Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. ctés.^986 MORGU NBLAÐIÐ 3 // Með köldu bSóði kom á óvart" Margar sögupersónur gamlir kunningjar Guðm. Daníelssonar EINS og kunnugt er hefur ísafold gefið út hina heims- þekktu metsöluhók Truman Capote, „Með köldu blóði“, en hún fjallar um sannsögu- legan atburð, er varð í Kansas 1959, er heil fjöl- skylda var ráðin af dögum af tveimur morðingjum. Hef- ur bók þessi vakið gífurlega athygii erlendis og í Banda- ríkjunum hefur hún selzt í svo stóru upplagi, að slíks munu fá dæmi. Fyrir tilstilli þessarar bókar hafa augu heimsins beinzt að lítilli borg í Kansas, Garden City, ýms- um íbúum borgarinnar og ná- grennis, þar sem atburðir þeir, sem bókin lýsir, áttu sér stað. Mbl. var kunnugt um, að Guðmundur Daníels- son, rithöfundur, var á ferða- Iagi um Bandaríkin árið 1959, og var þá einmitt staddur í Kansas um tíma. Er blaðið átti tal við Guðmund í gær, kom á daginn, að hann hafði dvalizt í Garden City aðeins nokkrum mánuðum áður en morðið á Clutter-fjölskvld- unni átti sér stað skammt ut- an borgarinnar, og þekkir Guðmundur ýmsa þá, sem við sögu koma í „Með köldu blóði." Hafði Guðmundur rajinar staðið í bréfaskriftum við lögreglustjórann í Gard- en City, sem skýrði honum frá morðunum í bréfi árið 1960, en ekki hafði Guð- mundur hugmynd um að bók Capote fjallaði einmitt um þá atburði fyrr en hann las bók ina um sl. helgi. Af þessu tilefni átti frétta- maður Mbl. stutt viðtal við Guðmund Daníelsson. „f>að er rétt, að ég var í Garden City um táma sum- MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær eamband við nokkrar bókaverzl anir í borginni og spurði eftir söluhæstu bókunum í ár. Fram kom, að sala bóka er yfirleitt dræmari en fyrir jólin í fyrra, hins vegar munu bækur Al- menna bókafélagsins seljast tals vert betur en í fyrra. Þeir verzl- unarstjórar er blaðið ræddi við voru þó bjartsýnir á að salan ykist og töldu, að fólk væri yfir leitt heldur í seinna lagi með bókakaup sín. Verzlunarstjórinn í ísafold tjáði blaðinu, að söluihæstu bæk urnar í ár væru I fótspor feðr- anna, eftir Þorstein Thorarensen. Landið þitt, eftir Þorstein Jóseps son, Sagt frá Reykjavík, eftir Árna Óla, og fleiri bækur um þjóðleg efni. Af þýddum skáld- eögum er Með köldu blóði eftir Truman Capote söluhæst. Þá njóta bækur um dulræn efni mik Ula vinsælda eins og fyrri ár. Hjá bókabúð Sigfúsar Ey- fnundssonar eru söluhæstar bók Árna óla sem áður er nefnd, í fótspor feðranna og Landið þitt. Af þýddum skáldsögum njóta mestra vinsælda Njósnari á yzbu nöf; Orrustan um Bret- land og Veizla í farángrinum, eftir Hemingway. Bók Guðrúnar arið 1909“, sagði Guðmundur. „Þetta er lítill bær; þar búa um 11.000 manns. Þetta sum- ar ferðaðist ég til Bandaríkj- anna í boði bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, og dvaldi þar í tvo mánuði. Þegar við gengum frá ferðaáætluninni fór ég fram á að kynnast lít- illi borg í Miðvesturríkjun- um, þar sem telja mætti að þjóðlífið væri með sem ame- rískustum hætti. Fyrir valinu varð borgin Garden City í vesturhluta Kansasfylkis, og þar dvaldi ég í liðlega viku.