Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 28
V 28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1067. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON i. Þegar Ómar Holt kom inn í Loftleiðaflugvélina í New York, varð hann bæði hissa og undr- andi yfir því að hitta þar fyrir vin sinn og samstarfsmann við stjörnusjána miklu á Palómar- fjalli, Míró Kama. Þeir höfðu báðir dvalizt þar um skeið, eftir að Ómar lauk próli í stjörnu- fræði við amerískan háskóla, og verið ^rnjög samrýmdir. Raunar vissi Ómar Holt lítil deili á þess um félaga sínum, önnur en þau að hann var ljúfur og indæ'l maður, en dulur um sjálfan sig og uppruna sinn. Ómar Holt var fslendingur í húð og hár, en hafði verið í Ameríku í fimmtán ár, eða ná- kvæmlega helming lífs síns. Þar hafði hann átt gamla frænku, er studdi hann til náms og ferða- laga, og lét honum að lokum eftir álitlega fjárupphæð, þegar hún dó. Á íslandi voru allir ætt- ingjar hans dánir, og 1 rauninni hafði hann engan sérstakan áhuga fyrir þessu kalda landi í Norðurhöfum. En hann hafði ákveðið að skreppa þangað, og sjá æskustöðvar sínar, áður en hann settist að erlendis fyrir fullt og ailt. Hann hafði stund- um saknað hinnar tæru víðáttu, er þar blasti við sjónum manns hvarvetna — eitthvað vakti líka fyrir honum um fagrar, bjart- hærðar stúlkur, sem hann hafði litið hýrt til á unglingsárunum. Það voru víst hvergi eins falleg- ar stúlkur og á íslandi? Að vísu hafði hann ekki saknað kven- hylli neinstaðar, þar sem hann hafði farið, því að hann var hinn álitlegasti maður, hár og grann- ur, axlabreiður, með bjart hár og blá augu. Hraustur var hann einnig í bezta lagi, og hafði iðk- að hverskyns íþróttir allt frá barnæsku. Svipur hans var hreinn og karlmannlegur, en stundum brá fyrir draumlyndi í augunum, og var þá sem rökkur- kennd slykja legðist yfir þau. Andlitið var nokkuð stórgert, með eilítið háum kinnbeinum, sterkri höku og festulegum munni. Þeir félagar heilsuðust inni- lega, og Míró Kama leiddi ís- lendinginn til sætis aftarlega í vélinni. „Ég vissi að þín var von“, sagði hann brosandi. „Og ég fékk því svo fyrir komið að við gætum setið sarnan". „Það var bæði, óvænt og skemmtilegt að hitta þig hér, Míró,“ mælti ómar Holt og virti vin sinn fyrir sér. Þetta var fjarska þægilegur maður, og geð felldur á alla lund, ekki nema vel í meðallagi hár, en þéttur á velli og fríður sýnum. Fram- koman var undrafáguð, röddin lág og ljúf, Andlitsmótið var ávallt, og virtist, fljótt á litið, dálítið kvenlegt, en lýsti þó ein- beitni, karlmennsku og vilja- festu. Háraliturinn var mjög óvenjulegur: skær eins og platína og sló stundum á föl- grænum blæ; brúnirnar voru nokkru dekkri og bar þar ekki á græna litnum. Augun aftur á móti voru dökkgræn, óvenju- lega stór, og svo björt að erfitt var að horfa í þau, nema stutta stund í einu. Hörund mannsins var hvítfölt, en hraustlegt eigi að síður, og hann beinlínis ljórn aði af æsku og heilbrigði. Hann leit út fyrir að vera um tvítugt. „Þú sagðir mér, áður en við skildum í sumar, að þú ætlaðir til heimalands þíns, og myndir dveljast þar um tima. Þú hefur kannski gleymt því að ég sagði þér að ég ætti erindi til Evrópu um líkt leiti? Mér datt svo í hug að gaman væri að verða þér sam ferða og sjá ísland — og raunar ^f itnnm (^fnzth.oboii h.j. Suðurlandsbraut 16 Keykjavik - Simnefm: »Volver« Sími 35200 Tækin á þessari mynd eru af viðurkennd- ustu og öruggustu gerð sinnar tegundar. Z O D I A C léttbátur-lífbátur fyrir fiskiskip. J O H N S O N mótor, öruggastur og mest notaður á íslenzkum fiskiskipum. AQUA-LUNG köfunartæki, merkið sem mest er treyst neðansjávar í heiminum í dag. Komið og kynnið yður verð og greiðslu- skilmála. þarf ég að tala við þig um mjög mikilsvert mál, en það látum við nú bíða um stund.