Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 fannst þetta líkjast mest ein- hverjum grunuðum með lög- reglumenn sitt til hvorrar hand- ar. Hún hafði augun hjá sér, því að þetta var einmitt alveg rétt ályktað hjá henni. Þeir höfðu náð í Lori Kun, en það var litli, fíni maðurinn í miðjunni — heima hjá einni vinkonu hans og voru nú á leið með hann í lög- reglustöðina, þar sem Nemetz átti að yfirheyra hann, við víkjandi sambandi hans við Halmy lœkni. Að Alexa þóttist kannast við Kun, stafaði af því að hún hafði séð hann í svip, þegar hann var að leita Halmy upp í sjúkrahúsinu. Mitt í öllu blóð- inu og óhreinindunum, sem bylt ingin hafði í för með sér, var spjátrungslegur klæðaburður hans svo sjaldgæf sjón, að hún hafði munað eftir honum lengi eftir að hann var horfinn fyrir rræsta horn í ganginum. Og þeg- ar hún nú sá hann á götunni, fannst henni hún áreiðanlega hafa séð han áður, án þess þó að geta munað, hvar eða með hvaða atvikum. Af einhverjum ástæðum, sem hún gat- ekki gert sér grein fyrir, gerði þetta hálf- minni henni órótt og hún hélt áfram að brjóta heilann um þétta alla leið til sjúkrahússins. Hún gekk inn í húsið og upp á aðra hæð. Þegar hún kom upp úr stiganum, sá hún Halmy koma gangandi, og á eftir hon- um yfirhjúkrunarkonuna, frú Schulz og svo læknana Soos og Wirth. Halmy var hress í út- liti, eins og hann hefði hvílt sig vel, og talaði við hin með ákafa, sem ekki hafði orðið vart hjá honum síðan byltingin hófst. Hún stanzaði og fann allt í einu til svima, altekin af ástinni á honum. Það var ekki nema tvær stundir síðan þau skildu, en jafnvel þessi stutta stund virt- ist hafa gert hana enn háðari honum en nokkru sinni áður. Þegar augu þeirra mættust, brosti hann til hennar. Guð minn góður, hann elskar mig! hugsaði hún. Þessi orð streymdu gegn um huga hennar eins og lævirkjasöngur, sem steig til himins. — Hann ætlar að giftast mér og eiga börn með mér og vera hjá mér það sem eftir er ævinnar. —- Nokkuð í fréttum? spurði hún frú Schulz, en það var að- eins til þess að dylja sína eigin geðshræringu. — Ekkj neitt gott, svaraði hin. — Ég er hrædd um, að ofurstinn eigi ekki langt eftir. Þessi fregn kom henni aftur niður á jörðina. — Hvað hefur gerzt? spurði hún Halmy. — Það er nýrað í honum. Ég hef áhyggjur af því. Það lítur helzt út fyrir, að það ætli að verða óvirkt. Þetta var rússneski ofurstinn, sem hafði verið fluttur þangað særður, annan daginn, sem bar- dagarnir stóðu. Aliir voru á einu máli um, að það væri hrein- asta kraftaverk, að Halmy læknir skyldi hafa tekizt að rimpa hann saman, eftir að hafa tekði úr honum sprungið nýra. Nú lá hann lengst í burtu í sjúkra- stofunni, í bezta rúminu, sem hjúkrunarkonan hafði getað fundið og varinn augnatilliti 50 hinna sjúklinganna með stórum skermi. Daginn áður, eða viku eftir uppskurðinn, hafði hann tekið hraustlega til matar síns og hafði virzt líða vel eftir at- vikum. En svo hafði aftur sigið á ógæfuhliðina . Hann var hátt á fmmtugs aldri, tilfinni-ngaríkur mennta- maður, höfundur nokkurra ung- iingabóka. Bæði Halmy og Al- exu leizt afar vel á hann. — Má ég líta inn til hans? spurði hún Halmy. — Já, ef hann er vakandi. Seinast þegar ég leit til hans, svaf hann. Hún gekk inn í stofuna, þar sem særðir menn lágu í rúmum, eða þá á pöllum eða jafnvel í flatsæng á dýnum á gólfinu. Af sex rússneskum hermönnum, sem Nemetz hafði séð á sunnudag- inn, voru nú aðeins fjórir eftir, því að einn var dáinn og annar hafði verið nógu brattur til þess að snúa aftur til flokks síns. Hinum fjórum leið sæmilega og þá langaði að minnsta kosti ekkert til að láta útskrifa sig. Þeir virtust meir en ánægðir með mat og allan viðurgjörning, sem þarna var að fá, og gáfu það til kynna ,barnslegir á svip- inn. Þeir voru orðnir miklir vin ir hinna sjúklinganna og þeir sem hressastir voru, hjálpuðu oft hjúkruarkonunum með erf- iðari verkin. Ofurstinn var vakandi, þegar Alexa kom að rúminu hans til fóta. — Æ, mademoiselle Mehely, sagði hann og brosti með ein- hverri hitasóttar—tilgerð. — Hvað það gat verið inndælt að fá heimsókn af yður. Þau töluðu frönsku saman — hún þetta ofurlítið hirðuleysis- ir mumr syms Steinaldaröxi frá um 1800 f. Kr. (Ábyrgð vísindamanna). Verð kr. 4000.OO. Glæsilegur danskur buffetskápur úr eik um 70 ára gamall. 