Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1908 Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135. Trefjaplast Pinotex, fernisolia. Málning og lökk, Laugavegi 126. Til sölu Skama Vabifi vöruflu'tn- ingalbifreið, L —’56, árgerð 1966. Uppl. í síma 38659. Til sölu foíla. og bátatalstöðvar. Radíóvirkinn sf., Skólavörðustíg 10. Sími 10450. 2ja herb. íbúð óskast til leigu um mán- aðamótin júlí—ág. Þrennt í heimili Upplýsingar í síma 83541 (á kvöldin). Maður um fimmtugt (reglusamiur) getur fengið leigt herfo. með fæði, frá 1. okt. Má vera farmaður. Til bð sendist Mbl. fyrir 25. þ. m., merkt: „17. júní 8276“. Nýr radiofónn (Normende) til sölu. Upp- lýsingar í síma 41752. Prentvél Lítil digul-vél óskast til kaups, má vera af eldri gerð. Tilfo. sendist á Mbl. fyrir þriðjudag, merkt: „Prentvél 8277“. Skrifstofuberbergi Eitt skrifstofuherbergi til leigu á Laugavegi 24. Uppl. eftir hádegi, sími 17266. 13 ára stúlka óskar eftir að passa böm á kvöldin, í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 51804. Vil kaupa Borgmard station bíl, ekki eldri árg. en ’55; má vera ógangfær. Tilboð sendist Mbl., merkt „Akstur 8986“. Trillubátur óskast Óska eftir að kaupa lítinn, vel með farinm trillubát, mm 1—li tonn með góðri vél. Sími 51452. Keflavík — nágrenni Matarlegt í Smárakjöri. — Sólþ. saltf., skata, reyktur fiskur. Hamsat., hnoðmör. Dilkakjöt, 2. verðflokkur. Jakob, Smáratúni. Bamgóð stúlka, 25 ára eða eldri, óskast á læknisheimili í USA. Sund laug, einkasjónvarp; $ 30 á viku, báðar ferðir, ár eða lengur. Uppl. í síma 15846. Atvinna óskast Fertugur maður óskar eft- ir vinnu, laugar- og sunnu- daga eða velborgaðri at- vinnu. Margt kemur til greina. S. 82989 e. 7 dagl. óaff&L að mikil væri þessi bleyta, og hversvegna gerir fólk ekki við rennur á húsum sínum? Maður getur orðið holdvotur í Austur- stræti fyrir bésvítans trassaskap. Auðvitað sleppa þeir með regn- hlífarnar, en þegar alltcrf mikið verður um þær, skapast umferðar- vandamál, svo að það er ekki gott við þessu að gera. Og sem ég flaug yfir rússneska oMuskipið á Skerjafirði og niður að höfn, þar sem lá stórt skemmti ferðaskip, hitti ég mann, sem sat á bryggjupolla á Sprengisandi, þungt hugsi. Storkurinn: Er veröldin að farast manni minn? Maðurinn á bryggjupollanum á Sprengisandi: Nei, ekki beinlínis en svona hérumbil. Sjáðu þetta skemmtiferðadkip. Alltaf rign- ir, þegar þau koma. Er ekkert hægt við þessu að gera? Er ekki hægt að ákipuleggja komur þeirra með tiliiti til bænda og búaliðs? Til dæmis láta þau koma með viku — 10 daga millibili, og aug- lýsa það rækilega áður, svo að bændur fái ekki ofan í heyið, geti hirt upp, áður en þau sigla hér inn Sundin. Það er ágætt að fá rigningu svona annað slagið, það sparar okkur að kaupa garð- slöngur, en að fá rigningu svona dag eftir dag, skemmtiferðaskip, sem jafnvel stanza í tvo daga, er fullmikið af því góða. Ja, það er ekki þurkurinn í þér manni minn, en þetta er svo sem satt og rétt, og væri ekki hægt að sfcofna eina stofnunina til, kalla hana Regn- og skemmtiskipastofn un landbúnaðarins, og með það var storkur rokinn upp á Veðurstofu til að ræða ástandið við höfunda lægðanna. FRÉTTIR Fíladelfia, Reykjavík Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 Ræðumenn: Ásgrimur Stef- ánsson og Benjamín Þórðarson. Kvennadeild Skagfirðingafélags- ins efnir til síkemmtiferðar sunnu- daginn 23. júní. Farið verður aust ur undir Eyjafjöll. Fararstjóri Hall grímur Jónasson. Allir Skagfirð- ingar velkomnir. Uppl. 1 síma 41279 og 32853. