Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 12
t) 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1967. / Þuríður Sæmundsen Blönduósi — Minning Í>ANN 27. fyrra mánaðar and- aðist á heimili sínu á Blöndós sæmdarlkonan Þuríður Sæmund- *en. Hún verður jarðsungin frá IBlönduóskirkju í dag þann 3. júní. Frú Þuríður var fædd á Búnstöðum í Torfalækjarhreppi 1. maí 1894. Var hún alsystir Sigurðar landlæknis. Foreldrar voru hjónin Sigurður Sigurðsson hóndi á Húnsstöðum og kona hans Sigurbjörg Gisladóttir fyrr- um bónda á Húnsstöðum. Þuríður ólst upp heima hjá 'foreldrum gínum. Hún stundaði nám í tvo vetur á Kvennaskóla Húnvetninga á Blöndós. Fór síð- an í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri og tók þar gagnfræðapróf árið 1912. Árið 1917 giftist hún ágætum hnanni Evald Sæmundsen verzl- unarstjóra á Blöndós. Bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi I niu ár. En Evald missti heils- una og féll frá árið 1926. Dó Siann í berMahæld í Danmörku. ®>au hjónin eignuðust fjögur börn, tvo sonu og tvær diætur. ■Eildri soninn Ara að nafni misstu þau á unga aldri, en hin þrjú lifa og eru hið ágætasta fóík. !Þau eru og talin hér eftir aldri: 1. Þorgerður er gift var Her- manni Þórarinssyni bankaútibús- stjóra á Blönduós. Þau eignuðust Sjö börn. 2. Magðalena Margrét 'gift Þormóði Sigurgeirssyni verkstæðisstjóra á Blöndiuósi. 8. Pétur sem er bankastjóri Iðnaðahbankans í Rvík, kvænt- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur. IÞau hafa eignazt þrjá sonu, fiem allir eru á lífi. Frú Þuríður var kennari við Bamaskólann tá Blöndós árin 1929—1940. En árið 1940 stofnaði hún bóka- og Vefnaðarvöruverzlun á Blöndós, tog hefir hún stundað hana síðan. *En frúin vann eigi eingöngu að J>ví að stjóma verzlun sinni, heldur fór það svo, að hún komst eigi hjá því, að takast á fcendur margvísleg opiniber trún- eðarstörf, og sem hún hefir rtundað af mikilli prýði og kost- gæfni. Hún var gjaldkeri Sjúkraihúss- ins á Blöndós og Héraðshælis Austur-Húnavatnssýslu frá 193il til dauðadags. I stjórn Kvenna- Skóla Húnvetninga árin 1947— 1965. Þá var hún og í stjórn Kven- félagsins Vöku á Blöndós yfir 30 ár og formaður þese um margra ára bil. Hún var og formaður Sambands Austur- Húnvetnskra kvenna í 20 ár og gegndi auk þess margvíslegum öðrum opinberum og félagsleg- um trúnaðanstörfum. Frú Þuríður Sæmundsen var frábær kona að gáfum og skör- ungsskap. Ber það og vott um að svo var, hve fast var að henni sótt til þýðingarmi'killa trúnaðarstarfa. Hún hafði alls ítaðar ótvírætt traust. Guðrún frá Lundi áttræð Hún var fögur kona og glæsi leg, glaðlynd og alúðleg. — Á hennar heimili var nokkuð oft mikið fjölmenni, enda gest- risni framúrskarandi mikil, bæði í riflegum veitingum og alúð- kona er fallin í valinn, þá vil ég flytja henni og hennar minn- ingu innilegar þakkir fyrir alla þá sæmd og gagn sem hún í orði og verki vann landi voru log þjóð, og einkum Húnavatns- eýslu. Persónulega flyt ég henni nánar bezu þakkir fyrir trausta vináttu og fyrir miikilsverða og