Morgunblaðið - 26.04.1966, Page 28

Morgunblaðið - 26.04.1966, Page 28
28 <£ t ft ft t it '14 M !i «t; i*i tm *«.«. n.... • • MORGU NBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. apríl 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Meðan á málitíðinni stóð, kom jþjónn. inn og sagði, að beðið vaeri um Rod í símann. Rod yfir- gaf okkur, undir óviðkunnanleg um hljómsveitarleik. — Hversvegna er það aðeins í smærri borgum, sem etið er eftir hljómlist? sagði Prudence með munninn fullan. Ég kann vel við það. Það vekur gamlar endurminningar. 1 London er ekki annað að hafa en diska- glamur og orðaskvaldur. Rod kom aftur til okkar eftir fáeinar mínúitur. — Það er hann frændi hans Firths. Læknirinn, sem við hitt- um, þegar við fórum með hann í húsið. Hann hefur nokkuð áríð andi að segja okkur. — Okkur? sagði ég. Það var dottið út úfr mér áður en ég vissi af þvL — Jé, Virginia sagði hann og settist ekki að matnum aftur heldur gaf þjóninum bendingu og borgaði reikninginn, þrátt fyrir fullyTðingu Prudence um, að hún væri gestgjafinn. — En þú verður að vera hjá frú Cax- ton. Við verðum að skilja í bili. — Það var leiðinlegt. Þér eruð vonsvikin, sagði Prudenoe. — Ég get vel skilið það. Þér viljið gjarna taka þátt í þessu. Farið þér með honum, ungfrú Strick- land. Ég ætla að sitjji héma við búðinginn minn og mér er óhætt. — Það er vel hugsað af yður, sagði Rod, — en það kemur ekki til nokkurra mála, — og hann varð fyrri til en ég að andæfa iþessu. — Þið verðið að fara að nákvgpmlega eins og um var tal- að. — Jæja, ef þér standið fast á þvi, sagði frú Caxton, mjiúk eins og rjóminn, sem hún var að borða. — Við kunnum báðar að hlýðia skipunum. Hún ieit til mín, eins og kona lítur til konu, næstum glettnisleg á »vipinn. Ég sá um leið, hvernig hún gat AGAVOX 2 HLJÖÐRITl Sparið tíma — með AGAVOX hljóðrita AGAVOX er heimsþekktur fyrir gæði. Leitið upplýsinga hjá fagmönnum okkar. Árs ábyrgð. — Örugg þjónusta. m IZZZF. LAUGAVEGI 92 REYKJAVIK SlMI 22600 PÓSTHÓLF 1212 Byggingalóðir Höfum til sölu nokkrar raðhúsalóðir við Látraströnd, sem er gata í nýskipulögðu hverfi í landi Mýrarhúsa, Seltjarnarnesi. Áætlað er að byggingarframkvæmdir geti hafist eigi síðar en 1. ágúst í sumar. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. — Símar 22870 og 21750. Utan skrifstofutíma 33267. MELAPAINI (Nýjung) Nýkomið: Plastlagaðar spónaplötur frá OY. Wilhelm Schau- man A/B. Stærðir: 4x9’. Þykkt: 20 mm. / Glæsileg vara — Hagstætt verð. Hallveigastíg 10. Haiínes Þorsteinsson heildv. stjórnað karlmönnum. Hún tók þá bara ekki of hátíðlega. — Verið þið kyrrar héma í matsalnum þangað til ég kem aftur. Ég verð ekki lengur en ég þarf. Og það er hvont sem er langt þangað til lestin á að fara. — Ef hún fer nokkuð. — Einmitt. En þið gerið eins og ég segi, er það ekki? —-Við lofum þvá, sagði Prud- enoe og ég sagði: — Já Rod. — Gott! sagði hann og leit háðslega á okkur báðar. — Ég sé yður seinna, frú Caxton. Rless, litla mín, sagði hann við mig, og svo gekk hann út úr salnum og fram í forsalinn. Það varð ofurlítil þögn eftir að Rod fór út. Þjóninn tók diskinn hans af borðinu. En