100—200 ára gamlir koparkatlar. Gamlir, fallegir munir úr tini. Sverð og önnur vopn. Gamlar herragarðsklukkur. Ennfremur vandaðir, grískir listmunir, teppi, brúður, vasar og Keramik eftir Kolbrúnu Kjarval. Kaupum og seljum gamla, vandaða muni, íslenzka og erlenda. Verzltinin HRAFNINN, Þórsgötu Baldursgötumegin. Sími 21086. í KAUPFÉLAGINU marmelaði safar rauðrófur niðursoðnar agúrkur niðursoðnar kaviar í túbum kartöflumús WINNER lega mál, sem kennslukonan hennar hafði kennt henni, en hann talaði stirðlegt bókmál með forlegum slettum úr Rac- ine C.orneille og Moliére. Þeg- ar hún leit á hann, sá hún sér til skelfingar, hvað hann var órðinn træður. Augun voru stór undir þungum augnalokum, nef- ið óhugnanlega hvasst, hálsinn langur og horaður og kinnarn- ar virtust helzt alveg horfnar. Alexa laut yfir hann. — Hvernig liður yður? spurði hún og reyndi að vera kát í bragði. — Þér lítið vel út, laug hún. — Mér þykir vænt um, að þér skuluð segja það, svaraði hann dræmt — því að mér er meinilla við að líta út eins og ég geri. Hann þagnaði andar- tak. — Ég held ég sé að deyja, sagði hann svo. — O, Vitleysa. Alexa píndi út úr sér einhverju, sem átti að vera hlátur — .Halmy læknir segir, að þér verðið fleygur og fær eftir nokkrar vikur .. — Nei, ég dey. Og það e r kannski ekki það versta. Það eigum við hvort sem er allir að gera. Það er bara — dálítið skrítið. — Hvað er skrítið? — Að fara að deyja hér .. . í Budapest, og drepinn af Ung- verjum. Hann lyfti annarri hendi, eins og í afsökunarskyni. — Þér megið ekki halda að ég hati landa yðar. Ég veit hvort sem er, að svona hlaut að fara. Það er ekki hægt að stöðva straum sögunnar. Þetta er bara svo einkennilegt. Faðir minn var drepinn af Finnum ,móðir mín af Þjóðverjum og svo ég af Ugverjum. Hamingjan má vita, hverjir drepa hann son minn. Kannski Kanarnir. Sonur minn er hrifinn af Könum, alveg eins og ég af Ungverjum. Þegar mað- ur hefur verið sex ár í fram- andi landi, fer maður annað- hvort að elska eða hata íbúa þess. Og ég hef lært að elska þá. Ég hef lært að elska þá. Litlar glitrandi svitaperlur spruttu út á enninu á honum 7. MAÍ Hrúturinn 21. marz — 19. apríi Samvinn-a þín og félaga þinna er nokkuð brösótt í dag. Þér hættir til að vera dálítið hornóttur. Aflaðu þér raánari vitraeskju áðui'ien þú tekur ákvörðun. Nautið 20. apríl — 20. maí. Þú skalt sýna félögu-m þínum, sem reyna að telja þér hughvarf, að þú hvikar ekki frá stefn-u þinni. Hvort hún er rétt eður ei má auðvitað deila um. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Ef þú getu-r komið því í krirag, ætti-rðu að viraraa sem m-eist einn og út aif fyrir þig í dag, það v-eitir þér mesta áraægju og er vænl-eg-ast til árangurs. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Virðist vera ósköp venjuLegur dagur. Eitthvað er þó á seyði og þér er kannske ekki fulLkoml-ega ljóst, hvemig málira geta snúist. Ljónið 23. júli — 22. ágúst. Þú hefur náð góðum áraragri í starfi að uradanfö-mu og ert að verða einum of hrokafuHiur yfir velgengnirani Hu-gleidddu hvort ekki sé réttara að veita öðrum7 hlutdeild í ánægjurani, í stað þess að fyllast stolti. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Þú ættir að fara eftir ráðleggingum, sem vimir þínir gefa þér af góðum hug, end-a munu þær verða þér heiliadrjúgar. Farðu snemma í rúmið. í kvöld. Vogin 23. september — 22. október. Ekki er allt sem sýnist og skyldirðu hafa það hu-gfast. Undir yfirborðirau er ýmislegt að gerast, og efkki allt æskilegt. Þú verð- ur fyrir ga-g-nrýni úr óvæ ntustu áttum í dag. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Vinir þínir koma þér á óvart 1 dag og hefði-rðu ltklega sízt búizt við þessum aðgerðum. Láttu etokert koma þér úr jafnvægi og haltu ótrauður þína leið. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þetta verður mikill happa- og gleðidagur og væntanl-ega eftir- miraniilegu-r eins og værata má. Notfærðu þér það, sem býðzt í dag, út i ýztu æsar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Forðastu að beita hótunum við félaiga þína, þér hættir til að vilja vera full einráður. Gættu að veMerð barraa og ungm-enraa I fjölstoyldu þinni. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Líkur benda til að þér áskotmist nókkurt fé í dag, þú stoaJt verja þvi skynsamlega og reyna að greiða eitthvað af lausa- Skuldum, sem hlaðizt hafa upp hjá þér. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Leyfðu ^íðrum að komast að lfka, hvort sem er í eiginlegri merkiragu eða etoki. Forðaistu þátttöku I vafasömum gleðákap. Rómantíkin i blóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.