“ „Móttöku og fyrirgreiðslu þarna annaðist verzluinarráð borgarinnar, og sökum þess hve hún er lítil, tel ég að tek- izt hafi að sýna mér og kynna mér það helzta, sem hún hafði uppá að bjóða. Gardeu City er sérlega snyrtilega og menningarlega stjórnað. Hiún er að öllu leyti hvítra manna borg, og er staðsett í miðju hveitiræktarhéraði, þannig, að borgsirbúar lifa aðallega á hveitiverzlun, auk þess sem mi'kil holdanautarækt er þarna allt umhverfis. Innan borgarmarkanna eru einnig varðveittar leifar af banda- rísku vísundahjörðunum, tvö eða þrjú hundruð dýr en það er önnur saga.“ „Þarna kynntist ég bæði kaupsýslumönnum og öðrum, og einnig vildi svo til, að lög- reglustjórinn í borginni varð kunningi minn. Hann sýndi mér m.a. fangelsin, sem voru tvö, en þar var lítið af glæpa mönnurn." „Ég hitti lögreglustjórann fyrst í skemmtigarði borgar- innar, þair sem hann var að leika sér við börn. Ég spurði hann, hvort lögreglan í Gard- frá Lundi, Dregur ský fyrir sól, er söluhæst af innlendum skáld- sögum, einnig selzt ágætlega bók Grétu Sigfúsdóttur, Bak við byrgða glugga. Af barnabókum er söluhæst Ævintýri barnanna, sem Þórir Guðbergsson þýddi. Verzlunarstjórinn hjá Sigfúsi Eymundssyni taldi bókasöluna heldur minni en undanfarin ár. Hjá bókabúð Máls og menn- ingar eru söluhæstar bækurnar Síðustu ljóð Davíðá; samtalsbók in við Brynjólf Jóhannesson, Karlar eins og ég, eftir ólaf Jónsson; Prinsessan og Sá hlær bezt, eftir Ása í Bæ. Verzlunar- stjórinn þar taldi bókasöluna heldur dræmari en í fyrra á sama tíma. Verzlunarstjórinn í bókaibúð KRON taldi hins vegar söluna heldur meiri en fyrir jólin í fyrra. Söluhæstar bœkur þar eru: Síðustu ljóð Davíðs; Veizla í farángrinum; Sagt frá Reykja vík; öldin 17. og baékur um þjóð leg efni yfirleitt. Hins vegar er salan á bók Capote’s, Með köldu blóði, heldur minni en búizt var við. Þá seldust vel bækur Sveins Sæmundssonar Menn í sjávar- háska og Björgúlfs Ólafssonar, læknis, Æskufjör og ferðagam- an. en Citý gengi ekki með skammbyssur líkt og tíðkast annars staðar. „Við eigum þær nú til, en venjulega lát- • um við þessa duga“, sagði hann og sýndi mér hraustlega hnefa.“ „Ég ætla ekki að fara að lýsa ánægjulegum dögum mínum í þessari litlu, kyrr- látu vesturríkjaborg, en mér fannst hún sérstaklega frið- sæl og fólkið áhyggjulaust og ánægt.“ „Það kom mér því mjög á óvart, er lögreglustjórinn, kunningi minn, skirfaði mér snemma árs 1960, og saigði að hræðilegir atburðir hefðu gerzt, rétt utan borgarmark- anna. Bændahjón höfðu ver- ið myrt á heimili sínu ásamt tveimur börnum þeirra. Lög- reglustjórinn kvaðst hafa átt áhyggjusama og erfiða daga að undanförnu við að leita morðingjanna, sem lögregla margra fylkja tók að vísu þátt í um það er lauk. í bréf- inu kom fram, að morðin höfðu átt sér stað um fjórum mánuðum eftir að ég var þarna á ferð, eða nóttina milli L og 15. nóvemiber Guðmundur Daníelsson. 1959“ „Bréfið, sem ég fékk frá lögreglustjóranum, var dag- sett í marz 1960, en hann sagði, að sem betur fer væri nú búið að handsama glæpa- mennina, sem væru tveir ungiir menn. Hefði það gerzt fljótlega eftir áramótin, og 1 næstu viku sagði hann að mál þeirra kæmi fyrir rétt í Garden City.“ ,,Ég hélt áfram að skrifast á við lögreglustjórann, en þetta mál kom ekki á dag- skrá miklu oftar.