Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 16
1« MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1967 Norrœnt œskulýösár haldið í fyrsta skipti — Hefst með œskulýðsmóti á íslandi A ÞESSU ári gangast Norrænu félögin á Norðurlöndum fyrir norrænu æskulýðsári. Markmið þess er að vekja ungt fólk á Norðurlöndum til umhugsunar um norrænt samstarf og efla tengslin milli ungs fólks á Norð- urlöndum. Æskulýðsár þetta hefst 1. ágúst n.k. og lýkur sum- arið 1968. Fyrsti viðburður árs- ins er æskulýðsmót, sem haldið verður á Islandi dagana 1. til 8. ágúst, en árinu lýkur með stóru móti í Álaborg í júní næsta sum- ar. Milli þessara móta verða svo ráðstefnur og fundir, sem fjalla um einstök málefni og ýmis þau vandamál, sem við blasa og um- rædd eru. Stærsti viðburður æskulýðs- ársins er mótið á Islandi, sem ár- ið hefst á. Viðfangsefni mótsins er kynning á íslandi nútímans, stjórnmálum, atvinnuháttum, menntun og menningu og félags- lífi þess. Tilgangurinn er áð tengja ísland traustari böndum við hin Norðurlöndin, efla tengsl unga fólksins og kynna því ís- lenzk málefni. Þátttakendur í mótinu verða frá flestum eða öll- um æskulýðsfélögum á Norður- löndum — ungmenni á aldrinum 20-30 ára — og verða u.þ.b. 70 frá hverju landi, nema Færeyj- um en þaðan koma um 20 ung- menni. Framkvæmd æskulýðsmótsins á íslandi hafa æskulýðssambönd norrænu félaganna á Islandi og í Noregi skipt þannig á milli sín, að Norðmenn skipuleggja ferð- irnar hingað og héðan en islend- ingar sjá um framkvæmd móts- ins. Stjórnin, sem sér um undir- búning og framkvæmd mótsins hér á landi er þannig skipuð: Jón E. Ragnarsson, lögfr. form., Örlygur Geirsson, framkv.stj. varaform., Ólafur Einarsson stud. mag, ritari, Sigurður Geirdal, bankamaður, gjaldkeri, og Sveinbjörn Óskarsson, með- stjórnandi. Framkvæmdastjóri er Jónas Eysteinsson, verzlunar- skólakennari. Dagskrá mótsins á Íslandi er mjög vönduð og fjölbreytt. 1. ágúst koma mótsgestir til lands- ins en daginn eftir verður farið í kynnisferð um Reykjavík og snæddur hádegisverður í boði Merki æskulýðsmótsins, sem Gísli Bjömsson hefur teikn- að. borgarstjóra. Klukkan tvö eftir hádegi fer fram mótssetníng í Háskólabíói. Þar setur Jón E. Ragnarsson æskulýðsárið og æskulýðsmótið á Íslandi en síð- an flytja ávörp: Sigurður Bjarnason, alþingismaður frá Vigur, form. Norræna félags- ins, dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, og fultrúar frá hinum Norðurlöndunum. Þá flytur Páll Líndal, borg- arlögmaður erindi, sem nefn- ist: ísland fyrr og nú. Um kvöldið verður svo kvöldvaka í íþróttahöllinni í Laugardalnum. Þar verður margt til skemmtun- ar, m.a. fimleikasýning, glímu- sýning O'g þjóðdansar. Á fimmtudag verður farið í skoðunarferð um Suðurland. — Klukkan tíu á föstudagsmorgun er sameiginlegur fundur í Haga- skóla. Bjarni Bragi Jónsson flyt- ur erindi: Efnahagsmál og at- vinnulíf á íslandi. Á eftir verða almennar umræður. Seinna um daginn verður farið í heimsókn- ir í ýmis mannvirki í Reykjavík. Á laugardagsmorgun er sam- eiginlegur fundur í Hagaskóla, sem hefst klukkan 10 fyrir há- degi. Þar flytur Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra erindi: Islenzk menning, list og mennta- mál. Að þvi loknu verða ahnenn ar umræður. Eftir hádegið gefsit þátttakendum kostur á að leggja fyrirspurnir fyrir leiðtoga stjórn málaflokkanina og aðra forystu- menn í þjóðmálum, sem eiamig munu flytja stutt ávörp. — Um kvöldið er svo dansleikur í Lídó. Farið verður í Borgarfjörðinn á sunnudag og í Reykholti flytur Þóriir Kr. Þórðarson, prófessor, erindi um ísland og Norðurlönd fyrr og nú. Síðasti mótsdagurinn er mánu dagur 7. ágúst og flytur Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, þá erindi á sameiginlegum fundi í