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópa- vogi efnir til skemmtiferðar að Búðum, Snæfellsnesi, 22. — 23. júní Upplýsingar i símrun 40511 og 40168 milli 11-12. Happdrætti kirkjudags Bústaða- sóknar. Á sunnudagskvöld var dregið í happdrættinu, og kom upp númer 2970 (Mallorcaferð með Sunnu) Handhafi snúi sér til Helga Eysteinssonar í verzluninni Geysi. Kvenfélagskonur, Keflavík Munið hið ártega ferðalag sunnu daginn 23. júnl. Farið verður í Þjórsárdal. Þátttaka tilikynnist fyr ir 21. júní. Uppl. í síma 1394, 1296 og 1439. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Farið verður í skemmtiferðina 19. júnl kl. 1.30 frá Hallveigar- stöðum. Uppl. í símum 12683 og 17399. Hjáipræðisherinn í kvöld kl. 8.30. Aknenn sam- koma. Unga fólkið sér um sam- komuna. Guðfræðingur Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar. Allir velkomnir. Kvikmyndaklúbburinn Fimmtudag: engin sýning í dag. Föstudag og áfram: Kl. 9: „Barnæska Gorkís" M. Don- skoj (rússn. 1938) K1 6: „Háskólar mínir“ (Gorlkí) M. Donskoj (rússn. 1940 Skírteini afgr. frá kl. 4. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar Læknir stöðvarinnar er kominn heim. Viðtalstími miðvikudaga kl. 4-5. Kvenfélagið Hringurinn, Hafnar- firði. heldur basar fimmtudaginn 13. júní í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 Kon ur eru beðnar að mæta með muni upp úr hádegi sama dag. Kvenréttindafélag íslands Norræni kvennafundurinn verður að Þingvöllum í Hótel Valhöll En þetta er viiji hans, er sendi mig, að af öllu því, sem hann hef ur gefið mér, skuli ég ekki láta neitt giatast, heldur upp vekja það á efsta degi (Jóh. 6, 39). í dag er fimmtudagur 13. júní og er það 165. dagur ársins 1968. Eftir lifa 201 dagur. Dýridagur (Corpus Christi) 8. vika sumars byrjar. Árdegisháflæði ki. 8.05. Cpplýslngar um læknaþjðnustu i oorginni eru gefnar i sima 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- or. Læknavaktin í Heilsuverndar- stöðinni hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarsjúkra- húsinu hefur síma 81212. Neyðarvaktin eévarar aðeins á rrrkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, »ími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar <ic hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4—5, viðtalstími prests, þriðjud. og föstud. 5—6. Kvöidvarzla í lyfjabúðum í Reykja- vík vikuna 8-15. júní er í Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Næturiæknir í Hafnarfirði aðfara- nótt 14. júní er Páll Eiríksson, síml 50036. Næturiæknir í Keflavík 15. júní til 16. júní Guðjón Klemenzson. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, Iaugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á mótl þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérgtök athygii skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvik- rr á skrifstofutíma er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: 1 fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svarar í sima 10-000. sá NÆST bezti I Hjálpræðishernum fyrr á árum var danskur foringi að sýna myndir af frú Booth, leiðtoga Hersins, og segja frá æviferli henn- Sá danski vildi minna á það, að hér á landi hefði Þórhallur Bjarnarson biskup getið hennar á prenti, og komst svo að orði: „Hún er getin af séra Þórhalli í Almansiki Þjóðvinafélagsins.“ fimmtudaginn 13. júni og föstu- daginn 14. júní. Fundir hefjast kl. 10 að morgni. Ferðir frá Umferðar miðstöðinni kl. 9 árdegis og heim að kvöldi. Prestkvennafélag Islands heldur aðalfund í félagsheimili Langholtssóknar þann 19. júní kl. 1.30 Strætisvagnar: Vogar 14 og Álfheimar 21. Frá Orlofsnefnd Reykjavíkur Reykvískar húsmæður, er óska að komast í orlof að Laugum í Dalasýslu, komi á skrifstofu kven- réttindafélagsins á Hallveigarstöð- um, mánudaga, miðvikudaga, föstu daga og laugardaga kl. 4-6. Kvenfélagskonur, Njarðvíkum Fundur verður haldinn fimmtudag inn 13. júní kl. 9. í Stapa. Rætt um fjáröflunarleiðir og fleira vegna dagheimilisbyggingar. — Bingó. Kvenfélagskonur Garðahreppi fara sína árlegu