Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 1S. des. 1965 Undir hauststjdrnum í>AÐ eru fleiri stjörnur en Stjörnur vorsins, sem geta átt sína fegurð og sitt gildi. Bóka- útgáfan Forni hefir nú, eins og á jólaföstu í fyrra, sent frá sér litríka bók um fornar Þjóðlífs- minningar, skráðar af Tómasi Guðmundssyni og Sverri Kristj- ánssyni. Sverrir ritar hér Þátt um Baldvin Einarsson og ástamál hans, annan um Sigurð Gottsv- insson og hans örlög, þann þirðja um Eirík frá Brúnum. Tómas ritar hins vegar um for- vígismanninn séra Odd Gíslason og aðdragandann að hans brúð- kaupi, ennfremur þátt um bar- óninn á Hvítárvöllum og síðast en ekki sízt um Sólborgu, hina duldu fylgikonu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. Hér eru að vísu gamalkunn- ar sögur á ferðinni, en þser birt- ast hér í nýju ljósi. Víkingur- inn Sigurður Gottsvinsson lifði um það bil þúsund árum of seint til þess að fræðimenn vor- ir væru nú í óða önn að skrifa doktorsritgerðir um sögu hans. Hann var kynjaður úr austur- sveitum. Rangvellingar gætu að vísu með nokkrum rétti gert til- kall til hans, en þó verður hann að teljast Árnesingur. Séra Árni Þórarinsson lét hann líka íijóta þess og kallaði hann ,,kon- unglegan glæpamann“. Sverrir tekur hér til meðferð- LEÐUR TÖSXUR ÍTALSKAR ÞÝZKAR SVISSNESKAR ENSKAR ar veraldarsögu hins fræga mor- móna Eiríks frá Brúnum, en hann reis upp á annan hátt í Paradísarheimt Halldórs Laxn- ess. Hér er mikill arnsúgur í vængjum Sverris sem oftar, og þess ber líka að minnast, að þáttur þessi var upphaflega sam inn áður en Paradísarheimt kom út. Tómas ritar þáttinn um séra Odd í Grindavík og hans djarfa brúðarrán, sem öllum viðkom- endum varð þó til góðs að lok- um. Ég tel þó meir en vafasamt að hjónaband dóttur útvegsbónd ans í Kirkjuvogi, sem til var stofnað með svo frumlegum hætti, hafi átt nokkurn þátt í dauða hans. Hann dó úr sérstök- um sjúkdómi og hafði mikið fyr ir að kveðja þenna heim. Hér vitnar bezt um bréf það, sem Oddur Gíslason skrifaði Jóni forseta 14. október 1871, er hann tilkynnir Jóni lát tengdaföður síns, minnist hans með söknuði, virðingu og svolitlu samvizku- bíti, en getur þess jafnframt, að traust vinátta og fullar sættir hafi tekizt með þeim tengdafeðg um. Eftir að séra Oddur fluttist búferlum vestur um haf til Can ada, lauk hann aldrei fullgildu læknanámi, enda óhugsandi fyr- Sverrir ir nær sjötugan heimilsföður í framandi landi að ná slíku marki. Hins vegar hlaut hann löggildingu þar í landi sem nuddlæknir, og árið áður en hann dó, inngöngu í félagsskap þeirra manna, sem þær lækn- ingar stunduðu. Þegar á heildina er litið, verð- ur að álíta, að bók þessi rísi hæst í þeim hárfínu tökum, sem Tómas nær í sögunni af Sól- rúnu. Þó hygg ég að ferjumað- urinn, sem flutti skáldið, fyigd- armann hans og hinn oboðna gest, yfir Jökulsá, hafi, þótt eitr- aður væri, ekki verið jofn tann- hvass við yfirvaldið og sagan greinir. Hann spurði Einar með uppgerðareinlægni: ,,En hver borgar fyrir stúlkuna?" — Vin- kona mín, frú Hlín heitin í Her- dísarvík, kunni þessa sögu orði til orðs og sendi ferjumanriin- um allt annað. en fallegar bæn- ir. Hvaða ummæli hún viðhafði um hann, frændur sína og forna samsveitunga þar nyrðra get ég ekki hermt, þau eru ekki prent- hæf. Hún var aldrei myrk í máli, gamla konan, og friður sé með henni. Tómas hefir sýnt það bezt í áðurnefndum þætti, hve bilið getur orðið skammt milli ljóða og hins óbundna máls, ef nógu listilega er strokið um strengi. — Hefði Tómas orkt sínar