Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLADIÐ Þriðjudagur 20. des. 1966 Jónas Péfursson leggur fram á Alþingi frv. urn: AUSTURLANDSVIRKJUN JÓNAS Pétursson, alþm. hefur lagt fram á Alþingi frv. til laga um Austurlands- virkjun. Meginefni þess er, að ríkisstjómin og sveitarfé- lög Múlasýslna, Neskaup- staðar og Seyðisfjarðarkaup- staðar setji á stofn virkjana- fyrirtæki er nefnist Austur- landsvirkjun. Austurlandsvirkjun skal heimilt skv. frv. að reisa allt að 12 MW-orkuver í Lagar- fljóti við Lagarfoss ásamt aðalorkuveitu til EgiLsstaða. Ennfremur er Austurlands- virkjun ætlað að taka við öllum eignum rafmagns- veitna ríkisins á Austurlandi þ.e. orkuverum og aðalorku- veriun. I greinargerð frv. er bent á, að orkuframleiðsla á Aust- ■ urlandi hefur aukizt um 130% á fimm árum, en á sama tíma hefur raforku- framleiðsla í öðrum lands- hlutum aukizt um 36%. Þar segir ennfremur: „Eins og nú er ástatt í ratoricu- jnálum á Austurlandi, er hamlað á móti aukinni notkun al því, að iframleiðslan er svo óhagkvæm. £ru þvi ónotaðir ýmsir mögu- íeikar til meiri hagnýtingar raf- magnsins, sem ódýr vatnsorka getur fullnægt, en ekki ketmur til greina að fullnægja með dís- Horku. Sérstaíklega skal hér nefna húshitun með raforku og ekki sízt í sveitum. Rafmagnshitun í sveitum er hagstæðari en í þétt- býli við hafnarstæði. Meta þarf flutninga á olíu í því sambandi. En vegna jöfnunar verðsins er orkan raunverulega ódýrari en reiknað er með til hitunar I sveit um. Er þarna um mikiivægt þjóð . hagslegt atriði að ræða. En auð- vitað er í þéttbýlinu líka sjálf- sagt að athuga hagkvæmni raf- magnshitunar. t>ar keppir hún þó sennilega ekki við jarðlhita, þar sem hans er völ í nágrenni þéttbýlis, en kaupstaði og kaup- tún á Austurlandi er ekki talið sennilegt að verulegan jarðhita sé að finna, nema í nágrenni Egilsstaða. Á Austurlandi er hagfcvæmur virkjunarstaður í Lagarfljóti við Lagarfoss. Áætlanir sýna, að Lag arfossvirkjun er hagstæð miðað við kostnað á virkjað kW. og kWh. framleiðslugetu. En höfuð- kostur hennar er þó öryggið vegna hinnar miklu vatnsmiðl- unar í LagarfljótL Það er áhugamál Austfirðinga, að Lagarfoss verði virkjaður hið allra fyrsta tii að binda endi á raforkuskortinn, skapa öryggi í raforkuframleiðsluna og til þess að fá ódýra orku í stað hinnar dýru dísilorku. En virkjun Laigarfoss gæti gerzt á fleiri en einn veg. Það gæti gerzt með því, að ríkið virkjaði, og það gæti gerzt með því að stofna fyrirtæki, Aust- fjarðavirkjun eða Lagarfossvirkj un, er Austfirðingar væru eigend ur að að meira eða minna leyti. Hér er lagt til, að Austfjarða- virkjun sé stofnuð með helminga þátttöku ríkis og heimabyggða á svipaðan hátt og Landsvirkjun ^og Laxárvirkjun. Ég tel það fram tíðarmál, að byggðarlögin eigi sem mestan hlut í orkuverunum. Það eykur sjálfstæði þeirra og tryggir þeim meiri þátttö'ku í þeim fjársjóðum, sem vatnsvirkj- anir verða örugglega síðar, er þær hafa verið afskrifaðar að mestu. Og ég held, að á þann hátt verði allur þessi rekstur hag- kvæmastur, með því að hafa ekki einingarnar allt of stórar, að því er stjórn og framkvæmdir allar varðar. iSnertir þetta bæði orku- framleiðsluna sjálfa og einnig dreifinguna, sem nú er eystra á vegum héraðsrafveitna ríkisins. Með frv. fylgir álitsgerð þeirra Jóhanns Indriðasonar rafmagns- verkfræðings og Ásgeirs Sæ- mundssonar tæknifræðings um rekstrarcifkomu Austurlandsvirkj unar fram til 1980. Þar er meðal annars borið saman að kaupa orkuna um línu frá Laxá í Þingeyjarsýslu til Egilsstaða, en sú lausn hefur nú stofnunar