Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1965, Blaðsíða 13
lÆ’dgardagur 6. nóv. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 ,Elsku Jdn“ Leikstjóri: Lars Magmis l/imdgren. Framleiðandi: Sandrew. Handrit: Lars Magnus Lindgren, eftir segu Olle Lánsberg. Kvik- myndun: Rune Ericson. Tón Jist: Bengt-Arne Wallin. Sænsk frá 1964. 112 min. Nýja Bíó. Upprunaheiti: Káre John. Með Elsku Jóni heldur Lind- gren hinn sænski áfram sömu braut og í Eigum við að elskast? (Ánglar — finns dom, 1960), en hefur auðsjá- anlega æ-tlað sér að gera var- anlegra kvikmyndaverk, sem honum tekst nú að nokkru leyti. í fyrri myndinni sýndi Lindgien, að hann kunni vel að skapa erótískan gamanleik, án smekkleysis og tilgerðar. Elsku Jón er einnig erótísk mynd í fyllsta máta, en rneð nokkru alvarlegni undirspili meðfram gamanseminni. „Djörf“ atriði myndarinnax, sem eru mjög opinská bæði í tali og mynduni, em* mjög smekklega unnin og án alls subbuskapar eins og oft vill við brenna við í mynd.um sem aðallega eru miðaðar við á ný. Það fer þó svo, að ung framleiðslustúlka á krá einni vekur hjá honum áhuga, þeg- ar hún minnir hann á stutt kynni hennar af honum dirukknum þar áður. Hann man það ekki, en býður henni út með sér. Þá kemur í ljós að hún á smástúlku, en ógift og býr ein og getur ekki orðið kynhvötina. Myndin er skemmtilega gerð og léttleiki hennar er langt frá þeim þung iamahætti, sem einatt hefur skemmt slíkar myndir frá Svi um. Vinsældir myndarinnar má Lindgren mikið þakka leikurunum Jarl Kulle og Christina Schollin, sem einn- ig léku í fyrri myndinni. Þótt hvorugt þeirra geti staðist sem dæmigerðar persónur sjómanns og veitingastúlku, þá er leikur þeirra það góð- ur, að slíkt gleymist oftast. Bæði eru góðir leikarar og ágætar persónur, en trúlega hefði verið hægt að finna aðrar sem hefðu verið. meir sannfærandi sem þessar mann eskjur. Jarl Kulle fer með hlut- verk Johns, eða Jóns á ís- lenzku, skipstjóra á strand- ferðaskipi sem þræðir smá- hafnirnar. Hann kemur í land í einni höfn af mörgum, en sýnir lítinn áhuga á að skemmta sér í landi sem hin- ir yngri skipsmenn hans. Enda hefur Jón fengið að smakka á hjónatoandsógæf- unni og langar ekki til að lenda í klónum á kvenmanni Jarl Kulle og Christina Schollin í „Elsku Jón“. sér úti um barnfóstru í hend- ingskasti. En daginn eftir eiga þau frekari kynni, þegar hún kemur að honum nöktum í sjóbaði. Jón býður henni og dótturinni í ferðalag, stm end ax í Kaupmannahöfn, bæði móður og dóttur til mikillar ánægju. Vonbrigði Jóns og Anítu í lífinu gerir þau tortryggin og efasöm, þrátt fyrir von þeirra um tryggari og sannari ást. í sumarbústað við ströndina eiga þau stefnumóí og þrátt fyrir hik og vandræði, enda þau bæði í sömu sæng. Þar verður þeim tíðum dvalið við ofsafengn,a ástarleiki, sem fylla út mikinn hluta myndar- innar á opinskáan hátt. Þótt baeði þrái dýpri og varanlegri kynni, þá tekst þeim ekki að brjóta múinn og ná saman í einlægni og hreinskilni. Dvöl þeirra saman lýkur án sjáan- legs eða varanlegs árangurs. Jón heldur á sjóinn á ný. En í lokin verður leiðrétting á misskilningi þeirra á milli til að skapa happy-ending á myndinni. Eitt símtal frá Jóni um borð hnýtir þau saman á ný, varanlegri böndum en áð- ur. í myndinni má