vindlings- stubburinn, sem hann var að drepa í, varð eftir og eins pentu- dúkurinn, samanhnoðaður eins og hann hafði skilið við hann. Jafnvel stóllinn..... Mér leið fjandanlega. Hinsvegar var Prudence Cax- ton hin rólegasta, södd og ánægð eins og rólynd kisa. Hún saup á kaffinu sínu og ef ég svo mætti segja,_ sleikti hún kampana. — Ég kann vel við piltinn yð- ar. Segið mér aftur alla söguna um John Firth og Romford. Alla söguna. Byrjið á upphafinu. Ég gat ekki almennilega hlustað iþegar ég hitti ykkur í sjónvarps- stöðinni. — Hlustuðuð þér ekki, frú Craxton? — Nei, og þér hljótið að hafa tekið eftir því. — En samt samþykkituð þér að koma með okkur. □---------------------------□ 31 □-----------------------------n — Góða barnið mitt! Þið eruð bæði svo bersýnilega heiðarleg, og þar að auki sniðug. Auglýs- ingafólk er engir bjánar. Vitan- lega þarf það ekki endilega að vera heiðarlegt! Fyrst hélt ég, að þetta væri plat. En svo leit ég framan í ykkur. Þið voruð svo áhyggjufull og áköf. Ég þekki þann svip, enda hef ég fyrirhitt hann út um allan heim. Og svo gerist ýmislegt skrítið í mínu starfi, eins og ég sagði ykkur. Og ég legg ekki í hættu, nema starf mitt hafi eitthvert gagn af því. Ég hlustaði ekki heldur leiit 'bara á ykkur. Segið mér því alla söguna aftur. Og nú hlustaði hún gaum- gæfilega. Þjónninn fyllti boll- ana okkar, hljómsveitin hélt áfram að saga, og þokan brauzt brauzt inn um gluggatjöldin. Loksins sagði Prudenece: — Þetta var vel klárað. Þið hafið gabbað þá .... hverjir sem þeir kunna að vera. Við verðum sam- ferða til London og þá segið þér lögreglunni alla söguna. Ég Þekki Wrexford. Hann er að vísu óþarflega formfastur, finnst mér alltaf, og líklega af því, að ég fékk hann einu sinni til að brjóta reglurnar sínar. Guð minn góður! Sjáið þér, hvað klukkan er? Við skulum ná í töskurnar okkar! — Finnst yður ekki við ættum að senda burðarkarlinn upp eft- ir þeim? Hún rak upp skellihlátur svo að skein í hvítar tennurnar. Jú, ég ætla svei mér að eyða einum skildingi, en ég vil bjarga snyrti vörunum mínum af borðinu. Við tökum karlinn upp með okk ur. Er það nægileg öryggisráð- stöfun? Ég samþykkti það og hló ofur- lítið við. Við náðum okkur í lítinn, kámugan burðarkarl frá af- greiðslulborðinu, þar sem hann var, skuggalegur á svipinn, að lesa skrána yfir aflýsta knatt- spyrnuleiki. Við fórum upp í lyft unni, fyrst í mitt herbergi, þar sem ég fleygði dótinu minu í rennilástösku, og sáðan upp í her bergi Prudenœ Craxton. Hún hafði stórt tveggja manna her- bergi, skrautlegt og kauðalegt, ^þar sem stóð stórt ker með gul- um blómum í. — Þetta snjónvarpsfólk er vel siðað og kurteist, sagði hún og ibenti á blómin. Það er skömm að skilja þau eftir. Viljið þér ekki fá þau? sagði hún við burð arkarlina. — Gefið þau konunni yðar. Og hún tók blómin upp úr ker inu en vatnið lak af þeim á gólfábreiðuna. — Ég verð að fara inn í bað- hedbergið, eftir tanmburstanum mínum sagði hún og hoppaði um kring í herberginu, eins og kardínáli í rauðri kápu. Burðarkarlinn vafði klaufa- lega dagblaðinu u'tan um blóm- in, en Prudence gekk inn í bað- berbergið og kallaði til mín um leið að hirða málningaröskjuna sína. Allt í einu fann ég sáran verk í höfðinu og sá um leið aragrúa af stjörnum. Og svo ekki meira. 