Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 Ekki samkomulag um rækjuveiðina ísafirði 13. október FJALLVEGIR allir á Vest- fjörðum eru enn færir þó víða sé kominn nokkur snjór á há- heiðum. En fært er með bíla á keðjum og einnig á bílum með drifi á öllum hjólum. Enginn snjór er í byggð, en það grán- aði niður í sjó hér á ísafirði í nótt. Sæmilegur afli hefur verið á línu, að undanförnu, en línu- veiðar eru ekki enn almennt hafnar. Ekki hefur náðst neitt sam- | komulag um rækjuveiðina, en eins og getið hefur verið í blað inu vildu rækjuveiðimenn ekki sætta sig við þá verðhækk un sem varð á rækjiunni frá því í fyrra. Sú lækkun nemur 1,05 pr. kg. og auk þess hefur verið minnkað dagsveiðimagn- ið og heildartogstímar fyrir all an rækjuflotann. Hafa þessi mál verið í athugun hjá ráða- mönnum undanfarna daga °g er það von manna, að þessi deila leysist hið fysrta. — H.T. Sláturtíð senn lokið NÚ LfÐUR senn að lokum slát- nrtíðar á þessu hausti, en þó mun nýtt slátur væntanlega fáanlegt út næstu viku. En þeir sem hafa Siug á að taka slátur að þessu sinni, ættu að koma heldur fyrr en seinna, sagði Vigfús Tómasson hjá Sláturfélagi Suðurlands, er blaðam. Mbl. átti tal við hann um þetta í gær. Sumarsýn- * ingin ■ As- grímssafni Síðasti sýningardagur í DAG líkur sumarsýningunni í Ásgrímssafni. Safnið verður lok- að í 2 vikur meðan haustsýn- ingu þess er komið fyrir. Sumarsýningin er yfirlitssýn- ing á verkum Ásgríms Jónsson- ar, myndir sem ná yfir hálfrar aldar tímabil. Margt erlendra gesta, víða að, hafa komið í heimsókn í hús Ás- gríms á þessu sumri. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið í dag frá ki. 1,30—4. Vigfús sagði að töluvert mundi gert að sláturgerð í Rvík, en þó virtisf sér ekki sala á slátr.um hafa aukizt tiltölulega miðað við fólksfjölda. Mundi þar koma til, að gömlum sláturgerðarkonum úr sveitum landsins færi nú óð- urn fækkandi, en yngri konur hefðu ekki náð leikni þeirra í sláturgerð. Enda væri viðkvæðið hjá sumum konum, að nú gætu þær ekki lengur tekið slátur, því þær hefðu 'ekki lengur hina og þessa konuna til að hjálpa sér við slátu.rgerðina. Þá mundi breytt verkaskipting og aukin útivinna kvenna valda því, að fólk keypti fremur tilbúið slátur í verzlunum. Árongurslausl innbrot BROTIST var inn í skrifstofur Hampiðjunnar hf. aðfaranótt laugardagsins, en þjófurinn hafði ekkert upp úr krafsinu. Braut hann upp tvær hurðir á leið sinni inn í skrifstofúrnar og leitaði þar í skrifborðum, en ekkert fémætt var þar geymt og fór þjófurinn því til baka með tvær hendur tómar. Róbert Arnfinnsson í hlutve rki Kölska í Hornakórallinum, ÞESSAR myndir eru frá héraðsskólanum á Reykjanesi við ísafjarðardjúp, Þar hefur í sumar verið unnið að því að Ijúka heimavist og kenn- araíbúðum í öðrum enda hins nýja og glæsiiega heimavist- arhúss. Ennfremur hefur ver- ið unnið að því að byggja upp sjálfan skólann, sem eins og kunnugt er, brann fyrir tveimur árum. Er þessum framkvæmdum nú langt kom ið. Hríð á Vopnafirði Kostnaður við sendi- nefndina í Brussel áætlaður um 3,8 millj. kr. 1968 KOSTNAÐUR við nýju sendi- nefndína