Morgunblaðið - 26.04.1966, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.04.1966, Qupperneq 31
Þriðjudagur 26. atjrfl 1966 — Fundir — borgarstjóra Framhald af bls. 11 í ljós ósk um góða samvinnu í framtíðinni. Arinbjörn Kolbeins son, fundarstjóri, mælti að lok- um nokkur orð og sagðist vilja þakka öllum fyrir þann áhuga um borgarmálefni sem fram hefði komið á fundinn. „Þá vil ég einnig fyrir hönd fundar- manna þakka frummælendum fyrir fróðlegar ræður, en alveg sérstaklega vil ég þakka borgar- MORGUNBLAÐID 31 stjóranum, Geir Hallgrímssyni, fyrir þá ágætu nýbreytni að ræða málefni borgarinnar með svo lýðræðislegum og málefna- legum hætti, sem gert hefur ver ið á þessum fundi. Fundurinn markar tímamót í samskiptum stjórnenda og borgara, og færir þau á málefnalegri og lýðræðis- legri grundvöll, en áður hefur þekkzt. Og aðsóknin að þessum fundi sannar að borgararnir kunna að meta þetta fyrirkomu lag á þjóðmálafundum“. Fundar stjóri sleit síðan þessum fjöl- menna og vel heppnaða fundi borgarstjóra. Fundurinn í Sögu ANNAR fundur borgarstjóra var aS Hótel Sögu í gærkv'óldi fyrir íbúa Mela og Vesturbæj- arhverfis. Baldur Möller bauð' fundargesti velkomna, og sagði að borgarar fögnuðu frum- kvæði borgarstjóra að þessum fundum. „Þeir eru snjöll við- leitni til að ná beinu sambandi við borgarana. Stækkun borg- arinnar útheimtir ný vinnu- brögð, og þau hafa verið tekin upp með þessum fundarhöld- um“. Þá tók Geir Hallgrímsson borgarstjóri til máls og rædtli almennt um málefni borgarinn- ar, en vék sérstaklega að mál- efnum Mela og Vesturbæjar- hverfis. Hann ræddi skipulags- málin og gatnageröina og sagði að í ár yrði lokið við að mal- bika Suðurgötu, Þverveg að Baugsvegi, Skjólin og prófessora hverfið, og víðtækri gangstétt- argerð yrði lokið í þessum hverf um á þessu ári og hinu næsta. Þá er unnið að nýbyggingum, þar sem Kamp Knox hverfið stóð. „Á þessu og næsta ári verður gengið frá gatnakerfi V esturbæ jarins endanlega“, sagði borgarstjóri. Hitaveita. Þá vék borgarstjóri að hita- veitumálum og sagði, að í hlut- um Vesturbæjarins hefði hita- veitu verið ábótavant, sérstak- lega á Landakotshæðinni og svæði í kringum hana. Sums staðar væri hins ve>gar ágæt þjón usta og færi það nokkuð eftir því hvernig hús liggja við götu- æð. „Þjónustu hitaveitunnar er ekki ábótavant", sagði borgar- stjóri „vegna þess að vatnsafl- ið hafi minnkað við ptþenslu Ihitaveitunnar. Þvert á móti, það hefur verið aukið. Dælustöð við Fornhaga, viðbótarmótor við dælus i >ð í Öskjuhlíð og Laugar- dal hefur valdið meiri aukn- ingu vatnsmagns inn á kerfið í gamla bænum. Hins vegar hafa neikvæð áhrif komið fram að einu leyti, geymarnir á Öskju hlíð hafa ekki verið stækkaðir og hitaveitan því ekki getað tekið á móti langvarandi kuld- um. Þetta stendur til bóta, nýr geymir, 9 þúsund tonn að stærð verður byggður í ár, og annar jafn stór á næsta ári. En hvor um sig er stærri en allir geym- arnir á Öskjuhlíð til samans. Jafnframt verður byggð kyndi- stöð í Árbæ til að yfirhita vatn- ið. í vetur skorti 8% nægilegt vatnsmagn. Dælur í holunum þoldu ekki yfirhitaða vatnið sem var 130 gráðu heitt, og