Morgunblaðið - 04.07.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1967. Aldarafmæli fullveldis Kanada 1. júlí 1867 -1. júlí 1967 Afmœlisrabb eftir Egil Jónasson Stardal Rússland Nýja heimsins. Enski stjórnmálaskörungurinn Disraeli spáði því eitt sinn að Kanada ætti eftir að verða nýja heiminum það sem Rússland væri Evrópu. Lítt hefur þó þenn- an gyðingættaða er.ska heims- veldissmið 19. aldar rennt grun í hvert yrði hlutverk hins keisara lega Rússaveldis á síðari hluta 20. aldar, eða yfir hvílíkum risa- möguleikum hið óþekkta Kanada 3. GREIN ----♦♦♦----- á hans dögum byggi. En greind- ur nærri getur. Hvert verður hlutverk Kanada þegar hinar ótrúlegu auðlindir þess frá Ont,- aríovatni norður að helfrosnum íshjara heimskautsins verða komnar í gagnið? Nærri þriðjungur landsins er vaxinn skógi. Barrskógabeltið upp af 12 þús. km. langri strandlengju Brezku Kolumbía gefur af sér timburafurðir árlega að upphæð um 50 milljarða ísl. króna. Olíu- lindir hafa fundizt allar götur langt norður fyrir heiimskauts- baug. Imperial Oil hóf olíu- vinnslu á hinu mikla olíulinda- svæði í Alberta skammt fyrir sunnan Edmonton árið 1947. Síðastliðið ár fluttu olíuleiðsl- urnar 050 þús. tunnur af hráolíu þaðan til austurhérað- anna á bverjum degi og 65 milljónir teningsmetra af jarð- gasi. Frá því 1947 hefur Alberta- fylki fengið frá fyrirtækinu milli 70-80 milljarða ísl. kr. í skatt. Nyrzt í Alberta norður við Athabasca er tjörusandsvæði sem menn álitu að hefði að geymá meira magn af hráolíu en allar aðrar olíulindir heimsins saman- lagðar, þar til að norður við Regnbogavatn fundust ennþá auðugri olíulindir. Málmsvæðið mikla umhverfis Hudsonflóa, landið, sem Guð gaf Kain, er ennþá aðeins nýtt að litlu leyti. Ef Finnland er land hinna þús- und vatna, er Kanada land hundrað þúsund vatna, og um þetta landflæmi falla ótal ár stórar og smáar, sem í beljandi W. L. Mackenzie King, forsætis- ráffherra í rúm 20 ár. hávöðum sínum geyma firn ónotaðrar orku. Við Churchills- fossa á Labradorskaga er í bygg- ingu orkuver sem áætlað er að kosti 50 milljarða kr. og á að framleiða 4,6 milljónir kílóvatta, m.ö.o. eitthvert stærsta ef ekki stærsta orkuver í heimi. Annað risa-raforkuver er verið að byggja við Friðará. Stífluvegg- urinn við vatnsmiðlunarstífluna er um 2 km á lengd og myndast við þetta stöðuvatn, sem er 380 km. á lengd, svipuð vegalengd og frá Reykjavík og austur í Stephan G. Stephansson Þistilfjörð. Sléttur vesturhérað- anna, Alberta og Saskatchewan, eru ekki einungis hveitiforðabúr heimsins heldur er þar einnig að finna auðugustu kalínámur sem vitað er um, en kalí er eins og allir vita, eitt mikilivægasta efni tilbúins áburðar. í vötnum og ám er gnótt fiskjar og í skógunum urmull veiðidýra. Græðgi grá- vörukaupmannanna á 19. öld hafði leitt til nær gjöreyðingar sumra loðdýrategunda en nú hefur sambandsstjórnin strangt eftirlit með allri veiði og veiði- dýrum. Kanadamenn gera sér allvel ljóst hvílík dýrmæti eru fólgin í óspilltum .svæðum í náttúrunni fyrir kynslóðir fram- tíðarinnar. Óbyggðir NorðVest- ursvæðanna verða ómetanlegur heilsubrunnur fyrir taugaslappa borgarbúa hins iðnvædda þjóð- félagis, sem leita þar hvíldar og friðar í tómstundum frá eitur- brækju og andstyggilegum há- vaða þéttbýlisins. ísland og Kanada. íslenzki farmaðurinn Bjarni Herjólfsson og skipshöfn hans munu að öllum líkindum fyrstu hvítu mennirnir, sem, litu lönd nýja heimsins augum og