í Brussel er áætlað- ur í frumvarpi til fjárlaga fyr- ir næsta ár krónur þrjár mjllj ónir átta hundruð fjörutíu og fimm þús krónur. Starfsfólk sendiráðsing í Brussel verður fyrst um sinn þrennt: sendi- herra, sendiráðunautur og ein stúlka. Kostnaðurinn við sendiráðið í París lækkar um 1650 þús. kr., þar sem hluti af starfseminni flyzt yfir á nýja sendirúðið í Brussel. Vopnafirði, 14. okt. KULDI OG HRÍÐ var á Vopna- firði í nótt og gránaði í fjöllum og niður í byggð. Ekki var vitað um neina síld til Vopnafjarðar, en verið að salta 150 tonn úr Brettingi. Ragnar. Dave Pike leikur í J azzklúhbnum annað kvöld Bræla á miðunum 14. okt. FREMUR óhagstætt veður var á síldarmiðunum sl. sólarhring, mikill straumur og kvika og um hádegið var komin vonzku bræla. Síldin stóð mjög djúpt, og var aðeins kunnugt um afla 7 skipa með 795 lestir. Gísli Árni RE með 250 lestir, RE Örn 150, Vonin KE 120, Akur- ey RE 35, Ólafur Friðbertsson ÍS 70, Sigurpáll GK 50 og Berg ur VE 120 lestir. Votnsveitu- framkvæmdir h Eyrarbakka Eyrarbakka 14. okt. EINN bátur hefur róið héðan undanfarið, Hrungnir, og hef- ur afli verið fremur tregur, en allir hinir bátarnir eru í slipp. Hér var í surnar unnifi að lagn ingu vatnsveitu fyrir kauptún ið og er búið að leggja aðal- æð frá borholu, sem er skammt frá Kaldaðarnesi, en það er um 6 km leið. Einnig hefur verið lögð aðalæð í austurþropið, en þó mun ekki vera unnt að leggja dreifikerfið fyrr en á næsta ári. Þessi framkvæmd er mjög áríðandi, þar sem hingað til hefur verið notazt við brunna, sem eru allskonar ó- fullnægjandi °g jafnvel hættu- legir. — Ó. M. JAZZKIjUBBUR Reykpvíkur á von á bandaríska víbrafónleik- aranum Dave Pike til Reykja- víkur n.k. mánudag, og hann mun leika um kvöldið í Tjarnar búð á vegum klúbbsins. Með Pike munu leika tríó Þórarins Ólafssonar. Hefst jazzkvöldið kl. 8.30 en lýkur kl. 1. Pike, sem er á leið sinni til New York, leikur hér aðeins þetta eina sinn. Dave Pike er einn snjallasti víbrafónleikari Bandaríkjanna í hópi yngri manna, og var hann kosinn „New Star Vibraphone" í samkeppni bandarískra jazz- tímaritsins Down Beat 1963. Hann er fæddur 1936 í Detroit, og hóf feril sinn sem píanóleik- ari. En á unglingsárum komst hann í kynni við víbrafóninn, og varð hann brátt aðalhljóð- færi Pike. Árið 1959 lék hann m.a. með Ornette Coleman, Buddy DeFranoo, Dexter Gord- on og ári síðar lék hann á tíma- bili með Elvin Jones,, Pete La- Roca, áður en hann byrjaði að leika í hljómsveit flautuleikar- ans Herbie Mann. Þar var hann næstu fimm árin, en þá stofn- aði hann sjálfur tríó, og lék einnig með ýmsum tónlistar- mönnum, svo sem píanódeikar- anum Bobby Timmons. f októ- ber í fyrra fór hann sína fyrstu Evrópuferð, og nú er hann á leið heim úr einni slíkri. f GÆR var norðaustan átt frost við jörðu um nóttina, á landinu. Það hefur smá- en þar var sól og gott veð- kólnað í veðri og var víða ur í gær. Norðan áttin gæti hiti rétt undir fr«stmarki staðið í maTga daga og eitt norðan lands að morgni. hvað mun kólna enn. Sunnan lands hafði verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.