Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FimmtudagUT 16. 'des. 1965 MMG3m Ferns konar ráöstafanir til fjár- öflunar fyrir rafmagnsveiturnar — Mikill hallarekstur þeirra undanfarið í GÆR kom til annarrar umræ'ðu í Neðri, deild frumvarpið um fjárhag rafmagnsveitna ríkisins. Davíð Ólafsson mælti fyrir nefndaráliti meiri hluta fjárhags- nefndar. Sagði framsögumaður, að á fund nefndarinnar hefðu komið Jakob Gíslason raforku- málastjóri og Jón Sigurðsson deildarstjóri og hefðu þeir gefið upplýsingar um ýmis f járhagsleg atriði Rafmagnsveitna ríkisins er lyti að frumvarpi þessu. Framsögumað- ur gat þess að á undanfömum ár um hefðu Raf- magnsveitur rík- isins verið rekn- ar með halla, sem ýmist hefði verið jafna’ður með lántökum eða komið frarr 1 skuldasöfnun við ríkissjóð og ríkisábyrgðasjó’ð. Væri rekstrar- hallinn nú kominn yfir fimm tugi milljóna á ári. Ástand þetta væri óviðunandi og stefna bæri að því að koma fjárhag þessara mikilvægu þjónustufyrirtækja á öruggan grundvöll og væri frum- varpið spor í þá átt Lagt væri til, að ferns konar ráðstafanir yrðu teknar upp til fjáröflunar: í fyrsta lagi alger eftirgjöf lána, sem Rafmagnsveit- um ríkisins hefðu veri'ð veitt á undanförnum árum, í öðru lagi greiðslufresti á lánum, sem raf magnsveitunar hefðu fengið úr raforkusjóði af eigin fé sjóðs- ins og frestun á greiðslu vaxta og afborgana af þeim lánum fyrst um sinn, í þriðja lagi eftir- gjöf skuldar, sem Rafmagnsveit- ur ríkisins væru komnar í vi’ð Ríkisábyrgðasjóð og í fjórða lagi að gera þeim fyrirtækjum, sem ynnu raforku eða seldu hana í heildsölu, að greiða verðjöfnun- argjald til Rafmagnsveitna rík- isins og héraðsrafmagnsveitna ríkisins, og míðaðist gjaldið við magn afls og orku sem hlutað- eigandi aðili hefði til sölumeð- ferðar. Gert væri ráð fyrir að tekjur af verðjöfnunargjaldinu næmu á árinu 1966 35 millj. kr., en einnig væri svo gert ráð fyrir, að endurskoða verðjöfnunargjald ið árlega með þann tilgang í huga að koma í veg fyrir að gjald ið hækkaði með vaxandi raforku- sölu. Ráðstafanir þessar mundu ým- ist verða til þess áð létta gjalda byrði af Rafmagnsveitum ríkis- ins og héraðsrafmagnsveitum rík isins, eða útvega þeim auknar tekjur, sem hvort tveggja mundi verða til þess að bæta fjárhag þeirra og vinna á móti þeim halla rekstri, sem verið hefði á þess- um fyrirtækjum. Skúli Guðmundsson (F) mælti fyrir áliti 1. minni hluta fjárhags nefndar og sag’ði að ekki væri um að ræða með frumvarpi þessu verðjöfnun á rafmagni, og til að bæta úr þessu hefðií Fram- sóknarmenn flutt breytingartil- lögu um, að söluverð á rafmagni frá rafmagnsveitum ríkisins til héraðsrafmagnsveitna skyldi verða jafnbátt því verði er Raf- magnsveita Reykjavíkur greiddi Landsvirkjun fyrir afmagn, og að veð á rafmagni frá héraðsraf- magnsveitum ríkisins skyldi vera hið sama og rafmagnsverð hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Lúðvík Jósefsson (K) tók næst ur til máls og fjallaði einkum um þáð í ræðu sinni, að ekki væri með frumvarpi þessu gert ráð fyrir verðjöfnun á rafmagni, held ur væri verið að afla ríkissjóði tekna. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, vék að því að á undan förnum árum hefðu Rafmagns- veitur ríkisins verið reknar með miklum halia og hefði verið við það látið sitja. Nú hefði svo snú izt að á árunum 1964—1965 hefði í stað tekjuaf- gangs hjá ríkis- sjóð orðið greiðsluhalli, þannig að ríkið hefði orði'ð að ganga á sína fyrri sjóði, til að standa undir framlagi sínu til Rafmagnsveitu ríkisins, ef ekki hefðu verið gerðar neinar ráðstafanir. Menn gætu sagt, að ríkissjóður ætit að standa undir halla rafmagns- veitnanna, en því yrði einnig að afla ríkissjóði tekna til að standa undir honum. Það heíði verið til sú leið að leggja skatt á alla landsmenn til að standa undir hallanum, en spyrja mætti að því hvort það væri sanngirni að þeir sem ekki hefðu enn fengið rafmagn ættu að taka þátt í að