Morgunblaðið - 26.04.1966, Side 2

Morgunblaðið - 26.04.1966, Side 2
í * MORGU NBLAÐID Þriðjudagur 26. apríl 1966 LÆGÐIN yfir Grænlan-ds- hafi bar með sér mikið af skúralofti yfir hafið fyrir sunnan land í gær, og náði það einnig til Suðurlandsins, Milli skúraklakanna var hins vegar sólskin og gott vorveð- ur, 8 stiga hiti í Reykjavík klukkan 15. Norðan lands var rigningarsuddi, sem tilheyrði ; samskilunum, er lágu frá l Noregi til Islands. Lægðiii * átti að þokast austur, og því : hætt við að vindur yrði • norðlægari í dag en í gær. ; Utanríkisráðherrar Norðurlanda á fundi Stokkhólmi, 25. apríl, — NTB Utanríkisráðherrar Norður- landa sem nú sitja á fundi í Stokkhólmi ræddu í dag m.a. refsiaðgerðir S.Þ. gegn Rhódesíu,S-Afríkuvandamálið, Vietnam og önnur alþjóðamál. Fundinn sækja fyrir Islands hönd Emil Jónsson utanríkisráð herra og Niels P. Sigurðsson, deildarstjóri. Fundur þessi, em stendur í tvo daga, hófst með almennum umræðum um ástandið í alþjóða málum og bar þar mörg mál á góma en að því er fregnir herma var ekki rætt um íhlutun Norð- urlanda á þeim vettvangi. Voru umræðurnar m;jög almenns eðlis, og er sagður litill skoð- anamunur með ráðherrunum um öll meiri háttar mál. Ræðu utanríkisráðherra Sví- þjóðar, Torstens Nilssons var beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, því hann hafði átt þátt í því um helgina að semja yfir- lýsingu um Vietnammálið þar sem stefna Bandaríkjamanna í málinu er gagnrýnd harðlega. Segir í yfirlýsingu þessari, sem velkalýðssamtök Stokkhólms standa að, að loftárásir Banda- ríkjamanna brjóti í bága við lög og rétt og einnig er þar gef- ið í skyn að Svíar ættu að við- urkenna stjóm Norður-Vietnam í stað stjórnar S-Vietnam, sem að því er segir í yfirlýsingunni, á ekki traust þjóðarinnar. Ut- ■■■■■■■■■• 45 mín. blóði sínu A-Þýzkir landa- mæraverðir skutu á flóttamann A-ÞÝZKIR landamæraverðir kutu í dag á mann, er eyndi að flýja til V-Berlín- r. Var maðurinn þá kominn gegn um tvær gaddavírs- irðingar af þremur, sem kilja borgarhlutana að. V-þýzk lögregla segir, að lls hafi verið skotið að mann num 40—50 skotum. Var íann að reyna að komast nn í suð-austur hluta Ber- ínar. Maðurinn lá í blóði sínu í æpa þrjá stundarfjórðunga, ður en a-þýzku landamæra verðirnir sinntu honum. Ekki er vitað hvort hann var lát- nn, er að honum var komið, n hann var þá hreyfingar- aus. anríkisráðherrann fór þó mjög hógværum orðum um Vietnam- málið á fundinum í dag og ræddi það ekki ýtarlega. Ráðherrarnir ræddu einnig ýmis mál er snerta S.Þ. og á- stand mála þar bæði á vett- vangi stjórnmála og efnahags- mála, en eins og kunngt er er það einn tilgangur með þessum utanríkisráðherrafundum að samræma afs/óðu Norðurland- anna til ýmissa mála, sem verða tekin til meðferðar á vettvangi S.Þ. Fundum verður fram haldið á morgun. Taka sæti á Alþingi I GÆR tóku tveir varaþingmenn sæti á Alþingi. Voru það þeir Unnar Stefánsson er tók sæti Sig urðar Ingimundarsonar (A) ’ 1. landskjörins og Hjalti Haralds- son bóndi að Garðshorni í Svarf aðardal er tekur sæti Björns Jóns sonar (K) 4. þingmanns Norður landskjördæmis eystra. 