örugga aðstoð í allri félagslegri ibaráttu. Börnum hennar og barnabörn- /um, bróður hennar og hálfsyst- ur Maríu Jónsdóttur, og öllum öðrum aðstandendum votta ég einlæga samúð og hluttekningu vegna hins mikla og tilfinnan- lega missis. Hennar minningu blessar öll Húnavatnssýsla og mikill fjöldi fólks utan hennar. Jón Pálmason. Guðrún Árnadóttir, skáldkona, Drá Lundi er áttræð í dag. Hún dvelur hjá dóttur sinni að Efsta- fiiundá 50 í Reykjavík. legu. viðmóti. Frúin hafði á- kveðnar og fastmótaðar skoðan- ir í opinberum málum, og lét aldrei sinn hlut eftir liggja. Heiður og velferð lands og þjóð- ar var henni dýrmætara en allt annað. Enginn gat verið í vafa um það, allt hennar líf, að hún fylgdi afdráttarlaust réttu máli, og um hennar fylgi munaði meira en flestra annarra. Vanga- veltur og tvídrægni var allt tíð fjarri hennar skapL Nú þegar þessi ágæta heiðurs- Kirkjudagur í Bústaðasókn HINN árlegi kirkjudagur Bú- tetaðasóknar er á sunnudaginn kemur. Messur og kvöldsam- Ikoma og kafifisala verða í Rétt- ■arholtsskóia og söfnuðurinn efn- ir til ferðahappdrættis t'il tekju- íjflunar. Kirkjan ría Bolstaðakirkja er þegar farin að setja svip sinn á borg'ina. í fyrra var steypt fyrsta hæð kirkju og safnaðarheimilis og nú í vor var farið að slá upp fyrir Veggjum sjálfs k'irkjuskipsins- Er áformað að vinna við kirkju- skip og forkirkju í sumar og 'snúa sér síðan að safnaðarheim- ilinu, eft'ir því sem fé leyfir. Kirkjan er staðsett í fallegri brekku á horni Tunguvegar og Bústaðavegar og mun snúa með kór sinn að Fossvogsdalnum, en inngangur verður frá Tungu- Vegi. Kirkjudagur Söfnuðurinn efnir til kirkju- 'dags á sunnnudaginn, bæði tíl tekjuöflunar og eins til þess að efla samstöðuna og gefa vinum og velunnurum tækifæri t'il þess að skioða kirkjuna og taka þátt í öðru því, sem kirkjudeg- 'inum viðkemur. Verður kaffi- sala í Réttarholtsskólanum eft'ir síðdegismessu, og munu allir þeir, sem fyrr hafa lagt leið sína að veizluborðunum, sem kvenfólkið hefur af frábærum Hampiðjan óskar rannsóknar á veiöarfærakostnaði togaranna DAGANA 16. og 19. maí sl. birt- ist í dagblöðunum áskorun, sem 19 togaraskipstjórar höfðu sent sj’ávarútvegsmálaráðherra varð- andi innflutning á veiðarfærum til togaranna þar sem segir m.a.: „Reynslan hefur sýnt, að Hamp iðjunetin hafa ekki líkt því sama styrkleika í notkun og potrúgölsk net, sem togaranir hafa almennt notað undanfar- ið“. Framangreind staðhæfing er algerlega óréttmæt eins og sam- anburðarrannsóknir Rannsókn- arstofnunar iðnaðarins á gæðum innlendra og erlendra neta hafa sannað, en er auk þess til þess fallin að spilla viðskiptum og áliti Hampiðjunnar og hnekkja starfsemi hennar . Við athugun á þvi, hverjir hefðu haft forgöngu um að safna undirskriftum togaraskipstjór- anna undir umrætt plagg, hafa böndin borizt að skipstjórum á togurum, sem engin net hafa not að frá Hampiðjunni. Þess má geta, að á 4 togaranna höfðu engin Hampiðjunet verið notuð allt árið 1966 og fram til 1. mai á þessu ári og á 5 togurum höfðu á sama tíma einungis einstök