Hagaskóla, sem hefst klukkan 10 árdegis. Erindið fjallar um ut- anríkisstefnu Íslendinga og af- stöðu þeirra til alþjóðamála. Þar munu og mæta fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem svara fyrirspurnum auk fyrirlesara. Klukkan 2 fara fram mótslit. Þá mun merkur danskur stjórn- málamaður flytja ræðu Norræn samvinna í framtíðinni en síð- an verður mótinu slitið. Á þriðjudag halda mótsgest- ir svo aftur utan. Skrifstofa æskulýðsráðs Nor- ræna félagsins er í Hafnarstræti 15 og er opin alla virka daga milli 4 og 7. Sími 21655. Þeir, sem hefðu tök á að hýsa norræn ungmenni á meðan mótið er, láti skrifstofuna vita og er slík greið vikni vel þegin. Allar máltíðir verða snæddar á Hótel Sögu og er því aðeins urn svefnpláss fyr ir ungmennin að ræða. Karlakór Reykjavíkur hlaut góða blaöadóma í Kanada Eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu söng Karlakór Reykjavíkur á Heimssýninguuni í Montreal í Kanada og fékk kórinn þar hinar ágætustu við- tökur. Nýlega hafa borizt um- sagnir Montreal blaða um söng kórsinskórsins og segir tónlistar- gagnrýnandi blaðsins The Gaz- ette m. a. svo í ritdómi í blaðinu 27. júni sl.: „Kórar frá mörgum löndum hafa komið til Heimssýningar- innar til þess að kynna tónlist landa sinna. Á fösrtudagskvöldið kynntu íslenzkir söngvarar langt prógram í Maisonneuve leikhús- inu, og fenigu það góðar undir- tektir áheyranda, að þeir urðu að syngja fjögur aukalög til við- bótar þeim 24 sem voru á efnis- skránni. Hinir 35 félagar karlakórsins reyndust vera leiknir í list sinni, undir stjórn Páls Pmapiehler Pálssonar. í kómum eru háum og dimmum röddum blandað svo vel saman, að engin yfirgnæf ir aðra. í söngskránni getur m. a. að líta upplýsingar um að kórinn hefur haft tvo stjómendur frá því að hann var stofnsettur árið 1926, og að 1946 hafi hann haldið 56 hljómleika í Bandaríkjunum og Kanada og hafi farið í söng- ferðir til Skandinavisku land- anna, og ennfremur til margra aninarra Evrópulanda. Flest laganna á efnisskránni voru eftir íslenzk tónskáld, en ennfremur voru í henni lög eftir Schubert, Sibelius, Gershwin og Lumbye. Þjóðlögin frá íslandi voru nr. 6—15 á efnisskránni og voru þau sungin án hlés. Maður gæti kall- að þau röð af breytilegum og áhrifamiklum myndum. Með kórnum komu fram tveir einsöngvarar, tenorinn Sigurður Björnssom og sópransöngkonan Svala Nielsen, Sigurður hefur orkumikla, milda rödd. Túlkun hans á Schubert var í senn tær og tignarleg. Þá var söngur Sig- urðar í finnska þjóðlaginu „Fjarri hann dvelur“ sérstaklega fallegur. Svala Nielsen sönig einsöng í íslenzku þjóðlagi og i Summer- time eftir Gershwin. Því fræga lagi hafði maður áður heyrt gerð svo miklu betri skil, að maður naut ekki söngs hennar, en áheyr endur klöppuðu henni þó mikið lof í lófa. Guðrún Kristinsdóttir hafði stórt hlutverk á hendi sem undir- leikari. Þó að hún leiki með allt að því hernaðarlegri nákvæmni á hljóðfærið og geii fáa útúr- dúra, er það ekki nóg til þess að geta kallast góður undirleikari. Hljómleikamir enduðu með því að kórinn söng Champagne Gallop eftir Lumbye, sem er danskt tónskáld, látinn fyrir nærri öld. Þetta var skínandi lokalag, og síðan varð kórinn að syngja fjögur aukalög. Sigurður Björnsson söng þá fyrst ítalskan söng mjög fallega, síðan söng Svala Nielsen og tókst að þessu sinni miklu betur upp en í öðrum einsöngslögum sínum. Þvínæst sungu þau Sigurður og Svala dúett, og að lokum söng svo kór- inn fjörugan Tarantella." Gagnrýnandi The Montreal Star, segir í upphafi dóms síns, að að sínu áliti hefði leikhúsið er kórinn söng í verið of stórt fyrir svo lítinn kór og söngur- inn því ekki notið sín sem skyldi, þrátt fyrir marga áheyrendur. Síðan segir gagnrýnandinn m. a.: Karlakórinn er vel æfður og hefur