Morgunblaðið - 26.04.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 26.04.1966, Síða 4
4 MORCU NBLAÐIÐ T>riðjudagur 26. apríl 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigun Ing:ólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Símí 14970 MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 mnifim Volkswagen 1965 og '66. BIFREIÐALEIGAIU VECFERD Grettisgötu 10. Simi 14113. MáUlutningsskrifstola BIRGIR ISL. GUNNARSSON Lækjargötu 6 B. — n. hæS JÖHANNFS LX. HELGASON JÓNAS A. ABALSTEINSSON Lögfræðingar Klapparstig 26. Sími 17517. Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532. Viðtalstími 1—3. HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14 Símar 10332 og 35673. GtJSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Simi 11171. BOSCH Þurrkumótorar 6 volt 12 volt Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sirm 36820. jE Pólsku bylgjuþjófarnir „Gráskeggur“ skrifar og er heldur grimmur: „Heiðraði Velvakandi! Ég hjó eftir því á dögunum, að Pólverjar hafa sett á stofn ólöglega útvarpsstöð í landi sínu, sem veldur truflunum í hlustunartækjum hér á landi. Er sú sögð orsök útvarpstrufl- ana hér, skruðninga og skark- ala, sem skemma útvarpsdag- skrána fyrir hluta þjóðarinn- ar. Stöðin er sögð vera í Posna“ (eitt dagblaðanna sagði í „Pos- an“), en þetta nafn þekki ég ekki í Póllandi. Er hér ekki átt við borgina, sem Þjóðverjar kalla Pos^n, en Pólverjar Pozn- an, þar sem kúgaður verkalýð- ur gerði uppreisn gegn komm- únistum fyrir nokkrum árum? Ég sagði, að stöðin væri ólög- leg. Stöð þessi var upphaflega ekki nema 20 kílówött að styrk leika, en nú nýlega er kraft- ur hennar fimmtánfaldaður, aukinn upp í 300 kw. í algeru trássi við alþjóðareglur og gegn harðorðum mótmælum íslenzka ríkisútvarpsins. Pólverjar hafa skrifað undir samþykkt um að hlíta þessum reglum, en með þessu athæfi gera þeir dipló- mata sína að ómerkingum, tuskudúkkum, sem sparka má í að vild. Þannig þykir Pólverj- um sæma að koma fram við fulltrúa sína á alþjóðavett- vangi. Getum við ekki sótt rétt okk- ar gegn þessum kartöflu-Pól- ökkum fyrir einhverjum al- þjóðadómstóli? Sumir eru log- andi hræddir við alþjóðlega dómstóla, en þarna gætu þeir komið okkur að góðu gagnL Svona „radíó-pírata" á að tugta til fyrir dómi, en erfitt getur kannske reynzt að koma lögum yfir þá, því að kommún- istaríki er ekki réttarríki í neinum skilningi. Sé þetta ekki hægt, legg ég til, að við endurskoðum ræki- lega afstöðu okkar til viðskipta við Pólverja í framtíðinni. Þetta er hvort eð er ekki nema hand- ónýtt drasl, sem við kaupum frá þeim, sbr. eldspýturnar, kartöflurnar og sykurinn. — Gráskeggur“. Vinna unglinga „Sjómaður" skrifar: „Velvakandi góður! Ég las um daginn þá athyglis- verðu staðreynd, að fram hefur komið í alþjóðlegum skýrslum, að ísland hafi nú þriðju hæstu þjóðartekjur í Evrópu. Það er, að hvert mannsbam íslenzku þjóðarinnar ber meira úr být- um en hver einstaklingur með- al allra annarra þjóða Evrópu, að tveimur undanskildum. Ev- rópa er auðugasta heimsálfan, að Norður-Ameríku e.t.v. frá- tekinni, en það er nú ekki nema hálf álfa og fátækt er mikil í Suður-Ameríku, svo að við getum verið ánægðir með samanburðinn. Merkilegt þótti mér, að þing- maður einn, sem um mál þetta ræddi, hélt því fram, að þessi staðreynd væri ekki að þakka tækniþekkingu okkar eða verk menningu, heldur fyrst og freriast þátttöku unga fólksins í atvinnulífinu almennt. Þáttur þess í atvinnulífinu væri svo mikilvægur. í sambandi við þetta kom mér exm í hug, hve fáránlegt það er að ætla að banna ungling- um að vinna. Ég er alinn upp í sjávarþorpi, og