stykki í net frá Hampiðjunni verið notuð. Hinir togararnir hafa, að þvi er bezt er vitað, tekið mestöll net og efni hjá 'Hampiðjunni sl. 12 mánuði, en engin kvörtun hefir borizt frá skipstjórum þeirra né óskir um aðra gerð eða gildara garn í netin. Liggur þegar fyrir frá útgerð fjögurra þessara togara yfirlýs- ing um, að ending og verð Hamp iðjunetanna hafi ekki gefið ti*- efni til, að viðskiptum við Hamp iðjuna yrði hætt. Af framan- sögðu virðist ljóst, að undirskrif endur skorti algerlega skilyrði til samanburðar á gæðum portú galskra neta og neta frá Hamp- iðjunni ,enda hefir komið fram, að samþykkt þessi var flaust- urslega afgreidd og hafa sumir skipstjóranna sem til hefir náðst, látið það í ljós, að þeir hafi undirritað hana í fljótræði og þyki það miður. Þar sem vikið er að veiðar- færakostnaði í umræddu plaggi má geta þess, að samkvæmt vott orði Bæjarútgerðar Reykjavíkur var kostnaður bv. Ingólfs Arnar- sonar, sem eingöngu hefir notað veiðarfæri frá Hampiðjunni, í netum, bætingarvinnu og tóg- um á tímabilinu frá 1. janúar til 10. maí 1967 samtals kr. 122.969.00. Á þessu támabili hef- ir togarinn farið í sex veiðiferð- ir og aflað 1.127 tonn að verð- mæti kr. 8.223.209.00. Hefir því kostnaður við net, tvinna og tóg numið kr. 109.13 á hvert fisk- tonn eða 10.9 aurum á kg,, sem er 1.5% af heildarverðmæti afl- ans. Verður þessi útkoma að telj- ast mjög góð, en ársnotkun tog- ara í netum getur verið frá 400- 600 þúsund krónur. Forráðamenn h.f. Hampiðjunn ar líta mjög alvarlegum augum á þetta mál, þar sem það er til þess fallið að spilla áliti og við- skiptum fyrirtækisins. Af þess- um sökum og þar sem ekki er fengin nein fullnægjandi skýr- ing á því undan hvers rifjum umrætt plagg er runnið, telur stjórn fyrirtækisins annað óhjá- kvæmilegt en að kryfja málið til mergjar og hefir því ákveðið að leita réttar síns fyriir dómstólum. Jafnframt 'hefir h.f. Hampiðj- an óskað eftir því við viðkom- andi ráðuneyti, að hlutlæg rann sókn fari fram á veiðarfæra- kostnaði togaranna og gengið verði úr skugga um það, hvort hinn miklL reksturshagnaður af notkun portúgalskra neta, sem gefið er í skyn að geti skipt milljónum í afla, komi fram í þeim gögnum ,sem lögð eru fram með styrkbeiðnum togaranna til stjórnarvalda. Reykjavik, 30. maí, 1907. F.h. H.f. Hampiðjaa Ilannes PáLsson. Að gefnu tilefni vottast hér með að ég undirritaður hefi ekki notað botnvörpunet frá Hampiðjunni síðan hún hóf framleiðslu með nýjustu gerð véla um sl. áramót. Einnig vottast að undirritað- ur hefur ekki notað heilar vörp ur, ásamt belg og poka um ára- bil, aðeins smástykki frá Hamp- iðjunni h.f. Reykjavík 19. maí 1967, Hans Sigurjónsson. Að gefnu tilefni upplýsi ég að nú mörg undanfarin ár hefur Útgerðarfélag Akureyringa h.f. notað tvinna í botnvörpunet, sem framleiddur hefur verið hjá Hampiðjunni h.f. Á eigin neta' verkstæði hafa síðan botnvörpu netin verið hnýtt. 