Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1968 31 Lára Sigurbjörnsdóttir, er hún setti 12. þing norrænna kvenna í Hallveigarstöðum í gær. 72. þ ing norrœnn a kvenna sett i Hallveigarstöðum TÓLFTA þing norrænna kvenna var sett í gær í Hallveigarstöð- um. Frú Lára Sigurbjörnsdóttir, formaður Kvenréttindafélags fs- lands setti þingið. Síðan tóku til máls fulltrúar hinna þátttöku- landanna og þökkuðu gott boð hingað og hugðu gott til sam- starfsins og framvindu mála á þinginu, en það mun vera háð á Þingvöllum dagana 12.-16. júní. Konur þær, er til máls tóku við setninguna voru, frú Eva Hammer Hansen, skáldkona og blaðamaður, Karin Sonck frá Finnlandi, frú Sigrid Símonsen frá Færeyjum, Astrid Schönberg frá Svíþjóð og Eva Kolstad frá Noregi. Að lokum lék frú Agnes Löve nokkur lög í útsetningu Em ils Thoroddsen, við góðar undir- tektir. Þingfulltrúar eru alls um fjöru tíu talsins, og voru þær boðnar að heimsækja forseta íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson að þingsetn ingu lokinni, en þaðan skyldi halda beint til Þingvalla, þar sem þingstörfum verður haldið áfram. Ingi R. Ostojic í Rússarnir og f GÆRKVÖLDI kepptu á Fiske- mótinu Uhlmann og Friðrik, Addison og Vasjukoff, Guðmund ur og Taimánoff, Ostojic og Ingi R., Byrne og Szabo, Andrés og Bragi, Freysteinn og Benóný, en Jóhann sat hjá. Tveim skákum var lokið er biaðið fór í prentun. Szabo og Byrne gerffu jafntefli og Ingi Rr. vann Ostjoic. Jón Kristinsson er hættur keppni vegna veikinda. Eru því allar hans skákir ógildar. Mótið mun þó ekki missa gildi sitt, sem réttindamót fyrir þátttakendur. Hins vegar þurfa menn að fá 7 % vinning í stað 8V2 vinnings til þess að öðlast stig. Hafa nú þrír íslendingar möguleika á því, þeir Guðmundur, Freysteinn og Bragi. Úrslit í 9. umferð urðu þau, að Byrne vann Braga, Vasjúkoff vann Ostojic, Szabo og Frey- steinn gerðu jafntefli, Addison og Friðrik gerðu jafntefli, svo og Ingi R. og Guðmundur. Uhlm- ann vann Benóný og Taimanoff vann Jóhann. Andrés sat hjá. Betri árangur í landsprófi - í ár en í fyrra í Stór-Reykjavík. Landsprófi er lokið og búið að vinna úr prófum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Er út- koman sú, að hlutfall þeirra nem enda, sem nær prófi er heldur hærri en í fyrra, að því er Andri ísaksson, formaður landsprófs- nefndar tjáði Mbl. í gær. í fyrra náðu 65.5 af innrituðum nemendum framhaldseinkum, en núna 66.3 innritaðra. Hefur hlutfallstalan hækkað þrátt fyr ir mikla fjölgun próftaka. f ár luku prófi 109 fleiri en í fyrra. Alls voru innritaðir í Lands- próf 1224 á landinu. Búið er að vinna úr prófum í Reykja- Vík, eins og fyrr er sagt en unnið er af kappi úr prófum nemenda annara staðar á landinu. Er vonast til að end anlega verði búið að ganga frá - HÁSKÓLINN Framhald af bls. 32 ar þeirra greina, aem kenndar verða í hinu nýja námi, hafa þeg ar verið kenndar við háskólann, þótt í minna mæli sé en nú mun eiga sér stað. En fjölgun ágæt- lega menntaðra íslenzkra sér- fræðinga hefur verið slík á und- anförnum árum, að tvimælalaust verður hægt að halda uppi full- gildri háskólakennslu á þessu sviði. þ.e. í líffræði í þrengri merkingu grasafræði, dýrafræði, landafræði og jarðfræði. Þá vil ég geta þess, að þegar skipulag íslenzkra rannsóknar- mála var endurskoðað fyrir nokk um árum og sett um það ný lög- gjöf, kom það til álita að sam- eina Náttúrugripasafnið háskól- anum og stofna þar náttúru- fræðideild, sem væri hvort- tveggja í senn, kennslustofnun og rannsóknarstofnun. Úr þessu varð ekki, heldur varNátt úrugripasafninu breytt í Nátt- úrufræðistofnun. Nú þegar ákveðið hefur verið að efna til háskólakennslu í náttúrufræðum tel ég, að athuga eigi að nýju hvort ekki sé skyn- samlegt að sameina Náttúrufræði stofnunina háskólanum, enda er nú komin reynsla á rekstur há- skólastofnana eins og Raunvís- indastofnunina. Mun ég á naest- unni efna til viðræðna um þetta mál. En hvernig sem niðurstáSa þeirra verður, þá mun náttúru- fræðikennsla hefjast í háskól- anum í haust.