Austurlandsvirkjunar, en ætlazt er til, að slíkt komi farm undir meðferð málsins í Al- þingi. Til að auðvelda sveitarf élögun- um að taka afstöðu er málið flutt. Með því er það komið í áþreifanlegt form. En á meðan það svífur í lausu lofti, eins og til þessa, verður erfitt fyrir fólkið á Austurlandi að gera sér fulla grein fyrir rökum þess“. verið ofarlega í huga þeirra, er raforkumáLum okkar stjórna. Með 25 aura verði á kWst. við Laxá verður sú leið fljótlega mun óhagstæðari, gefur dýrari orfcu en Lagarfoss, auk þess, sem er meginatriði frá sjónarmiði Austfirðinga, að hafa ekki sama vald á því máli. Má t.d. benda á margs konar iðnað, sem æski- legt væri að setja upp, sem þyrfti talsverða orku. Liggur í augum uppi sá reginmunur, sem er á því að hafa þá sjálfur vald á ork-u- málunum eða að þurfa að semja um kaup á orkunni t.d. frá Lax- árvirkjun. í virkjunarmálunum gildir að vera framsýnn, og þó að axla þurfi nokkra byrði í byrjun vegna Lagarfossvirkjun- ar, þá snýst dæmið fljótlega við og hagur Austfjarðavirkjunar er orðinn allgóður þegar fyrir 1980, þrátt fyrir að hún tekur að sér allan rekstur á núverandi kerf- um og Grímsárvirfcjun ásamt Lagarfossvirkjun, rekstur, sem nú er hinn erfiðasti, samkv. reikn ingum rafmagnsveitnanna. Svæði það, sem Austfjarða- virkjun er ætlað að ná yfir í fyrstu, er núverandi Grímsár- svæði. Æskilegt er, að sem fyrst verði unnt að færa það svæði út, bæði norður til Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, til Borgarfjarðar og Djúpavogs og síðar jafnvel suður um til Hornafjarðar. En um þau atriði er eðlilegt að komi til samninga, eftir að Austur- landsvirkjun hefur verið sett á stofn. En auðvitað er æskilegast, að allt Austurland geti fallið inn- í þetta fyrirtæki með þær fram- kvæmdir og rekstur, er því fylg- ir. Það skal tekið fram, að sveitar- félögin á Austurlandi hafa ekki tekið afstöðu til þessa máls, þ e. Mattwilda Dobbs ásamt eiginmanni sínum , „Sá „Mörthu" 12 ára gömui — aldrei séð óperuna síðan" Segir Matfwilda Dohbs við komuna til Reykjavíkur JÓLASÝN'IN Þjóðleikhúsins verð ur óperan „Martha“ eftir Þýzka tónskáldið Friedrich Flotstow (I'81i2—>1®8S ). Titilhlutverkið ,AIörtu“ syngur bandaríska blökkúkonan Mattiviilda Dobbs. Kom hún til Reykjavíkur í gær frá Kaupmannahöfn ásamt eigin manni sínum, sænskum blaða- manni. Mattvilda tjáði blaðamanni Mbl. á flugvellinum við komuna til landsins að hún hafi aldrei sungið í óperunni „Mörthu“. Sagð ist hún hafa séð óperuna í fyrsta sinn 12 ára gömul í Atlanta, þar sem hún er fædd og uppalin, en aldrei hafa séð hana síðan. Óperusöngkonan hefur stund- að háskólanám í tungumáium við Columbíaháskólann þar sem hún tók Masters of Arts gráðu. Að því námi loknu hóf hún söng nám hjá söngkonunni Lotte Leonard og hlaut námsstyrk, sem kenndur er við Marian Ander- son. I tvö ár stundaði hún söng- nám í París. Hún var fyrsti negra söngvarinn, sem eungið hefur í La Scala í Mílanó. Oft hefur hún sungið við Glyndebourne óperuna í Eng- landi, Covent Garden og Metro- pólitan í New York. Hefur söng- konan sungið á koncertum í flestum löndum Evrópu og var hún fyrir Skömmu í söngferða- lagi í Rússlandi. Auk þess hefur hún sungið í Ástralíu og flest- um Stórborgum Norður-Ameríku. Þau hjónin eru búsett í Stofck- hólmi, og hefur óperusöngkonan undanfarin ár sungið við óper- una þar. Síðast í fyrrakvöld söng hún í „Rakaranum frá Sevilla“, eftir RossinL Óperan „Martha" verður frum- sýnd í Þjóðleifchúsinu á 2. í jól- um. Hljómsveitarstjóri verður Bodan Wodisko, en þýðandi óper unnar er Guðmundur