glöggiega sjá að Alain Resnais hefur ekki haft lítil áhrif á kvik- myndalistina. Eins og í Hiro- shima og Mariebad, þar sem Resnais sprengdi tímaskynið í kvikmyndum, blandaði sam- an fortíð og nútíð, svo stund- um varð ekki greint á milli, þá skeytir Lindgren myndina á þann hátt, að auðvelt er að sjá áhrifin. Ekki er þó hægt að segja að honum takist það alltaf vel. Stundum virðist myndin ekki gefa tilefni til slíkra vinnubragða. Endur- tekningin er einnig oft vafa- söm. Það sem ber myndina uppi er auðsær heiðarleiki og einlægni. Rausæar og hvers- dagslegar lýsingar sem all- flest kynlífsfólk ætti að kann- œd við og eru túlkaðar mjöig eðiilega. Sumar ástarfarirnar eru nokkuð nýstárlegar í kvik myndum, svo sem atlot neð- ansjávar. Stundum leiðist Linðgren út i barnaskap og of „sæt“ atriði, eins og í sam- bandi við barn Anítu. Annars staðar tekst honum að skapa minnisstæðar myndir, svo sem úr heimsókninni í dýra- garðinn í Kaupmannahöfn. Elsku Jón er létt, ekki stór- vægileg kvikmynd, en ætti að geta verið þægileg og þokka- full skemmtun. Kynlífsatrið- in sem eiga stóran þátt í mynd inni, eru smekklega leikin og kvikmynduð. Erótískar at- hafnir trúverðugar, en aldrei grófar. í heild má segja að Elsku Jón sé þokkalega unnin og þægileg mynd. Lindgren er þó ekki sá maður sem bú- ast má við að verði leiðandi Ijós í sænskri kvikmyndagerð í framtíðinni. Þar koma önn- ur nöfn fremur í húga svo sem Jörn Donner, Bo Wider- berg, eða Vilgot Sjöman, en frábær kvikmynd hins síðast- nefnda, Ástareldur (Álskar- innan, 1962), var nýlega sýnd í Hafnarfjarðarbíói, en varð því miður, vegna tímaleysis og vinnuaðstæðna íslenzkra kvikmyndagagnrýnenda, að fara framhjá óumrædd. ís- lenzku dagblöðin leggja ekki mikið upp úr því að skapa þær aðstæður, að hægt sé að sinna í þeim almennustu og vinsælustu listgreininni eins og verðuigt væri, á meðal heill her er hafður í þjónustu til að sinna miklu fásóttari skemmtumum, svo'sem árang- urslitlu duddi íþróttagaufara eða pólitískum héraðsmótum. Pétur Ólafsson. Gunnar Bjarnason Hvanneyri Píndar mi STEFÁN Aðalsteinsson, búfjár- fræðingur við Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins og ritstjóri Búnaðarblaðsins kynnir grein um fóðrun mjólkurkúa í 8. tbl. þessa árs í riti sínu með þessum oiðum: „Jóhannes Sigvaldason, forstöðumaður hinnar nýstofn- uðu Efnarannsóknarstofu land- búnaðarins á Akureyri, skrifar um eggjahvítu- og steinefna- Jxk-f mjólkurkúa, og er í grein Iiaiis endanlega kveðið upp úr um það, að á íslandi eru lág- mjólka kýr oft offóðraðar á eggjahvítu.“ Þessi ummæli o.g sjálf greinin giöddu mig sem kennara í fóður- íræði og höfund þeirrar fóður- fræði, sem kennd er og hefur verið kennd hér á landi sl. 17 ár. Oft hefur mér komið til hugar eð gagnrýna þá forskrift, sem Bfl. ísl. og Atvinnuc.eildin hafa gefið um fóðrun mjólkurkúa j.g eamsetningu á fóðurblöndum og íóðwrsöltum. Það er mú á síðustu árum, sem tölur um samsetningu á islenzku töðufóðri og túngresi liggja fyrir héðan frá Hvanneyri og eftir yngri starfsmenn At- vinnudeildar, svo að hægt er að reikna, með sæmilegu öryggi, efnajafnvægi- mjólkurkúa. Þessi útreikningur hefur tekið nokkr- um breytingum í kennsiunni sl. áratug vegna nýrra erlendra upp lýsinga um þarfir kúnna til