Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ lí>68 5 . ■■ u* SlysstaSurinn. Örvarnar benda á Trident-vélarnar, sem flutningavélin tók í sundur. STÓRS>LYS varð á Lundúna- flaiigvelli aðfaranó-tt fimmtu- dags síðastliðinis. Má þó fuSl- yrða, að það varð minna en á horfðist. Tveggja hreyfla flutn ingaflugvél af Ambassador- gerð var að koma inn til lend ingar, þegar flugmaðurinn m'isisti stjórn á henrti. FILug- vélin ' straukst. yfir Comet- þotu og Viscount-farþegaflug- vél, en kilippti síðan afturhlut- ann af tveim‘ur Trident-þot- um, sem stóðu við flugstöðina. Þá lyftist hún aftur lítið eitt og strauikst rétt yfir fjölimenn- an farþegahóp, sem beið þar. Loks rakst hún á vegg, braiut ihann og s-taðnæmdist við bið- sal farþega. Jafns'kjótt kom eldur upp í hennni. Þótt ótrúlegt sé, fórust að- eins 7 menn í þessu slysi, en 6 slösuðust. Mörg hundruð manna voru umhwerfiis fliug- stöðina, í henni og í fluigvól- um í kring, auk fjölda benzín- fl.utningabíla. Flugvélin var að koma frá Deauville í Frakklandi og hafði meðferðis 8 kynbóta- hross og fimm gæzlumenn þeirra, en áhöfn vélarinnar var 3 menn. Hún var í eigu B.K.S. flu'gfélagsins. Að þesssum atburði voru mörg vitni eins og nærri má geta. Skammt frá var hópur ferðamanna, að virða fyrir sér annríkið á flugvellinum undir leiðsögn Alans Drakes. Hann þagnaði í miðri setningu. Drake sagði síðar: „Þetta virt ist vera eðlilegt aðflug, en allt í einu snerist véli-n og virtist stefna beint á oktouir. Hún ruddist gegnum tvær flugvél- ar bg hvarf mér sjónum við flugstöðina. Innan fárra sek. stigu þar upp miklir reykjar- bólstrar.' Jim Robertson sagði: „Ég hljóp að bra'kinu. Þar var ó- þolandi 'hiti. Hluti vélar- skroikksins hafði k-astazt frá. Þar fann ég mann sem hafði klemmt á sér fótinn og gat bkki losað hann. Ég fann mér járnstykiki og gat náð 'honum. Líikin lágu þarna í kring. Fjölda fólks dreif að, en .við gátum ekki gert neitt meira. Flugvélin hafði nýlega ver- ið gerð upp og inmréttað í henni hes.hús. Hrossin dráp- ust öll nema eitt, sem var banað strax og færi gafst. Tjón í slysi þesssu var gífur- legt. Verðmæti Trident-vél- anna einna var um 300 millij- ónir króna, og er önnur þeirra talin gerónýt. riugvélarskrokkurinn brotnaði í tvennt og stöðvaðist við biðsal farþega, eftir að hafa ruðzt gegnum 12 feta háan vegg. Sýning Sigríðar Björnsdóttur í NÝBYGGINGU Menntaskólans etendur nú yfir fyrsta alvarlega einkasýning listakonu, sem lengi hefur unnið að list sinni í kyrr- þei og sem þannig eðlilega hef- ur lítið borið á til þsssa í mynd- listarlífi höfuðstaðarins en þó vissu margir að með henni leyndust jákvæðir listrænir hæfileikar. Er hér um að ræða Sigríði Björn-sdóttur, sem um skeið var gift víðþekktum sviss neskum listamanni „diter rot“, sem mörgum hér er kunnur fyr- ir frumleika í listsköpun sinni. Á þessari sýningu Sigríðar er mikill urmull mynda og mikillar tilhneigingar til hverskonar til- rauna g-etur þar að líta ásamt viðleitni til frumleika og er ekki alltaf gott að geta sér til hvert listakonan er að fara, þó gætir ekki mikilla áhrifa frá „diter rot“, að öðru leyti en hvað til- rauna og frumleikaviðleitninni viðvíkur — og það virðist mér veikleiki listakonunnar því að svo er sem hún hætti iðulega í miðju verki til að einbeita sér að öðru er hefur gripið huga hennar í stað þess að þraut- vinna viðfangsefnið. Þannig minnir sýningin á brotabrot fjölda hugmynda án þess að nokkur ein hugmynd sé unnin til hlítar. Þetta kemur einnig ó- þarflega vel fram á sýningunni visgna einhæfrar upphengingar, sem þreytir áhorfandann frekar en að vekja athygli hans og áhuga — vantar stígandi og til- breytingu. Að nokkru ber salur- inn sjálfur ábyrgð á þessu — hann er ekki vel fallinn fyrir lít- il verk og fíngerð í sinni nú- verandi mynd, sem greinilega kom fram á hollsnsku grafíksýn ingunni, sem þar var nú nýverið sem gerði það að verkum, að þrátt fyrir ágæti sitt varð hún beinlínis leiðinleg, auk þess sem óhreinindi á veggjum draga at- hygli frá sjálfum myndunum sem til sýnis eru. En svo auðséð sem þetta er flastum, þá hefðu verið farsælla fyrir listakonuna