Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 27 HM gaf 172 miilj. kr. tekjur Hverl lið í úrslltitm fékk um 7 milljónir króna í ágóðahlut UPPGJÖR hefur nú farið fram fyrir Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu s.l. sumar. Hagn- aður af keppninni varð um 4 millj. dala eða 172 millj. ísl. kr. Þessi hagnaður skiptist svo að VÍÐAVANGSHLAUP skóla i Kjalarnesþingi fór fram á veg- um Ungmennasambands Kjalar- nesþings, laugardagiinn 29. apríl sl. á íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi. 60 þátttakendur tóku þátt i hl 'upinu frá barna og gagnfræða skólum á sambandssvæðinu. Keppt var í fjórum aldurs- flokkum, 10 ára og yngri, 11 og 12 ára, 13 og 14 ára og 15 og 16 ára. Vegalengdin sem hlaupin var, voru 800, 1000, 1200 og 1400 metrar. Úrslit urðu þessi: í fl. 10 ára og yngri sigraði Jón Kristjánsson frá Barnaskóla Garðahrepps. í fl. 11 og 12 ára, Böðvar Sig- urjónsson, Kópavogsskólanum. í fl. 13 og 14 ára Einar Þór- hallsson, Gagnfræðaskólanum í Kópavogi. Svíor unnu Ferencvnros 8-2 Sænska landsliðið í knatt- spyrnu lék „æfingaleik" við ung- verska liðið Ferencvaros (sem hér lék gegn keflvíkingum) og öllum á óvart unnu Svíarnir stórsigur 8—2. Svíarnir skoruðu 2 mörk á fyrstu 5 mínútunum og áttu leikinn eftir það. Eftir 35 mín. var staðan 5—0 og í hléi 5—1. Aðalstjama Ferencvaros, Flo- rian Albert skoraði bæði mörk Ungverjanna. þeir sem um keppnina sáu (Englendingar) fá 25% eða um 43 millj. kr. Alþjóða knatt- spyrnusambandið fær 10% eða um 17 millj. en afgangi er skipt milli þátttökuliðanna 16 í loka- f fl. 15 og 16 ára Ingvar Ágústs son, Gagnfræðaskólanum í Kópa vogi. Þetta var einnig sveitakeppni á milli skólanna og urðu úrslit þau: í fl. 10 ára og yngri sigraði Varmárskóli, Brúarlandi. í fl. 11 og 12 ára Kópavogs- skólinn. í fl. 13 og 14 ára Gagnfræða- skólinn í Kópavogi. í fl. 15 og 16 ára Gagnfræða- skólinn í Kópavogi. Sambandið veitti fyrsta manni í hverjum flokki verðlaunapen- ing og fL.im næstu verðlauna- skjöl, auk þess aflhenti samband- ið hverjum skóla verðlaunabik- ar sem sigraði í sveitakeppninni. Á milli 500 og 600 unglingar samtals í skólunum tóku þátt í undanrásum, sem fram fóru fyr- ir mótið. Þetta er annað árið sem Ung- mennasamhandið stendur fyrir slíkri keppni, og virðist hún mæl ast vel fyrir hjá unglingunum, og er því mjög vinsæl. Sam- bandsstjórn þakkar skólastjór- um og kennurum skólanna fyrir þeirra framlag til þess að þessi keppni gæti farið fram. Víðavangshlaup Umf. Breiða- bliks í Kópavogi fór fram á íþróttasvæðinu við Fífuhvamms- veg, laugardaginn 29. april. Að- eins 2 keppendur mættu til leiks. Vegalengdin var 2 km. 1. varð Þórður Guðmundsson, 6,28,4 mín. 2. Gunnar Snorrason, 6,42,2 min. Byggingavöruverzlun Kópa- vogs hefur gefið bikar, í sam- bandi við þetta hlaup, og var keppt um hann nú í fyrsita sinn. keppninni og koma 7—8 millj. kr. í hlut hvers lands. Heildartekjur keppninnar voru á þessa leið: Innkominn aðgangseyrir 4.3 millj. dala eða um 185 millj. kr. Sjónvarpsréttur 1.1 millj. dala eða um 50 millj. kr. Og minni tekjuliðir eru svo útvarps réttur, kvikmyndaréttur, tekjur af leikjum fyrir keppnina og út- gáfuréttur dagskrár, en allir skipta þeir þó milljónum króna. Leikjum keppninnar var sjón- varpað til 32 landa í Evrópu en auk þess til 7 S-Ameríkulanda, 8 Mið- og N-Ameríkulanda og 11 Asíulanda. 