því var ekki hægt að hafa allar hol- urnar í gangi samtímis. Vara- Stöðin við Elliðaár bilaði einnig og gat því ekki innt af hendi nauðsynlega þjónustu. En þetta stendur hvoru tveggja til úrbóta og kostað verður kapps um að bæta úr þjónustu hitaveitunnar við þetta svæði. Fegrun hverfisins. í Vesturbænum er fyrirhugað að ströndin meðfram Ægissíðu verði opið svæði og verður hún snyrt nokkuð, en þó ekki úr hófi, þar sem leitast verður við að vernda hina upprunalegu mynd strandarinnar“. Skólabyggingar. „Skólamálin í þessu hverfi standa þannig: Melaskóti og Vest urbæjarskóli eru tvísetnir, Haga- skólinn, sem er gagnfræðaskóli er einsettur, og Gagnfræðaskóli Vesturbæjar í Vonarstræti er einnig einsettur. Þar bætast við nokkrar kennslustofur, þar sem hið gamla hús Búnaðarfélagsins hefur verið keypt. Fyrirhugað er að byggja barna- og unglinga- skóla á Sólvöllum, og smábarna- skóla á Seltjarnarnesi“. Barnaheimili. „Í Vesturbænum eru tvö dag- heimili, Hagaborg og Vesturborg. Vesturborg er orðin léleg og þarf að endurbyggja. Leikskólar eru tveir, en þyrftu að vera þrír, þ.e.a.s. einn leikskóli á hverja fimm þúsund íbúa“. Eins og á fyrri fundinum í Bídó ræddi borgarstjóri að sjálfsögðu almennt um málefni borgarinn- 3r, og sérstaklega málefni hinna viðkomandi hverfi, en ræður hans eru ekki raktar hér frekar, enda þegar sýnt, að mikill fjöldi borgarbúa sækir fundi hans. Gunnlaugur Þórðarson ber fram fyrirspurn. Gunnar Már Pétursson beinir fyrirspurn til borgarstjóra. Sig- urður Ágúst Jensson annast hljóðnemaþjónustu á fundunum. FYRIRSPURNIR TIL BORGARSTJÓRA Að lokinni ræðu borgarstjóra flutti Úlfar Þórðarson, læknir, ávarp, og verður það birt í Morgunblaðinu á morgun. Síðan hófust fyrirspurnir fundargesta, og tók fyrstur til máls Gunnar Már Pétursson: Þakkaði hann borgarstjóra mjög greinargóða ræðu.-Kvaðst hann vilja leita upplýsinga um Reykjavíkurflugvöll, sem væri til mikillar óprýði, en erlendis tíðkast það, að snyrtilegt sé í kringum flugvelli. 2. Er Skerjafjörður á framtíð- aráætlun hitaveitunnar? 3. Hann gagnrýndi seinagang við ofaníburð á leikvelli og leik- svæði. 4. Er unnt að koma því svo fyrir, að börn úr Skerjafirði sæki Melaskóla í stað Miðbæjarskóla. Borgarstjóri: 1. Við höfum litið svo á, að það sé hlutverk flugvallaryfir- valda að annast snyrtingu í ná- grenni flugvallarins. Deilt hefur verið um framtíð flugvallarins, en í aðalskipulagi Reykjavíkur er talið að Reykjavík þurfi á flughöfn að halda. Þess vegna hefur ekki verið unnt að leggja flugvöllinn niður, en einungis útilokuð stækkun hans. Niður- staðan er því sú, að halda hon- um í sinni núverandi mynd, en leyfa endurbætur til öryggis. — Nauðsynlegt er, að snyrting fari fram í nágrenni hans og munu Reykjavíkurborg og flugmála- yfirvöld vinna að því, þar sem ákveðið hefur verið áð hann haldist. 2. Skildinganes er ekki inn -. hitaveituáætlun, og svæðið við Hörpugötu ekki heldur. Hila- veituleiðslur voru J?ó lagðar þang að og eru komnar í það hverfi. Ekki þótti fært að fara suður fyrir flugbrautina, meðan byggð- in er svo dreifð, eri að því ráði verður vafalaust stefnt þegar hún béttist. 