ljóða- bækur jafn glæsilega og raun varð á, á einhverri heimstungu, en ekki á ,,hávanna máli“, sem einungis örfámenn þjóð hér norður við heimskautsbaug ber skynbragð á, eru öll líkindi til þess, að hin konunglega sænska Nobelsverðlaunanefnd hefði ekki þurft jafn oft að klóra sér í höfðinu í leit sinni að verð- leikamönnum. En það er um það bil jafn vonlaust verk að þýða ljóð Tómasar á erlendar tungur eins og hreiminn í Gull- fossi. Sú bók, sem að framan er nefnd. á fullt erindi til eldri kynslóðarinnar, þótt efnivið hennar hafi hún áður fengið eftir öðrum farvegum, en til hinnar, sem nýlega er úr grasi vaxin, á hún tvöfalt erindi. Þessi kynslóð • er illa á vegi stödd um flestan fornan þjóð- legan fróðleik. Það ér að vísu ekki hennar sök. Hún er alin undir þeim fræðslulögum, sem verið hafa henni örlátari á steina en brauð. — En það er hægt að ná eyrum hennar ef rétt er að farið. Þessar bækur Tómasar og Sverris kveða við nýjan tón í greinum hins forna stofns. Þess vegna eru þær menn ingarauki, og komi þær sem flestar. Kjartan Sveinsson. FRUMAN, eftir John Pfeiffer. Þýðandi dr. Sturla Friðriks- son. 200 bls. Reykjavík 1965. Þ A Ð hefur lengi verið talið fs- lendingum mest til ágætis, að þeir séu bókmenntaþjóð. Með því er auðvitað gefið í skyn, að þeir skrifi, gefi út og væntanlega lesi meira af því prentaða máli, sem talist getur til bókmennta, en almennt gerist hjá þeim þjóð- um, sem taldar eru læsar^ á sitt móðurmál. Þetta mat á íslend- ingum getur verið rétt, en þó því aðeins að átt sé við húmanísk- ar bókmenntir, þ.e. Ijóð og sög- ur, þar með taldar hetjusögur og sjálfsævisögur. Sé aftur á móti litið á þann flokk bóka, sem fjall ar um raunvísindi, þá hafa fs- lendingar fram til þessa staðið að baki öðrum menningarþjóð- um. íslenzka þjóðin hefur um aldir verið alin upp við kvæði og sögur. Ef það hefur komið fyrir að íslenzkt skáld hefur skrif að um náttúrufræði, eins og t.d. Jónas Hallgrímsson gerði, þá hef ur það ekki vakið eins mikla athygli og lyríkin og rómantík- in. Nú síðustu árin hefur það nokkrum sinnum komið fyrir, að gefin hefur verið út á íslenzku bók um náttúrufræðilegt efni. Einstaka áhugasamur og óeigin- gjarn náttúrufræðingur hefur leiðzt til þess að lýsa fyrir sam- löndum sínum dásemdum nátt- úrunnar og jafn áhugasamur og óeigingjarn bókaútgefandi hefur leiðzt til að gefa ritverkið út. Venjulega hefur hvorugur haft neitt upp úr krafsinu, nema full- nægingu þeirrar barnalegu hvat- ar, að gera eitthvað, sem ef til vill verður einhverntíma metið og þakkað. Almenna bókafélagið hefur ný- lega sezt á bekk með þessum bjartsýnu bókaútgefendum og lagt í það að gefa út flokk bóka um náttúrufræðileg efni. Hefur bókafélagið valið þá leið, sem sjálfsögð var, einskorða sig ekki við þá litlu möguleika, sem hér eru heima til útgáfu slíkra bóka, heldur leita til stærri þjóða, sem hafa kunnáttu og reynslu í þess- um efnum. Fyrir valinu hefur orðið flokk- ur bóka,' sem eitt ágætt banda- rískt útgáfufyrirtæki lætur frá sér fara og gerður er þannig úr garði, að unnt er að gefa bæk- urnar út á mismunandi tungu- málum með minni tilkostnaði en gerist. Þarna var tækifæri fyrir fámenna þjóð, sem reikna verð- ur með litlum upplögum bóka og Bygging getur því ekki lagt í mikinn kostnað. Þetta tækifæri notaði Almenna bókafélagið og þökk sé því. Fyrsta bókin, sem kemur út í þessum flokki hjá Almenna bóka félaginu, er Fruman (The Cell) eftir John Pfeiffer í þýðingu dr. Sturla Friðrikssonar. Er það mjög rétt af stað farið, að gera fyrst