Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 1
44 síður (Tvö hlöð) 83. árgangur 292. tbl. — Þriðjudagur 20. desember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins rétfur til veiða Danmörk, Noregur og Svíþjóð semja Gagnkvæmur um veiðar innan vœntanlegrar. aukinnar fiskveiðilandhelgi Jólasvipur færist nú yfir Reykjavík. Mynd þessi er tekin ofarlega á Miklubraut og sýnir jólaskreytingar, sem lýsa upp skammdegið. Kaupmannahöfn, 19. des. — NTB. I DAG var undirritaður í Kaup- mannahöfn samningur miiii Noregs, Danmerkur og Svíþjóð- ar um gagnkvæman rétt þjóð- anna til fiskveiða innan aukinn- ar fiskveiðilandhelgi í Skagerak og Kattegat. Samtímis var undirrtaður sarnningur milli Danmerkur og Noregs um heimild til handa norskum fiskimönnum til að veiða innan aukinnar fiskveiði- landhelgi við Danmörku. Samningar þessir hafa verið til umræðu um langt skeið, gera ráð fyrir, að þótt aukin fiskveiði landhelgi komi til sögunnar, hafl fiskimenn þessara þriggja þjóða rétt til að veiða allt að fjórum sjómílum frá landL Svæði það, sem samningurinn nær til, er Skagerak og norður- hluti Kattegat Samningurinn gildir fyrst um sinn til 35 ára. lUSSR Formleg málaleitun Bandaríkjastjórnar: IJ Thant beitir sér fyrir vopnahléi í Viet-nam spiengu fullkominni tekið fram margoft áður, geta I 1962 verið fullnægjandi grund- Genfarsamningarnir frá 1954 og | völlur fyrir slíkri lausn. VÍSINDAMENN í Uppsölum, í Svíþjóð, telja sig nú geta fullyrt, að Sovétríkin hafi gert tilraun með mjög öfluga kjarnorkusprengju — neðan- jarðar — við Semipalatinsk, aðfaranótt sunnudags. Sýndu jarðskjálftamælar hreyfingu í jarðskorpunni, sem svarar til 6.2 stiga (Richt er). Mun tilraunin hafa verið gerð um kl. 6 á sunnudags- morgun. Siðasta tilraun Sovétríkj- anna var gerð, að sögn vís- indamanna í Uppsölum, 19. október sl. Bann það við til- raunum með kjarnorkuvopn, sem í gildi er, nær ekki til sprenginga neðanjarðar. samvinnu við Samein- uðu þjóðirnar New York, 19. desember. — NTB-AP — BANDARÍKIN fóru þess formlega á leit í dag við U Thant, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann beitti sér fyrir því, að komið yrði á vopnahléi í Víetnam. Arthúr J. Goldberg, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum lýsti yfir í bréfi til U Thants, að banda- ríska stjórnin sé þess fús, að vinna að því í fullkominni sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirn- ar, að hafnar verði viðræður í þessu skyni, eins fljótt og unnt er, og síðan leggja sig fram við að koma á vopnahléL Takmark okkar er, að endir verði bundinn á alla bardaga og valdbeitingu og að fundin verði varanleg friðsamleg og heiðar- leg lausn. Eins og við höfum M, - Danska stjórnin höfðar mál vegna bótakröfu Árnanefndar Einkaskeyti frá Kaupmannahöfn 19. des. SU ákvörðun dönsku stjórnar- innar að fresta undirskrift samn ingsins um afhendingu handrit- anna unz fyrir liggur dómsur- skurður um skaðabótaréttinn, þýðir í rauninni að hún hyggst sjálf höfða mál með það fyrir augum að fá úr því skorið strax hvort skaðabætur skuli greiddar. Þessu hefur ekki verið lýst ytir opinberlega en er þó slegið föstu bæði meðal lögfræðinga og stjórnmálamanna, eftir ræðu sem Jens Otto Krag, flutti sl. laugardag. Framh. á bls. 31 búnaðarblaðinu, smásaga eftir Mark Twain, Haukur Hauks- son þýddi og endursagði. Allir hækka vinnulaun sín nema ég — enda margir fátækir sem hjá mér læra, Magnús Finns- Goldberg afhenti U Thant íjálfur bréfið; skrifstofu fram- kvæmdastjórans í morgun. Síð- ar átti U Thant fund með sendi- herra Alsír hjá Sameinuðu þjóð- unum. Tewfik Bouattoura, en Alsírstjórnarvöld hafa áður haft milligöngu um að koma orð- eendingum frá U Thant til leið- toganna í HanoL '■ I»á átti U Thant einnig samtal við sendiherra Sovétríkjanna hjá Sameinuðu .