Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1968 Ungi Svíinn kast- aði kringlu 60,58 - en reyndist óöruggur í aöalgrein sinni, kúluvarpi, með rúma 18 metra JÚNÍ-leikarnir svonefndu í frjáls um iþróttum, sem er árlegt mót frjálsiþróttamanna hófst á þriðju daginn. Þar kom Norðurlanda- methafinn í kúluvarpi, hinn ungi sænski kappi, Ricky Bruch á óvart í kringlukasti. Sigraði hann m. a. fyrrverandi heims- methafa, Tékkann Ludvig Dan- ek, og kastaði 60.58. Lengsta kast Laneks var 59.98 m. í kúluvarpinu, þar sem Ricky setti á dögunum nýtt Norður- landamet, 19.36 m, var hann ekki eins heppinn. Þ-ar sigraði Edi IBV-Fram KR-Valur - í kvöld í KVÖLD fara fram tveir leikir í 1. deildarmó'tinu. í Vestmainnaeyjum á að fara, fram leikur IBV og Fram, \ sem tvívegis hefur verið frest að. Er ráðgert, að sögn Stef- áns Runólfssonar form. ÍBV að Framliðið komi með vél- inni er fer héðan kl. 1,30 til Eyja og leikurinn hefjist kl. 19,30. Á Laugardalsvelli mætast svo Valur og KR kl. 20,30 og hefst 3. umferð mótsins með þeim leik. í gær var alveg óvíst hvort Fram tækist að skrapa saman liðsmönnum er gætu farið úr vinnu um hádegi til kappleiks. Fengu liðsmenn engan frest til undirbúnings fararinnar og telja að Mótanefnd hafi brot- ið gefið loforð um 2ja sólar- hringa frest ef um slíkar ferð- ir yrði að ræða á vinnudegi. Hubacher, Sviss með 19.18 m, en Ricky var tæplega meter á eftir honum. Má af því sjá að Rioky er nokkuð ójafn í kúluvarpinu. 1500 m hlaupið var annars há- punktur mótsins. Svíarnir Ulf Högberg og Anders Gærderud reyndust yfirburðamenn Tékk- ans Odlozil, sem hlaut silfurverð laun i greininni á Tokíóleikun- um. Högberg sigraði á 3:41,9 og Gærderud hafði enga mög-uleika gegn honum á endasprettinum. í hástökki sigraði Tékkiran Hubner á nýju tékknesku meti 2.13 m, Jan Dahlgren, Svíþjóð, stökk 2.09, Bo Jonsson 2.09 og Kenneth Lundmark 2.05 m. 7000 manns sáu mótið. M0LAR Matt Busby, framkvæmda- stjóri Manch. Utd., heimsmeist arinn í bantamvigt hnefaleika Ástralíumaffurinn Lionel Rose og kappaksturskappinn Graham Hill voru meffal 686 þegna Bretaveldis, sem Elisa beth drottning sæmdi orðu í þakkar- og virffingarskyni á afmælisdegi drottningar. Bus- by var sleginn til riddara — 10 dögum eftir aff lið hans vann Evrópubikar félagsliða. Norðmenn léku á dögunum fyrsta landsleik sinn í knatt- spyrnu í ár. Mættu þeir Pól- verjúum í Osló. Pólverjar sigr uðu 6:1. V-Þjóffverjinn Walter Ad- ams hljóp 800 m. á 146.1 á móti í Lúbeck á föstudag. Uwe Bayer kastaði sleggju 67,17 m. Þeir eru „velkomnir" í ÍÞRÓTTASÍÐU Morgunblaðs- ins þ. 12. júní síðastliðinn er birt grein undir fyrirsögninni: „Skipt um félög en halda búsetunni“ og eru þar nefndir til 5 menn ,sem skipt hafa um félög á síðasta ári. Þar sem tveir þessara manna eru okkar félagsmenn, viljum við gefa nokkra skýringu, þar sem greinarhöf. virðist ekki hafa kynnt sér málið nógu vel. Við viljum taka það fram að við erum mjög mótfallnir óeðli- legum félagaskiptum og teljum fulla ástæðu til þess, að reynt verði að sporna við slíku. Bæði nú og fyrir síðasta landsmót hafa leitað til okkar kunnir íþrótta- menn með félagaskipti fyrir aug- um. Við höfum sagt þeim að við óskum ekki eftir aðstoð þeirra. En um tvo menn, sem greinarhöf. nefnir, Trausta Sveinbjömsson og Karl Stefánsson, teljum við gilda öðru máli. Það er rétt að Trausti á heima í Hafnarfirði en eins og greinarhöf. veit, er erfitt og ekki beint skemmtilegt að vera eini keppandi síns fé- lags þar sem áhugi fyrir frjáls- íþróttum þar er ekki meiri en svo að mörg ár munu vera síðan æf- ingar hafa verið stundaðar. Enda 16 ára golfkappi einnig á Akureyri FYRSTA keppni Golfklúbbs Ak- ureyrar í ár var Flaggkeppnin (full forgjöf), og fór hún fram þann 2. júní. Sigurvegari varff Þórarinn B. Jónsson meff tals- verðum yfirburffum, en hann lék mjög vel í þessari keppni. Annar varff Ragnar Steinbergsson og þriðji Skúli Ágústsson. Um síðustu helgi, eða 8. og 9. júní, var háð keppni um Mickey’s Cup (% forgjöf), en leiknar voru 18 holur hvorn daginn. Keppend- ur voru 24. Úrslit urðu þau, að fyrstur varð Þengill Valdemars- son með 13714 högg (nettó), ann ar varð Ólafur Stefánsson með 138 högg og þriðji varð Árni ítalir sigruffu í Evrópukeppni landsliffa í knattspyrnu, em undanúrslit fóru fram á fta- líu. Keppni þessi er haldin 4. hvert ár og síffast unnu Sov- étríkin, sem nú urffu