Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 31 ÞESSI mynd er af hinni nýju nýja ferjubryggja mun bæta Vitni ákært fyrir morð ferjubryggju, sem í sumar hefur verið byggð á Stað á Reykjanesi. Er hér um að ræða staurabryggju með grjótfyllingu. Þegar frétta- maður Morgunblaðsins var þarna á ferðinni fyrir skömmu var bryggjunni ekki fulllokið. En gert er ráð fyr- ir að síðasta hönd verði lögð á verið næstu daga. Þessi Charlottesville, 14. okrt., AP. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Banda ríkjanna, Ramsey Clark, lét sVo ummælt við stúdenta og blaða- menn á umræðufundi í Virginíu- háskóla í dag, að horfur væru á að hann þyrfti að lögsækja Jim Garrison, héraðkdómslögmann í New Orleans. Garrison hefur vak ið heimsathygli fyrir rannsókn sina á morði John F. Kennedys, Bandaríkjaforseta, og þykir hafa beitt oft óvönduðum meðulum varðandi rannsóknina. Fyriilesbor nm byggingnr- verkiræði PRÓFESSOR N.F. Bisgaard frá Tækniháskóla Danmerkur dvelst hér á landi um þessar mundir í boði verkfræðidieiidar Háskóla íslands. Hann flytur fyr iriestra í 1. kennslustofu Háskól ans þriðjuda.g 17. okt. og mið- vikudag 18. okt. kl. 5.30 e.h. báða dagana. Fyrri fyrirlestur inn fjallar um hið nýja náms- fyrirkomulag fyrir stúdenta í byggingarverkfræði við Tækni- háskóla Danmerkur. Síðari fyr- irlesturinn nefnist „Rumklima- iske problemer í nutidigt bygg- eri.“ Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrunum, sem fluttir verða á dönsku. Þá flytur prófessor Bisgaard fyrirlestur í boði Verkfræðinga félags íslands, fimmtudaginn 19. okt. kl. 8.30 e.h. í Tjarnarbúð. Nefnist sá fyrirlestur: „Teknisk planlægning af den polytekiske læeranstalts nybyggeri.“ Jakarta, 10. október (NTB) ADAM Malik, utanríkisráð- herra Indónesíu, skýrði frá því í dag að ríkisstjórn Indó- nesíu hefði ákveðið að slíta st j órnmálasambandi við Kína. Sagði hann að skjal- festar sannanir hefðu feng- izt fyrir auknum undirróðri Kínverja í Indónesíu, og hefðu sannanir þessar verið sendar Mannr éttindanefn d Sameinuðu þjóðanna. Malik sagði að eftir stjórn- málasambandsslitin teldi stjórn Indónesíu sér fært að láta sendi ráð sitt í Hong Kong annast öll mjög aðstöðu í samgöngum milli lands og Breiðafjarðar- eyja. Munu Flóabátarnir, Stykkishólmsbáturinn og Flateyjarbáturinn geta athafn að sig við bryggjuna. Yfir- smiður við bryggjíjgerðina hefur verið Aðalsteinn Aðal- steinsson, oddviti á Hvallátr- um. Aðspurður kvað dómsmálaráð- henrann Garrison hafa lagt í ein- elti viðskiptajöfurirm Clay Shaw. Það hefur sannast, að mann- orð Shaws er óflekkað, en Garrison hefur tekizt að leggja manninn í rústir hvað snertir heilsufar hans og viðskipti ein- ungs til að skapa sjálfum sér frægð, sagði ráðherrann. Hann vildi ekki skýra frá því á hvaða lagalegum forsendum hann mundi lö’gsækja Garrison, en að öllum líkindum verð'ur það fyrir ærðumeiðingar gegn Shaw. Gairrison hefur látið handtaika allmarga varðandi rannsókn sína á morðinu á Kennedy. Buenos Aires, 13. okt. — NTB TALIÐ er, að milli 60 og 100 manns hafi beðið bana og um það bii 135.000 manns misst heimili sín í flóðum, sem herj- að hafa undanfarna fjóra daga í grennd við Buenos Aires, höf- uðborg Argentínu. f dag flæddi inn í suðvestur- úthverfi borgarinnar samtímis því sem hjálparsveitir voru önn um kafnar við að hjálpa hundr uðum fjölskyldna sem leitað hafa hælis á húsþökum. Þetta eru mestu flóð sem orðið hafa í Buen°s Aires í manna minn- um. Mörgum þeim sem hafa misst heimili sín hefur verið komið fyrir í skólum, herbúðum kvik myndahúsum og íþróttaleikvöng um, og hafin er víðtsek bólu- setning gegn tauigaveiki og fleiri sjúkdómum. Flóðunum ollu gífurlegar rign inígar, sem leiddu til þess að mál varðandi Kína. Hvað Kín- verjar gerðu í því máli, yrðu þeir sjálfir að ráða fram úr. Ef til vill gætu þeir