komast inn í réttarsalinn. Stöðvaði lögreglan hópinn, sem var á aldrinum 11-15 ára, þar eð svo ungu fólki er ekki leyft að vera viðstatt réttarhöld í Bretlandi. Eftir að hafa játað á sig smygltilraunina, var Burdon dæmdur í 25 þús. króna sekt. r_K Góður felustaður er vand- fundinn, jafnvel í hinum víð- áttumiklu Bandaríkjum. Næst- um 1 milljón Bandaríkjamanna hverfa á hverju ári, en felast ekki lengi. Samkvæmt skýrslum Tracers Company of America, en sá fé- lagsskapur hefur sérhæft sig I að finna týnt fólk, getur mað- ur ekki verið lengi í felum, ef einhver elskar mann eða hatar nógu mikið til að halda leitinni gangandi. Af hverjum 10, sem hlaupizt hafa á brott, hafa 7 fundizt og snúið sér aftur í faðm fjölskyldunnar. Hvers vegna hlaupast menn á brott? Peningamál og tengda- mæður eru aðalorsakirnar, segja fulltrúar félagsins. Aðeins tveir af hverjum 100 eiginmönnum, sem horfið hafa, hafa stungið af með öðrum kon- um — en 60 af hverjum 100 földu sig í innan við fimm rnílna fjarlægð frá ættingjuxu sínum. Að síðustu — fyrir hverja 1000 karlmenn, sem hverfa, hverfa aðeins fjórar konur. JAMES BOND -X-— ->f Eftir IAN FLEMING teU. Mfi.vrv LOVE. TEU. MC tVMATð ULUMTMA TOU — Vesper, við getum ekki haldið svona áfram. Þú verður að segja mér hversvegna þú ert svo hrædd, að þú lýgur að mér, annars verðum við að fara strax. — Fyrstu nóttina ætlaði ég að biðja þig um að giftast mér. En núna — þessi hræðsla gerir útaf við okkur. Hversvegna? — Þú átt við, að þú hefðir gifzt mér. Ó, aðeins að ég hefði vitað það! — Segðu mér, ástin mín, hvað gengur að þér? Teiknari: J. M O R A Flakið lá eins og er þeir skildu við það, fúið, ónýtt og að hruni komið. — Við hljót- um að vera þeir einu, sem náðum landi, sagði Júmbó, — eða þá, að það er langt um liðið síðan áhöfnin yfirgaf það, því hér er ekki sálu að finna. — Við skulum athuga fyrst, hvað við finnum i káetu skipstjórans, svaraði pró- fessor Mökkur. — Ef skipið er virkilega eins gamalt og mér segir hugur um, þá hef ég mikla löngun til þess að leita i þeim skjölum og sjóferðabókum, sem ef til vill er að finna þarna niðri. — Og ég gæti vel hugsað mér, að finna eitthvað matarkyns þarna, sagði Spori. KVIKSJA —■-k- Fröðleiksmolar til gaans oa aamnns FRÁ MORFÍNI TIL HERÓINS. Marseille er stærsta miðstöð eiturlyfjasmyglsins í Evrópu. Þangað kemur hið nýuppsikorna morfín frá valmúuvöllunum í Mið-Austurlöndum og þaðan fer það aftur — aðallega til Ameriku — eftir að því hefur verið breytt í heróin. Sending- una er hægt að fela í ferðatösk- um samvizkulítils diplómats eða í brjóstahöldum fallegrar flugfreyju. — í langan tíma hefur lögregla Suður-Frakk- lands vitað hver er forsprakk- inn í eiturlyfjabraski Marseilles — lítill, brosandi Korsíkumað- ur „Monsieur Jean“ Césari, sem eftir 20 ár, án þess að hafa unn- ið ærlegt handtak, var eigandi góss á „Ríveríunni“, og lúks- usíbúðar í Aubagne, sem gætt var af 5 stórum huadum. Þeg- ar lögreglan svo lagði hald á rösk 100 kíló af morfíni, varð- veittu í sendingu af tyrknesk- um geitarskinnum, að vorlagi 1964, ákvað lögreglustjórinn Lavalette, að nú væri nóg kom- ið. (Framhald)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.