í 4. sæti. Myndin er tekin í leik ítala og Búlgara — um sæti í und- anúrslitum. ítalir unnu þann leik og hér sézt Prati skora mark ítala meff þvi aff kasta sér fram og skalla í markið. Snarlega gert. Jónsson með 144 högg. Árangur Þengils er mjög eftir- tektarverður, þar sem hann er að Framhald á bls. 3-1 Guðmundur Þórarinsson: hefur það sýnt sig að frjáls- íþróttamenn búsettir í Hafnar- firði hafa keppt fyrir félögin í Reykjavík, t.d. Kristján Stefáns- son, Páll Eiríksson og Kjartan Guðjónsson, svo einhverjir séu nefndir. Karl Stefánsson flutti í Kópavog síðastliðið haust, og á þar íbúð, svo telja má búsetu hans þar nokkuð örugga. Það var því ekki neitt vafamál, þegar þessir ágætu félagar sóttu um inngöngu í Breiðablik, að svarið hlyti að vera: „velkomnir". Þeir hafa líka verið okkar ötulustu menn á æfingum félagsins, en ekki stundað æfingar með sín- um gömlu félögum eins og grein- arhöf. segir. Að síðustu: Það er ósk okkar að við getum, þrátt fyrir erfiða aðstöðu, orðið til uppbyggingar og sóma íslenzku íþróttalífi með okkar eigin mönn um. Stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. P. S. Karl Stefánsson hringdi einn- ig til blaðsins og kvaðst hafa átt lögheimili í Kópavogi rúml. hálft ár og sagði það skoðun sína að menn ættu að keppa fyrir félög 1 á þeim stöðum sem þeir byggju. X ióíjjro ttcLáfjjci íí Illdur oty árangur OG nú hefur Guðmundur kastað kúlunni yfir 18 metra strikið og mun að líkindum haiMa áfram að auíka við sig eitthvað enn, því ekki er þetta kast Guðmuindair hans lengsta á vellinuim í vor. Margur á erifitt með að skiilja þessi afrek Guðmundar og hefuir látið undrun sána yfir þeim í ijós. Erfiðast reynist mönnum að átta sig á aldri hans í sambandi við bætt an árangur hans, sem fyrst fer að láta þera á sér að ráði, þegar Guðmundur er að kom- ast á miðjan aldur. Þetta með aldur hans og íþróttagetu er enn furðulegra, þegar þess er gætt, áð hann er á íslandi, en þar hafa til þessa flestir íþróttamenn landsins álitið sig verða „old boys“ um leið og þeir hafa náð 25 ára aldri, ef ekki fyrr. Mér þykir mjög vænt um þessar framfarir Guðmundar. Ég á engan þátt í þeim, en þau sanna mér enn betur en áður hefur verið gert, að það er alger óþarfi að hætta í- þróttaiðkunum á meðan við- komandi ekki þarf að nota báðar hendur til að telja ára- tugi sína á puttunum. Oft hefi ég verið áð því spurður hvernig á þessu geti staðið og hvort hér sé ekki um einsdæmi að ræða. Ekki vil ég segja þetta einsdæmi, enda þótt ég þekki ekkert dæmi slíks, og víst er að þessi árangur Guðmundar, á hans aldri, hefur vakið mikla athygli erlendis, einkum á Norðurlöndum, og margir hafa hafið æfingar að nýju eftir að hafa lesið um árangur hans. Spurningunni um orsakir þessara bættu afreka verður víst seint hægt að svara með nokkurri vissu. Ég hefi getið mér til, að þær gætu m.a. verið þessar: Guðmundur hef- ur æft mjög lengi og oftast reglulega og af alúð og hann kann sína íþrótt út og inn. Hann hefur átt því láni að fagna að skaða sig ekkert um langan tíma. Hann hefur æft lyftingar meir og réttar, en áður, orðið sterkari og eitt- hvað þyngri, og náð því að geta beitt sínu aukna afli á kúluna. Þá hefur vinna hans orði'ð reglulegri, bygginga- stúss um garð gengið, og hann komist af sinni gömlu vakta- vinnu á nokkúð eðlilegan vinnudag og þannig orðið að- njótandi reglulegrar hvíldar, sem komið hefur fram í auk- inni ánægju við æfingarnar. Þá hefur hann og að nokkru lært betri kasttækni, trúlega vegna kynna sinna við er- lenda kastara, keppnum sín- um og samtölum við þá. Þetta er álit mitt, en ég verð að játa að ég hefi ekki boríð það undir Guðmund sjálfan og veit því ekki hvað hann segir um það. Aukinn aldur á ekki að vera sama og stopp á árang- ursbætingu, það kostar aðeins aukna vinnu, meira erfiði, sem leggja verður að baki til þess að bæta árangurinn. Að einblína á aldur í sambandi við íþróttagetu er fjarstæða. Margir af frægustu íþrótta- mönnum heims hafa verfð á toppi fram á, og jafnvel yfir, fimmtugs aldur. Því vildi ég óska, að bættur árangur Guðmundar Her- mannssonar í kúluvarpinu yrði til þess að íslenzkir í- þróttamenn tækju hann sér til fyrirmyndar og héldu áfram að æfa, enda þótt þeir nálguð ust þennan einkennilega lága „old boys“ aldur okkar Is- lendinga; 40 ára. Það er eng- inn aldur, að tala um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.