borga almennan skatt til þess að þeir sem rafmagnsins nytu ættu hægara með að njóta þeirra fríðinda. Slíkt gæti varla talizt sanngirni. Forsætisráðherra sagði að frum varp þetta byggði á þeirri meg- in hugsun að eðlilegt væri að Raf magnsveitur ríkisins söfnuðu ekki skuldum vegna rekstrar- halla, og væri fyrst og fremst um að ræða að leggja á almennt verð jöfnunargjald á rafmagnsnotkun í landinu, enda ekki nema sann- gjarnt að þeir sem byggju við hagstæðust kjör í þessum efnum hjálpuðu hinum. Á seinna stigi gæti svo komið til almennara veTðjöfnunargjald, í kjölfar þeirr ar stefnu er tekin væri með frumvarpi þessu. Land ■ Flatey verði tekið eignarnámi Frumvarp Vestfjarðarþingmanna algemamn gflpŒffilP f gær mælti Sigurður Bjarna- son fyrir frumvarpi er hann flyt ur ásamt öðrum þingmönnum Vestfjarðarkjöræmis í Nd. um eignarnám lands í Flatey á Breiðafirði. Efnisgreinar frum- varpsins eru þær að hreppsnefnd Flateyjarhrepps á Breiðafirði er heimilt áð taka eignarnámi þá 4/5 hluta lands eyarinnar, sem eru í einkaeign og að fram- kvæmd eignanámsins skuli fara eftir ákvæðum laga frá 14. nóv. 1917. ‘ Framsögumað- ur gat þess, að frumvarp þetta væri flutt sam- kvæmt beiðni hreppsnefndar Flateyj arhrepps og væri í sam- ræmi við tillög- ur milliþinga- nefndar, sem skipuð hefði verið 2. okt. 1959 til þess að athuga atvinnuástand í Flateyj arhreppi og gera tillögur til endurreisnar atvinnulífi þar. Nefnd þessi hefði skilað áliti 10. des. sl. í henni hefðu átt sæti Gísli Jónsson, alþingismaður, sem jafnframt hefði veri'ð formaður hennar, Knútur Kristinsson, hér- aðslæknir í Flatey og Pálmi Ein- arsson, landnámsstjóri í Reykja- vík. Framsögumaður sagði að íbú- ar í Flatey væru nú tæplega 30 talsins og í öllum Flateyjar- hreppi um 75. Að sjálfsögðu þyrfti að gera ýmsar umbætur í Flatey og þeim eyjum ö'ðrum, sem enn væru í byggð af vestur- eyjum til þess að bæta að stöðu byggðarinnar þar og tryggja. framtíð hennar. Auk Flateyjar væru nú í byggð Svefneyjar, Skáleyjar og Hvallátur. En í öll- um þessum þremur síðasttöldum eyjum væri búið myndarbuskap og nytjuð þar margvísleg hlunn- indi, sem jafnan fylgdu eyja- jörðum. Þingmaðurinn sagði, að áliti milliþinganefndarinnar væri það talið frumskilyrði fyrir á- framhaldandi byggð í Flatey að hreppurinn eignáðist allt land og öll landsréttindi í Flatey, þar með talin öll hlunnindi er fylgdu jarðeignum þar. Að fengnum slík um eignarumráðum væri leitað til Landnáms ríkisins um að það veitti hreppnum aðstoð til að rækta allt ræktanlegt land Flat- eyjar og styðja uppbyggingu bú- jarða þar með þeim hætti, að þar gæti orðið eitt eða tvö bú af stæTð, sem líkleg væru til að gefa þeim er við þeim tækju líf vænlega afkomu. Að lokum gat Sigurður þess, að í skýrslu milliþinganefndar- innar fælust margvíslegar upp- lýsingar um atvinnulíf og þróun byggðar í Flatey. Þá mætti geta þess, að á sl. vori hefði verið hafin nýr atvinnurekstur í Flat- ey í sambandi við kaup á nýj- um flóabát fyrir eyjarnar og byggðirnar við norðanverðan Brei'ðafjörð. Hefði hinn nýi flóa- bátur verið gerður út á fiskveiðar meginhluta sumars og hefði afli hans verið lagður upp í Flatey. Hefði sú útgerð gefizt allvel. Að sjálfsögðu skipti meginmáli að auknum atvinnurekstri verði komið á fót í eynni. Kæmi það bæði til greina útgerð, fiskverk- un og einhvers konar iðnaður. Væri eðlilegt, að stuðningur verði veittur af opinberri hálfu við hvers konar viðleitni til þess að reisa við atvinnulíf staðar- ins. Það væri skoðun flutnings- manna frumvarpsins að eðlilegt væri að hlúð yrði áð eyjabyggð- inni á Breiðafirði. Lífsskilyrði væru þar að mörgu leyti góð, en einangrun og breyttir þjóðlífs- hættir hefðu valdið þessari byggð eins og mörgum öðrum ýmsum eríiðJeikum. Það væri þjóðfélags- legt tjón ef allar Breiðafjarðar- eyjar færu í eyði. Þess vegna bæri að stefna að því að bæta að- stöðu fólksins þar og tryggja þar áframhaldandi blómlega byggð, sagði