78.8% allra miða að öllum leikj- um keppninnar voru seldir. Úr- slit 8 liða er áfram komust voru mjög vinsæl. Kom 1 milljón og 61 áhorfandi að leikjum þeirra en fyrra met var 597.017 að sama leikjafjölda í sömu keppni. Fnsm — Voluf í kvöM í KVÖLD kl. 8 er fyrsti knatt- spyrnuleikur ársins í Reykjavík. Mætast þá Fram og Valur í 1. leik Reykjavíkurmótsins. Annað kvöld mætast KR og Þróttur. Margir eru orðnir óþolinmóð- ir að bíða eftir að sjá knatt- spyrnu og má því búast við skemmtilegu andrúmslofti kring um fyrstu leikina. ÚrsSit í litlu bikurkeppn- inni í dug? f DAG fer fram úrslitaleikur „Litlu bikarkeppninnar“. Leika þá Keflvíkingar síðasta leik sinn í keppninni, en skortir eitt stig til að tryggja sér öruggan sigur. Mæta þeir Akurnesingum í Keflavík og hefst leikurinn kl. 2. Á sama tíma leika Hafnfirð- ingar og Breiðablik úr Kópa- vogi í Hafnarfirði. Keflvíkingar áttu möguleika til að gera út um keppnina sér í vil er þeir mættu Breiðabliks- mönnum á fimmtudaginn. En þó þeir ættu margfalt fleiri mark- tækifæri og betri leik tókst þeim ekki að skora, en Kópavogs- menn skoruðu glæsilegt mark sem úrslitum réði. Jcck Churlton knuttspyrnu- muður úrsins London 5. maí. JACK CHARLTON, (Leeds United), hefur verið kjörinn „Knattspyrnumaður ársins í Englandi. Charlton, bróðir Bobby Charlton (Manchester United), lék stöðu miðvarðar í liði Englendinga sem unnu heims meistaratitil í knattspyrnu sl. sumar. Charlton hafði aðeins tvö at- kvæði umfram Geoff Hurst (West Ham). .peir hlutu 70% atkvæða blaðafréttaritara í Eng- landi, sem kjósa um þennan titil. Bobby Charlton hlaut þennan heiður sl. áu-. Hér er Casslusl fylgt út úr he rskráningarskrifstofunni í Texas eftir að hann neitaði að gegna skyldunni. Viðbrögðin voru að tvenn samtök hnefaleikma nna í Bandaríkjunum afneituðu honum sem heimsmeistara o g afleiðingin er sú að hann fær næstum hvergi að keppa í nnefaleikum. Víðavougshloup skóla í Kjalarmesþlngi „Izvssiija" ásakar Moskrvu, NTB. • MÁLGAGN Sovétstjómar- innar „Izvestija“ hefur birt grein, þar sem nokkrir banda- rískir borgarar eru sakaðir um njósnastarfsemi og ósæmilega framkomu við Sovétmenn, sem komið hafi til Bandaríkianna í heimsókn. Er grein þessi sögð viðbrögð við nýafstöðnum yfir- heyrslum í Bandarikjunum h>á nefnd þeirri, er fjallar um and- bandaríska starfsemi. Eitt vitnanna, sem þar var leitt, John Guminik, hefur orðið fyrir endurteknum árásum Iz- vestija og er hann sakaður um að hafa reynt að fá rússneska menn til að taka-við leyniskjöl- um í því skyni að það kæmi þeiim síðar í koll. Þá er rætt um pólitískan flóttamann, Vasali Lukianow, sem sagður er hafa notað sér stöðu sína sem túlkur til þess að komast að hjá sovézk- um ferðaskrifstofum og reka þar áróður fyrir bandarískum lifn- aðarháttum. Ennfremur segir „Izvestija", að kona að nafni Diana Heyes, hafi fyrir nokkrum árum reynt að láta rússneska menn, sem voru í heimsókn í New York, fá teikn- inghr af nýjum gerðum flug- véla. Síðar hafi þessi sama kona - LYFJAFR. Framhald af bls. 28 stjórnar Læknafélags fslands, Ásmundur Brekkan, ritari. Fundarályktun, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi í Lyfjafræðingafélagi ís- lands 5. maí 1967. Fundur í Lyfjafræðingafélagi íslands þann 5. maí 1967, hvetur samninganefnd til að standa fast á sanngjörnum kröfum félags- ins í vinnudeilu þeirri, sem nú er háð. Lýsir fundurinn furðu sinni og hneykslun á ummælum og hegðun Apótekarafélagsins, sem skýrt hefur verið frá í blöðum og útvarpi, og telur þar birtast lítinn vilja til að leysa sam- eiginlegan vanda á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Skorar fundurinn á samninganefnd að mæta óbilgirni svo, sem verðugt er, og sýna þeim mun meiri festu sem Apótekarafélagið gerir sig líklegra til að draga deiluna á langinn. Fundurinn telur, að með ástandi því, sem nú hefir skap- azt í lyfjabúðum og látið er gott heita, sé almenningi sýnd slík lítilsvirðing og ábyrgðar- leysi, að furðu gegni, enda vofi sífellt yfir sú hætta, sem lækna- stéttin hefir talið sér skylt að vara við og kunnugir vita bezt, hve geigvænleg verður að telj- ast. Fundurinn fordæmir þá van- virðu, að yfirvöld heilbrigðis- mála skuli leyfa sér að skakka leikinn í vinnudeilu þessari með því að nema úr gildi mikilvæg lagaákvæði og halda vikum saman verndarhendi yfir því ófremdarástandi í