fram leiðsiunnar og nýtingu einstakra fóðurefna í ýmsum fóðurtegund- um, og á hverju ári bætisí ein- hver nýr fróðleikur við. Nú hef- ur ritstjóri Búnaðarblaðsins kast að fyrir borð hinni „koliegíölu" háttsemi, og vil ég þá með grein þessari haida þessum mikiivægu umræðum u.m fóðrun mjólkur- kúa áfram, og hljóta þá fóður- fræðingur Atvinnudeildar í ald- arkvartel og embættismenn naut griparæktar hjá Bfl. ísl. að skýra sjónarmið sín og vísindalegan „status". Að minum dómi er ríkjandi grundvallarvitleysa í fóðrun mjólkurkúa hér á iandi, sem skýra má í þrennu lagi: 1. Offóðrun með prótini (eggja hvítu) er beint fjárhagslegt tap. Eins og margir vita, gegnir prótínið þröngu hlutverki í lífs- starfsemi dýra. Það notast eins og byggingarefni í daglegri efna- samsetningú kýrinnar, og það sem umfram þarfir er, liðast sundur, og nokkur hluti hennar fer úr líkamanum í þvaginu í ammoníum-samböndum (stækja) Á síðustu árum hefur heyverk- un og nýting töðunnar hér á iandi tekið gagngerðuim breyt- ingum, og er nú taðan miklu prótínuauðugri en áður Var, þeg- ar súgþurrkun þekktist ekki og votheysverkun var óþekkt eða illa framkvæmd og af vanþekk- ingu. Það var orðin venja fyrir 20-30 árum, að hafa 150-200 g af „meltanlegri hreineggjahvítu“ í kg. fóðurblandna og fékkst það með því að hafa 15-20% af fiski- mjölstegundum í fóðurblöndun- um. Ef fóðurblanda er rétt sam- an sett, hæfir fyrir kýr, sem mjóika um 20 kg af meðalfeitri mjólk og hafa góða meðaltöðu sem grundvallarfóður, að fá fóð- urblöndu með 90-100 g af melt- anlegu prótini, en þær fóður- biöndur, sem nú eru á markaði hafa allar 160-180 g, því að þær enu af gamaili venju útreiknað- ar með hiiðsjón af „meltanlegu h.rein egigjah ví 1 u“, en <*ú „eggja- hvita“ er komin undir græna torfu með gömlu fræðimönnun- um sem á sínum tíma notuðu þetta ófræðilega hugtak, en venjulega er um 10% meira af prótíni en „hreineggjahvítunni“ í kjarnfóðrinu. Síldarmjöl, sem notað er að réttu marki í fóðurblöndur, hef- ur um 138 fóðureiningar í 100 kg. Ef verð síldarmjölsins er kr. 700.00 á sekk, kostar fóðureining in ca. kr. 5,60. En sé síldarmjöl- ið haft umfram þarfir í blönd- unni, notast aðeins um 100 fóð- ureiningar úr hverjum sekk, og kostar þá hver FE um kr. 7,00. Þegar fóðrið er ranglega ,,af- balanserað" á þennan hátt, þarf kýrin að vera eins konar skil- vinda, og hún losar með þvag- inu tveggja krónu verðgildi úr líkamanum af hverju kg fiski- mjöls. Þetta „skilvindustarf“ reyhir á kúna og verður henni því örðugara, sem henni er ætl- að að skila meiri nyt. Og svo verður stækjan, sem þannig fæst óþarflega dýr áburður. Við gætum þannig að skað- lausu sparað um 1500 tonn af fiskimjöli í árlegum kúafóður- bæti, og fáist kr. 7,00 fyrir hvert kg til útflutnings, þá er þetta gjaldeyrir, sem nemur um 10,5 milljónum króna. 