Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGtiH''íá! ÍÖNl l'9Öe MINNING: Magnús Sigurðsson Bryðjuholti Fæddur 1. júlí 1903. Dáinn 16. apríl 1968. „Stundatafla vors tíma er hörð sá týnist úr lest, sem er hugsi og dreyminn** Þessar Ijóðlínur eftir Einar Ben. koma mér í hug er ég minnist bóndans M. Sig. hann skildi svo vel, áð til starfs erum við kölluð hér á jörð, tíminn leyf ir vart drauma. M. S. var líka fyTst og fremst maður starfsins harðduglegur ó- sérhlífinn og handtakagóður, en hann vann sín störf ekki sofandi, hann hafði vakandi eftirtekt, og varð lífið honum því skóli, þar sem hann öðlaðist vizku og góða yfirsýn, yfir mannlífið, þessvegna gat hann veitt öðrum happa- drjúga leiðsögn og veit ég af eigin reynzlu að hann innrætti ungum drengjum ást á líffð, jörð ina og eigin mátt, að heimta sem mest af öðrum var ekki að hans skapi, hann kvatti ætíð til hins jákvæða, að vinna af alúð og vera trúr þeim verkum er tekin voru fyrir, slík afstaða gerir drengi að mönnum. M. S. var einn af þessum góðu bændum er elska jörð sína, henn ar vegna, en hafa ekki ávallt hug an bimdinn við arðinn, í pening- um, að sjá ræktun jarðar, að sjá búpeninginn eflast og mega starfa vi'ð sitt bú, það voru beztu launin, fáa menn hefi ég þekkt t Margrét Halldórsdóttir Hrosshaga, Biskupstungum, lézt í Sjúkrahúsi Selfoss að- faranótt 11. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Sverrir Gunnarsson. t Móðir mín María Guðnadóttir Laugateig 8, lézt að Hrafnistu þriðjudag- inn 11. júni Fyrir hönd aðstandenda. Kristinn Sveinsson. t Eiginmaður minn og faðir Lúðvík Jóhannsson skipamiðlari, lézt að heimili sínu aðfara- nótt miðvikudags. Sigriður Magnúsdóttir, Bryndís Lúðvíksdóttir. sem fundu jafn vel, Guð í náttúr- unni, fundu eins vel hið innra samræmi sem er í öllu sem lífs er, hann fann svo vel hið góða í fegurð fjallanna, kraftinn í stormi og stórhrið, og kærleikann eins og hann birtist í móðurást málley sing j anna. Þessvegna kæri frændi, varst þú heldur aldrei einn, þótt þú værir einsamall í myrkri og stór- hríð, og í helgri ró og tign öræf- anna varst þú heima. Kæri frændi, er ég kveð þig hinztu kveðju, streyma fram minningamar, frá því ég kom á þitt heimili fyrst 10 ára, ég minnist sumranna og vetranna er ég var hjá ykkur hjónum, það var dýrmætur skóli ungum dreng, kannski strangur stund- um, en er það ekki það sem þarf út í lífið, því stundum tekur það ómjúkum höndum á okkur, og þá er gott að vera búinn a’ð harðna við líkamlega vinnu, þetta átt ég eftir að skilja betur og meta, meta þína leiðsögn sem var mótuð af þeim eðliskostum, sem þú áttir bezta í fari þínu, hreinskilni og sannleiksást. M. S. var eitt sumar á Græna- vatni í Mývatnssveit áður en hann stofnaði eigið heimili, nær aldarfjórðungi síðar var hann við annan mann, valinn til þess að kaupa sauðfé handa sveitungum sínum, og lá þá leiðin noi'ður í Mývatnssveit, hann kom við á Húsavík, þaðan fórum við hjón- in með þeim félögum að Græna- vatni, það er okkur ógleyman- legt, hversu hlýjar móttökurnar voru, er Maggi gekk í gamla bæ- inn, sú góðvild og glaðværð sú drenglund er M. S. hafði sáð þar fyrir aldarfj. endurgalt heimilis- fólkið honum nú, þar var kom- inn gestur er gott þótti að hýsa. 1 huga sveitadrengsins voru göngurnar á haustin eitt mesta ævintýrið sem völ var á og það sem allir þráðu að taka þátt í, en oft voru þetta mestu mann- raunir þegar þurfti að smala t Guðrún Einarsdóttir Hellatúni, Rangárvallasýsln, andaðist laugardaginn 8. júní. Jarðarförin ákveðin laugar- daginn 15. júní kl. 16 að Ási í Ásahreppi. Systkinin frá Hellatúni. t Sonur okkar Þórhallur sem lézt 6. þ.m. verður jarð- settur að Keldum laugardag- inn 15. þ.m. kl. 2. Svava Guðmundsdóttir, Þorsteinn Oddsson, Heiði, Rangárvöllum. öræfin í illviðri haustsins, og eftir — leitirnar voru aðeins fyr- ir harðduglega menn, ég minnist þess þegar M. S. var að búa sig á fjall, hve eftirvæntingin var mikil, þá var hann kátur og glað ur sem skátadrengur sem er að fara í útilegu, þetta var löngu áður en nokkrum datt í hug að nota þyrlur til smalamennsku, þær voru orðnar margar ferðim ar hans Magga inn í Kerlingar- fjöll, og á öræfin þar í kring, af- réttur Hrunam. var honum sem opin bók, ömefni öll kunni hann á góð skil, það var ánægjulegt að hlusta á hann segja frá öllum þeim dásemdum er öræfin búa yfir, handa þeim, sem kunna að nema hið þögla mál þeirra. Fjöllin og hör'ð lífsbarátta mót- uðu persónuleika hans, hann var karlmannlegur á velli, það var yfir honum heiðríkja, glaðlyndur og hjálpsamur, enda eignaðist hann marga vini, vini sem mundu hann er á þurfti að halda. Það var sem örlögin treystu honum fyrir miklu, í blóma