“ því 27. eða 28. júní. Er við spurðum Andra hverja hann teldi orsök þess að próf- tökum gekk betur í ár, sagði hann, að munurinn væri ekki mikill, en þó í rétta átt. Honum dytti helzt í hug, að prófiðhafi verið heldur viðráðanlegra nú, t.d. hafi próftaflan ugglaust ver- ið þægilegri viðfangs fyrirnema á þessum aldri, þar sem upplestr ardagar voru fleiri á milliprófa nú. - BRIDGE Framhald af bls. 32 hefur gerzt í keppnimii, t. d. þeig ar ítölsku heimsmeistararnix töp- uðu fyrir svei'tinmj frá Filipseyj- um og Jamaica-menn imnu Bandaríkjamenn. Sá háttur er hafður á við stigaútreikning, að sveit igetu-r fengið allt að 5 mín- usstig, ef hinm tapar mjög illa, t. d. 0:20. og fær þar að auki nokikur stig í mínus. Þessi út- reiikningur gerir það að verkum, að stundum er erfitt að átta sig á raunverulegum stigum sveit- anma. Árangur íslenzku sveitarinnar til þessa er mjög góður og þar sem keppnin er rétt um það bil hálfnuð, gera menn sér góðar vomir um, að hún verði meðal 10 efstu sveitanma. — Vietnam Frarrihald af bls. 1 Ngoc Loan, sem særðist alvar- lega í árás Viet Cong manna í Saigon í maímánuði. Stjórn S-Vietnam tilkynnti í dag, að ýmsar nýjar reglur gagn- vart blaðamönnum tækju gildi, m.a. er bannað að gefa nákvæm- ar upplýsingar um tjón af völd- um eldfjauga Viet Cong manna, og er þetta gert af hernaðarleg- um ástæðum. Eldflaugaárásirn- ar í dag beindust einkum gegn Tan Son Nhut flugvellinum, og skemmdust almargar flugvélar. Þing S-Vietnam sendi í dag frá sér orðsendingu þar sem gefið er ótvírætt í skyn að loftárásir kunni að verða hafnar aftur fyr- ir norðan 20. breiddarbaug, ef Hanoi dragi ekki úr hemaðarað- gerðum sínum. —n- Vona að veðrið batni Litið um borð í Hanseatie EIN er sú regla í sambandi við íslenzkt veðurfar, sem virð ist án undantekninga. Það er alltaf rigning, þegar erlend skemmtiferðaskip koma til landsins. Hvort það stafar af óbeit landvætta á erlendum gestum skal látið ósagt, en dumbungsveður var í gær þegar þýzka skemmtiferða- skipið Hanseatic kom á ytri höfnina. Þetta er tiltölulega nýtt skip. Þjóðverjar byggðu það Richard Becker yfirmatsveinn Ljósm. Mbl. Kr. Ben. fyrir ísraelsmenn 1964, sem nokkurs konar stríðsskaða- bætur, en Gyðingar gátuekki rekið það, því að það vildu ekki nógu margir ferðast með því. Þá keyptu Þjóðverjar það aftur, eftir að eldra Hans eatic brann, og hafa rekið það síðan. Við skruppum um borð og skoðum þetta glæsilega skip sem er um 30 þús tonn að stærð. Ekkert virðist sparað til þess að hafa ofan af fyr- ir farþegum, veggirnir eru skreyttir málverkum eftir ísr aelska listamenn, sem minnir á fyrri eigendur. Þegar við komum var verið að borða og við notuðum tækifærið og ræddum lítillega við yfirmat- sveininn Becker. Hann sagði okkur að nú væru um 600 farþegar, en fullskipað væru þeir 1100. Áhöfnin er 410 manns, þar af vinna 64 í eld- húsinu. Farþegar geta valið milli sjö og átta rétta, aiuk fjölbreyttra for og eftirrétta, enda hafa þeir líka greitt vel fyrir, ferðin kostar þá þrjú til fjögur þúsund mörk. Á efsta þilfarinu hittum við unga þýzka stúlku, Rosemary Sehenker. Hún hrósaði mjög aðbúnaði í skipinu og sagði að farþegarnir lifðu eins og kóngar. „Það hefur líka verið in- dælt veður, sólskin og blíða þangað til ídag. Ég vona Rosemary Shenker: „Það er engin leið að dæma landsiag í rigningu". bara, að veðrið batni á morg- un, þá eigum við að fara í ferðalag um nágrennið.