2. Kýr ropa fóðurostinuru út í loftiö. Hér á landi hefur um langt árabil verið stunduð framleiðsla í mjólkurbúum á s.k. „fóðurosti“, í því markmiði að koma of- framleiðslu mjóikur í tóg. Og sl. ár var gerð einhver sérstök ráðstöfun af ráðaimöninum til að koma undanrennudufti heim til bænda með niðurgreiddu verði í sama mankmiði, því að það mun ekki hafa fengizt hátt verð fyrir það á heimsmarkaði. Nú hafa vísindi á síðasta ára- tug leitt í ljós, að þegar við gef- um jórturdýrum prótín (eggja- hvitu), þá erum við að veruiegu leyti að fóðra gerla vambarinnar og í vinstrinni (maganum) sundur •liðast gerlaprótín að verulegu leyti en ekki fóðurprótinið, eins og er hjá dýrum með einfaldan maga. Nú hafa nýlegar rann- sóknir sýnt, að mjög auðmeltan- legt prótín, s.s. kasin (mjólkur- eggjahvíta) brotnar svo ört nið- ur í vömbinni að gerlarnir hafa ekki við að taka hana til sín. Hún brotnar niður í stækju og sykursambönd, en stækjan er loftkennd, og kýrnar ropa henni út í loftið. í kennslubók P. Hav- skov Sörensen við landbúnaðar- háskólann I Kaupmannahöfn seg ir, að rannsóknir sýni, að mjólk- urprótín hafi lítið gildi fyrir jórturdýr (orðrétt: „Det er saa- ledes fundet ved engelske under- sögelser, at kasein kun har ringe værdi som proteinkilde til ud- voksede drövtyggere paa grund af den meget hurtige ammoniak- frigörelse i formaverne"). Kannski er það gert íyrir sveitai'óma.ntíkina svonefndu, að láta kýrnar skilja og losa úr sér prótinverðmætin eftir tveimur leiðum? Hvort er það vanþekk- ing eða sljóleiki þeirra, sem um eiga að fjalla? Undanrennuduftið er mikil- vægt fóður ,en það er rangt að senda það heim til bænda, það á að selja það með álíka sann- gjörnu verði fóðurblöndunar- stöðvunum, sem þá myndu setja það í réttum hlutföllum í það fóður, þar sem það á heima, eða í svínafóðurblöndur kálfafóður- blöndur og alifuglafóður. 3. Píndar mjólkurkýr. Þegar kýr eru offóðraðar með prótíni en vanfóðraðar með kol- hýdrötum og steineínum, þá eru þær pindar. Oft kym ég í fjós og kemst að raun um, að það vantar 2-3 kg af fóðurbæti til að fóðrið fullnægi starfsemi kýr- innar og nyt. Aðspurðir um ástæðuna, segja menn oft: „Eg vil ekki pina kúna.“ Það er eins og menn haldi, að mikil fóður- gjöf píni kýrnar. Það er alrangt. Það er efnaskorturinn, sem pínir kýrnar. Hér á landi er fóðrið ranglega „afbalanserað“, þar sem fóðurblöndurnar hæfa al- mennt ékki heimafóðrinu. Þetta sést á íslenzku kúnum, sem eru almennt of margar, fá of oft kuldadoða og súrdoða og eru allt of beinaveikar. Allt er þetta af- leiðingar af því, að kýrnar eru pindar með ranglega „afbalan- seruðu“ fóðri. Ef prótínið væri mikliu minna í fóðurbætinum, myndu kýrnar ekki gefa nyt fram yfir þau efni, sem þær fá í fóðrinu. Prótínið takmarkar mjólkurmyndunina. Skorti pró- tín, en önnur næringarefni eru rífleg, fitnar kýrin. Sé prótin ríf- legt, en önnur næringarefni skortir framleiðir kýrin mjólk af efnum úr eigin líkamsvefjum, hún brýtur niður fituvefi og sæk ir steinefni í beinin sín. Þarna er mesta hættan á ferðinni. í grein Jóhannesar Sigvalda- sonar er sýnt efnauppgjör við mismunandi’ nyt. í Búfjárfræði minni, sem kemur út á vetrinum, er þessu gerð mjög ýtarleg skil. íslenzkur búskapur er fyrst og fremst umsetning á fóðri. Það er því mikilvægt, að bændur kúnni góð skil á grundvallar- fræðum fóðrunarinnar og ieið- beiningaþjónustan þarf að fvlgj- ast með því, sem vísindastöðvar nágrannalandanna vinna á hverj um tíma. Það er varla von, að búskapur farsælist á landi, þar sem jarð- vegurinn er píndur með sýrandi ábu'rði (Kjarninn) og kýrnar píndar með ranglega „afbalan- seruðu fóðri“. Hér þarf úr að bæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.