lyfjabúðum, sem menningarþjóðfélagi er alls endis ósamboðið og jafnt apótek urum sem yfiryöldunum er til minnkunnar. Vegna framangreinds vill Mbl. vekja athygli á eftirfarandi: Undanþágur þær sem heilbrigð- isyfirvöld hafa veitt vegna verk- falls lyfjafræðinga eru í sam- ræmi við lagaákvæði þar að lút- andi, þar sem gert er ráð fyrir að slíkar undanþágur séu heim- ilar ef tryggja þarf lyfjaaf- greiðslu til almennings vegna verkfalla. Fullt samráð hefur verið haft við landlækni um fyrirkomulag á lyfjaafgreiðslu meðan verkfallið stendur. Und- anþágurnar eru í meginatriðum í því fólgnar annars vegar, að heimila rekstur lyfjabúða án lyfjafræðinga og í öðru lagi varða þær afgreiðslutíma lyfja- búða. Af hálfu heilbrigðisyfir- valda hefur því í samræmi við lög verið leitast við að tryggja lyfjaafgreiðslu til almennings. heimsótt Sovétríkin sem verzl- unarfulltrúi og haldið áfram til raunum sínum. Annar túlkur, Aléksander Ro- lich, er sagður hafa haft þá sér- grein að tæla sovézkar konur og fá þær til að flytjast til Banda- ríkjanna. Maður þessi skipti stöðugt um nafn og starf eftir hentugleikum. „Izvestija" hefur nokkrum sinnum s.l. hálft ár borið fram svipaðar ásakanir og látið að því liggja að bandaríska leyni- þjónustan CIA og bandaríska leynilögreglan FBI hafi gengizt storkandi framkomu við sovézka ferðamenn í Bandaríkjunum stúd enda diplomata og sérfræðinga, sem þangað hafi komið. - GRIKICLAND Framhald af bls. 1 eldri dvelst nú á hersjúkrahúsi í Aþenu. Gríska ríkisstjórnin vísaði í dag á bug yfirlýsingum Noregs og Danmerkur varðandi valda- töku hersins í Grikklandi, sem lagðar voru fram á Nato-ráðs- fundi í País í gær. Sagði gríska stjórnin, að yfirlýsingarnar væru „óæskileg afskipti af inn- anríkismálum annars lands." Sagði talsmaður stjórnarinnar ennfremur, að yfirlýsingarnar sýndu, að hin tvö skandinavísku lönd væru illa upplýst um grísku byltinguna, orsakir hennar og af- leiðingar. - JÚDAS Framhald af bls. 1 vekja kapítalismann. Þeir hljóta því að nota þær hug- myndir og aðferðir, sem arð- ránsstéttirnar hafa alltaf not- að, þar á meðal trúarbrögðin. Erkisvikarinn Nikita Krús- jeff hafði jafnan uppi tilvitn- anir úr bíblíunni til þess að réttlæta það, þegar hann sveik kommúnismann, gafst upp fyrir bandarískum heims valdasinnum og við tilraunir sínar til að draga byltingar- kjarkinn úr þjóðum heims- ins. Það er því ósköp eðlilegt, að núverandi endurskoðunar- sinnarj sem ríkinu stjórna og hafa á öxlum sér kápu Krús- jeffs, skuli vera svo duglegir að nota biblíuna til þess að ala upp eftirkomendur sína“. Og blaðið heldur áfram: „Þelr reyna að réttlæta þetta með því að lýsa því yfir, að sögurnar feli ekki i sér neina trúarlega handleiðslu, en sannleikurinn er sá, að þær eru sykurhúðaðar eiturtöflur. Sýnilegt er, að tilgangurinn með því að gefa út þessa bók er að kynna hugmyndafræði fráhvarfs og svika. Með því að segja söguna um Babels- turninn eru Rússarnir að kynna þá kenningu, að allir menn séu bræður og allar stéttir eigi að sættast, til þess að þjóðin gleymi stéttarbar- áttunni. Þannig er verið að styrkja grundvöll friðsam- legrar sambúðar. Sagan um örkina hans Nóa, sem var eftirlætissaga Krús- jeffs, er til þess ætluð að út- breiða vitleysuna um hugsan- lega útrýmingu mannkynsins til þess að fá fólk til að hætta að berjast gegn heims- veldastefnu og leggja heldur lóð sín í sömu vog og heims- veldasinnar — þannig verði allir á sama báti“. „Yið vildum leyfa okkur að koma með eina uppá- stungu, segir blaðið að lok- um, „því ekki að bæta við söguna um Júdas Iskariot úr því verið er að safna biblíu- sögum. Það væri sovézku þjóðinni án efa auðveldara að átta sig á gerðum ykkar, þessa fámenna svikarahóps, ef hún fengi að heyra söguna um manninn, sem sveik Jesú Krist fyrir þrjátíu silfurpen- inga“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.