“ Á leiðinni til Keflavíkur röbb- uðu þeir saman um alla heima og geima. Einkum rifjuðu þeir upp minningar frá Palómarhæð- um, þar sem þeir um nætur virtu fyrir sér alstirndan himininn, og ræddu um undur hans og stór- merki. „Þú trúðir mér fyrir því þá,‘“ sagði Míró, „að ekkert hefð ir þú þráð eins mikið alla ævi þína og það, að ferðast til ann- ara hnatta og kynnast leyndar- dómum þeirra. — Manstu þégar við sáum hina fljúgandi diska, þrjá saman, þeytast á ægiferð yfir stjörnuturninn? Þú sagðist vilja gefa mörg ár af lífi þínu til þess að geta ráðið gátu þeirra. Er þér enn alvara mæð það?“ „Enga ósk á ég heitari — en ég býst ekki við að mér veitist tækifæri til þess.“ „Hver veit,“ mælti Míró Kama íbygginn. „Hver veit?“ Þegar til Keflavíkur kom, stakk Míró upp á því, að þeir fengju sér leigubíl og ækju ein- ir saman í bæinn, í stað þess að fara með _ Loftleiðavagninum. Samþykkti Ómar það. Kvöld var komið, en veður hið fegursta, dálítill haustkuldi S loftinu, en blæjalogn og himinn stjörnubjartur. Er þeir komu upp á Stapann, hafði Míró Kama orð á því að hann langaði til að horfa um stund á stjörnurnar, og sjá hvernig þær litu út frá ættlandi Ómars. Létu þeir þá bílinn nema staðar og stigu út. Þeir gengu nokkurn spöl frá veginum. Allt í einu lagði Míró aðra hönd sína á öxl íslendings- ins, en með hinni benti hann á alstirndan kvöldhimininn. „Nú getur þú, vinur, fengið ósk þína uppfyllta ef þú átt dirfsku og hugrekki til þess — sem mig reyndar grunar að þú eigir í rík um mæli.“ Ómar Holt leit á félaga sinn, steinhissa, og spurði hvað hann ætti við. „Ég á ekki heima á jörð þinni,“ svaraði Míró, alvarleg- ur í bragði. ,Og mér er kunn gáta hinna fljúgandi diska, er þið kallið svo.“ Ómar Holt fann til aðkenn- ingu af svima, og strauk ósjálf- rátt um enni sér. „Ertu að — segja mér — að þú — að þú sért frá annarri jarðstjörnu?“ stam- aði hann. „Þú manst kannske,“ mælti Míró Kama, „að þegar starfs- fólkið á Palómar ræddi um hina fljúgandi diska, þá lagði ég aldrei orð í belg. _ Og einu sinni sagðir þú við mig: Stundum finnst mér að þú vitir meira um þett mál en við hinir. Grunaði þig aldrei að ég væri gestur í heimi þínum?“ „Nei,“ svaraði Ómar Holt; hann var nú búinn að ná sér eft- ir fyrstu undrun sina. „Og ég var aldrei viss um að diskarnir væru frá öðrum hnöttum, þótt sú hugsun hvarflaði að mér, eins og von var, því að allmargir menn, ekki ómerkir, þóttust hafa sannanir fyrir því. Sjálfur sá ég þessi fyrirbæri þrisvar sinnum, frá Palómárfjalli, og var því viss um að þau væru á einhvern hátt raunveruleg. Flestir starfs- félagar mínir voru á sömu skoð- un. En það var einhver undar- leg leynd yfir þessu, okkur var beinlínis skipað að gefa hern- aðaryfirvöldunum nákvæma skýrslu um allt, sem við sáum af þessu tagi, en þegja um það við alla aðra. Satt að segja vor- um við eilítið smeikir við þetta, ekki sízt vegna þess, hve dult var farið með allar upplýsingar í málinu. — En eins og þér er kunnugt eru stjörnufræðingam- ir sannfærðir um að í okkar sól- kerfi, að minnsta kosti, geti eng inn hnöttur verið byggður skyni gæddum lífverum. Og að hægt sé að ferðast á milli fastastjarn- anna — það finnst þeim víst flestum heldur brosleg hug- mynd.“ „Hvernig getur nokkrum dott- ið í hug,“ sagði Míró með lágri og ljúfri rödd sinni, „að Jörð- in ein af hinum ótöluiega hnatta- grúa himingeimsins, hafi þróað Samtal við höfundinn í DAG hefst hér í blaðinu ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson, „Stjörnuskip- ið“. í tilefni af því fer hér á eftir stutt samtal við höf- undinn: „Hvað er science fiction — eða vísindaskáldskapur, eins og við verðum víst að þýða þetta á íslenzku?