3. Ég mun koma áleiðis ábend- ingu um ofaníburð salla á leik- velli og knattvelli. 4. Við fræðslustjóri Reykja- víkur höfum rætt þetta vanda- mál ásamt skólastjóra Melaskól- ans, og þeir báðir vilja leysa þetta mál. Nýting skóla borgar- innar er mis’jöfn. Þannig er nokk urt rými í Miðbæjarskólanum og Austurbæjarskólanum, þar sem við getum ekki flutt börn milli hverfa. Slíkt er neyðarúrræði, eins og vissulega er um að ræða varðandi börnin í Skerjafirði. Magnús GuSmundsson: Hafa verið gerðar eða eru fyr- irhugaðar nokkrar ráðstafanir til þess að útvega sjúkrarúm fyrir langiegusjúklinga? Borgarstjóri: Ég gat um það í minni frum- ræðu, að Borgarsjúkrahúsið yrði tekið í notkun á næstu vik- um og mánuðum, hver deildin á fætur annarri. Þar eru sjúkra- nú fyrir 206 sjúklinga. Þetta er þó ekki nettóaukning á sjúkra- rúmum í borginni, þar sem borg- in hefur rekið 100 sjúkrarúm annars staðar; og flytur þau nú í Borgarsjúkrahúsið. En þá losna sjúkrarúm í Heilsuvernd- arstöðinni, og þar er ætlunin að nýta sjúkrarúm fyrir langlegu- sj úklinga. Er það liður í áætl- un borgarstjórnar í velferðarmál um aldraðra. Þá er einnig ætl- unin að byggja 25 íbúðir á ári fyrir aldrað fólk. Einar Thoroddsen, spurði um ráðstafanir til að skapa unglingum aðstöðu til tóm stundaiðju og um vandamál gamla fólksins. Fyrri liðnum svaraði borgar- stjóri líkt og á fundinum í Lídó. 2. Nú er verið að Ijúka bygg- ingu 69 íbúða í háhýsi við Aust- urbrún og hluti þeirra veróur notaður fyrir aldrað fólk. Halldór Sigurþórsson: Er unnt að koma við stórvirkari tækni við gangstéttarlagningar en gert hefur verið? Borgarstjóri: Það er alveg rétt að gangstéttarlagnir hafa ekki fylgt malbikun gatna. Malfbikun er langt á undan áætlun, en gang stéttalagning fylgir ekki áætlun. Afköstum hefur þó fleygt mjög fram, Þannig minnir mig að á árinu 1962 hafi 3,7 kílómetrar gangstétta verið lagðar, en 1965 23 kílómetrar, og á þessu ári standa vonir til að síðari talan tvöfaldist. Ástæðan er einmitt fijótvirkari aðferðir en áður, en nú er fyrirhugað að afla véla, sem leggja gangstéttarkanta' og steypa metersbil um leið. Gunnlaugur Þórðarson: Allir jafnvel andstæðingar eru ánægð ir með að Reykjavík á ungan og dugmikinn borgarstjóra. Við hljótum að viðurkenna það. En jafnvel stuðningsmenn meiri- hlutans nöldra um eitt og annað. 1. Mætti ekki setja Örfiris- eyjarverksmiðjuna niður við Klett. svo að ólyktin frá henni bærist ekki um alla borg? 2. Hvenær á að rífa gömlu húsin við Grettisgötu, Holtsgötu og á því svæði? 3. Er ekki rétt að búa skóla fullkomnum kennslutækjum, og taka fastan lið á fjárhagsáætlun upp um það? 4. Hefði ekki mátt koma fyrir þeirri starfrækslu sem fyrirhug- uð er í turni borgarsjúkrahúss' ins annars staðar í húsinu? 5. Hvenær voru uppdrættir af Borgarsjúkrahúsinu upphaf- lega samþykktir? 6. Við Álftamýrarskóla er úti salerni, sem kostar eina miiljón króna. Það 'hefur ekki ennþá — verið tekið í notkun. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að byggja mörg slík hús í framtíðinni? Borgarstjóri: 1. Heilbrigðisnefnd hefur gert ýmsar kröfur um hreinlæti og ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir lykt frá þessum verk smiðjum. Samkvæmt þeim kröf- um var byggður stór strompur að Kletti, sem hefur gert mikið gagn, þótt frekari úrbóta sé þörf. Heilbrigðisnefnd hefur ráðið sérfræðing til að rannsaka þetta mál af sinni hálfu. Þá er spurningin um Örfiriseyjarverk- smiðjuna. Samkvæmt veðurfari og ríkjandi vindátt væri hag- kvæmasti staður fyrir hana í Seltjarnarneshreppi. Við ráðum ekki yfir landssvæði þar og töld um það raunar skyldu stærstu verstöðvar íslands, að sjá starf- semi sem þessari fyrir starfsað- stöðu. Það var álit manna að að frágengnum Seltjarnarneshreppi væri Örfirisey bezti staðurinn fyrir þessa verksmiðju, en það þarf að gera sérstakar ráðstaf- anir til lykteyðingar og með því verður fylgzt. Má hver sem er lá okkur, sem stóðum að sölu þessarar verksmiðju, að koma henni í verð, þannig að ekkert tjón varð fyrir borgarana. 2. Misjafn er smekkur manna, - því mér hefur verið legið á hálsi fyrir að of hratt væri gengið til verks við að rífa niður gömlu bárujárnshúsin, og við höfum ekki tilhneigingu til að rífa niður það, sem borgararnir hafa byggt upp, ef óþarft er vegna skipulags. Það er misskilningur að hægt sé að vinna mikið rými með því að rífa gömlu húsin. Um ferðarmannvirki krefjast mikils rúms. Það er álit okkar erlendu skipulagssérfræðinga að heppi- legt sé að Reykjavík hefur byggzt dreift, og þeir telja jafn- vel að hún hafi verið byggð of þétt. Mig minnir að í gamla mið bænum þar sem nú eru um 300 þús gólfflatarmetrar geti í hæsta lagi við endurbyggingu orðið 350 þús. 3. Já það er sérstök fjárveit- ing til kennslutækja og kaup á þeim hafa verið stóraukin. Fræðsluyfirvöldin fylgjast vel með í þeim efnum. 4. Turninn er notaður fyrir lækrtalið hjúkrunarlið, lestrar- sal, bókasafn og fleira, og þótti heppilegt að turninn væri þar sem hinar þrjár álmur Borgar- sj úkrahússins mætast, og væri þar einskonar miðstöð sjúkra- hússins. Hann hefur þar vissu- lega hlutverki að gegna. 5. Ég veit ekki betur en það mál hafi gengið sinn gang og teikningar verið samþykktar af byggingarnefnd. 6. í sambandi við Álftamýrar- skólann vorum við að ljúka fyrsta áfanga af fleirum. Ég skal ekki segja um hvenær einstak- ir hlutar þessara áfanga verða teknir í notkun eða í hvaða röð. Um það treysti ég mér ekki til að gefa upplýsingar um. Vegna rúmleysis verður hluti af frásögn af umræðunum á Hót- el Sögu að bíða birtingar til morguns. Fró Fulltiúoróði SjdH- stæðislélugunno í Reykjnvik STARFANDI eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eftirtaldar hverfaskrifstofur í borginni. Skrif stofurnar eru opnar milli kl. 2—10 e. h. alla virka daga nema laugardaga milli kl. 1—5. il VESTUR- og MIÐBÆJARHVERFI Hafnarstræti 19 Simi: 22719 NES- OG MELAHVERFI Tómasarhaga 31 Sími: 24376 AUSTUR- OG NORÖURMÝRARHVERFI Bergþórugötu 23 Sími: 22673' HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnisholti 12 Simi: 22674 LAUGARNESHVERFI i, Laugarnesvegi 114 Sími: 38517 LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegi 27 Simi: 38519 SMÁÍBÚBA-, BÚSTAÖA- OG HÁALEITISHVERFI Starmýri 2 Sími: 38518

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.