látið sendirá'ð sitt í Kambodíu annast mál varð- andi Indónesíu. Þ 'tt stjórnmálasamband ríkj- anna verði rofið, felur það ekki í sér viðurkenningu Indónesíu á stjórninni á Formósu, sagði Mal- ik. „Það er aðeins til eitt Kína — Rauða-Kína og Formósa eru eitt og sama landið“, s: gði Malik. Utanríkisráðuneyti Indónesíu sendi Pekingstjórninni orðsend- ingu í gær þar sem þess var óskað að allir sendiráðsstarfs- menn Kínverja í Jakarta yr’ðu fluttir heim strax eftir að flug- Meridian, Missisippi, 14. okt., AP. EITT aðalvitni ákæruvaldsins í málinu gegn 18 mönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa myrt þrjá baráttumenn fyrir borgara- réttindum negra 1964, var í dag stimplað sem „einn af morðingj- unum“. Þessi einstæða ákæra Hong Kong, 14. okt. — AP KOMMÚNISTAR héidu hermd- arverkastarfsemi sinni áfram í brezku nýlendunni Hong Kong í dag, en í gær urðu mestu óeirðir þar af völdum kommún- ista, sem orðið hafa síðan í maí. Þá voru fimm lögreglumenn myrtir í sprengju tilræðum og tugir manns særðust. í morgun vörpuðu hermdarverkamennirn- ir þremur sprengjum að mann- þröng við innganginn að kín- verskum fisk- og grænmetis- markaði í Wanchai-hverfinu. Fjögur börn særðust, fjórir borg arar og tveir lögreglumenn. Aðafaranótt laugardags var lögreglumaður myrtur í sprengjutilræði, þax sem hann vann að því að gera sprengjur á almannafæri óvirkar. 18 ára gamall unglingur lézt í morgun fljótið Parana og hliðarár þess flæddu yfir bakka sína. Parana fljótið rennur í La Plata-fljótið sem er skammt ,frá Buenos Air- es. f dag var tilkynnt að vatns borðið La Plata-fljótsins væri að hækka. Umferð bifreiða og járnbrauta samgöngur við höfuðborgina trufluðust í daig, og fjarskipta- samband milli höfuðlborgarinnar og annarra landshluta r°fnaði. Heryfirvöld íhuguðu í dag hvort lýsa skyldi yfir neyðar- ástandi í höfuðborginni og ná- grenni hennar til þess að koima í veg fyrir rán og gripdeildir í verzlunum og á heimilum. Með grjót oð vopni STÓR rúða og gler í söluborði voru brotin í Tónabíói aðfara- nótt laugardagsins og þaðan stolið um 2000 krónum í skipti mynt. Notaði þjófurinn 50 punda stein til að ryðja sér leið inn °g annan litlu miinni til að brjóta glerið í söluborðinu. Loks kamst hann í peninga- kassann og stal þaðan um 2000 krónum í skiptimynt, en hafði sig síðan á braut án þess að vinna fleiri skemmdarverk. vél hefur verið send eftir þeim mönnum, sem særðust í óeirð- um við kínverska sendiráðið þar nýlega. Áður hefur Indónesíu- stjórn óskað eftir því að fá að flytja sendiráðsstarfsmenn sína heim frá Peking, en þeir hafa enn ekki fengið brottfararleyfi frá Kina. Þótt ákveðið hafi verið að slíta stjórnmálasambandinu vi'ð Kína, kemur sú ákvörðun að sjálfsögðu ekki til framkvæmda fyrr en unnt verður að flytja sendiráðs- starfsmennina á brott. var lögð fram í yfirlýsingu, sem einn hinna ákærðu, Horace Barn ette, hafði gefið ríkislögreglunni fyrir skömmu. Sá, sem fyrr var vitni, en nú er ákærður, heitir James Jordan og titheyrði eitt sinn Ku Klux Klan hreyfing- unni. Yfinlýsing Barnettes var sam- af sárum, sem hann hlaut í sama sprengjutilræði. Fórnarlömb hermdarverkamannanna eru nú orðin 41 að tölu síðan þeir hófu vigaferil sinn 11. maí sl. Dagblöð kommúnista í Hong Kong fögnuðu í dag sprengju- árásunum og hvöttu til að þær yrðu auknar enn. Yfirvöldin hafa heitið 17.500 bandarískum döl- um þeim, sem gefið getur upp- lýsingar, er kynnu að leiða til handtöku þeirra, sem ábyrgð bera á hermdarverkunum. Cristian Thomsen, landbúnaðarráðherra Dana. — Eplakyiining Framhaid af bls. 32 með sér heim uppskriftir af rétt unum. Má gera ráð, fyrir að hús mæður hafi gaman af að gefa heimilisfólki sínu og gestum kost á hinum margbreytilegu réttum sem hægt er að fram- reiða með notkun epla. Konur sem sækja sýnikennsl una eiga þess líka kost að