Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 196« 15 „Eins og vængbrotnir fuglar ef viö fáum ekki að fljúga" — rabbað við tvo unga flug- rvtenn h]á Flugfélagi Islands YNGSTI flugmaðurinn hjá Flug- félagi fslands heitir Sigurður Viggó Kristj ánsson, og er aðeins 21 árs gamall. Hann flýgur sem aðstoðarflugmaður á Douglas DC—3 og Fokker Friendship og byrjaði hjá Flugfélaginu fyrir tveim árum. — Hvenær byrjaðir þú að læra flug Sigurður? — Ég byrjaði að læra hjá Þyt þegar ég var fimmtán ára gamall, og flaug þá fyrst Pip- er Cup sem flestir ef ekki allir flugmenn stíga upp í einhvern- tíma á sínum námsferli. Ég var satt að segja ekki alveg ákveð- inn þá í að leggja flugið fyrir mig sem atvinnu, en hafði þó alltaf von um að geta fengið starf hér þegar þar að kæmi. — Varstu kannske að hugsa um að reyna að fá vinnu er- lendis? ■— Ég hafði aðeins hugleitt það, en ekkert ákveðið, ég vildi miklu fremur vinna hér heima. Hinsvegar getur verið að ég fari eitthvað út seinna. Bkkert er samt ákveðið með það. Þetta er bara skemmtilegur möguleiki. — Hvað varstu kominn með marga flugtíma þegar þú byrj- aðir fijá Flugfélaginu? — Ég hafði að baki 300 flug- stundir, og fékk að taka hluta af blindfluginu hjá þeim. Og þá átti ég eftir strangt námskeið hjá Flugfélaginu áður en þeir treystu mér fyrir vél. Það er bæði bóklegt og verklegt nám- skeið og svo erum við látnir æfa okkur í að fljúga þeim flug- vélategundum sem við komum til með að stjórna. Þá eru að sjáft- sögðu ekki neinir farþegar um borð. Og svo er úrslitalotan sex klukkustunda martröð, þar sem einhver reyndur flugstjóri at- hugar hvað sé í okkur spunnið. Við förum með þá upp, og þeir gerá sitt ítrasta til að gera okk- ur lífið leitt. Þeir drepa á hreyfl um, setja bru-nabjöllur af stað, þyngja „trimmið“ og þar fram- eftir götunum allt fyrirvara- laust. Og svo sitjum við kóf- sveittir vesalingarnir og eigum að gera viðeigandi neyðarráðstaf anir. Það er eitt atriðið í þjálf- uninni að taka af okkur hreyf- il í flugtaki. Bæði Douglas og Friendship félarnar geta hafið sig til flugs á öðrum hreyflinum þó að vélin sé fullhlaðin, en þá hefur líka flugmaðurinn nóg að gera. Um leið og þeir taka af okkur hreyflana í flugtaki er sett skyggni fyrir augun á okkur svo að við sjáum ekki út, og verðum að fljúga „á in- strumentum“. Og svo eru lend- ingar líka æfðar á þann hátt. f rauninni er það ekkert al- varlegt að missa annan hreyfil- inn í flugtaki, en þá er að sjálf- sögðu erfiðara að stjórna vél- inni. Þá er sá hreyfillinn sem enn gengur á fullri inngjöf og við verðum að standa þétt á hliðarstýrinu og beita kröftum til að halda vélinni réttri. En um leið og við erum komnir í flughæð getum við dregið af hreyflinum og þá léttist átakið. Þeir eru margir svitadroparnir Sigurður Viggó Kristjánsson. sem spretta á enni manns við þessar æfingar, en þetta er misk unnarlaust hamrað inn í höfuðið á okkur þar til allar neyðar- ráðstafanir eru gerðar ósjálf- rátt og við bregðumst rétt við öllu. — En þá eruð þið líka út- lærðir. Oo, ekki alveg. Þá höfum við að vísu réttindi til að Stjórna vélunum, en við