Morgunblaðið - 07.05.1967, Page 28

Morgunblaðið - 07.05.1967, Page 28
Lang stœrsta og fjölbreyttasta blaÓ landsins SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Neskaupstað, 6. maf. VARÐSKIPIÐ Þór tók í fyrri- nótt um kl. 02 brezka Fleetwood tog-arann Boston Kestral FD 256 að meintum ólöglegum veiðum | Jarð- skjálfta- kippur MARGIR Reykvíkingar urðu varir við nokkuð snarpa jarðskjálftakippi um hálf átta leytið í gærmorgun. Morgun- blaðið hafði samband við Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðing, sem sagði að upptökin væru í um það bil 27 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, líklega vestur af Kleifarvatni. Ragnar sagði ennfremur að jarðskjálftar á Krýsuvíkursvæðinu væru al- gengir, þó þeir væru sjaldn- ast það snarpir að þeir fynd- ust í Reykjavík. um 2 sjómílur innan fiskveiði- lögsögunnar á Digranesflaki, úti af Austfjörðum. Þór kom með togarann inn til Neskaupstaðar kl. 10 í gær- morgun og mun mál hins 32ja ára gamla skipstjóra Anthony Alan Buschini hafa verið tekið fyrir hjá bæjarfógetanum á Nes- kaupstað síðari hluta dags í gær. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar, mun skipstjór- inn ekki hafa sætt ákæru fyrir ólöglegar veiðar í íslenzkri landhelgi fyrr. Togarinn Boston Kestral er 431 brúttólest, smíðaður 1966. — Ásgeir. Hjónabandsmálinu í Hœsfarétti frestað Réttarhléð notað til ab afla itarlegra gagna FYRIR Hæstarétti er nú rekið mál um það hvort hjónavígslur, sem framkvæmdar eru af prest- um, sem látið hafa af embætti, séu gildar að lögum. Frá þessu hefur áður verið skýrt í Mbl., en um þetta mál ríkir nokkur óvissa, enda þótt vitað sé að talsverð brögð séu að slíkum hjónavígsl- um. Ennfremur hefur verið skýrt frá þvi, að Hæstiréttur hafi af sjálfsdáðum frestað mál- inu um einn mánuð, sem er talið mjög sjaldgæft, ef ekki eins- dæmi, þegar lögmenn beggja að- ila eru sammála um að leggja málið fyrir til munnlegs flutn- ings, eins og þá var. Sl. miðvikudag kom þetta mál að nýju fyrir hæstarétt, og að söign Páls S. Pálssonar, sem er lögmaður annars aðilans, beindi hæstiréttur þá þeim tilmælum til lögmanna að afla sér mjög ítar- legra gagna, áður en mál þetta yrði tekið til munnlegs flutnings, þar sem það væri I eðli sínu mjög mikilvægt. T.d. taldi Hæsti réttur æskilegt að vitneskju yrði aflað um það, hvenær hjóna- vigslur með ofangreindum hætti hófust fyrst hér á landi, og hve mikið væri um slík hjónabönd nú. Þá taldi Hæstiréttur einnig æskilegt, að lögmenn öfluðu gagna frá nágrannalöndunum, einkum Norðurlöndum, hvernig þessum málum væri háttað þar, hvað snerti löggjöf og fram- kvæmd. Einnig skyldu lögmenn færa rök að því, hvernig hefð giæti skapazt um þessi atriði á sviði ríkisréttar, og hverjar væru kenningar þekktustu rétt- arfræðingá í nágrannalöndunum í þessum efnum. Hæstiréttur frestaði flutningi málsins með samkomulagi við málsaðila fram yfir hið lögboðna réttarhlé yfir sumartnmiann, og þeirn tima varið til að afla ofan- greindra gagna. Málið kemur því aftuir fyrir Hæstarétt í október- mánuði nk. Lögmenn beggja aðila, þ.e. Páll Pálsson fyrir hönd manns- ins, og Magnús Thorlacíus fyrir hönd konunnar, miunu eftir þetta hafa genigið á fund Ólafs Björns- soniar, fulltrúa í kirkjumálaráðu- neytinu, og óskuðu þeir eftir þvi, að ráðuneytið aflaði gagna um þau atriði, sem lýtur að fjölda hjónavígslna, framkvæmdra af prestum, sem látið hafa af emb- ætti áður en þeir áður en þeir framkvæmdu hjónavígsluna. Eimskipafélag Islands hefur tekið í notkun nýja kornsugu til uppskipunar á lausu korni. Tækið blæs korninu upp í siló og getur afkastað 1 allt að 45 tonnum á klukku- stund. Þessu fylgir stóraukið hreinlæti við verkið. Kora- sugan sjálf er dönsk, en Landssmiðjan smíðaði sílóið. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). Bannsako jorð- skjólftana í Færeyjum TVEIR fslendingar eru farnir tll Færeyja til að rannsaka upptök jarðskjálftanna þar. Það eru Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur og Haraldur Sigurðs- son, jarðfræðingur. Morgunblaðið ræddi við Harald í gær og sagði hann þá að þeir færu í boði Flugfélags fslands og hefðu með sér jarð- skjálftamæli og önnur tækL Hann bjóst við að þeir yrðu tæpa viku í ferðinni. Brezkur togari tekinn 30 óia aimælishótíð Vorboðans í Hainarfirði í kvöld Lyfjafrœðingadeilan: Umsögn læknafél. Reykjavíkur — og fundarsamþykkf lyfjafrœðinga í KVÖLD efnir Sjálfstæðis- kvennafélagið Vorboðinn til 30 ára afmælisihátíðar í Sjálf Stæðishúsinu, Hafnarfirði og hefst hún með borðhaidi kl. 18.30. Matthías Á. Mathiesen alþm. mun halda ræðu en RÆKJUVEIÐAR á innanverðu ísafjarðardjúpi voru stöðvaðar 16. apríl, en þá afturkallaði sjáv- arútvegsmálaráðuneytið, að til- lögu Hafrannsóknarstofnunarinn ar, öll rækjuleyfi fyrir þetta svæði. Frá sama tíma voru einn- ig stöðvaðar rækjuveiðar í Arn- arfirði. Fram til þess tíma stund- uðu að jafnaði 23 bátar rækju- veiðar í ísafjarðardjúpi, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 127 lestir. Er heildaraflinn frá vertíðarbyrjun þá orðinn 1060 lestir. Aflahæstu bátarnir voru: Giss- ur hvíti 9,0 lestir, Mummi 8,6 Loch Doon Akureyri. 5 maí. TOGARINN Loch Doon H-101, sem staðið hefur niðri í fjöru nokkra daga til viðgerðar eftir árekstur við hafísjaka, var dreg- inn á flot í gærkveldi eftir að bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram. Skipið hélt heimleiðis í nótb — Sv. P. Ómar Ragnarsson o. fl. gkemmta. Síðan vetrður &tig- inn dans. Vorboðakonur eru hvattar tiil þess að fjölmenna og taka með sér gesti. lestir, Dynjandi 8,1 lest, Þórveig 7,7 lestir og Hrímir 7,0 lestir. Nokkru fyrir mánaðamótin voru veitt leyfi til rækjuveiða á utan- verðu ísafjarðardiúpi, utan línu, sem hugsast dregin frá óshólum í Bjarnarnúp. Einnig var leyft að veiða rækju út af Vestfjörð- um á öllu svæðinu frá Dránga- skörðum á Húnaflóa, suður um að Látrabjargi. Reyndu nokkrir bátar í utanverðu Djúpinu og Jökulfjörðum, en fengu lítinn afla. Frá Bíldudal voru gerðir út 5 bátar til rækjuveiða, og fengu þeir 25 lestir í mánuðinum. Varð heildarafli Bíldudalsbáta frá ver- tiðarbyrjun því 239 lestir. Afla- hæst i apríl var Freyja með 6,8 lestir. Frá Drangsnesi voru gerðir út 3 bátar til rækjuveiða og öfluðu þeir alls 31 lest, Pólstjarnan 10,6 lestir, Smári 10,5 lestir og Sól- rún 9,8 lestir. Frá Hólmavík stunduðu 6 bát- ar rækjuveiðar og öfluðu 41 lest. Aflahæstur var Guðmundur frá Bæ með 8,1 lest. STJÓRN Læknafélags Reykja- víkur hefur skrifað heilbrigðis- málaráðherra bréf, þar sem mik- il áherzla er lögð á að bráður bugur verði undinn að lausn á vinnudeilu lyfjafræðinga, þar sem starfandi læknar í borg- inni segi að miklir erfiðleikar séu á að fá jafnvel nauðsynleg- ustu lyf á vissum tíma sólar- hringsins. Telur stjóra L.R. að núverandi ástand geti hvenær sem er orsakað alvarleg slys vegna rangrar algreiðslu lyfja, auk þess sem farið sé að bera á skorti á sumum lyfjategundum. Hér á eftir fer í heild bréf L.R. til heil'brigðismálaráðherra, bréf frá Læknafélagi íslands til stjórnar Lyfjafræðingafélagsins og fundaráætlun Lyfjafræðinga- félagsins frá fimmta maí sL: Hr. heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein, Arnarhvoli, Reykjavík. Stjórn L.R. vill ítreka fyrra bréf til yðar, dags. 21. 4. sl., um að bráður bugur verði undinn að lausn vinnu- deilu lyfjafræðinga. Samkv. uppl. frá starfandi læknum í borginni eru mikil vandræði að fá jafnvel nauðsynlegustu lyf á vissum tima sólarhringsins, þar sem engar vaktir eru í lyfja- búðum borgarinnar um nætur og helgar. Stjórn L.R. telur nú- verandi ástand geta hvenær sem er orsakað alvarleg slys vegna rangrar afgreiðslu lyfja auk þess sem farið er að bera á skorti á sumum tegundum lyfja. Virðing arfyllst fh. stjórnár Læknafélags Reykjavíkur, Árni Björnsson, form. Stjórn Lyfjafræðingafél. ís- lands, co. Axel Sigurðsson, lyfja- fr. Grenimel 5, Reykjavík. Stjórn Læknafélags íslands tel ur að vinnustöðvun lyfjafræð- inga í lyfjaverzlunum geti vald ið því, að lyfsöluþjónusta og eft- irlit með lyfjagerð og afgreiðslu verði ófullnægjandi eins og starfshættir eru nú. Stjórnin beinir þeim tilmælum til yðar, að þér hlutizt til um að bundinn verði endir á vinnustöðvunina hið bráðasta. Virðingarfyllst, f.h. Framhald á bls. 27 Ökumaður þessarar Volkswagenbifreiðar var undir áhrifum áfengis þegar hann ók eftir Mýrargötu í fyrrinótt, og ferðin endaði á rafmagnsstaur með þessum afleiðingum. Rifreiðin var dregin af staðnum og ökumaðurinn sömuleiðis. Bifreið- in fór í portið hjá FÍB en ökumaðurinn í blóðrannsókn. AS henni lokinni fékk hann að fara heim til sín. Engin meiðsl nrðu á fólki við áreksturinn. Rækjuveiðin fyrir vestan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.