10. kafli. Ég vaknaði í þröngri káetu á skemmtisnekk j u. Ég hafði verið milli svefns og vöku, dofin og heimsk í nokkurn táma áður en mér tókst að hrista sjálfa mig til meðvitund- ar. Þetta var maitröð, þegar mað- ur er að reyna aftur og aftur að opna augun, en finnur þá bara, að þau eru límd aftur. Ég leit ikring um mig, fann loks slökkv- ara og kveikti ljós. Ég var svo svefndrukkinn og geispandi, að ég gait ekki hugsað neitt, sem vit væri 1. En allt í einu tók ég að átta mig á því, sem gerzt hafði. Ég hafði verið í herberginu hennar Prudence. Burðarkarlinn með votu blómin. Og svo þetta höfuðhögg. Ég þuklaði á hnaikkanum á mér. Þar var kúla á stærð við tennisknött. Og það var fjandi sárt. Regluleg slögin í vélinni gáfu til kynna, að við værum þegar komin út á sjó, og ég reisti mig upp á hné í kojunni og gægðist gegn um kýraugað. Ekkert sást úti fyrir nema alit stálgrátt —- það mundi vera þokan eins og hún var til sjós,. Öðru hverju heyrðist í þokulúðri. Það var óhugnalega draugalegt. Ég settist á hœla mér og gait varla stillt mig um að æpa upp af hræðslu. Ég fór að hugsa um Prudenoe og Firth, en þó fyrst og síðasit um Rod. Ég jafnaði mig ofurlítið af verstu ofsa- hræðslunni, og fann, að ég gat setið kyrr, án þess að skjálfa, og gat meira að segja hugsað í sam- hengi og ekki eingöngu um yfir- vofandi dauða minn. Ég sat kyrr með laust spennáar greipar, eins og Maurice hafði einu sinni sagt mér, að sálfræð- ingur hefði ráðlagt honum, til þess að forðast ofmikla spennu. Sá var góður: „að forðast spennu!" Ég var um borð í skipi og guð má'tti vita, á hvað leið — líklega var Prudenoe Caxton líka þar um þorð og jafnvel —• ef Rod hefði verið galbbaður —. Firth endurfanginn! Vitanlega yrðum við myrt. Altt, sem ég átti nú, var minn eiginn hugur, ef hann þá yrði ekki ruglaður af hræðslunni — hugur minn á að frelsa Prudence, og helzt sjálfa mig líka. En fynst ætlaði ég að hugsa um það, sem betur mætti fara. Rod. Hann mundi setja aitt Skotland í gang, til þess að finna mig. Já, þú gerir það, Rod, er 'það ekki? hugsaði ég og and- lit hans kom ógreinilega fram 1 huga mínum, og það var sárt, af því að hann sýndist eins og kvikmynd á löngu færi. Ég stóð upp úr kojunni, þvoði mér í framan í skálinn, sem var við þilið og stakk hendinni í vas ann á loðkápunni minni. Þar var enn greiða, andlitsduift og vara- litur. Ég lagaði á mér andlitið og var tiltölulega lítið skjálf- henit og tók að svipast um 1 þessu fangelsi minu. Ltboð Síldarverksmiðjur ríkisins leita tilboða í mjölhúss- byggingu og undirstöðubyggingu síldargeymis á Seyðisfirði. — Útboðsgagna má vitja í verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen, Miklubraut 34, Reykja- vík, gegn 1000 króna skilatryggingu. — Tilboð verða opnuð 2. maí 1966 kl. 16.00 hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Síldarverksmiðjur ríkisins. Veitingastofa óskast til kaups. — Tilboð, merkt: „Veit ingar — 9146“ sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.