senni- legast hafa það verið strendur núverandi Kanada, sem þessa sægarpa bar að fyrst, þá er þeir hugðust sigla í kjölfar Eiríks rauða til Grænlands síðla sum. ars árið 985 eða 986. Bjarni var með skip sitt hlaðið nauðsynjavörum sem ætlaðar voru nýstofnaðri byggð græn- lenzku landnemanna er þá bar langt af leið og við blöstu furðu- strandir þessa lands. Því er skiljanlegt er vetur var í nártd að hann gæfi sér ekki tóm til þess að rannsaka nánar þessar ókunnu lendur. En geta má nærri hvort ekki hefur orðið fjölrætt um lönd þessi meðal frumbýlinganna, svo mjög sem þau hafa borið af hrjóstugum igraslendum jöku Lb u mgunn ar sem Eiríkur hafði fundið þeim til bústaðar. Bjarni Herjólfsson seldi síðan skip sitt og lét hið nýja land, sem forsjónin hafði leitt hann til, ókannað með öllu. Þykir hann að vonum hafa ver- ið lítið efni í landkönnuð. Þarflaust mun þykja að rekja hér hina alkunnu sögu tilrauna Grænlendinga til landnáms i Vinlandsbyggðum. Enda þótt Leifi Eiríkssyni beri tæplega heiðurinn að hafa fundið þetta land fyrstur hóf hann þó tilraun til þess að kanna það og hefur sennilega orðið fyrstur hvitra manna til þess að stíga þar fæti á jörð. Er það honum ærinn sómi, þó ekki gerði hann neina tilraun til landnáms, heldur léti Þorfinni karlsefni eftir þann heiður. Stundum er hægt að láta sér detta í hug að ásaka Grænlands- búa fyrir framtaksíeysi og skort á djörfung, að yfirgefa ekki allir með tölu hina kaldsælu Græn- landsbyggð og freista gæfunnar á breiðum frjósöm.um Vínlands- grundum; láta það ráðast hvort mætti sín betur skrælingafjöld- inn eða breiðaxir norrænna manna og baráttukjarkur, byggja síðan haffær skip úr trjáviði Vínlandsmarka og halda þannig sambandi við hin fornu vé í Evrópu. Þá kynni hlutur norr- ænna manna að hafa orðið stór í hinu pólitíska heimstafli. En þetta er víst fánýt skoðun og býsna mikil ofætlun. Minnast má þess að fáir menn gerðu sér ljóst í upphafi landafundatíma- bílsins á 16. og 17. öld, hvílíkan happafeng hvíta manninum hafði borið að höndum er forsjónin gaf honum yfirráð ameríska m.egin- landsins. Og þeir fáu framsýnu áttu lengi örðugt uppdráttar með hugsjónir sínar vegna vanmats og heimsku evrópskra stjórn- málamanna. Þeir voru flestir önnum kafnir við ómerkilega hreppajjólitík heima í Evrópu og mátu hin nýju lönd aðeins eftir skjótfengnum gróða gulls, krydds eða grávöru. Stundum létu þeir fúslega af hendi land- spildiur stærri en stærstu ríki þeirra sjálfra fyrir smá- skækla heima fyrir eða pólitíska hjúskaparmöguleika. Og fjarri fer að menn geri sér það almennt ljóst, að hefði.hvíti Vilhjálmur Stefánsson maðurinn ekki eignazt og byggt þetta auðuga meginland heim- skauta milli og gert Atlantshafið að einkahafi verzlunar og við- skipta sinna, væru dagar hans brátt taldir á þessari jörð; leyfar kynstofns hans geymdar ef bezt léti á friðlendum fyrir forvitni- sakir, eins og nú er ger.t við Indíána Ameríku eða svertingja Ástralíu. Oft hefur legið við að Evrópu yrði lögð undir af her- skáum austurlandaþjóðum. Arabar hófu mjög hættulega tangarsókn inn í Evrópu í byrj- un 8. aldar. Mongólar hættu af tilviljun við að bæta Elvrópu við heimsveldi sitt seint á miðöld- um og höfðu þá kingt stærri bitum. Hvaða Vesturlandabúa langar til að hugsa þá hugsun til fulls hvert mundi nú hlut- skipti hvíta mannsins ef guli kynstofninn hefði orðið fyrri til að kanna og vinna ameríska Lester B. Pearson ræðir við fréttamenn er hann