þjóðunum, Nik- olai T. Fedorenlko. í bréfi Goldbergs segir m.a., að bæði U Thant og Páll páfi hafi áður lýst sig ákaft fylgj- andi því, að hin stuttu hlé á nýárshelgina yrðu framlengd, og að sú framlenging gæti leitt til upphafs samningaviðræðna. í 14 greinum bréfsins, þar sem bandaríska stjórnin setur fram mikilvæg atriði í sambandi við friðsamlega lausn í Vietnam, eegir, að það verði þungamiðj- *in, að meðan að hafnar yrðu eamningaviðræður um frið í Vietnam, að vopnaviðskiptum yrði hætt JÓLA-LESBÓK Morgunblaðsins var borin til kaupenda í gær. Hún er að þessu sinni 56 blaðsíður að stærð. Efni hennar er m.a.: Úr Sólarljóðum, með mynd eftir Finn Jónsson. Kirkjuár og stórhátíðir eftir Jóhann Hannesson prófessor. Með vísnasöng, eftir séra Bjarna Sigurðsson. Jólin og Dick- ens eftir André Maurois, í þýðingu Elínar Pálmadóttur. Ilm- ur jólanna, bernskuminning eftir I»órunni Elfu. Eldhús eftir máli, smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur. Jólagjöf Kawitis, eftir Horace Leaf, Þegar Quetzalcoatl sneri aftur, eftir Guð- brand Gíslason. „Það var nú alltaf dálítið tómahljóð í gras- gerinu“, úr ævisöguágripi um sellósnillinginn Pablo Casals, tekið saman af Sonju Diego Thors. Tugabrot, eftir Thor Vil- hjálmsson, myndskreytt af höfundi sjálfum. Þegar Raufar- hólshellir var mældur, ferðasögubrot úr Þrengslunum eftir Björn Vigni Sigurpálsson. Martröðin, smásaga eftir Lesley Williams, í þýðingu Ingva H. Jónssonar. Regn, smásaga eft- ir Edward Taylor. Kóngurinn í Löngangstræde, eftir Björn Jóhannsson. Memfis — elzta höfuðborg Egyptalands, eftir Jóhann Briem listmálara, myndskreytt af höfundi. Jarðríki og guðsriki, eftir Árna Óla. Armenía — fyrsta kristna ríki heims, Armenar — hin stolta þjóð fornra handrita og sér- stæðrar sögu, eftir Margréti R. Bjarnason. Þegar ég ritstýrði son rabbar við Önnu Pjeturss píanóleikara. Sonurinn, smá- saga eftir Olgu Adeler, í þýðingu Steinunnar Ólafsdóttur. Til Austurheims vil ég halda, reisubókarkorn Þórðar Jórsala- fara á Sæbóli, eftir Friðrik Sigurbjörnsson. Fóstbræðralag sem aldrei var svarizt í, eftir Björn Thors. Jól í Róm. Það er erfitt að vera gamaldags, eftir Ásgeir- Ingólfsson. Ör- birgð, smásaga eftir Einar Guðmundsson. Mats og pípa álfa- kóngsins, ævintýri eftir Ingu Jonsson, í þýðingu Jóns H. Aðalsteinssonar. Rætt við St. Franciskussystur í Stykkis- hólmi, eftir Vigni Guðmundsson. Út í geiminn, texti og teikn- ingar eftir Harald A. Einarsson. Ljóð eru mörg í Jóla-Lesbókinni auk Sólarljóða, og birt- ast þau í þessari röð: Ljóð, eftir Hannes Pétursson. Sigur, eftir Þorgeir Sveinbjarnarson. Ákall, eftir Steinar Lúðvíks- son. Jólasöngur 1874, eftir Matthías Jochumsson. Jólin koma, eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Jólakvöld, eftir Knút Þorsteinsson. Blásið í sönglúðra, eftir Ben. Ax. Hýnótt, eftir Svein Bergsveinsson, Þrjú sænsk ljóð þýdd af Jóhanni Hjálmarssyni (Strönd sírenanna, eftir Gunnar Ekelöf; Lengra hef ég ekki náð, eftir Werner Aspenström; Fröding, eftir Lars Forsell), myndskreytt af Sverri Haraldssyni. Heyr mína bæn, eftir Gísla Jónsson fyrrverandi alþingismann. í Jóla-Lesbókinni er mikill fjöldi mynda, bæði ljósmynda og teikninga, auk myndagátu og jóla-krossgátu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.