mikla reynslu að baki sér, — svo mikla, að ég dreg í efa, að þar standi þeir að baki at- vinnusöngvurum. Öll 24 lögin á efnisskránni væru auðvitað frá- sagnarverð, en að undanskildum nokkrum lögum söng karlakór- inn á móðurmáli sínu og gefur menning landsins söngvunum sérstök auðkenni. Auðvitað gætu emgir túlkað þau betur en króinn gerir. Annars voru lögin sungin það þétt, að manni vannst tæpast tími til að átta sig á þeim á milli. Flest laganna voru í þjóðlaga- stíl og höfðu þjóðlegan blæ yfir sér. Songur kórsins var hinn prýðilegasti. Vögguvísurnar voru sérstaklega fallega sungnar svo dæmi sé tekið. Kórinn er vissu- lega meistari þess forms, sem er hvað vinsælast í kórsöng í norð- lægum löndum. Þá er einnig lofsamlegur dóm- ur um söng kórsins í Montreal- blaðinu La Presse og sérstöku lofsorði lokið á stjórnanda kórs- ins Pál Pompichler Pálsson o^ einsöngvarana Friðbjöm Jóns- son og Sigurð Björnsson. - ARABAR GEGN Framhald af bls. 1 hefja stórfellda vopnaaðstoð við Arabaríkin. Á Vesturlöndum -hefur þessi tilraun Rússa verið talin bera vott um, að þeir reyni að komast hjá því að samþykkja kröfur Araba um stórfelldar vopnasend ingar. Rússar hafa þegar sent mikið vopnamagn til Arabaland anna og munu halda þessum vopnasendingum áfram. En í Washington og London er talið, að þær muni ekki fullnægja þörfum Araba, ef þeir hyggi á nýja styrjöld gegn ísraelsmönn- um. Varðbátar á Súezskurði Egypzkir varðbátar sigldu um Súezskurð í dag og íylgdust með aðgerðum fsraelsmanna á aust- urbakkanum en ekki kom til átaka. Yfirmaður vopnahlés- nefndar SÞ. Odd Bull, hélt áfram viðræðum sínum í Kaíró, um sigiingar um skurðinn, en sagt er að Egyptar hafi skipun um að skjóta á ísraelsk skip, sem sigla út á miðjan skurðinn. Naser forseti, skipaði í dag Amin Hamed Howeidi, hermála ráðherra, í stað Abdel Wahab al Bishri, sem gegnt hefur embætt inu síðan 19. júní. Hinn nýi her málaráðherra á að endurskipu- leggja hermál landsins. í Tel Aviv sagði forseti ísra- elska herráðsins, Rabin hershöfð ingi, að hann efaðist um að átök in við Súezskurð mundu leiða til nýrrar styrjaldar, en ef til nýrr ar styrjaldar kæmi fengju Egypt ar enn verri útreið en í sex daga styrjöldinni í júní. Við verðum að gera ráð fyrir íhlutun Rússa, sagði hann, en við vonum að til hennar komi ekki. Samkvæmt skoðanakönnun telja 60% fsra- elsmanna friðsamlega sambúð við Araba mögulega. - LUTHULI Framhald af bls. 1 Albert John Luthuli, sem sæmdur var friðarverðlaun- um Nóbels árið 1961, var einn kunnasti leiðtogi frelsishreyf- ingar blökkumanna í S-Afr- íku og þótt víðar væri leitað, maður virtur víða um heim fyrir mildi og manngæzku. Hann var af kyni Zúlúa og ættarhöfðingi um árabil í ætt- borg sinni, Groutville, og for- maður afríska þjóðlega kon- gressflokksins þar til flokkur- inn var bannaður, og fékk síðan, og allt til æviloka, ekki áð fara frjáls ferða sinna heldur var gert að dveljast um kyrrt í bænum Stanger og næsta nágrenni. Höft þessi lagði S-Afríkustjórn á Luthuli með tilvísun til laga þar- lendra, sem stefnt er gegn kommúnistum. Luthuli hafði verið kenn- ari í hálfan annan áratug þeg- gerast leiðtogi þeirra og ættar höfðingi. S-Afríkustjóm svipti hann síðar því embætti eftir nær tvo áratugi, árið 1952 þegar Luthuli neitaði að segja af sér formennsku í afríska þjóðlega kongress- flokknum. Árið 1956 var hann einn í hópi 155 manna sem handteknir vom og sakaðir um landráð, en var síðan lát- inn laus ásamt 60 öðrum úr hópnum eftir yfirheyrslur og undirbúningsréttarhöld, sem stóðu yfir árlangt. í sept- embermánuði 1960 var Lut- huli dæmdur til að greiða all- háa sekt, eða sem næst tólf þúsund krónur íslenzkar, fyr- ir að brenna vegabréf sitt í mótmælaskyni við takmarkan ir S-Afríkustjórnar á ferða- frelsi