Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1968 Jónmundur G. Guð- mundsson — Sextugur JÓNMUNDUR G. Guðmundsson áhaldavörður hjá Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi er 60 ára í dag. Hann er fæddur 7. maí 1908 að Langhúsum í Fljótum, Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar hans ▼oru Guðmundur Ásmundsson, bóndi og kona hans Lovísa Gríms dóttir. Að Laugalandi fluttist Jón- mundur með foreldrum sínum árið 1916, og stóð þá bærinn niður við sjóinn. Jónmundur var ekki gamall þegar hann fór að gefa sig að störfum við búskapinn með for- eldrum sínum og öðru heima fólki á-Laugalandi. Honum voru snemma í hug, fallegar, vel haldn ar og hirtar skepnur, hestakyn átti hann mjög gott, og kom honum það betur að geta stund- um fyrirvaralítið sprett úr spori. hann vandaði einnig mjög vel til vinnuhesta sinna. Guðmundur t Föðurbróðir minn Loftur Sigurðsson húsgagnasmíðameistari, andaðist 4. þ. m. Unnur H. Eiríksdóttir. s t Móðir mín og tengdamóðir, Valgerður Guðmundsdóttir Brávallagötu 6, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 5. maí. Guðrún og Pétur Hjaltested og aðrir vandamenn. t Fósturmóðir mín, Ólöf Guðný Sveinbjörnsdóttir sem lézt á Sjúkrahúsi Akra- ness 1. maí, verður jarðsung- in frá Ytri-Rauðamel, laugar- daginn 11. maí kl. 14. Ingibjörg Friðgeirsdóttir. t Karl Magnússon frá Bóndastöðum, andaðist að St. Jósepsspít- ala sunnudaginn 5. maí. Jarð- arförin auglýst sfðar. Elísabet Sigurðardóttir. t Jarðarför móður okkar, Jóhönnu Linnet, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. maí kl. 1.30 eftir hádegi. Börn hinnar látnu. faðir hans átti líka alltaf' gott reiðhestakyn og tók Jónmundur við það og hélt því við, var hann mjög glöggur á hesta og ágætur tamningamaður. Það voru ekki fáar ferðir er Jónmundur þurfti að fara í lækn isvitjun fyrir sitt heimili og aðra sem treystu honum manna bezt að bregSa skjótt við, enda urðu það einkum vonbrigði er á því þurfti að halda. Næsti læknis- staður var Hofsós, um 30 km. leið frá Laugalandi, og mun Jón- mundur fyrst hafa farið slíka ferð 12 ára en að vetralagi var leiðin oft torfarin. Eitt sinn er heimafólkið á Ysta- hóli í Sléttuhlíð sá mann fara ríðandi eftir veginum þar á móti, og fór mjög geyst, fór að tala um hver þar gæti verið á slíkri hraðferð. Jón nokkur sem þar var sagði, að annaðhvort væri þetta vitlaus maður eða Jón- mundur frá Laugalandi i læknis- vitjan, sem líka reyndist svo. Sama er að segja um ferðir hans yfir fjallvegi og vötn, hann sundreið þar er aðrir töldu með öllu ófært og ísilögð vötn í tví- sýnu. Ratvísi Jónmundar var svo góð að hann fór vonda fjall- vegi eins og t.d. Siglufjarðar- skarð í dimmviðri og blindbyl og sagði maður nokkur er mætti honum á Hafnarhæð, á Siglu- firði er hann var að koma í því líku veðri, að það væri víst sama þótt bundið væri fyrir augu hans, hann kæmist sinnar leiðar fyrir því. Ekki vantaði kjarkinn og áræðið, og óþarflegar ferðir ekki farnar við þannig kring- umstæður. Jónmundur var við nám á Laugarskóla í Þingeyjarsýslu ár in 1930—31 og 1931 giftist hann konu sinni Valey Benediktsdótt- ur frá Haganesi í Fljótum, þau byrjuðu svo búskap á Lauga- landi sama ár, með lítinn bú- stofn, það voru algjör kreppuár til lands og sjávar, þar fyrir og eftir, svo ekki horfði væn- lega fyrstu búskaparárin, þar eða annarsstaðar. 1932 var Jónmundi neitað um úttekt í Kaupfélagi Haganesvíkur (en ekki af því t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför Alexanders Guðbjartssonar Stakkhamri. Kristjana Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. t Þökkum innilega okkur sýnd- an hlýhug, við fráfall og kveðjustund Ingimars Finnboga Jónssonar bakarameistara. Þorfinna Guðmundsdóttir og vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Ingunnar Ólafsdóttir Ölduslóð 36, Hafnarfirði. Guðfinna Gísladóttir, Ólafur G. Gíslason, Gísli Ingi Sigurgeirsson. að um nokkur vanskil hafi verið að