lífs síns lagðist á hann þungur sjúk- dómur, sem ekki var til vöm við, hér á landi, það voru þung spor, sem mörgum hefðu reynst óyfir- stíganleg, er hann varð að yfir- gefa heimili, bömin og eiginkon- una, sem þá átti von á fjórða barninu þeirra, fara til annars lands, til uppskurðar, og horfast í augu við þá stáðreynd að alls óvíst var um heimkomu, þegar ég kvaddi Magga kvöldið áður en hann fór utan, var samt ekki verið að hugsa um eigin þjáning- ar, heimilið var það eina sem komst að. og hugsunin um hversu erfitt það mundi verða eiginkon- unni að sjá því farboða, en hann vissi líka að Sigríður var heil- steypt kona, og með eindæmum t Hugheilar þakkir færum við vinum og vandamönnum fyr- ir auðsýndan vinarhug við andlát og jaiðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar, Jóhönnu M. Sigurðardóttur. Börn, tengdabörn og barnaböm. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar Markús Guðmundsson dugleg og kjarkmikil, enda dáði hann hana mikfð og skildi hversu mikil gæfa honum hafði hlotnast er hann eignaðist svo góða konu. Maggi fékk sig heilan í það sinn, svo er læknavísindunum að þakka, en hann þakkaði líka og eignaði guði stærsta hlutinn, og enn átti eftir að reyna á þrek og kjark þessa sterka manns, síðustu árin vom honum erfið vegna þess sjúkdóms er að lokum yfir- bugaði líkama hans, en fram á síðustu stund var kjarkurinn óbil aður og dvaldist hugurinn þá oft inni á íslenzku öræfunum, þar sem ekkert truflar hina helgu ró, þær minningar veittu honum styrk, minningarnar um alla þá mörgu góðu hesta er hann hafði átt því hestamaður var hann góð ur, og svo glöggur á fé og hesta að undrun vakti meðal ókunn- ugra, í samskiftum hans við ólma hesta, kom vel í ljós sú hlýja er hann bjó yfir, og hans sterka skapgerð er vakti traust bæði hjá mönnum og málleysingjum. Magnús Sigurðsson skilur eftir sig gott lifsstarf, hann var rækt- unarmaður, jörðina vildi hann rækta, en hann var einnig mann ræktarmaður, ég held að hann hafi verið góður faðir, sem ger'ði ávallt það er hann taldi börnum sínum fyrir beztu, Magnúsi og Sigriði varð sex barna auðið, áður hafði Magnús eignast einn son, ég sendi þeim öllum samúð mína, en minnumst þess að dauð- inn er aðeins fæðing inn í annan heim, þar sem næg verkefni bfða, góðs drengs, næg verkefni fyrir hjálpsaman og starfssaman dreng, á komandi sumardegi á sumri eilífðarinnar. Kæri frændi, ég þakka þér fyr ir svo margt sem þú bentir mér á, svo margt sem þú gerðir fyrir mig. Guð sá er skóp þér starfsskil- yrði í sveitinni þinni fögru, guð sá er bænheyrði þig á erfiðustu stund lífs þíns, mun veita þér verðugt starf í nýrri veröld. Þeim guði fel ég Magnús Sig- urðsson. Kristján Fr. Guðmundsson. Húseigendiir - Skipaeigendur Höfum háþrýsta vatns- og sandblástursdælu (10.000 lbs.) til hreinsunar á lausri málningu, lestum skipa, skipsskrokkum o. m. fl. Ath. sérstaklega hentug til að hreinsa hús að utan undir málningu. Upplýsingar í síma 32508. Námsstyrkir til hárgreiðslunáms (aldur 18—42ja ára) Fullkomið námiskeið í hárgreiðslu og snyrtángu, fæst gegn Mtisháttar vinmu. Viðkomandi verður að stunda nám við skóla okkar í Holywood í 1 ár. Tilboð þetta nær aðeins tiil kennslunnar, engin laun, né aðrar greiðslur. Vins-amlega sendið tiLboð á ensku og gefið upp aldur og menntun. Newberry School og Beauty, 6522 Hollywood Boulevard, Hollywood, Calilfornia, U.S.Á Eyrarvatn í SVÍNADAL Lax- og silungsveiði Veiðileyfi seld í SPORTVAL, Laugavegi 116 — Sími 14390. t Konan mín, Steindóra Camilla Guðmundsdóttir frá Sólheimum, andaðist i Landakotsspítala 12. júní. Jóhann Guðmundsson og börn. t Innilegar þakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda sam- úð vi'ð andlát og jarðarför móður okkar Kristínar Sæmundsdóttur. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á Elliheimilinu Grund, svo og Rotary og Linsklúbb Borgarness. Sæmundur og Þorsteinn Bjarnasynir og fjölskyldur. fyrrv. vegavinnuverkstjóri, Klapparstíg 9, ver'ður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 14. júní kl. 1.30. Blóm afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlega láti Þykkva- bæjarkirkju eða líknarstofn- anir njóta þess. Sigurbjörg Jónsdóttir, dætur og tengdasynir. Hjartans beztu þakkir færi ég börnum mínum og tengda- börnum og öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á áttræðisafmælinu mínu. Guð blessi ykkur öll. Þórður Stefánsson. Hjartanlegar þakkir fyrir alla auðsýnda vináttu, góðar gjaf- ir og hlýjar kveðjur á gull- brúðkaupsdegi okkar, þann 8. júní síðastliðinn. Kærar kveðjur til ykkar allra. Lára Eðvarðsdóttir, Elías J. Pálsson, ísafiiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.