að fækka myndunum til muna og reyna að draga athyglina frá ókostum salarins með aukinni tilbreytni í upphengingu. Áber- andi er að myndirnar hanga allt of þétt — formin grípa hvert í í annað svo úr verður allsherjar iða. Þó eru til undantekningar, svo sem veggurinn er blasir við sýningargestum er inn er komið og þar sem hanga tvö stór mál- verk ólík að lögun. Þar sjáum við kyrrð og stígandi og myndirnar koma vel til skila til skoðand- ans. Annað málverkið er milt og slétt hitt dökkt og hrjúft og hvorugt þrengir að hinu. Þannig á það að vera. Nok’kur hinna stærri verka á sýningunni eru áberandi betur unnin en önnur og af meiri innlifun og þar finnst mér Sigríður vera á réttri braut — minni málverkin njóta sín fæst vegna annmarka upphengingarinnar, en þeir sem ha-fa þolinmæði til að margskoða þann fjölda komast að því, að þar eru mörg góð tilþrif falin en æði eru þær misjafnar að mínum dómi. Myndirnar þarsem ljósmyndatæknin er viðhöfðeru sumar skemmtilegar í útfærslu — einfaldar en þó áhrifaríkar, væri fróðlegt að sjá meira af slíku frá hendi listakonunnar. Eg hiefi gert mikið úr upp- hengingunni á þessari sýningu, þó ég telji upphengingu í sjálfu sér ekkert aðalatriði — en mik- ið atriði er hún óneitanlega, það I ber þessi sýning ljóslega vitni. j Trúlega verður þessi sýning til að losa um nýja krafta í Sig- j ríði Björnsdóttur og hreinsa úr henni ýmsa vankanta og þá var miklu betra af stað farið en heima setið. Það er vel þess virði að tekið sé eftir þessari frumraun listakonunnar og sýn- ingín sótt heim. Bragi Ásgeirsson Sýningarsalurinn Persía. Teppaverzlunin Persía á Lauga veg þar sem áður var velþekkt verzlun Marteins Einarssonar, hefur opnað í húsakynnum sín- um lítið snoturt „gallerí" og vígði það fyrir skömmu með sam sýningu margra kunnra málara. Að þessu sinni sýna of margir málarar í einu, því stærð og gerð húsakynnanna gefur ekki tilefni til slíkrar sýningar. Fáir málarar með fleiri verk gæfi möguleika á mun sterkari áhrif- um á skoðandann. En þessi við- leitni er mjög góð og virðingar- verð og er mikil furða að ek'ki skuli hafa tekizt a'ó láta litla sýningarsali blómstra í höfuð- borginni til þessa — en það er víst ekki rekstrargrundvöllur til slíks n-ema þá með öðru, en nauðsynlegt er þá að skifta um myndir reglulega. Engu skal spáð um framtíð þessa sýningar- salar en vona þess mun meira. Það er undir svo mörgu komið hvernig til tekst — myndlistar- mönnunum ^ — fólkinu — og eigendum. Ég trúi þó að það sé ekki langt í land að slík starf- semi verði þeirrar gæfu aðnjót- andi að njóta langlífi, þróunin stefnir í þá átt. Til þar-f útsjóna- semi, þolinmæði og hörku. Ég óska eigendum sýningarsalar- ins fararheilla og þakka fram- takið. Borgarbúar skulu minntir á að án áhuga þeirra er ekki hægt að skapa grundvöll fyrir slíka starfsemi. Bragi Ásgeirsson. Borgarstjórn samþykkir reikninga borgarsjóðs REIKNINGAR borgarsjóðs voru til annarrra umræðu á borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag. Borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, fylgdi þeim úr hlaði með stuttri ræðu, og sagði. að á fundi borgar stjómar fyrir hálfum mámuði hefði hann gent ítarlega grein fyrir reikningumum. Sá eini, sem tóik til máls um rei'kningana sl. fimmtudaig auk borgarstjóra var Guðmundur Vigfússon (K), ræddi hann um reiíkningana í íheild sinni, en fann síðan að einstaíka liðum, eink- um þótti honum skuldasöfnun borgarinnnar aðfinnsluverð. Geir Hallgrímsson, horgar- stj. svaraði gagnrýni Guðmund ar og sagði, að ekki væri óeðli- legt þótt skuldir ykjust nokkuð, þegar eignaauikningin næmi um 400 miilljónum króna, en skuldir hefðu aukizt um rúmar 100 millji ónir, og af þvd mætti sjá, að eigið fjármagn borgarinnnar ihefði stað ið undir f hlutum framkvæmda. Borgarstjóri <gerði ítarlega grein fyrir skuldum ríkissjóðs borg- arsjóð oig rakti hvern einstakan skuldalið. Að loknu máli borgarstjóra tók Guðmundur Vigfússson aftur til móils, en síðan talaði borgar- stjóri á ný, en að því búnu var umræðu lökið. Reikningarnir voru samiþykkt- ir samhljóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.