Sigurður Bjarnason. Frumvarpinu var vísað til ann- arrar umræðu og Landbúnaðar- nefndar. Æskilegt að húsnæðismála- stjórn veiti lán til byggingahlutafélaga í NEÐRI deild voru í gær tekin til annarrar umræðu stjórnar- frumvörpin um innflutnings- og gjaldeyrismál, almannatrygging- ar, ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, sinubrennur og hús- næðismálastofnun ríkisins. f síðast nefnda málinu mælti Matthías Bjarnason fyrir áliti meirihluta heilbrigðis- og félags- málanefndar. Rakti hann nokk- uð efnisgreinar frumvarpsins og kom þar fram, að lánsfjárhæðin megi nema allt að 280.000,00 kr. á hverja íbúð í stað 150 þús. kr. áður og að í frumvarpinu eru ákvæði til bráða birgða þess efn- is að lánin skuli hækka a.m.k. um 15 þús. kr. ár- lega næstu fimm ár, þó að vísi- tala bygging- arkostnaðar valdi ekki svo mikilli hækkun lánsfjárhæðarinnar og að þeir sem hófu byggingaframkvæmd- ir á tímabilinu 1. apríl til 31. des. 1964, skulu eiga kost á við- bótarláni hjá Húnnæðismála- stofnun ríkisins sem nemur 50 þús. kr. Að lokum gat framsögumað- ur þess, að hann hefði gjarnan viljað flytja breytingartillögu við frumvarpið, en þar sem kom ið væri að þinghléi og málið þyrfti því að fara aftur til Efri deildar, ef breyting væri gerð á því í þessarri deild, þá vildi hann ekki verða til þess að tefja framgang málsins. Sú breyting sem framsögu- maður vildi gera á frumvarp- inu er við 7. grein laganna frá 10. maí 1965, þar sem segir að Húsnæðismálastjórn geti veitt sveitarfélögum og Qryrkja- bandalagi íslands lán til bygging ar leiguhúsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum, en þessu vildi hann breyta á þann veg, að Hús næðismálastjórn geti veitt lán til byggingar leiguhúsnæðis til byggingahlutafélaga, sem sveita- stjórnir og atvinnurekendur stofna í kaupstöðum og kauptún- um, þar sem skortur væri á leigu ihúsnæði að dómi hlutaðeigandi sveitarstjórnar og húsnæðismála stjórnar og atvinnufyrirtæki fást eigi starfrækt með eðl'ilegum hætti vegna skorts á starfsfólkL Frámsögumaður sagði, að á minni stöðum gætu sveitastjórn- ir einar ekki farið út í slíkar byggingarframkvæmdir. f— Þess vegna væri brýn nauðsyn á því að sameina alla aðila á þessum stöðum til þess að hrinda í fram- kvæmd byggingu leiguhúsnæðis. Matthías beindi þeim orðum til félagsmálaráðherra, að hann hefði þessa skoðun í huga, þegar lögin um Húsnæðismálastofnun ríkisins yrði endurskoðuð. Fimm frumvörp í GÆR voru fimm stjórnar- frumvörp afgreidd sem lög frá Alþingi. Voru það frum- vörpin um Húsnæðismála- stofnun ríkisins, almannatrygg ingar, ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, gjaldavið- auka og vegalög. Fundur ■ Samtökum sveitafélaga í Reykja- nesumdæmi Innheimta dráttarvaxta rædd FULLTRÚAFUNDUR í Samtök- um sveitarfélaga í Reykjanes- umdæmi var halðinn föstudag- inn 10. des. sl. í félagsheimilinu Stapa í Njarðvíkum. Formaður samtakanna, Hjálm- ar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, setti fundinn og bauð full- trúa velkomna. Þaikkaði hann fyrirgreiðsliu sveitaristjórans í Njarðvíkum, Jóns Ásgeirssonar. Á fundinum hafði Ólafur G, Einarsson, sveitarstjóri 1 Garða- hreppL framsögu um innheimtu dráttarvaxita af gjöldum tii sveit- arfélaga. Var einróma samíþykkt tillaga framsögumanns um að leggja tid við sveitarfélögin í umdæminu, að diráttarvextir verði innheipitir af ölilum gjiöilduim til sveitar- og bæjansjóða, sem ógreidd eru 15. sepitemiber ár hvert. Þá flutti Sigfinnur Sigurðsson, hagf'ræðingur, fróðlegt erindi uim tframlcvæimdaáætlanir sveitanfé- lagia. Spunnust af því nokkrar uimræður og fyrirspuimir, sem framsöigumaðuir svaraði. Fulltrúar skioðuðu hið glæsi- lega félagslheimili Njarðvíkinga omdir leiðlsögn sveitarstjórans. Pormaður sleit fundi, að þáð- um veitingum þeirra Njarðvík- inga og Keílvilkinga, þakkaði fullitirúum komuna oig óskaði þeim góðrar heimferðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.