blökkumanna í land- inu. Albert John Luthuli fædd- ist árið 1898 í Groutville í Natal í S-Afríku, sonur krist- ins trúboða þarlends. Fyrstu menntun sína hlaut hann í trúboðsskóla, en lærði síðan til kennara við bandaríska skólann Adams College og starfaði þar að námi loknu sem kennari í bókmenntum og sögu Zúlúa. Luthuli starfaði síðan mikið að trúboði og kennslumálum í landi sínu og fór m.a. til Indlands 1938 og til Banda- ríkjanna áratug síðar að sitja þar þing alþjóðasamtaka trú- boða. Afskipti hans af stjórn- málum hófust fyrir alvöru árið 1946 er hann gekk í lið með Fulltrúaráði Afríku- manna, sem kallað var og vann að auknu frelsi og rétt indum til handa Afríkumönn- um í S-Afríku. Sá flokkur varð skammlífur og var skömmu síðar leystur upp til að mótmæla því að hann mátti sín einskis í stjórnmálum landsins. Sama ár, 1946, gekk Luthuli í afríska þjó'ðlega kongressflokkinn og varð brátt formaður flokksdeildar- innar í Natal. Árið 1952 hóf svo flokkurinn, ásamt ind- verska kongressflokknum í S-Afríku baráttu gegn sex laeaákvæðum kynþáttalaga landsins og skinulagði mót- mælaaðeerðir gegn þeim. Hvatti Luthuli óspart til mót- mælanna en latti menn alls ofbeldis. sagði að kristnum mönnum bæri ékki að hlýða lögum sem misbvðu þeim og óvirtu, en vildi ekki stofna til vopnaðra átaka heldur fara að öllu með friðsemd. í októbermánuði var Luthuli kalláður til Pretóríu og þar fyrirskipað að segja sig úr koneressflokknum eða segja af sér embætti ættarhöfðingja. Luthuli vildi hvorugt gera og var þá mánuði síðar sviptur embætti ættarhöfðingja, sem hann hafði þá gegnt í sautján ár. í desember var Luthuli svo kjörinn til formennsku í Kongressflokknum og tók við því embætti af dr. Moroka. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau, að banna honum all ar ferðir út fvrir heimabæ hans um tveggia ára bil. Árið 1954 fór Luthuli flug- leiðis til Jóhannesarborgar til að mótmæla nýjum kynþátta- lögum stjórnarinnar, þar sem blökkumenn voru sviptir rétt- indum sínum til jarða í Jó- hannesarborg og gert áð flytja úr útborginni Sophiatown til Meadowlands. Honum var þá meinað máls og takmarkanir á ferðafrelsi hans framlengd- ar um tvö ár til viðbótar. Hann fór í fyrirlestraferð ár- ið 1959 en varð þá aftur fyrir barðinu á höftum stjórnar- innar og var bannað að taka þátt í opinbeum fundarhöld- um næstu fimm ár. í febrúarmánuði 1961 gerðu þingmenn sósíaldemókrata í Svíþjóð það að tillögu sinni að Luthuli skyldu veitt frið- arverðlaun Nóbels og var sú tillaga samþykkt af nóbels- vedðlaunanefnd norska stór- þingsins. Eftir miklar vanga- veltur veitti S-Afríkustjóm Luthuli fararleyfi til að veita verðlaununum viðtöku í Osló, en þótti illt og sögðu verð- launin „kinnhest í andlit S- Afríku". Luthuli samdi ræðu þá er hann flutti á Nóbels- hátíðinni, þar sem hann gekk að vinnu sinni á sykurreyrs- ekrunum hjá Groutville og sagði í ræðunni m.a., að í hans augum væru verðlaunin „hylling til Móður Afríku og allra þjóða hennar, hver sem væri kynþáttur þeirra, litur eða trú“. Er fregnin um dau’ða Lut- hulis barst til Stokkhólms sagði Alva Myrdal, ráðherra: „Okkur er það harmsefni að Albert Luthuli skuli allur — hann var stórmenni og göfug- ur fulltrúi ættlands síns, sem ekki vildi kannast við stór- mennsku hans eða viðurkenna rétt hans og annara af hans kynþætti til jafnréttis við aðra menn“. Frú Myrdal sagði ennfremur, að þess hefði verið óskandi að Luthuli hefði fengíð að lifa það að kynþáttastefna S-Afrfkustjóm ar færi halloka og stefnubreyt ing yrði í S-Afríku, en það hefði ekki orðið, hún sagði, að Luthulis yrði bezt minnzt með því að halda uppi merki hans og berjast fyrir jafn- rétti blökkumanna á við aðra unz fengið væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.