Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 196« Aldin höfn en ung — Rœtt við Ceorge C. McKinney, sem hingað er kominn til að beina viðskiptum íslendinga gegn um höfnina r Norfolk „ÉG er hingað kominn til við- ræðna við íslenzka innflytj- endur og forráðamenn Eim- skipafélags íslands, en hafn- aryfirvöld Virginíufylkis leggja nú kapp á að beina áhuga þeirra, sem flytja inn vörur frá Bandaríkjunum, að höfninni í Norfolk“. Sá, sem þetta mælir, er George C. McKinney, en hann er yfir- maður Evrópudeildar hafnar- yfirvalda Virginíufylkis og hefur aðsetur í Brússel. „Norfoltohöfn er nú 350 ára, en yfirvöldin hafa alltaf kappkostað að fylgjast vel með þróuninni, svo segja má, að þó aldurinn sé þetta hár, er höfnin ung í anda“, heldur MoKinney áfram og brostir við. „Höfnin í Norfolk er að mestu útflutningshöfn fyrir bandarískar vörur, og sem siík er hún númer eitt. En ef við tökum bæði innflutning og útflutning er Norfolkhöfn í öðru sæti, næst á eftir New York. Á síðasta ári fóru 36 milljón tonn af vörum gegn um höfn- ina í Norfolk, þar af voru um 31 milljón tonn bandarískar útflutningsvörur. Samgöngur við Norfolk eru mjög góðar og vörurnar eru fluttar þangað að mestu með lestum og flutningabílum, á mjög fljótan og öruggan „í gegn um höfnina í Nor- folk fer mikið af ull og frystu kjöti, en enn sem komið er lítið af fiski. Við vonumst til að fá sem mest af íslenzkum afurðum til okkar og síðar meir, að geta tekið. á móti fiskinum líka. Sama er að segja um bílainnflutning ís- lendinga frá Bandaríkjunum. George C. McKinney máta“. „Hvað eru íbúar Norfolks margir?“ „Þeir eru nú um 400.000 og má segja að borgin öll „lifi“ á höfninni. Nú í janúar sl. hóf Eim- skipafélag íslands reglubundn ar siglingar , til Norfolks, tvisvar í mánuði, og bindum við góðar vonir við, að þar verði á gott og vaxandi framhald“. „Hvað með íslenzkar út- f lutningsvörur?“ Eins og er fer ekkert af hon- um gegn um Norfolk, en við höfum hug á, að það breytist í framtíðinni. Mikið af banda- rískum iimflutningi á evrópsk um bílum fer um höfnina í Norfolk. Ég sagði áðan, að segja mætt um Norfolkhöfn, að hún sé ung í anda. Þar átti ég við það, að öll mannvirki eru sniðin eftir hörðustu kröfum nútímans og aðstaða er til allrar þeirrar lestunar og los- unar, sem bezt þykir og ör- uggust í dag. Framtíðin í skipavöruflutn- ingum er án efa sú, að flytja vöruna í þar til gerðum um- búðum (containers) eða hin svo nefnda „roll on roll off“ aðferð, en þá er vörunum ek- ið um borð' í skipin og úr þeim. Með þetta í huga er höfnin nú skipulögð og í jan- úar sl. var tekin í notkun ný „álma“, sem sérstaklega var byggð með þetta í huga. Er hún sú fyrsta af sex fyrirhug- uðum. Með þessar staðreyndir að vopni hyggst ég ganga til við- ræðna við íslenzka innflytj- endur líka og ég vona að þær viðræður beri ríkulegan ávöxt“, segir George C. Mc- Kinney um leið og hann snar- ast út úr herberginu. Nýjasta „álma“ Norfolkhafnar, sem er sérstaklega byggð fyrir flutningavöru í þar til gerðum umbúðum (containers). ,0kkur vantar bara fleira fdlk‘ — Rætt við Hnifsdælinga Við hittum á förnum vegi 2 Hnifsdælinga, sem sóttu Sveita- stjórnamámskeiðið, er var hald ið fyrir skömmu í Reykjavík. Mennirnir voru Guðfinnur Magnússon, sveitarstjóri og Guðmundur H. Ingólfsson hrepps nefndarmaður, en þeir ásamt Svanberg Einarssyni hrepps- nefndarmanni voru fulltrúar Hnifsdælinga á sveitastjórnar- námskeiðinu. Við ræddum við Guðmund og Guðfinn um mál- efni hreppsins. — Hvað er helzt á döfinni i framkvæmdum hjá ykkur í Hnífsdal? Guðfinnur: „Það er höfnin, hún er stærsta málið.“ Guðmundur: „Já, það er höfn- in og bygging félagsheimilis. Nú verandi ástand hafnarinnar er algjörlega ófært. T.d. kom það fyrir nú í vetur, að bryggju- hausinn hreyfðist þegar skip sigldi nokkuð óvægilega frá hryggjunni og sýnir það bezt styrkleika bryggjunnar. Tilgang urinn með þessari ferð okkar hingað suður er m.a., að ræða ýmis mál byggðarlagsins við ráðamenn hér.