“ „Ég kann ekki allskostar við útlegginguna, en látum svo vera. S.f. er í rauninni margskonar, það er hægt að skipta honum í sex flokka að minnsta kosti: I. Sögur sem fjalla um vélmenni og samskipti þeirra við mann- eskjur af holdi og blóði. II. Ferðalög fram og aftur um tímann. III. Sögur um skyni gæddar verur frá öðrum hnöttum, sem heimsækja okk ar jörð. IV. Sögur af ofur- mennum, andlegum og líkam legum, og hvorttveggja. V. Framtíðarsögur um afdrif mannkynsins og endalok jarðar — fjölbreyttur flokk- ur og einna mestur fyrirferð- ar, af þeim sem hér eu taldir. VI. Sögur af ferðalögum til annarra hnatta og lýsingar á fbúum þeirra, umhverfi og lífsháttum. — Þær sögur, sem ég hef skrifað, teljast allar til hins síðast nefnda." „Varst þú ekki fyrstur is- lenzkra skálda til að semja sögur af þessi tagi?“ „Ekki veit ég betur en að svo sé, en vera má að mér skjátlist. — „Ferðin til stjarn anna“ og ..Ævintýri í himin- geimnum" komu báðar út ár ið 1©59. En „Stjörnuskipið" hefur legið nokkur ár í salti hj'á mér — og tvær aðrar sög- ur af líkum toga spunnar. Ég hreinskrifaði hana í skamm- deginu í vetur.“ „Getur skáld verið þekkt fyrir að skrifa science fiction?" „Bæði fyrr og síðar hafa ýmsir ekki ómerkir rithöf- undar látið sér það sæma, t.d. H. G. Wells — og reyndar margir fleiri en menn gera Kristmann Guðmundsson sér grein fyrrr. Það er ekki langt síðan August Derleth gaf út safnrit vísindaskáld- skapar, (Beyond Time and Space, scienoe fiction antho- logy), með verkum eftir ekki lakari höfunda en Platon, Lucian, Sir Thomas More, Rabelais, Tommasso Campan- ella, Bacon, Kepler og God- win, ásamt fleiri sem teljas* allvel ritfærir. S.f. er vissulega viður- kennd bókmenntagrein um allan hinn siðmenntaða heim — beggja megin járntjalds — og nýtur gífurlegra vin- sælda. Af einhverjum skrítn- um ástæðum eru s.f. bækur nálega ófáanlegar hér á landi, þótt gnægð sé flutt inn af reifurum, sem fjalla um morð og kiám. En einnig hér á s.f. mikinn fjölda aðdáenda, og hef ég m.a. notið góðs af því.“ skyni gætt líf? Til hvers heldur þú að Skaparinn hafi gert tak- markalausan fjölda sólna, ef þær ættu ekk^ að veita lífinu birtu sína og yl?“ „Ekki veit ég með vissu hvort Skapari sá er til eða ekki“, svar- aði Ómar Holt. „Raunar hefur mig alltaf grunað að svo væri, og ætið hefur stjörnuhimninn vakið hjá mér lotningu, en eink- um þó undrun og forvitni. — Og ef þú ert þess umkominn að veita mér fræðslu í þessum mál- um, fræðslu sem taki frá mér allan efa, þá tel ég það mestu gæfu lífs míns að hafa kynnst þér.“ „Ertu þess þá albúinn að fela þig umsjá minni, og fara með mér út í 'hinn mikla ómælis- geim?“ „Já,“ svaraði Ómar Holt hik- laust. „Ég er einn míns liðs, og hef fáum skyldum að gegna; enginn mun sakna mín þótt ég hverfi af sjónarsviðinu um lengri eða skemmri tíma.“ „Þá er allt gott,“ mælti Míró stillilega. Hann tók úr barmi sér flatann, gljáandi hlut, ekki ólíkan litlu útvarpsviðtæki ,og handlék hann stutta stund. Svo sagði hann nokkur orð á ókunnu, hljómfögru tungumáli, og fékk nær samstundis svar úr tækinu. Þvínæst snéri hann sér aftur að félaga sínum. „Allt er þegar undirbúið, og fljúgandi diskur á leið hingað til okkar. Nú borgum við bflstjóranum og sendum hann heim til sín.“ „Hvað eigum við að segja manninum — honum mun finn- ast hátterni okkar í meira lagi undarlegt?" „Láttu mig um það,“ anzaði Míró Kama brosandi. Húsbyggjendur Húseigendur Nú er rétti timinn til að setja DANFOSS hitastýrða ofnventla á hvern miðstöðvarofn. Dragið úr hita- kostnaði. — Ársábyrgð. Einkaumboðsm enn: = HEÐINN = VÉLAVERZLUN SÍMÍ Z4260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.