Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 18
18 MEÐ UNGU FOLKI Laugarðagur 3. júni 1967 EKKI alls fyrir löngu hitti ég kunningja minn á götu. Hann c>r einn þeirra, sem ekki er harffsoðinn í pólitíkinni og hefur aldrei orðið heltekinn af „hinni pólitísku bakteríu“ Ekki svo að skilja, að hann fylgist ekki með stjórnmál- um, en hann hefur aldrei gengið í neinn flokk og það er erfitt að „merkja“ hann og ekki kæmi það á óvart, þótt fleiri en einn flokkur gerði sér vonir um atkvæði hans í hverjum kosningum. Við fór- um að tala um kosningarnar nú í vor. „Þaff er eitt atriði". sagði hann, „sem mér finnst „þið'* eigið að leggja öðru fremur áherzlu á í þessari kosningabaráttu og því at- riði má koma fyrir i einu orði, þ.e. STÓRHUGUR. Það eru fáar eða engin rikisstjórn, sem setið hefur á valdastóli hér á íslandi, sem sýnt hafa jafnmikinn stórhug og þessi ríkisstjórn, sem nú leggur störf sín fyrir dóm kjósenda. Það er a.m.k. mitt mat, sem er hlutlaus áhorfandi“. Og við fórum að ræða þetta nán- ar. Það er vafamál að menn almennt geri sér grein fyrir því t.d., hversu Búrfellsvirkj- unin er stórkostleg fram- kvæmd, miðað við það, sem áður hefur þekkzt hér á landi. Þetta mikla stórfljót, sem runnið hefur óbeizlað til sjávar til þessa og var fram á síðustu áratugi einn versti farartálmi og fáir komust yf- ir nema fuglinn fljúgandi, verður nú með hjálp nútíma tækni og þekkingar gert að aflgjafa, sem er stærri en allt annað, sem hingað til hefur þekkzt á íslandi. Draumurinn um virkjun Þjórsár hefur hingað til einungis lifað í kvæðum og þjóðsögum meðal þjóðarinnar, en hinn raun- sæja kraft til framkvæmda hefur vantað. Þó er Búrfells- virkjunin aðeins byrjunin. Með samningnum um ál- bræðsluna, sem mun nota þá orku, sem íslendingar sjálfir þurfa ekki næstu ár, er ein- mitt lagður grundvöllurinn að áframhaldandi virkjun Þjórs- ár. Búrfellsvirkjun, þótt mik- il sé, er aðeins áfangi á braut stórfelldra virkjunarfram- kvæmda, sem vinna þarf að á íslandi og unnið verður að, ef stórhugurinn fær áfram að ríkja. Upphaf stóriðju er og merkilegra spor, en margir gera sér grein fyrir. Hún treystir undirstöður okkar einhliða atvinnulífs og skap- ar okkur tekjur, sem verja á fyrst og fremst til uppbygg- ingar fjölþættara atvinnulífs í hinum dreifðu byggðum landsins. Kísilgúrverksmiðj- an við Mývatn er og merkur áfangi, þar sem botnleðju vatnsins verður breytt í verð mæta útflutningsvöru. Þess verður vafalaust lengi minnzt á íslandi, þegar smá- sálarskapurinn náði yfirhönd inni í öðrum stærsta stjórn- málaflokki landsins — og hann greiddi atkvæði gegn þessum mikilvægu framfara- málum. Stórhugurinn hefur og birzt í fleiru. Tökum t.d. byggða- áætlanirnar. Samkvæmt þeim er ætlað með samstilltu átaki að framkvæma stórvirki í framfaramálum einstakra landshluta. Vestf jarðaráætl- unin er upphafið. Samkvæmt henni verður á árinu 1965— 1968 varið yfir 200 millj. króna til sérstakra verkefna í vega-, flug- og hafnarmál- um Vestfjarða. Norðurlands- áætlunin er næst á dagskrá og er undirbúningur hennar hafinn. Stórhugurinn hefur hirzt í ýmsu fleiru og við ræddum þetta fram og aftur, kunningi minn og ég. „Ég er hálfhrædd ur um það, hvernig fer, ef þessi ríkisstjórn fær ekki brautargengi", sagði hann. „Mér finnst a.m.k. núna skorta áræði, djörfung og þrek hjá stjórnarandstöðunni. Þetta er mest andlaust pex, sem þeir bera á borð og þref um lítils- verða smámuni. Þegar kemur að stóru málunum hafa þeir ekkert fram að færa. Nei, ég veit aldeilis ekki, hvernig þetta fer, ef stjórnin tapar. Ég er að hugsa um að standa með ykkur núna“, sagði hann um leið og við kvöddumst. — BIG. — Viðtal við Þór Framhald af bls. 15 einfalt í raun, en í meginatriðum