ræða). Guðmundur faðir Jónmundar mun hafa haft nokkur viðskipti við Halldór Jónsson kaupmann á Siglufirði um nokkura ára skeið og verið þannig að báðum hafði vel líkað. Falaði Jónmund- ur eftir yiðskiptum við Halldór sem var auðsótt að fá því Hall- dór taldi sig geta tekið orð Jón- mundar jafn gild og föður hans. Það brást heldur ekki. Jónmundur hafði trú á land- búnaði, og var svo stórhuga að árið 1935 réðist hann í að byggja upp á Laugalandi nýbýli, — steinsteypt íbúðarhús, hlöðu, fjós og fjárhús, en færði sig upp undir fjallið en þar lá vegurinn rétt ofan við húsið. Um 350 metrum fyrir sunnan og ofan íbúðarhúsið var heit uppspretta og var vatnið leitt þaðan til upphitunar á íbúðar- húsinu, bað og hreinlætiklefa var komið fyrir í íbúðarhúsinu og mun hafa verið það fyrsta með þannig útbúnaði, í Fljótun- um eða víðar í Skagafjarðar- sveitum. Lítið var um uppbyggingu stein steyptra íbúðarhúsa í Fljótunum eða Skagafjarðarsýslu á þessum árum, svp að það þurfti fram- tak og áræðni að ráðast í slíkt. Jónmundur átti viljaþrek, starfs mátt og hlífði sér hvergi í neinu, svo honum tókst með sinni vinnu elju að framkvæma fyrirætlanir sínar, og ekki mun hans góða kona hafa dregið þar af sér. Smám saman tókst Jónmundi að auka við bústofn sinn ásamt gukinni ræktun lands. En strax á fyrstu búskaparárum hlóðust á hann ýmiskonar sveitarstörf, og var hann um mörg ár sund- kennari á Barði, en sundmaður var Jón góður, og munu ein- hverjir sem þreyttu við hann sund er hann var á Laugarskóla fengið sig fullkeyptan af viður- eigninni þar við hann. 1931 beitti hann sér fyrir stofn un Málfundafélags og Ungmenna félags í Fljótum, og var formað- ur þeirra árum saman. Hann var snemma kosinn í Hreppsnefnd Haganeshrepps og í stjórn fóðurbirgðafélagsins og förmaður þess, stjórn Kaupfélags Haganesvíkur, skólanefnd Haga- félagsins á búnaðasamband Skag fjarðarsýslu, og er hann flutti frá Fljótum var hann oddviti og varasýslunefndarmaður. Það þótti vel skipað sæti, sem Jónmundur sat, og hélt hann vel á þeim málum er hann vildi láta ná fram að ganga. Varrök- fastur í málflutningi, og henti oft fram setningum sem við áttu úr íslendingasögunum, en þær held ég að hann hafi kunnað utanbókar. 1946 keypti hann jeppa og ár- ið eftir traktor ásamt herfi og plóg, munu þau hafa verið fyrstu slík tæki í einkaeign manna í Fljótunum. Hann hóf þá strax að ræsa fram land í allstórum stíl og rækta, eða allt frá fjöru til fjalls. 1949 byggir hann 1000 hesta steinsteypta hlöðu og tutt- ugu kúa fjós, draumur Jónmund- ar var að koma upp góðu kúa- búi, ef Siglufjarðarvegurinn yrði gerður greiðfær allt árið. Þessi nýbygging kostaði hann margan langan og strangan vinnudag og nætur. Mótor rafstöð 6M Kw. keypti hann og setti upp sem framleiddi rafmagn til ljósa og suðu fyrir heimilið. í stöðvár- húsinu gat hann geymt jeppann og jarðvinslutækin. Það var ekki að hans skapi að afla sér tækja og láta þau drabbast niður ein- hversstaðar úti á víðavangi. Fyrn ingar voru nær alltaf að vori til og mörgum hjálpaði hann um hey eftir gjafa frekan vetur. Það var oft gestkvæmt að Laugalandi í búskapartíð for- eldra hans og eftir að hann hóf sjálfur búskap með sinni ágætis- konu Valey. Þangað komu meðal annarra, margir þeir er voru að reka fé eða hross til slátrunar í Siglu- fjörð og Ólafsfjörð og þurftu ýmsa hjálp og fyrirgreiðslu að fá, s.s. gistingu og girtan haga fyrir skepnurnar, mat og drykk. Allt var þetta þeim veitt og ekk- ert gjald tekið fyrir. Þar kom hlutur húsmóðurinnar til ekki síður en húsbóndans. Það voru ekki fá ungmennin sem að höfðu þar sumardvöl og mjög eftirsótt að vera þar. Ég var svo heppinn aðtengj- ast þessari fjölskyldu, giftur syst ur hans, og voru það okkar ynd- islegustu stundir, er við dvöld- um þar og dætur okkar voru þar sumar eftir sumar. Færi ég ykkur hjónunum beztu þakkir mínar og dætra minna fyrir þær samverustundir og allt síðar. Börn þeirra hjóna Jónmund- ar og