erum alltaf að læra svo lengi’ sem við fljúgum. Það eru námskeið einu sinni á ári og þá erum við próf- aðir á nýjan leik. Og ef við byrjum að fljúga annarri flug- vélartegund er byrjað aftur frá grunni. Svo eru læknisskoðanir og æfingatímar í Link tækj- um, eða „simulatorum“. — Hefur þú einhverntíma lent í vandræðum í loftinu? — Ekki síðan ég byrjaði hjá Flugfélaginu. Og það var ekki nema einusinni meðan ég var að læra. Þá var ég að fljúga fyrir norðan, var á einshreyfils vél, og hreyfillinn bilaði. Ég lenti þar og hélt svo áfram til Reykja víkur. En þegar ég var yfir sundunum stoppaði rokkurinn aftur, fyrirvaralaust. Ég fékk lendingaheimild í snatri og það var rekin burtu önnur vél sem var að koma inn til lendingar. Sem betur fer var ég í góðri hæð og gat svifið iiran yfir brautina. Slökkviliðið dró mig svo heim að skýli. — Hvað ertu kominn með marga tíma núna, og hvenær heldur þú að þú verðir flug- stjóri? — Ég er kominn með um 2000 ♦íma. Hvað flugstjórastöðunni áhrærir þá geri ég ekki ráð fyr- ir að þurfa að panta strípurn- ar nokkur næstu árin. Síðast þegar aðstoðarflugmenn hækk uðu í tign höfðu þeir verið ein sex ár í hægra sætinu og komn- ir með eina 5000 tíma. Ég geri ráð fyrir að ég verði að bíða minnst að kosti svo lengi. — Hvernig gengur að lifa á ðstoðarflugmannslaunum — Ég held að menn geti lif- að ágætu lífi á þeim og haft það gott. Ég virðist ekki ætla að ganga út ennþá, er ógiftur og ólofaður, svo að ég þarf ekki að hafa neinar fjárhagsáhyggj- ur í bili. Fastakaupið er um 22 þúsund á mánuði og svo fáum við „bónus“ reglulega. •—■ Hvort líkar þér betur við Friendshipinn eða Douglasinn? —. Friendship vélarnar eru miklu þægilegri eins og nærri má geta, en þristuriffn stendur fyrir sínu og vel það. Hann er að vísu kominn nokkuð til ára sinna, en er samt eins öruggur og hver önnur farþegavél. — Langar þig til að komast á þotuna? — Ég veit það ekki satt að segja, mér finnst að það hljóti að vera leiðigjarnt. Það er allt- af minna að sjá á millilanda- leiðum, og það snúast ekki vind- tíu mínútur til London, en þot- an fer það á tæpum tveim. — Og þú ert ánægður með þitt hlutskipti? — Já það er ég vissulega. Þetta er skemmtilegt starf og líflegt og maður er í góðum fé- lagsskap. Svp er þetta líka vel borgað, og hvað meira getur maður beðið um? SVERRIR Þórólfsson, aðstoðar flugmaður er 25 ára gamall, giftur og á eina dóttur. Hann Sverrir Þórólfsson. byrjaði að fljúga hjá Flugfé- lagi íslands árið 1965 og var fastráðinn 1. janúar 1966. Hann flýgur Douglas DC—3 og Fokk er Friendship. Flugsýn leyfðu okkur að fljúga sem aðstoðarflugmenn á Dúfunni og Beechcraft vélinni sem þeir áttu. — Áður en ég komst að hjá Flugfélaginu varð ég að taka tíma í blindflugi og siglinga- fræði og fyrst eftir að ég byrj- aði þar flaug ég sem þriðji flug- maður. Þá sitjum við frammi í stjórnklefanum og fylgjumst með, en gerum lítið sem ekkert að öðru leyti. Með þessu fylgir bóklegt námskeið en að því loknu er farið með okkúr í æf- ingaflug þar sem við fljúgum farþegalausum vélum. Það eru yfirleitt óþægilegustu flugferð- ir sem við förum nokkru sinni