“ Guðfinnur: „Það má segja að hver einasti íbúi Hnífsdals vinni að sjávarútveginum og þess vegna er stórt atriði, í sambandi við bryggjuna, að fá viðunn- andi lausn þar á.“ Guðmundur: „Það má reikna með að kostnaður við endurbygg ingu hafnarinnar þurfi að verða um 10—12 milljónir. Sá kostn- aður myndi væntanlega nægja til þess að gera höfnina viðunn- andi og tryggja i næstu framtíð, án þess þó að stækka hana nokkuð". Húsnæði í Miðbænum 4 herbergi, eldhús, bað og stór innri gangur til leigu sem íbúð, skrifstofur .teiknistofur eða þess háttar. Tilboð óskast send afgreiðslu blaðsins fyrir laugardag merkt: „Húsnæði — 8132“. atrix verndar. fegrar Guðfinnur: „Það er búið að leggja miljónatugi í fjárfestingu í frystihús, fiskimjölsverksmiðju o.fl. til aðstöðu fyrir sjávarút- veginn. Einnig er á Hnífsdal rækjuverksmiðja og fiskverkun- arstöð. Aðstaða er því góð til vinnslu sjávarafurða". — Hvað eru margir bátar gerðir út frá Hnífsdal? Guðmundur: „Það eru 4bát- ar frá 60—264 tonn að stærð. Þessir bátar eru gerðir út frá Hnífsdal, en stunda einnig veið- ar annarsstaðar við landið". — Eru skólamál í góðu gengi? Guðmundur: Já, í fyrsta sinn í vetur hefur verið starf- andi unglingadeild fyrir skyldu námið og er sú deild í sambandi við barnaskólann“. — Hvað um aðstöðu fyrir fé- lagsstarf? ■' Guðmundur: „Eyrarhreppur er tvískiptur, í kauptúnið, Hnífsdal og sveitabæina fyrir botni Skut- ulsfjarðar. M.a. þess vegna þarf gð reka tvo barnaskóla á vegum hreppsins og vegna þessarar skiptingar má segja að það sé erfitt að reka hvers konar fé- lagsstarfsemi". — Nú er í byggingu félags- heimili í Hnífsdal. Guðfinnur: „Já, það er í bygg- ingu stórt félagsheimili, sem bú- ið er að taka í notkun að nokkru leyti." Guðmundur: „Það var fyrst tekið í notkun í september 1965 og hefur verið starfrækt að hluta síðan. Heimilið rúmar 150 manns í sæti í aðalsal og t.d. leiksvið er áætlað mjög gott. Að- staða fyrir hreppinn í heild verður því mjög góð fyrir fé- lagsstarfsemi, þegar hægt verð- ur að ljúka byggingunni. Til iukningar byggingunni skortir fé að upphæð sem nemur um 1,5 milljónir, en það er nálega það sama og félagsheimilasjóður skuldar okkur.“ Guðfinnur: ,,í þessu sambandi virðist enga lausn að fá hjá fé- lagsheimilasjóði í næstu bráð“. Guðmundur: „Það eru ýmsar aðrar framkvæmdir, sem við höf um unnið að á síðustu árum. M.a. algjör endurbygging á vatns- veitukerfi fyrir Hnífsdalskaup stað í heild.“ Guðfinnur: „Við höfum álitið að þessi endurbygging sé algjör- lega undirstaða fyrir rekstri fiskvinnsluhúsanna." — Nú hefur verið rætt um sameiningu Hnífsdals við ísa- fjörð. Guðmundur: „Sameining hreppsins og kaupstaðurinn er á umræðustigi, en engu er hægt að spá fyrir um lausn þessa máls.“ Guðfinnur: „Það verður að í- huga þetta mál vandlega og skoða niður í kjöþnn áður en nokkur ákvörðun verður tekin“. Guðmundur: „Hins vegar þarf að leggja áherzlu á það að fólki er ekkert illa við að ræða sam- eininguna“. — Er vegakerfi jyið hreppinn fullnægjandi? Guðfinnur: „Vegakerfið er raunverulega ónýtt, vegna þess að vegurinn er úr sér genginn. Þetta er mjög bagalegt m.a. vegna þess að umferð á milli Hnífsdals og Isafjarðar er mjög mikil dags daglega". Guðmundur: „Hreyfing vinnu- aflsins er mikil á milli Hnífs- dals og ísafjarðar og margir Hnífsdælingar vinna á ísafirði og ísfirðingar svo aftur í Hnífs- dal. Það þarf að endurbyggja veginn, það er brýn nauðsyn og aðkallandi verkefni." — Það eru sem sagt nóg verk- efni til uppbyggingar hjá ykk- ur? Guðmundur: Þrátt fyrir þessi óleystu verkefni eru Hnífsdæl- ingar bjartsýnir á framtíðina og una vel hag sínum, enda vinna og afrakstur með ágætum. Okk- ur vantar bara fleira fólk.“ Guðmundur H. Ingólfsson hreppsnefndarmaður er hægra megin og Guðfinnur Magnússon sveitarstjóri við hlið hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.