Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FimmtudagUT 16. des. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: ítitstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MERKUR AFANGII HAGRÆÐINGAR- MÁLUM Tl/ferkur áfangi hefur nú náðst í þróun hagræðing- armála hér á landi. Um síð- ustu helgi hlutu sjö hagræð- ingarráðunautar prófskírteini sín eftir tæplega ársnám, sem að hluta til fór fram erlendis og jafnframt samþykktu Al- þýðusamband íslands, Félag ísL iðnrekanda, Vinnumála- samband samvinnufélaganna og Vinnuveitendasamband ís- lands leiðbeiningar um undir- búning og framkvæmd vinnu rannsókna hér á landi. í fyrsta kafla þessara leið- beininga segir svo: „Þau samtök launþega og atvinnurekenda, sem að leið- beiningum þessum standa eru sammála um, að varðveizla og efling lífskjara þjóðarinn- ar, þar með talin trygging fyrir fullri atvinnu, séu undir samkeppnishæfni atvinnuveg anna komin. Þar sem sam- keppnishæfnin er háð vax- andi framleiðniaukningu er það sameiginlegt hagsmuna- mál allra, að jafnframt nán- ara samstarfi þeirra aðila er að framleiðslunni starfa, sé unnið að stöðugum endurbót- um á vinnuaðferðum og launafyrirkomulagi í því skyni að bæta nýtingu véla, hráefna og vinnuafls.“ Ástæða er til að vekja at- hygli á þýðingu þess, að und- ir þetta hafa ritað fulltrúar verkalýðssamtaka og atvinnu rekendur, en þessir aðilar hafa hingað til varið megin- starfskröftum sínum í baráttu um meiri eða minni launa- hækkanir. Þessi samtök hafa nú sameiginlega markað á- kveðna afstöðu til þess hvern ig „varðveizlu og eflingu lífs- kjara þjóðarinnar“ verði bezt fyrir komið og eru sammála um að „vaxandi framleiðni- aukning sé sameiginlegt hags munamál allra“. Mikilvægi þessarar sameiginlegu yfirlýs ingar fyrrnefndra aðila verð- ur vart ofmetin og bendir til þess að samskipti samtaka vinnuveitenda og launþega séu nú að komast á nýjan og raunhæfan grundvöll. Miklu máli skiptir, að hags- munasamtök vinnumarkaðar- miði skiptir miklu máli, að viðleitni einstaklinga, fyrir- tækja og stofnana til aukn- ingar framleiðni með hagræð ingarstarfsemi strandi ekki á getuleysi hagsmunasamtaka vinnumarkaðarins í þessum efnum. Þvert á móti er það mikilvægt, að samtökin geti verið í fararbroddi í þeirri þróun, sem öðrum íremur getur orðið til að bæta af- komu meðlima þeirra, hvort heldur um launþega eða fyrir tæki er að ræða“. Þeir ungu menn, sem síð- astliðið ár hafa stundað nám í hagræðingartækni munu nú hefja störf í atvinnulífinu fyrir hin einstöku samtök, sem þeir hafa ráðizt til. Þeir munu með rannsóknar- og leiðbeiningarstarfi leitast við að koma á hagkvæmari vinnu brögðum á vinnustöðum, sem leitt geta til aukinnar fram- leiðni, hagkvæmari vinnu- bragða, og þar af leiðandi betri afkomu bæði launþega og fyrirtækja. í þessu sam- bandi er mikilvægt að þeir, sem hlotið hafa sérstaka þjálf un í þessum efnum, leitist við að fræða meðlimi, bæði vinnu veitendasamtaka og launþega, um hagræðingarmálin, til- gang þeirra og aðferðir. Það er engum vafa bund- ið, að það undirbúningsstarf, sem á síðustu árum hefur ver- ið unnið í sambandi við hag- ræðingar- og framleiðnimál er nú komið á fastan grund- völl, og á þeim grundvelli mun í framtíðinni verða hægt að vinna ötullega að bættu skipulagi og betri nýtingu tækninnar í þágu atvinnulífs okkar. Ef vel til tekst mun það hafa áhrif í þá átt, að auka framleiðni