í, því þá eru reyndir flugstjórar með okkur, sem leggja sig í líma við að gera okkur lífið leitt. Þgir hugsa t.d. upp alls- konar neyðartilfelli sem við verðum að sjá við og yfirleitt eru menn rennblautir af svita þegar þeir koma úr fyrsta flug- inu. En svo kemst þetta upp í vana og þegap við erum farnir að gera þetta ósjálfrátt eru flugstjórarnir ánægðir í bili- — Það er þó ekki mjög lang- varandi ánægja því að við verð- um að sækja upprifjunarnám- skeið einu sinni á vetri, og fara í amk. eitt þjálfunarflug á ári, sama hvað mikið við fljúgum með farþega. Svo er líka blind- flugsþjálfun í ..Link trainer". — Hvað hefur þú nú marga flugtíma að baki Sverrir? — Þeir eru orðnir 2500 sem ég hef sem fiugmaður og 400 sem loftsiglingafræðingur. — Geturðu ekki lýst fyrir mig einni flugferð. — Jú það ætti að vera hægt. Við getum t.d. sagt að við séum að fara til Egilsstaða. Þegar ég kem út á flugföll byrja ég að athuga veðurspár og flugskil- yrði og eins lendingaskilyrði á varavöllum, við verðum alltaf að gera ráð fyrir akm. einum ar í Kaupmannahöfn nema sjald- an, svo að aðflugið er alltaf svipað. Strax og vélin er komin í loftið tekur sjálfstýringin við og flýgur henni alla leiðina út. Ekki svo að skilja að flugmenn- irnir séu aðgerðarlausir. Þeir verða t.d. að gefa staðarákvarð- anir með vissu millibili og þar fram eftir götunum, og þeir segja að vélin fari svo hratt að þeir megi ekki hnerra, þá séu þeir búnir að missa af „tékk- punkti". — Þú sérð það líka, ég held að Sexan sé fjóra tíma og fjöru- Fokker Friendsliip. — Ég var tvítugur þegar ég byrjaði að læra hjá Flugsýn og vann á skrifstofu til að hafa fyrir náminu. Ég var þá nýkom- inn úr Verzlunarskólanum og staurblankur eins og vera ber en það er ekki fyrir auralausa menn að stunda flugnám. Þegar ég var búinn að ljúka atvinnu- prófi, kominn með 200 tíma, byrj aði ég að vinna sem flugmaður hjá Flugsýn og flaug þá litlum einshreyfils vélum. — Ég tók líka nokkra tíma á 2 hreyfla vél og þeir hjá Douglas DC—3. varaflugvelli í hverri flugáætl- un. Þá lít ég aðains yfir flug- vélina og svo förum við upp í vélina. — Fyrir flugtak les ég upp hinn svokallaða „tékklista“ og flugstjórinn yfirfer tækin sam- kvæmt honum. Svo ræsum við hreyflana, fáum flugheimild hjá flugstjórn og biðjum um ein hverja ákveðna flughæð, en það verður að vera amk. 1000 fet hæðarmunur á milli véla sem mætast í lofti. Á leið til Egils- staða förum við alltaf vissa flugleið og höfum reglulega sam band við flugstjórnina í Reykja vík. Það er þegar við förum yf- ir ákveðna staði eins og t.d. Arnarfell og við gefum þá upp staðarákvörðun flugnúmer, flug- hæð osfrv. Tilkynningin yrði svona á okkar máli: „Flugstjórn, Flugfélag 80 við Arnarfell klukkan 16.40 í flug- lagi 140 (14000 fet) Brú klukk- an 1657“. — Þegar við svo komum að Brú höfum við aftur samband, fáum aðflugsheimild og heimild til að hafa samband við flug- turninn á Egilsstöðum. Þar fá- um við uppgefin skilyrði, skýja- hæð, vindátt, skyggni osfrv. og fáum svo leyfi til að lenda. Og eins gengur það fyrir sig á Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.