virðist mér þetta rétt mynd af því, sem við blasir. — Sjálfur hef ég þá trú, að í Evrópu séu nú að gerast miklir atburðir. Eg þykist sjá, að þjóðirnar í álf- unni séu að taka höndum saman og að innan aldarfjórðun<?s muni vesturhluti Evrópu verða sam- félag með nýju sniði, sem ekki þekkist í dag. Ég veit ekki, hvernig það verður, en mér finnst sennilegt, að á efnahags- sviðinu verði raunveruiega um eitt samfélag að ræða. Svo verð- ur varla á sviðum stjórnmála og menningar, en samstarfið í efna- hagsmálum og sú trú á samtökin, sem nú þegar er orðin svo áhrifamikil, mun án efa hafa mjög örvandi áhrif á menning- armál og skapa ný viðhorf. Við fslendingar getum ekki — því miður vil ég segja — verið full- ir þátttakendur í þessu efna- hagssamstarfi. Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra lýsti því yfir á ráðherrafundi erlendis fyrir tveimur árum, að við gætum ekki fullgilt Evrópuráðssam- þykkt, sem nú þegar er til um gagnkvæm atvinnuréttindi. Þetta er vegna þess, að ónotaðar ís- lenzkar náttúruauðlindir og fá- mennið í okkar stóra landi skapa hættur á innflutningi fjármagns og fólks í þeim mæli, sem við teljum ekki æskilegan. Við höf- um nú ákveðið að fá erlent áhættufjármagn í ál- og kísil- gúrverksmiðjur. Þetta var gert að vandlega athuguðu máli, og ég held, að það sé rétt stefna, sem ríkisstjórnin lagði áherzlu á í umræðum á Alþingi, að um almenna heimild til innflutnings slíks fjármagns gæti ekki verið að ræða, heldur þyrfti að meta allar aðstæður hverju sinni. En af mörgum ástæðum, bæði menningarlegum og efnahagsleg- um, er nauðsynlegt, að við njót- um góðs af þeirri framfarasókn, sem mun eiga sér stað í Evrópu. Það verður að tryggja með samningum. sem okkur henta, og ég tel, að hljóti að vera fáan- legir. Hér blasir við stórt verk- efni, sem er ekki auðvelt, en bæði þroskandi og heillandi. Is- lenzka þjóðin hefur hvað eftir annað sýnt, að hún vill vera full- gildur aðili að heimsmálunum, ekki einangruð úti í reginhafi eða sérkennalaus hluti af stór- þjóðamúg, heldur sjálfstæður þátttakandi. Við viljum heims- menningu á íslandi og íslenzka menningu í heiminum. Það er ekki af fordild, sem við leggjum áberzlu á þátttöku í samstarfi þjóða, þrátt fyrir kostnað og aðra erfiðleika. Það er vegna þess, að slík opinber þátttaka er til þess fallin að leggja áherzlu á tilveru okkar, hún sýnir öðr- um, að við viljum vera til, og hún brýnir okkur sjálf á að vera það með sóma. MEÐ UMGIi FÓLKI Fylgirit Morgunblaðsins. Útgefandi: Samband ungra S jálfstæðismanna. Ábm.: Ármann Sveinsson. Þá var alltaf verið „Að frelsa landið eða selja landið“ OLAFUR Haukur Ölafsson er fæddur 1930. Hann Iauk students- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1957. Hann starfaði í Svíþjóð frá 1958, þar til hann kom heim til Islands fyrir u. þ. b. hálfu ári. Ólafur tók mikinn þátt í félagslífi á skólaárum sínum, var m. a. Inspector Scholae í Menntaskólanum og sat í Stúdentaráði sem fulltrúi Vöku. — Fyrsta st.iórnmálafélagið. sem ég gekk í var raunar Æsku- lýðsfylkingin. Dvöl mín þar var að vísu stutt, því að ég var rek- inn úr félaginu von bráðar. Núna er þetta í huga mér eins og hver önnur barnabrek. Eg gerðist síðan liðsmaður í Heim- dalli veturinn 1947 og tók þátt í srtarfi félagsins mörg næstu ár- in. — Hvernig var umhorfs í ís- lenzkum stjórnmálum á þessum tíma? —• Sem kunnugt er rofnaði samstarf Nýsköpunarstjórnar- flokkanna, — aðallega vegna ágreinings um utanríkismál. A þessum tíma lituðu utanríkis- málin íslenzka pólitík sterkum litum. Þá var alltaf verið að „selja landið“, eða „frelsa land- ið“. Rússnesku kommúnistarnu svældu undir sig hvert landið af öðru, og járntjaldið var farið að síga. Utanrikismálin