Jónsson, óperusöngvarL Tjáði Klemenz Jónsson leikari blaðinu að Matti wilda mundi syngja á um 10—15 sýningum, en síðan tekur Svala Nielsen við hlutverkinu. Með önnur stærri hlutverk fara Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Sigurveig Hjaltested og Hjálmar Kjartansson. Leikstjóri er Erik Schacks, sem nýlega setti óper- una á svið í Berlín. Leikmyndir og búningsteikningar eru gerðar af Lárusi IngólfssynL Óperan „Martha" er gaman- ópera og gerist í Englandi á dög- um Önnu drottningar (1702— 1714. Var hún fyrst frumsýnd 1 Vínarborg árið 1847). Enga hiftu þeir stúlkuna AÐFARANÓTT sunnudags sl. komu nokkrir menn á lögreglu- stöðina í Reykjavík og lögðu fram kæru á hendur fimm út- lendingum, sem þeir kváðu hafa ráðizt á sig við Álafoss. Höfðu mennimir farið fjórir saman upp að Álafossi að hitta stúlku. — Stúlkuna hittu þeir ekki en hins vegar lentu þeir í ryskingum við fimflft menn, sem þeir kváðu vera Skota. Er fjórmenningarnir komu upp að Álafossi komu tveir menn að iþílnum og virtust eiga eitthvað vantalað við piltana. Þeir hins vegar voru Htt viðræðufúsir og böndu'ðu þeim frá sér. Braut þá annar maðurinn hliðarrúðu með 'hnefahöggi. Þá vatt sér úit úr bílnum ein piltanna undir áhrif- um áfengis og kvaðst hann hafa viljað ræða málin við Skotana. Þeir réðust þegar að honum með barsmíðum. >á fór bílstjórinn og annar með honum félaga sínum til hjálpar og toættust þá í hóp- inn þrfr Skotar, sem höfðu gert sér glaðan dag af skota og voru alltruflaðir af hans völdum. — Upphófust nú pústrar og hrind- ingar og hlutu tveir íslending- anna töluverða áverka í andlitL Þeir kærðu árásina eins og að framan greinir og er rannsókn málsins niú í hiöndum rannsóknar lögreglunnar. Hagnaður SAS fjórða árið í röð Verkfallið í sumar kostaði þó félagið mikið 1 GÆR ollu smálægð fyrir vestan land hægri suðlægri átt með dálítilli slyddu eða rigningu á S- og V-landi. Á A- og NA-landi hafði hún engin áhrif; þar var stilla og allt að 10 stiga frost. Kaupmannahöfn, 18. des. — NTB FRAMKVÆMDASTJÓRI SAS, flugfélagasamsteypunnar nor- rænu, Karl Nilson, skýrði frá því í dag, að þrátt fyrir verk- fall það, er lamaði starfsemi fé- lagsins um hríð í sumar, og tal- ið er hafa valdið um 200 millj. kr. (ísl.) tekjumlssi, hafi ágóði á síðasta reikningsárl, 1965/1966, orðið um 550 millj. kr. (ísl.). Þetta er fjórða árið í röð, sem SAS skilar hagnaði. í fyrra var hagnaðurinn um 60 millj. kr. (ísl.), en var rúmar 600 millj. (ísl.) á næstliðnu reikningsárL Heildartekjur SAS á því reikn ingsári, sem nú er liðið, sagði Nilson hafa numið um 10 millj- örðum kr. (ísl.). Hagnaður hafi verið reíknaður, eftir að afskrift ir, sem námu um 720 millj. kr. (ísl.) höfðu verið tekn'ar til greina. Á liðnu reifcninigsári jókst far- þegatala um 3%, vöruflutningur um 13 % og póstflutningur um 3%. Heildartala farþega var 3.2 millj. Nýting flugvéla mun hafa verið nokkru minni en árið áð- ur, þ.e. um 1% minni. Nilsson skýrði jafnframt frá því, að SAS hefði ákveðið að halda áfram viðskiptum við Douglas-verksmiðjurnar banda- rísku, en við þær hefur flug- félagasamsteypan skipt mikið. Stjórn SAS hefur nú ákveðið að kaupa 10 þotur af gerðinni DC-9-20, og verða þær afhentar í byrjun árs 1969. Verða þær m.a. notaðar í innanlandsflugi i NoregL „Kínvergai“ í Eyjum LÖGBEGLAN I Vestmannaeyj. um gerði ,nú nýlega 500 „kiin- verja“ upptæka á meðal ungl- inga í kaupstaðnum. Gengu þeir kaupum og sölum á meðai ungi- inganna. >á var stöðvuð ótíma- bær sala verzlunar á fiugeldum í kaupstaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.