hafa heim með sér epli af þeim teg- undum, sem kynntar verða að þessu sinni. Landbúnaðarráðu neyti Dana sendir tvo húsmæðra kennara til að vinna við sýni- kennsluna, en þær munu einnig vinna að eplakynningunni á annan hátt m.a, með því aé-heim sækja ýmsar verzlanir borgar- innar að morgni dags og bjóða viðskiptavinum þar epli til að taka heim með sér. f sambandi við eplakynninguna mun land- búnaðarráðherra Dana, Cristian Thomsen, koma hingað í stutta heimsókn. í för með honum verð ur V. Brorson, embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu og nokkrir ávaxtaútflytjendur og plantekrueigendur. Meðan Thomsen ráðherra dvelst hér mun hann hafa hug á að kynnast mönnum og mál- efnum á sviði landbúnaðarmála og m.a. mun Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra efna til há degisverðarboðs að Hótel Sögu. Thomson ráðherra mun fara um Reykjavík meðan hann dvelst hér og m.a. mun nann heim- sækja Hallveigarstaði meðan sýnikennslan stendur yfir. þykkt af réttinum sem sönrvun- ar gagn eftir langar lögfræðileg- ar umræður milli ákæruvaldsins og verjanda hinna ókærðu. Yfirlýsingin var í meginatr. samhljóða vitnisburði Jordans fyrir rótti sl. fimmtudag nema í einu tilviki þar sem skortir á skýringar Jordans. í yfirlýsingu Barnettes sagði: ,,Ég veit ekki hversu oft Jard- an skaut, en hann sneri sér við og sagði: „Þú lézt mér bara eft- ir negrann, en ég gat sfcotið hann hvort sem var“. Stol kjötlærum og skiptimynt BROTIST var inn í Brauðbar- inn á h°rni Grettisgötu og Frakkastígs aðfaranótt laugar- dagsins. Hafði þjófurinn tekið úr rúðu Frakkastígsmegin og skriðið þar í gegn. Harun stal svolitlu af skiptimynt og fjög- ur kjötlæri hafði hann líka á brott með sér. Rúðan fannst óskemmd á laugardagsmorgun. LEIÐRÉTTING f LISTA yfir fermingarbörn í blaðinu í gær var tilfært rangt heimiilisfang Steinþórunnar Steinþórsdóttur. Hún á heima að Framnesvegi 10. — Skothríð Framhald af bls. 1 Fyrir nokkrum dögum bárií ísraelsmenn her Jordaníu þéim sökum að egna til skothríðar yf- ir Jórdanána. Þetta hefði gerzt, er jordanskt herlið hefði varið með skothríð hóp Araba, sem ráðizt höfðu aftan að ísraelskum hervagni og síðan flúið yfir til austurbakka árinnar. Frá Amman berast þær fregn- ir, að stjórnarvöld Jordaníu hafi í morgun sakað ísraelsmenn um að hafa byrjað skothríð gegn jórdönskum hermönnum tvisvar sinnum á Sheik Hussein-svæð- inu. í dag halda ísraelsmenn hátíð- legan „Yom Kippur", en það er hátiðlegasti bænar- og föstudag- ur trúarárs þeirra. Skothríðin, sem átti sér stað, rauf hina al- gjöru kyrrð, sem annars setur svip sinn á þennan dag í ísrael. — Spámennirnir Framhald af bls. 1 sálina frá líkamanum til þess að hún gæti horfið inn í fram tíðina og síðan snúið aftur. Allegro sagði: „Prestar og S'pámenn þessa hóps voru eit- urlyfjaneytendur en þeir gættu þess vel, að leyrKÍar- mál þeirra kvisaðist ekki út fyrir hópinn. Þetta er mjög svipað og Indíánar í S-Ame- ríku gera enn þanndag í dag. Þeir neyta sömu lyfja og að- eins prestar þeirra hafa þekk ingu á þessum hlutum." Þá sagði prófessorirm, að Biblían væri bókmenntaverk, en hvorki trúarlegt né sögu- legt venk. Jafnvel mætti ef- ast um það að Jesú hafi nokkru sinni verið til. Hann kvað mörgu hefði viljandi verið leynt í því, sem skrif- áð var. Orðrétt sagði prófess orinn: „Nýja testamentið samanstóð af frásögnum, sem dreift var meðal undarlegra trúarbragðahópa á þeim tíma, er þeir voru í hættu af Rómverjum. Við munum brátt skilja hvers vegna Róm verjar voru svo harðhentir við þessa trúarbragðahópa, sem aðhylltust önnur stjórn- mál, neyttu eiturlyfja og ógnuðu velferð ríkisins.“ Garrison lögsóttur? Indónesía slítur stjórn- málasambandi við Kína Tugir manna farast ■ flóðum í Argentínu Hermdarverk auk- ast í Hong Kong

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.