það segi ég satt, að ég þakka fyrir, að mér var leyft að fara að vinna eftir því sem mér óx aldur og þroski. Fyrst var um létt og ábyrgðar- lítil störf að ræða, en smám saman lærði maður ný vinnu- brögð og tókst meira í fang. Þarna hlaut ég ómetanlega reynslu, auk þess sem gleðin var mikil að geta létt undir með heimilinu fjárhagslega og keypt handa sjálfum sér smá- vegis glingur. Konan mín er hins vegar alin upp í sveit, en hún hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Hún fór að taka til hendinni með ýmislegt smá- ræði á unga aldri og segist ekki sjá eftir því. Engum dettur í hug nú á dög- um að þrælka unglingana eða fela þeim erfiðari störf en þeir standa undir. Slíkt þekkist ekki og þarf ekki að banna. Aftur á móti tel ég alveg sjálfsagt að nota þennan vinnukraft, unglingunum, heimili þeirra og allri þjóðinni til blessunar og velfarnaðar. Auðvitað á ekki að skylda krakkana til eins eða neins í þessum efnum. Ef þeir hneigjast ekki til líkamlegrar vinnu, þá á að láta þá sjálf- ráða um það, en þeir, sem vilja hjálpa til, eiga skilyrðislaust að fá að gera það. — Með beztu kveðjum, Sjómaður". Hvað þýðir emerald? „Tópaz“ skrifar: „í æsku minni las ég æv- intýri, sem hét: „Hvað þýðir sár?“ Lausnin var, að það þýddi kerald, en það er ein af mörg- um merkingum þessa orðs; sfor. skyrsár. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér, þegar .ungur sonur minn spurði ailt i einu: „Hvað þýðir emerald? Er það eins og úlf- aldi?“ „Hvað segirðu, dreng- ur?“, spurði ég hissa og leit á dagblaðið, sem hann var að lesa. Þar stóð þá í mikilli fyr- irsögn yfir þvera forsíðu: „Björgum Álftanesi. Gerum. nesið að grænum emerald Reykjavíkur-svæðisins, en ekki að enn einni svefnherbergis- byggð“. Þetta var nú meiri fyrirsögn- in, hugsaði ég, en skýrði síðan fyrir strákhnokkanum, að emerald" væri enska orðið yfir gimstein þann, sem hing- að til hefur verið kallaður „smaragður“ á íslenzku. Hann er alltaf grænn, og ætti því ekki að þurfa að taka það sérstak- lega fram, ekki frekar en að sjórinn í Lambhúsatjörn og á Seilunni er „blár safír", en satt er það. — Agnari Mykle þótti vissara að taka fram, að rúfoín- inn væri rauður, þó að mér þætti bók hans reyndar svört eins og hrafntinna eða erfða- syndin. Sjálfsagt er þetta sama orðið upprunalega, sbr. „smeraldo" á ítölsku, en ástæðulítið finnst mér að hafna hinu hljómrika orði „smaragður" og taka enska orðið „emerald“ upp. Orðið hefur þó óneitanlega þann kost, að það gæti orðið rímorð (rím- ar á móti kerald), og ef það væri íslenzkað ögn betur með því að breyta því 1 „emmerald“, þá rímar það á móti hlemmker- ald. Þinn „Tópaz“. Já, eigum við ekki að halda okkur við íslenzkuna, bræður góðir. A.m.k. kynni Velvakandi ekki við, að félag sem stofnað yrði um mál þetta, héti, „Save Swans’ Peninsula Action Group“. Til sölu fokhelt keðjuhús (endahús) um 170 ferm. við Sæviðarsund. Skip og fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 Eftir lokun 36329. Til sölu: Burns gítar og Bird magnari Tækifæriskaup. — Upplýsingar í síma 32092 milli kl. 6—9 á kvöldin. Dugleg stúlka óskast í mötuneyti. Vinnutími frá kl. 9—5. Frí laugardaga og sunnudaga. — Upplýsingar í síma 125 í gegnum 17080. Til leigu 3ja herb. íbúð ca. 90 ferm. á bezta stað í bænum. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. maí nk., merkt: „26 — 9063“. Stúlkur Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur, ekki yngri en 17 ára, geta fengið atvinnu. Kexverksmiðjan FrcSn hf Skúlagötu 28. Vantar garðyrkju- menn og verkamenn Þórartnn Ingi Jónsson Sími 36870.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.