“ Við spurðum hana, hvort ferðin hefði tekið langan tíma. „Hún tekur tvær vikur í allt. Við fórum fyrst til Fær- eyja, og mér þóttu þærvirki- lega fallegar. Hins vegar er ekkert hægt að segja umykk ar land, það er svo mikilrign ing. Nú, héðan förum við svo til Hammerfest og þaðan heim. vann 70. umt. Byrne efstir Þá er lokið skák þeirra Frið- riks og Benónýs og vann Friðrik hana. Eftir 9. umferðir er staðan þessi: 1.-3. Byrne, Vasjúkoff og Tai- manoff með 6 v., 4. Ostojic 5% vinnig og biðskák, 5. Uhlmann 5% vinning, 6. Guðmundur 5 v. og biðskák, 7. Bragi með 4% v., 8. Friðrik með 4 og 2 biðskák- ir. 9-10 Freysteinn og Szabo með 4 v., 11-12 Ingi R. og Addison með 3% v., 13. Jóhann með 2 v., Benóný 1% v. og 15. Andrés með % vinnig. í kvöld tefla saman: Ingi R. og Addison, Vasjukoff og Uhl- mann, Friðrik og Freysteinn, Benóný og Byrne, Szabo og And- rét, Taimanoff og Ostojic, Jó- hann og Guðmundur, en Bragi situr hjá. - FRAKKLAND Framhald af bls. 1 fyrirskipanir um að beita öllum ráðum til þess að framkvæma hinar nýju ákvarðanir stjórnar- innar. Jafnframt var herlið til taks fyrir utan borgina, ef til þyrfti að taka. Síðast í nótt kom til mjög al- varlegra óeirða í París, og víðar irm landið og særðist mikill fjöldí manna. í París var komið með 194 til læknisaðgerða, varð að leggja 93 á sjúkrahús ag voru sumir þeirra mjög þungt baldn- ir. í Saint Nazaire urðu meira en 160 fyrir meiðslum. Mikið tjón annað varð í þessum óeirð- 'um, fjöldi toifreiða var brenindur, umferðaljós eyðilögð, rúður í íbúðarhúsum brotnar og tré höggvin niður. í átökum, sem urðu í gær milli lögreglu og verkamanna við Peugeot verk- smiðjurnar í Sochaux, slasaðist 49 ára gamall maður svo, að hann toeið bana af í dag. Áður hafði annar verkamaður, 24 ára, verið skotinin í átökunum. Á mánudag drukknaði 17 ára pilt- ur, sem var á flótta undan lög- reglunni í nágrenni Renault- verksmiðjanna Fliins. Fréttamenn í París eru marg- ir þeirrar skoðunar, að íbúar landsins muni almennt ánægðir með hinar nýju ráðstafanir stjórnarinnar. Menn séu löngu búnir að fá nóg af ofbeldi og óeirðum. Fjöldi fólks gerði sér í dag ferð á þá staði í París þar sem átökin urðu í nótt, til þess að skoða verksummerkin og var mál flestra, að kominn væri tími til að taka fast í taumana. Við eina götu í borginni, Boulevard Hausman, komu íbúarnir saman til fundar til þess að ræða, hvern ig hægt væri að verja hús og eignir skemmdum í óeirðum eins og verið hafa undanfarið. Einn fundarmanna vildi að vopn um yrði beitt — sagði ástæðu- laust að láta þá sem undanfarið hafa staðið fyrir óeirðum taka lögin alveg í sínar hendur. Tillögur um breytingar á rekstri útvarpsins. • Upplýsingaimálaráðherra stjórnarinnar, Yves Guena, hef- ur skýrt fréttamönnum svo frá, að stjórnin hafi sett fram ýms- ar tillögur um breytingar á rekstri franska útvarpsins og feli þær m.a. í sér, að dagskrár- starfsmenn og starfliðið yfirleitt fái meiri ráð um rekstur þess. Sagði Guena, að tillögurnar væru einungis ætlaðar sem samn ingsgrundvöllur, síðan mætti ræða þær og gera á þeim breyt- ingar. Hins vegar benti hann á, að starf útvarpsins væri háð lögum og því yrði ekki unnt að framkvæma breytingar fyrr en tillögurnar þar um hefðu verið lagðar fyrir þing og samþykkt- ar þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.