Valeyjar eru Una, gift Guðjóni Hafliðasyni, vélstjóra á tAkranesi. Guðmundur Eiríkur 'ógiftur, en er að ljúka námi í •Framleiðnitækni við Odense Maskinteknikum, Benedikt Björn málari er nú á skrifstofum hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. Akra nesi kvæntur Mattheu dóttur Sturlaugs Haraldssonar. Þau ólu upp Sophanias Frímannsson, nú bónda að Syðsta Mói, Fljótum. Og sjá þeim er systir Valeyjar, Elín, með dóttur sína og hefur verið þa rsl. 11 ár. Þó að atvinna Jónmundar sé nú nokkuð frábrugðin því sem áður var telur hann vinnustað sinn nú, þann bezta sem hann verið þar sl. 11 ár. En bóndi er hann í hugsun og verður það alltaf af lífi og sál. Jónmundur er þjóðrækinn lítt gefinn fyrir tízku og tildur, þéttur á velli og þéttur í lund, frændrækinn, .orðheldinn, hjálp- samur, reglusamur, skilvís, geng ur að hverju verki, með atorku og dugnaði, fylgir af festu því er hann telur rétt vera, finnst mér skapgerð hans líkjast hinu inorræna víkingseðli. Hollt er þjóð okkar að eignast sem flesta slíka syni. Til hamingju með daginn mág- ur sæll. Gunnar Bilddal. Ólafía Þorvaldsdóttir — Minningarorð FYRIR nokkrum árum settumst við Ólafía Þorvaldsdóttir, vefn- aðarkennari, ásamt sex öðrum skólasystrum í Vefnaðarkennara deild Handíða- og myndlistar- skólans, til að fá þar menntun til að kenna öðrum að vefa dúk og lín á hefðbundinn og aldagaml- an hátt, án vélvæðingar nútím- ans, en þar sem hugur og hönd ræður lengd dúksins. Hópurinn var sundurleitur í fyrstu, en sameiginlegt áhuga- mál hristi hann saman, hin létta lund Lóu, og hæfileiki hennar til að sjá alla hluti með betra auganu, átti ekki síztan þáttinn í að gera þessa vetur að mjög ánægjulegum tíma. Ólafía gerð- ist vefnaðarkennari að Laugum í Þingeyj arsýslu, ég held að henni hafi farnast kennslan með ágætum, enda hafði hún lífs- reynslu, menntun og mannvit, sem henni var ljúft að miðla öðrum. Andlátsfregnin 30. apríl kom því mjög á óvart, en jarðvistar- skeiðinu líkur snögglega, og eft- ir meðal okkar verður minning- in, í þessu tilfelli er minningin björt, og vegir Lóu handan Móð unnar miklu, verða sökum ágæti hennar áreiðanlega blóm- um stráðir. Kynnin urðu alltof stutt, en þau voru ánægjuleg, ég held að glaðværð ríki um minningu þína. Guð blessi vegi þína. Sigrún Sigurðardóttir. ÞEGAR vinir hverfa snögglega þá setur mann hljóðan, því eng- ill dauðans gerir sjaldan boð á undan sér — hann kemur eins og geisíi frá dýrðinni, sem horfið er til. Þannig fékk Lóa vinkona okkar að hverfa til æðri tilveru — án þjáninga. Hún hafði notað tímann hér á jörðinni til að þroska sig sem bezt hún mátti. Störfin, sem kaupkona rækti hún með prýði. Sem kennari var hún virt af öll- um, bæði nemendum og sam- starfsmönnum. Lundin létt og skemmtileg, enda gáfuð vel. Samvizkusöm, reglusöm, hjálp- söm og hógvær í hvívetna, þótt sjálf væri hún oft þreytt og þjáð, en hún kunni ekki að kvarta. Þessvegna fékk hún að fara án þjáninga og áður en aldurinn fór að hrjá hana. Hún vann að því með sjálfri sér að ná þeim sið- ferðislega þroska, sem Zonta- félagsskapurinn bauð henni. Við þökkum henni samveruna, og allar bjartar samverustundir. Zontasystir. Mínar alúðarfyllstu hjart- ans þakkir til allra þeirra, sem hafa sýnt mér vinsemd og hlýju í tilefni af afmælis- degi mínum, 18/4. Sérstaklega þakka ég öllu starfsfólki Safnahússsins og skyldfólki ógleymanlega rausn og elsku- semi. Ég bið Guð að blessa allt þetla góða fólk. Reykjavík 4/5. Ragnhildur Bjarnadótiir. Með beztu sumaróskum vil ég flytja mínar innilegustu þakkir til Björgvins Finns- sonar læknis fyrir góðvild hans, hlýhug og lækningu mér til handa. Hann hefur verið sannur ljósgjafi á mín- um vegum í langvarandi heilsuleysi og örorku. Megi allt hið bezta, sem gæfan gefur verða honum til blessunar frá hendi Guðs. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Ágústa Ágústsdóttir Hringbraut 50, Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.