voru sem sé númer eitt. Hér í Reykja- vík voru kommarnir stærsti and stæðingur okkar. Bardaginn hlaut því að vera á milli okkai og þeirra, Innanríkismálin voru auðvitað þrætuepli líka, en bar- áttan um þau reis hæst um kosningar rétt eins og nú. Á þessu tímabili voru oftast samstjórnir lýðræðisflokkanna. Kommarnir voru aftur á móti l stjórnarandstöðu. Stjórnar- tímabilin voru stutt og stjórnar- skipti tíð, enda var það segin saga. að þegar nær dró kosn- ingum, lögðu Framsóknarmenn allt samstarf á hilluna og gerð- ust mannaveiðarar til að auka gengi sitt. Þannig hafa þeir venjulega hagað seglum eftir vindi. Þá má og geta þess, að kosn- ingaslagurinn var pensónulegri heldur en nú er. Kjördæmaskip- unin átti sinn þátt í því. Kjör- dæmin voru öll minni, og í sum- um kjördæmum valt aðeins á sárafáum atkvæðum, hver kæm- ist á þing. — Hvernig var félagsstarf Heimdallar á þessum tíma? — Félagsstarfsemin var í miklum blóma. Við börðumst við socialistana. Ungir Fram- sóknarmenn voru varla til hér í Reykjavik. Framsóknarflokk- urinn á enga pólitíska hugsjón. Þeir styðja jú samvinnu. — En hver er á móti samvinnu? Þetta er ekki pólitík. Mér er enn í fersku minni kappræðufundimir milli Heim- dallar og Æskulýðsfylkingarinn- ar. Það var mjög gaman að undirbúa þá fundi, ekki síður en að taka þátt í þeim. Báðir aðilar lögðu kapp á það „að eiga fundinn“. Þessir fundir voru oft- ast haldnir í Sjálfstæðishúsinu, en sá fundur, sem mér er einna Ólafur H. Olafsson minnisistæðastur, var haldinn í Mjólkurstöðinni við Snorrabraut. Var fundurinn kenndur við Mjólkurstöðina og kallaður Mjólkurstöðvarfundurinn. Mikil áherzla var lögð á að smala á fundinn og við fylltum rútubíla af ungu fólki og ókum því svo upp í Mjólkurstöð. Kommarnir biðu algjöran ósigur á þessum fundi. Fyrir vikið mátti lesa á næstu dögum í sorgmæddum Þjóðviljanum um „Heimdallar- baulið í Heimdallarkálfunum" og „pabbadrengina" í Heimdalli. Við létum samt ekkert á okkur fá, enda varð þetta aðeins til að efla samstöðu okkar gegn „Fylkingunni“. Þrátt fyrir allt þetta áttum við ágæta kunningja í öðrum stjórn- málafélögum. Þá var siður að hittast á kvöldin og rabba um pólitík yfir kakóbolla og pönnu- kökum, en hundskammast síðan í blöðum daginn eftir. Fyrir okkur var þetta oft aðeirus „bair- átta baráttunnar vegna“, — eins- konar skák eða skylmingar. — Hvað finnst þér um stjórn- málin í dag? — Ég hef aðeins verið hér heima í hálft ár, en mér finnst fólkið, sér í lagi unga fólkið, vera „skeptiskara". Áður fyrr var allt annað hvort alveg sva.rt eða alveg hvitt, en núna er það aðeins mismunandi grátt. Kommúnistar hafa beðið mik- ið skipsbrot á undanförnum ár- um. Þeirra „Guðir“ hafa flest- allir fallið af sínum stalli. Þetta var mikið áfall fyrir þá, sem höfðu bjargfasta sannfæringu og „trúðu“ á kommúnismann. Þar sem frjáls hugsun fær að þróast, verður ætíð um stjórn- málabaráttu að ræða. Jafnvel þótt breyttir tímar hafi fært okkur betri skilning á afstöðu annarra einstaklinga til við- fangsefnanna, verður baráttan alltaf fyrir hendi, — ef ekki um markið, þá um leiðir að markinu. — Hverju vilt þú helzt beina til æskunnar í dag? — ísland er land mikilla möguleika fyrir áræðið og ungt fólk. Til þess að nýta þessa möguleika verðum við að reyna allt, sem við getum til að vinna saman að sameiginlegum hags- munum. Við eigum svo margt sameiginlegt, og það er svo fátt, sem skilur okkur að. Hinsvegar megum við ekki missa sjónar af lýðræðinu. Ef ég man rétt var það Churchill, sem sagði eitthvað í þá áttina, að lýðræðið væri ófullkomnasti stjórnarhátturinn í heimi, að undan'skildum öllum öðrum stjórnarháttum. Fyrir hverju börðust þeir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.