5 ára drengur fyrir bíl FIMM ára drengur varð fyrir leigubíl á gatnamótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar um hádegis- bilið í gær. Drengurinn var fluttur I Slysa varðstofuna, en meiðsli hans voru ekki talin alvarlegs eðlis. - íþróttir Framhald af bls. 30 stóð sig allvel í markinu, sér- staklega í síðari hálfleik. Mörk Fram skoruðu: Gunnlaugur 7, Gylfi Jóhannesson 5, Sigurður Einarsson 3, Guðjón og Gylfi Hjálmarsson 2 hvor og Hinrik 1. FH réð ekki við taktík Fram- arana í þessum leik, sóknarleik- urinn var allur fremur laus í reipunum hjá þeim, og vörninni gekk erfiðlega að finna réttu svörin við hinum taktíska sókn- arleik Framara. Bezti maður FH var tvímæla- laust Hjalti í markinu. Hann varði allan tímann mjög vel, m.a, tvö vítaköst og hefði tapið orðið stærra, ef hans hefði ekki notið við. Þá áttu Birgir og Geir einnig allgóðan leik. Mörk FH skoruðu: Birgir, Örn og Guð- laugur 3 hver, PálL, Jón Gestur og Geir 2 hver og Einar 1. Þjó&leikhúsið frumsýnir /Evintýri Hoffmans 6. maí Tveir einþáttungar frumsýndir í Lindarbæ 1. maí — annar er eftir 19 ára íslenzkan pilt GUÐLAUGUR Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, skýrði frá því í við- tali við Morgunblaðið í gær, að miklar annir væru hjá leikhús- inu um þessar mundir. Óperan „Ævintýri Hoffmans" eftir Offenbach yrði frumsýnd 6. maí n.k. og í henni kæmu fram 12 einsöngvarar, 28 manna kór, 6 ballettstúlkur og yfir 30 manna hljómsveit. Sagði Guðlaugur, að með aðal- hlutverkið færi Magnús Jónsson, sem látið hefði af störfum við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn og væri alkominn heim til Islands. Næststærsta hlutverkið færi Guðmundur Jóns son með og stærstu kvenhlut- verkin þær Svala Nielsen, Eygló Viktorsdóttir og Þuríður Páls- dóttir. Einnig mætti nefna söngv- arana Sigurveigu Hjaltested, Guðmund Guðjónsson, Hjálmar Freyfaxi kemur til Akraness í dag FREYFAXI, hið nýja sements- flutningaskip Sementsverksmiðju ríkisins. kemur á ytri höfnina á Akranesi um hádegi í dag. Skip- ið er tæp 1400 tonn að stærð og er sérstaklega útbúið til að flytja sement á pöllum. Freyfaxi var smíðaður í Aukra í Noregi og getur fermt um 1200 tonn af vörum. Skipið keimur frá Gdansk með gips til verksmiðj- unnar og pappírspoka undir sem- ent frá Nörresundby í Danmörku. Skipið fór áður ferð með hrá- járn og stangajárn frá Mo í Rana í Noregi til Ábo í Finn- landi. Ráðgert er að Freyfaxi fari í lok vikunnar með sementsfarm til Austfjarðahafna. Skipstjóri er Friðrik Jónsson, en yfirvélstjóri Reynir Jónsson. Kjartansson og Sverri Kjartans- son. Þjóðleikhússtjóri sagði, að þrjár sýningar hefðu verið á Prjónastofunni Sólinni; leikritið Endasprettur yrði sýnt í 35. og síðasta sinn n.k. laugardagskvöld og nú væru einnig sýningar á Gullna hliðinu, sem þegar hefði verið sýnt 18 sinnum, oftast fyrir fullu húsi. Þá gat Guðlaugur þess, að þann 1. maí yrðu frumsýndir í Lindarbæ tveir einþáttungar, „Ferðin til skugganna grænu“ eftir Danann Finn Mettling, og nýr íslenzkur einþáttungur, „Loft bólur“ eftir Birgi Engilberts, sem er 19 ára að aldri og hefur nýlokið námi í leikmyndagerð Tómas Karlsson Vikuafli Reykja- víkurbáta 832 tonn AFLI Reykjavíkurbáta va.r frem- ur tregur s.I. viku. Heildaraflinn var rúmlega 832 tonn á 22 báta, eða tæpar 38 lestir á bát að meðaltali. Aflahæstur þorskanetja'báta frá Reykjavík í s.l. viku v#r m.b. Andvari. Vikuafli hans var 84,3 tonn. Næstu bátar voru í þessari röð: Ásbjörg með 64,2 tonn; Aðalbjörg með 62,4 t.; Fróði 60,8; Blakkur 55,8; Valur 53,0, og Sjöfn með 48,1 tonn. Afli Reykjavíkurbátanna s.l. föstudag og laugardag var einnig ( rýr, eða frá 9—17 tonn hvorn daginn. 5.670 gestir sáu minjasafnssýn- inguna SÝNINGUNNI „Myndir úr minjasafni“, sem opin var í Boga sal Þjóðminjasafnsins, lauk sl. sunnudag. Sýningin var opin í þrjár vikur og voru til sýnis upp drættir, málverk og teikningar frá liðnum tíma borgarinnar, en myndirnar eru úr minjasaini Reykjavíkur. Þá voru sýndir uppdrættir að- alskipulags Reykjavíkur 1962-83 og hin stóra og vandaða bók um aðalskipulagið. Eitt helzta til- efni sýningarinnar var útkoma bókarinnar um aðalskipulagið og vitnaði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, við opnun sýningar innar, til orða skáldsins: ,,Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja.“ Sýningin var mjög vel sótt og sáu hana 5670 gestir. Kjartan Guðjónsson listmálari, setti sýit inguna upp í samráði við Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minja vörð. Auk sýningargesta sá fjöldi skólafólks í borginni sýninguna undir leiðsögn Hjörleifs Sigurðs sonar, listmálara. Þær 'skoðunar ferðir voru skipulagðar af Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Blaðnmenn vilja enduiskoðun ó meiðyrðaókvæðum AÐALFUNDUR Blaðamannafé- lags íslands var haldinn sl. sunnudag. Formaður var kosinn Tómas Karlsson, en með honum í stjórn þeir Atli Steinarsson, Jónas Kristjánsson, Ivar Jónsson og séra Emil Björnsson. Á fundinum var samþykkt tillaga, þar sem þeim tilmælum er beint til hæstvirtrar ríkis- stjórnar, að hún skipi nefnd til að endurskoða meiðyrðaákvæði hegningarlaganna og verði Blaðamannafélagi íslands gefinn kostur á að eiga fulltrúa í þeirri nefnd. Er jafnframt mælzt til þess í tillögunni, að nefndin hafi lokið störfum fyrir næsta reglulegt Alþingi. hjá Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri einþáttunganna er Benedikt Árnason. Loks eru um það bil að hefj- ast æfingar á síðasta verkefni vorsins, að því er Guðlaugur sagði. Er það gamansöngleikur- inn „Ó, þetta er indælt stríð“ (Oh, What a Lovely War), eftir Charles Chilton og Joan Little- wood. Morræn kvöldvaka PRÓFESBOR dr. phil. • Hakon Stangerup flytur erindi um nor- ræna menningarsamvinnu á veg um Norræna félagsins og Dansk íslenzka félagsins í Tjarnarbúð (niðri) ' fimmtudaginn 28. apríl n.k. kl. 20.30. Litkvikmynd frá Færeyjum verður sýnd að erindinu loknu. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn áðurnefndra félaga og gesti þeirra og eru félags- menn hvattir til 'að fjölmenna og taka með sér gesti. Iðja segir upp samnmgum IÐJA, félag verksmiðjufólks i Reykjavík, hefur sagt upp samningum við atvinnurek- endur frá 1. júni n.k. í samninganefnd Iðju voru kosnir: Alda Þórðardóttir, Björn Bjarnason, Guðjón Sig urðsson, Guðmundur Þ. Jóns- son, Ingimundur Erlendsson og Jörundur Jónsson. — Lagarfoss Framhald af bls. 32 unnt að segja til um skemmd imar á skipinu fyrr en að skoð- un lokinni, en vart hefði orðið við leka á botngeymum og einmg hefði komizt sjór í lest 2. Lagartfoss hefði komið inn á Kungsbakkaviken uim kl. 6, en veður væri gott, rigning O'g logn og kyrrt í sjó. Lagarfoss er 2.923 brúttótonn að stærð, smíðaður hjá Burmeist er & Wain í Kaupmannahöifn árið 1949. Áhöfn skipsins er 31 maður, skipstjóri Birgir Thor- oddsen. Áhöfnin var aldrei talin í hættu vegna strandsins, en skip- ið var á leið til Ventspils er það tók niðri í björtu og góðu veðri. - Mig-21 Framhald af bls 1 hraðfleygustu vélar heims nú. Sögðu flugmenn Phantom-vél- anna að MIG-17 vélarnar létu ekki síður að stjóm en þeirra vélar en ættu erfiðara með að hækka flugið skyndilega. í gærkvöldi biðu tveir óbreytt- ir borgarar bana og sjö særðust er skæruliðar Viet-Cong réðust með sprengjuvörpum að fWig- velli einum í borginni Hue. Tals maður herstjórnarinnar sagði að skotið hefði verið um það ibl 40 sprengjum að flugvellinum en fæstar hefðu hæft hann. Á flug- velli þessum hafa bækistöð all- margar þyrlur og könnunarvél- ar en engar orrustuvélar eru þar. Þrjú þúsund kaþólskir menn eru sagðir hafa farið mótmœla- göngu í Saigon á sunnudag og 2.500 í bænum Thu Doc átta kílómetrum norðan við höfuð- borgina. Var stjórn S-Vietnam þar atyrt fyrir ódugnað Qg heig- ulshátt, en á báðum stöðunum fóru göngur þessar fram með friði og spekt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.