í atvinnulífi, en framleiðniaukning er und- irstaða bættra lífskjara þjóð- arinnar. Hér er því um mjög merkt mál að ræða, sem full ástæða er til að veita verð- uga athygli og styðja á allan nauðsynlegan hátt. ATVINNUMÁL VIÐ HÚNAFLÓA Forsetakosningar í Frakk- landi n.k. sunnudag Á SUNNUDAGINN kemnr fara fram síðari kosningarnar í frönsku forsetakosningun- um. Þá leiða þeir saman hesta sína að nýju Charles de Gaulle og andstæðingur hans, Francois Mitterand, en þeir fengu flest atkvæði í kosn- ingunum 5. des. s.l. Almennt er talið, að de Gaulle muni sigra en samkv. skoðanakönn- un, sem fram fór í s.l. viku, hafði hann um 57% af fylgi kjósenda. De Gaulle reynir nú að laða til sín fylgi miðflokk- anna, en Mitterand skírskotar sem áður ákaft til vinstri flokkanna. í fyrri kosningun- um mun hann þannig hafa hlotið mikið fylgi kommún- ista þrátt fyrir augljósa ánægju ráðamanna í Moskvu með utanríkisstefnu de Gaulle. Utanríkismálin hafa ein- mitt færzt meir inn í hita kosningaibaráttunnar nú í síð- ari kosningunum þ.á.m. af- staðan til Bandaríkjanna, en stór hluti franskra kjósenda virðist hafa talsvert þver- sagnakennda afstöðu gagn- vart þeim. Þeir viðurkenna Bandaríkin sem vini og vernd ara Vestur-Evrópu þ.á.m. Frakklands og að þessi tvö ríki verði að snúa bökum saman á hættutímum. Hins vegar eru þeir ósamþykkir stefnu Bandaríkjanna í Asíu og Suður-Ameríku og vilja alls ekki verða of háðir Was- hington. De Gaulle hefur verið sjálf um sér samkvæmur varðandi viðhorf sitt til NATO. Allt frá því að bandalagið var stofnað fyrir 16 árum, hefur honum fundizt, að Frakkland væri ekki nægilega sjálfstætt innan sjálfs bandalagsins. S.l. ár hefur hann verið þeirrar Skoðunar, að NATO-banda- lagið í þeirri mynd, sem það er nú, eigi að vera úr sög- unni, hvað Frakkland varð- ar og í staðinn eigi að koma annars konar varnarsamning- ar. De Gaul'le vill halda áfram bandalagi við Bandaríkin, enda þótt að það verði ekki með þeim hætti, sem hann nú nefnir „verndarsvæði". Hann fullyrðir, að gagnvart Bandaríkjunum þurfi „sjálf- Ti! þess að gera kosning- arnar auðveldari fyrir þá franska kjósendur, sem ekki kunna að lesa og skrifa en þeir eru enn margir í ný- lendum Frakka, eru notuð ákvæðin merki fyrir fram- bjóðendumar á kjörseðlun- Efra merkið er merki de Gaulles, sem er Lorraine- krossinn, en hið neðra er merki Mittcrands, sólin. stæði ekki að koma í veg fyrir vináttu eða bandalag". Ekki heldur þykist hann sjá fyrir neitt samkomulag milli NATO-ríkjanna og ríkja Var- sjárbandalagsins, vegna þess að „NATO var stofnað gegn Sovétríkjunum og Varsjár- bandalagið gegn NATO“. Með því að losa um tengsl Frakk- lands við NATO álítur for- setinn greinilega, að koma megi á nánari tengslum við Moskvu. Þrátt fyrir þetta er forsetinn þeirrar skoðunar, að „ef hætta er á heimstyrjöld, þá mun Frakkland taka sér stöðu með Bandaríkjunum, það muni ekki breytast". Hann virðist vera fylgjandi þeirri hugmynd, að komið verði á Evrópu, sem sé ekki hlutlaust „þriðja afl“, held- ur „annað afl vestursins". Samt sem áður virðist hann gera ráð fyrir, að báðir hlut- ar Evrópu, samkv. hugsjóna- legri skiptingu hennar nú, muni að lokum færast nær hvor öðrum, eftir því sem „austrið færist meira í áttina til frelsins“. Enda þótt unnt sé að gera sér nokkurn veginn grein fyrir skoðunum de Gaul'les, er því öðru vísið farið um Mitterand. Hann hefur til þessa