varð forsætis- ráffherra 1963. Fyrrum utanríkisráðherra og fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín á þágu Sameinuðu þjóðanna. meginlandið eftir hinni tiltölu- lega auðrötuðu leið norður um Austur-Síberíu yfir Behrings- .sund og Alaska og þetta mikla meginland byggði nú t.d. 1 milljarður, athafnasamra Kín- verja? Þar með er ekki fullvíst að siðimenningarástand þess- arar jarðkúlu þyrfti að vera verr á vegi statt en nú er, en hlutverki hvíta mannsins yrði þá að mestu lokið hvort sem mönn- um telst að það hafi verið til ills en góðs. Með landnámi Ameriku og út- færslu yfirráða Evrópúbúa um gjörvalla Norður-Asíu, norðan fjalla, hefur hvíti maðurinn tryggt tilvist sinni vettvang svo lengi sem hann sjálfur kýs og getur því haldið áfram að leika eitt aðalhlutverkið í hnattsviði hlns mikla leikhúss mannlegra heimkynna. En til að svo megi takas^ þuría stjórnmálaleiðtogar stærstu ríkjanna að vísu að læknast hið fyrsta af móðursýkisótta þeim sem þeir hafa verið þungt haldn- ir af um skeið gagnvart hverjum öðrum, og snúa sér í sameiningu að uppbyggingu þeirrar menn- ingar sem afburðamenn Vestur- landa hafa verið að leggja undir sLöður að, allar götur frá Sólon og Sókratesi til Einsteins og Alberts Schweitzers. Til framandi landa...... Þegar frá eru talin þau lönd, sem ísland var tengt stjórnmála- legum böndum í nærri sjö aldir, mun ekkert land snerta eins við- kvæman streng í hugum íslend- inga, sem það land er á þessu sumri heldur hátíðlegt 100 ára afmæli fullveldis síns, Kanada. í þessu næst stærsta landi heims eru fleiri menn af íslenzkum ættum en í nokkru öðru landi, sennilega fleiri en í öHum öðr- um Löndum til samans — lífs og liðnir. Til framandi landa eg bróðurhug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein, en ættjarðarböndum mig grípur hver grund, sem grær kringum íslendings bein. Þannig túlkaði Klettafjallaskáld- ið þá tilfinningu, sem býr í hug hvers íslendings gagnvart þessu landi, þar sem gerð hefux verið hin einasta tilraun til þess að gróðursetja íslenzkt þjóðerni síðan Eiríkur rauði^ leið. Brottflutningur íslendinga til Vesturheims hófst skömmu eftir miðja síðustu öld. Nærri hvert ár á síðasta fjórðungi aldarinnar fluttust fslendingar hópum sam- an til Kanada, flest árin hundr- uð, sum þúsundir karla, kvenna, barna og unglinga, sem flúðu harðindi, hafís, eldgos og óáran, útlenda harðstjórn og innlent volæði í von um betra hlutskipti í nýju landi. Enginn veit með fullri vissu tölu þeirra er fóru, engin tök eru á að meta þennan blóðskatt tölum. Dr. Hans Selye heimsþekktur læknir, sem stjórnar rannsókn- ardeildum háskólans í Montreal. Einkum þekktur fyrir kenningar sínar um áhrif taugaspennu á heilbrigði manna. Það má fara nærri um það að þegar hér var komið sögu munu flest byggilegustu og aðgengileg- ustu héruð Kanada verið setin og óskyldum aðkomuþjóðum verið valinn bústaður þar sem landstjórnarmenn töldu aðstæð- ur henta og skilyrði væru kannski eitthvað srvipuð því sem innflytjendur höfðu vanizt heima fyrir. íslendingum var út- hlutaður staður í fúamýrum vestan við Winnipegvatn og skyldu stunda þar landbúnað, en þó kvikfjárrækt hafi verið starf íslendinga af nauðsyn í þúsund ár mun víst fjarri fara að þeir séu börn moldarinnar á samá hátt og sléttufólk úr Austur-Evrópu sem kvað hafa velt sér nakið í gróðurmiold amerísku sléttanna af tilhlökk- Framh. á bk. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.