1966 og það sem af er þessu ári hafa öll botnvörpunet, sem skip félags- ins hafa notað, verið fengin hjá Hampiðjunni h.f. Ending og verð netanna hafa ekki gefið tilefni til að við skiptum þessum verði hætt. Reykjavík 18. maí 1967. F.h. Útgerðarfélags Akureyringa h.f. Vilhelm Þorsteinsson. Vegna framkominna ummæla um botnvörpur frá Hampiðjunni vil ég taka fram eftirfarandi: Undanfarin ár hef ég lítils- háttar notað portúgölsk net, en síðastliðið ár hef ég eingöngu notað net frá Hampiðjunni, og tel ég þau fyllilega sambærileg við þau portúgölsku að styrk leika og endingu. Sigurjón Stefánsson, skipstjóri á b.v. Ingólfi Arnarsyni RE 201. myndar og rausnarskap hlaðið (h'inum gómsætustu tertum og íöðru því, sem bezt er að finna tvið kaffibollann á síðdegi, (hlakka itil þess að koma enn á íkirkjudag í Bústaðasókn. iSamkoma Um kvöldið verður samkoma d Réttarholtsskólanum og mun iþá Hákon Guðmundsson, yfir- iborgardómari flytja ræðu, kirkju •kórinn syngur undir etjórn Guðnýjar Magnúsdlóttur, tvöfald ■ur karlaikvaritett syngur létt lög og samkomunni lýkur með helgi’ stund. Því næst verður enn geng ■ið að kafifiborðum og þess neytt, sem fram er reitt. Metssur og kirkjuslkoðun Barnasamkoma verður um morguninn og almenn guðsþjón- usta kl. 2. En milli kl. 10 og 12 og eins að lokinni guðsþjónustu verður hægt að skoða Búsitaða- kirkju, og verða leiðlsögumentt á staðnum til þess að útskýra teikningar og segja frá þvi, hverng hagnýta á kirkju og safn aðarhe'imili fyrir ýmiss konar starf. Ferffah appdrættl. Þá efnir söfnuðurinn itil fjár- öflunar fyrir kirkjubyggingar- ■sjóð. Eru þar marg'ir glæsilegir Vinningar og þar á meðal 19 daga dvöl fyrir tvo á hinum vinsæla sumarstað Mallorca 4 'Spáni á vegum Ferðaskr'ifstof- unnar Sunnu. Þá má nefna flug- far með Loftleiðum til New 'Vork og Flugfélagi fslands til 'Kaupmannahafnar, jólaferð með Gullfossi og slglingu með Sam- einaða til Kaupmannahafnar. Þá er einnig ferð með Guðmundi 'Jónassyni að fjallabaki, ferðarit Vél, ferðarakvéL svefnpoki og síðast en ekki sizít heistur. Er 'ekki að efa, að margir munu ■styðja byggingu Bústaðakirkju log fre'ista gætfunnar með því að Ikaupa happdrættismiða. iVelvild og framkvæmdir Söfnuðurinn hefur notið vel- vildar margra, og slíkt ber að Iþakka. Þær eru orðnar margar jkrónurnar, sem safnaðarfiólk og iaðrir hafa látið í byggingarsjóð- ánn. Ungir sem gamlir hafa kom ’iið með söifn.unarbauka og lotfað ihánaðarlegum framlögum 1 'byggingarsjóð. Enda sýnir kirkj an það, að sam'takamátturinn er mikiíl. En þótt þakklæti sé I ihuga vegna þess áfanga, sem nú er náð, má ekki láta það nægja^ iheldur keppa ötullega að þvi, að kirkjan rísi. Fjölbýlishverfl eru að rísa á mörkum Bústaða- isóknar, fiólkið, sem þar reisir heimilL mun einnig þurfa & kirkju að halda, ekki síður en þeir, sem nú eru að koma upp «ínu kirkjuheimili. Bústaða- kirkja er þannig hugsuð, að hún geti orðið slíkt heimill og vétt- vangur mikils starfs fyrir bæði .unga sem gamla. Hennar er iþörf, og þeir munu margir, sem ■spyrja sjálfa sig undrandi að því, eftir að kirkjan er uppkom- in, hvermig allt hafi verið, áður en hún reis. Óhafui Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.