kallað sjálfa sig fram- bjóðanda „hinna eilífu vinstri afla“ Frakklands. Megin kjarni þeirra er hinn vel skipulagði kommúnistaflokk- ur landsins og því getur Mitt- erand ekki leyft sér að hafa uppi aðra Skoðanir en þær, sem sá flokkur lætur sér vel líka. Skoðanir de Gaulles virðast oft óljósar en skoðanir Mitt- erandis eru það ekki síður— en af öðrum ástæðum. Hann vill nú ekki aðeins fá atkvæði frá vinstri heldur og frá mið og hægriflokkunum. Þess vegna er hann frönskum kjósendum annar frambjóðandi en de Gaulle en stefna hans í utan- ríkismálum er ekki raunveru- lega annað en bergmál af stefnu forsetans. Miðað við yfirlýsingar Mitt erands undanfarið, er afstaða hans gagnvart Vestur-Evrópu jafnvel óljósari en stefna de Gaulles. Mitterand vill, að Vestur-Evrópa „aðhyllist í einlægni friðsamlega sam- búð“ og eins og de Gaulle Framhald á bls. 31. fremst vegna aflaleysis á þess um slóðum. Eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, benda nú líkur til, að góð rækjumið hafi fundizt í Hrútafirði og hafa þau skapað töluverða atvinnu á Hólmavík. Þetta leiðir hugann að nauð syn þess, að ítarleg leit verði gerð að nýjum miðum á því svæði, sem bátar frá Hólma- vík, Skagaströnd og fleiri verstöðum á þessum slóðum, geta leitað til. vandamál að ræða, sem erfitt er úrlausnar, og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í sumar í sambandi við atvinnumál á Norðurlandi beinist einmitt að því að bæta úr því atvinnu- ástandi, sem ríkir á þessum slóðum. Er þess að vænta, að þær aðgerðir, sem þar er gert ráð fyrir, verði til þess, að hagur þeirra, sem í þessum landshluta búa, vænkist. lenzkur matur og íslenzkar matvörur kynntar. Hér er um að ræða merka nýjung í kynningarstarfi okk ar á landi og þjóð, og fram- leiðsluvörum hennar, og er mikilvægt, að þessi starfsemi takist vel. Verði svo er ekki ólíklegt, að hún geti orðið til þess að auka mjög sölumögu- leika á íslenzkum matvörum erlendis með viðhlítandi verði, enda mun tilgangurinn m.a. vera sá. ins hafi forustu í þessum efn- um, og það hafa þau haft í sambandi við hagræðingar- málin. Á þetta atriði er lögð áherzla í skýrslu Sveins Björnssonar, framkvæmda- stjóra Iðnaðarmálastofnunar íslands um hagræðingar og framleiðnimál, en þar segir hann: „Frá þjóðhagslegu sjónar- rátt fyrir mikil aflabrögð á síldveiðum fyrir Austur- landi, almenna velmegun og mikla atvinnu í landinu, hef- ur þó gætt töluverðra erfið- leika í atvinnumálum á Norð- urlandi. Sérstaklega hafa þess ir erfiðleikar orðið miklir við Húnaflóa og atvinnuástand beggja megin hans Verið mjög slæmt. Er þetta fyrst og Hefur sú leit verið ákveðin í vetur. í hinni miklu velmegun síð ustu ára er ekki með öllu vanzalaust, að fólk á þessum stöðum skuli búa við erfiðan hag eða verði a.m.k. að leita til fjarlægra landshluta til þess að afla viðhlítandi tekna. En eins og fram hefur kom- ið er hér um mjög alvarlegt ÍSLENZKT VEIT INGAHÚS í LONDON T dag verður opnað í Lund- únum, höfuðborg Breta- veldis, íslenzkt veitingahús, þar sem seldur verður is- Til íslenzka veitingahúss- ins í London hafa ráðizt hin- ir hæfustu menn og er því enginn vafi á, að þar verður haldið eins vel á málum og unnt er, en ástæða er til að vekja athygli á að það tek- ur jafnan nokkurn tíma að vinna slíkan stað upp, og þess vegna mega menn ekki vænta alltof mikils í fyrstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.