grein fyrir þessari frum- eind lífsins, því að skilningur á sjálfri frumunni er undirstaða þess, að unnt sé að gera sér grein fyrir þeim margvíslegu lífverum, sem jörðina byggja. Ekki sízt þeirri lífveru, er sjálf telur sig kórónu sköpunarverksins, mann- inum sjálfum, en um hann fjall- ar næsta bókin, sem birtist í þess um flokki, og er hún þegar kom- in út. Bókin Fruman er i 8 köflum. í fyrsta kaflanum er lýst bygg- ingu frumunnar. Þessi örsmáa frumeind alls lífs er þarna sýnd á 10 þúsundfaldri stækkun. Hér á síðunni er þessi mynd sýnd helmingi minni, en hver maður getur þó séð hvílíkur undraheim ur er þarna opnaður fyrir þann, sem vill skoða. Nánari lýsingu og myndir af einstökum hlutum frumunnar er svo að finna í bók- inni sjálfri. í næsta kafla er lýst orkubú- skap frumunnar, tillífun kolsýr- unnar með hjálp sólarljóssins og hinum margbrotnu efnabreyting um innan frumunnar, sem leysa úr læðingi þá orku, er knýr þessa undraverksmiðju. Þá kem- ur kafli um erfðirnar, hvernig þær byggjast á ákveðnum efna- samböndum, sem með nýjustu rannsóknaraðferðum hefur tekizt að varpa á nokkru ljósi. Fjórði kafli er um uppruna lífsins, þetta eilífa viðfangsefni, sem að vísu hefur ekki enn verið leyst, én færist nú stöðugt af sviði hins yfirnáttúrlega og inn á svið raunvísindanna. Þá er sérstakur kafli um vöðvana, þessa lifandi aflvél, sem tekur flestum þeim aflvélum fram að orkunýtingu, sem enn hafa verið gerðar. Sjö- undi kaflinn lýsir taugafrumum, skynfærum og taugakerfum, en þar má segja að þróun frumunn- ar hafi náð hámarki. Síðasti kafl inn fjallar um frumuna í sjúk- leika og dauða, og er það vel, að minnst sé á hverfulleik lífs- ins og þau örlög, sem bíða þessa dásemdarverks náttúrunnar, óhjá kvæmilega. Og þó, nokkrar út- valdar frumur komast alltaf lífs af og verða upphaf nýrra kyn- slóða til eilífðar. í bókinni allri er fjöldi ágætra frumunar. mynda, og skýra þær efnið miklu betur en unnt er að gera með orðum einum. Er þetta höfuð- kostur bókarinnar, því að til myndanna hefur verið mjög vand að og til þeirra varið miklu fé. Er að bókinni mikill fengur fyr- ir íslénzka lesendur, og á hún vafalaust eftir að verða mörgum skemmtileg dægradvöl. Snorri Sturluson skrifaði ekki um frumur, þær voru þá óþekkt- ar, Robert Hooke sá þær fyrstur manna árið 1663. í okkar klass- ísku bókmenntum er heldur ekki getið um gerhvata, gen eða veirur, þetta eru allt ný hugtök. íslenzk tunga hefur gnótt orða um ástir og stríð, bæði brauð- stríð og manndráp, en hún hefur fram til þessa ekki átt orð til um þá hluti, sem í raun og veru eru undirstaðan undir öllum við- brögðum hverrar lifandi veru, þ.e. hina einstökú hluta frum- unnar, efnin, sem í henni mynd- ast, og öll þau atvik, sem gerast í lífi hennar og dauða. Því er það, að hver sá, sem skrifa vill á íslenzku um náttúrulega hluti verður að nota ný orð. Þýðandi bókarinnar, Fruman, hefur verið fundvís á nothæf nýyrði og bætt nokkrum við, sem vafalaust eiga^ eftir að festast í málinu. Það er með nýyrðin eins og stökkbreyt- ingarnar hjá jurtum og dýrum, sum reynast heppileg og halda velli, önnur hverfa og gleymast. Með hverri bók, s'em skrifuð er á íslenzku um náttúrufræði, hlýtur íslenzk tunga að auðgast að orð- um yfir náttúrlega hluti en það er frumskilyrði þess að náttúru- fræðin verði eign almennings og yndisauki ekki síður en lyrík og rómantík. Sigurður Pétursson. að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. Alfræðisafn AB Fruman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.