“ ,;Þér kannizt þá við ýmsa, Framhald á bls. 3)1 STAKSTEIMAB Mikilsverð umbót ALÞINGI hefur nú samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Iðnlánasjóð, en með því er Iðn- lánasjóði heimilað að bjóða út 25 millj. kr. skuldabréfalán vegna - stofnunar Hagræðingarlánadeild ar við sjóðinn, og auk þess er hin almenna lánsheimild sjóðs- ins aukin úr 150 í 300 millj. kr. Sveinn Guðmundsson alþm. gerði þessi mál að umtalsefni í efri deild Alþingis fyrir nokkru og sagði m.a.: „Eins og ég gat um hefur Iðnlánasjóður tekið miklum stökkbreytingum síðustu ár. Þegar núverandi hæstvirt ríkisstjórn tók við völdum var árlegt framlag ríkisins til sjóðs- ins um 1378 þús. kr. í ár verða hins vegar framlög ríkisins 10 millj. Útlán Iðnlánasjóðs voru 1959 um 2 millj. en í ár eru þau áætluð 58 millj., eða hafa tutt- ugfaldazt í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Lán Framkvæmda- bankans til iðnfyrirtækja hafa verið árlega á þessum síðustu árum, 25-45 millj. kr. skv. yfir- lýsingu iðnaðarmálaráðherra, þegar hann lagði lagafrumvarp það, sem hér um ræðir fyrir neðri deild. Mun Framkvæmda- sjóður ríkisins hafa hliðsjón af þessum lánveitingum Fram- kvæmdabankans varðandi lán- veitingar Iðnlánasjóðs á næstu árum, en frá áramótum er ráð- gert að leggja starfsemi Fram- kvæmdabankans niður. Á yfir- standandi ári hefur Iðnlána- sjóður haft til útlána um 58 millj. kr„ og eru þá heildarútlán sjóðsins samtals 180 millj. Sjóð- urinn er í örum vexti og hefur nú orðið afgerandi þýðingu sem fjárfestingarsjóður íslenzks iðn- aðar. Það er mikilsvert fyrir iðnað landsmanna, að fá nú hag- ræðingarlánadeild við sjóðinn með stofnfé 25 millj., sem vænt- anlega eykst í 100 millj. á skömmum tíma. Auk þess sem vænta má að hin almenna láns- heimild, 300 millj. verði fullnot- uð sem allra fyrst“. „Óháð öllum stjórmnáIasclmtökmn<, Fyrir nokkru var haldinn hluthafafundur í hlutafélagi því, sem gefur út blaðið „Frjálsa þjóð“. En blað þetta hefur, svo sem kunnugt er, veitt hinu svo- nefnda Alþýðubandalagi stuðn- ing á síðustu árum. Á hluthafa- fundi þessum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Blaðið Frjáls þjóð er eign Ilugins h/f. Samkv. annari grein félagslaga skal blaðið helgað þjóðfrelsis- og menningarmálum og berjast fyrir félagslegu réttlæti og styðja vinnandi stéttir til aukinna þjóðfélagsáhrifa. Með tilliti «1 þessa, leggur félagið áherzlu á, að Frjáls þjóð er óháð öllum starfandi stjórnmálasamtökum og styður engin þeirra sérstak- lega. Jafnframt er stjórn félags- ins falið að leita samvinnu við sem flesta aðila, er vilja leggja baráttumálum blaðsins lið, hvort sem þeir eru innan stjórnmála- flokka eða utan“. Yfirlýsing þessi verður ekki skilin á ann- veg en þann, að henni sé ætlað að undirstrika, að sá stuðningur, sem blað þetta hefur veitt AI- þýðubandalaginu á síðustu árum sé ekki lengur fyrir hendi og þess vegna megi búast við nokk- urri stefnubreytingu í samræmi við það. Er þetta raunar í fullu samræmi við þá staðreynd, að margir af helztu aðstandendum blaðsins hafa verið mjög óánægð- ir með málalck á hinum svokall- aða landsfundi Alþýðubandalags- ins, sem haldinn var fyrir nokkrum vikum. Söluhæstu bækurnar á jólamarkaðinum ■c M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.