skemmtiferð sunnudaginn 23. júní. Farið verð- ur um Þjórsárdal. Lagt af stað kl. 8.00 frá biðskýlinu við Ásgarð. Tilkynnið þátttöku fyrir 17. júní í síma 50836, 51844, 51613 Foreldrai ónægðir með kristilegu æskulýðsferðirnur frú SUNNU segir séra Ólaíur Skúlason „Margir foreldrar hafa hringt til okkar, og látið í Ijós þakk- læti fyrir þessar kristilegu æsku lýðsferðir, og sú staðreynd, ásamt almennri ánægju unga fólksins hvaðanæva af landinu sem tekið hefur þátt í þeim og Séra Ólafur Skúlason sumt oftar en einu sinni, er okkur næg vísbending þess, að við séum á réttri leið,“ sagði Ólafur Skúlason, þegar við hitt- um hann á förnum vegi fyrir nokkru, og spurðum hann um kristilegar æskuiýðsferðir áveg um ferðaskrifstofunnar SUNNU Í SUMAR. „Hvenær hófust þessar kristi legu æskulýðsferðir, séra Ólaf- ur?“ „Þær hófust iyrir þremur ár- um, og var ég þá æskulýðsfull- trúi Þjóðkirkjunnar. Var þá far ið á vegum Sunnu til Skotlands og notið gistivináttu skozku kirkjunnar. Það er mjög al- gegnt erlendis, að kirkjudeild- ir standi fyrir sllkum ferðum. Við hófum þessar ferðir meðþá vitneskju í huga, að unglingar færu í utanlandsferðalög á eig in spýtur, og þótti slíkur hátfcur gefast misjafnlega, svo að okk- ur datt í hug, að foreldrum þætti meira varið í að vita af börn- um sínum á ferðalagi með far- arstjórum, sem vanir væru æsku lýðsstarfi og þeir gætu treyst. Sú heifur líka orðið raunin á. Foreldrar eru mjög ánægðir með þetta, og hafa oftlega látið það í ljós við okikur.“ „Eru þessar ferðir enn á veg- um kirkjunnar?" „Nei, ekki beinlínis, en farar stjórar allir eru kirkjunnar fólk sem þjálfað er I æskUlýðsstarfi kirkjunnar. Nei, ferðir þessar eru nú algerlega á vegum ferða skrifstofunnar Sunnu, og hefur forstjóri hennar, Guðni Þórðar- son, sýnt lofsverðan áhuga á framgangi þeirra, enda kirkju- og kristnivinur. Eg hef svohins vegar séð um að skipuleggja þær“. „Hvernig verður svo þessum ferðum hagað í sumar, séra Ól- afur?“ „Ferðirnar verða famar fjór- ar, og hefst sú fyrsta 27. júní n.k. , en það er ferð um Dan- mörku, Noreg og Þýzkaland og stendur í 21 dag. Fararstjóri I þeirri ferð verður séra Björn Jónsson I Keflavík. Önnur ferð- in er farin til Mallorca og Lond on og varir í 17 daga og hefst 3. júli. Fararstjóri í þeirri ferð verð ég sjáMur. Þriðja ferðin er Norðurlandaferð í 15 daga und- ir fararstjóm séra Sigurðar HaUks Guðjónssonar og hefst sú ferð 11. júlí. Siðasta ferðin er svo Sviþjóðar- og Danmerk- urferð, sem he&t hinn 24. júlí. Fararstjóri í þeirri ferð er Unn ur Halldórsdóttir, safnaðarsyist- ir í Hallgrímssókn, en hún stund aði nám í Svíþjóð. í þessa ferð er frekar ætlast til að veljist eldri árgangur unglinga, ef svo má segja, og er þetta fyrsta ferðin sem systir Unnur stjóm- ar.“ „Hér virðist vera eitthvað fyr ir alla, séra Ólafur, en er það ekki rétt, að Sunna ráðgerir I sumar ferðir fuRorðinna á helgi slóðir?" „Jú, það mun rétt vera, þvi að mér er kunnugt um kirkju- lega ferð til Biblíulandanna, 17 daga ferð, sem hefst 23. júní, og verður séra Frank M. Halldórs- son fararstjóri, og önnur ferð hefst 8. júlí 16 daga kirkjuleg ferð til Suðurlanda og helgistaðá í Evrópu. Séra Frank M. HaU- dórsson verður einnig farar- stjóri í þeirri ferð.“ „Hvernig getur svo ungt fólk fengið nánari upplýsingar um æskulýðsferðirnar?" „Fyrst og fremst hjá Sunnu, og einnig gefur æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar upplýsingar um þær. Sjálfsagt munu og prestar landsins fúsir til milligöngu um þær, ef óskað er.“ Við kvöddum svo séra Ólaf að sinni, og leiðir okkar skildu á förnum vegi að þessu sinni. — FrS. * A FORNLIVI VEGI Myndin er tekin á kristilegri æskulýffsferð. Prestshjónin frú Ebba og séra Ólafur Skúlason fyrir miðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.